Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 48
Viðskiptadeild HR hefur hafið samstarf við SH, SÍF og LÍÚ. VIÐSKIPTADEILD Háskólans í Reykjavík skrifaði nýlega undir samstarfssamning við SH, SÍF og LÍÚ um nám í sjávarútvegsfræðum, sem nemur um þremur milljónum króna. Um er að ræða námskeið sem ætlað er nemendum á lokaári í við- skiptadeild. Efnistök eru miðuð við að nemendur fái víðtæka sýn á at- vinnugreinina og tækifæri í fram- tíðinni. Meðal annars er fjallað um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, fiskveiðar, vinnslu sjávarafurða, sölu- og markaðssetningu og al- þjóðavæðingu greinarinnar. Mynd er tekin við undirskrift samningsins. F.v. Árni G. Pálsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróun- ar SH, Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar HR, og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Fyrir aftan standa f.v. Loftur Ólafsson, lektor í viðskiptadeild HR, og Kristján Þórarinsson, stofn- vistfræðingur hjá LÍÚ. Samstarf um nám í sjávarútvegsfræðum GOLIGHT LEITARLJÓS RadíóRaf ehf., Smiðjuvegi 52, Kópavogi, s. 567 2100. www.radioraf.isTil sölu lítið notaðir 4 vetrarhjól- barðar á felgum með koppum 195/65. 5 þús. stk. 4 álfelgur 157/ 13 7 þús. stk. Uppl. í s. 586 2082 og 693 6764. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4WD. Frábær í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Mercedes Benz Sprinter 413 CDI, sk. 12.2003, 130 hestafla, dísel. Ekinn 16.800 km. 750 kg lyfta. 22 m² kassi. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, símar 544 4333 og 820 1071. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmuvegi 22, sími 564 6415 - gsm 661 9232. mbl.is ÁRLEGT jólaskákmót KB banka verður haldið laugardaginn 18. des- ember kl. 15, í aðalútibúi bankans í Austurstræti. Tíu stórmeistarar, þar á meðal Friðrik Ólafsson, mæta til leiks auk ólympíulandsliðsins í skák. Öllum er heimilt að fylgjast með meisturunum tefla og verður settur upp risaskjár svo áhorfendur geti betur fylgst með skákunum. Jafn- framt verða léttar veitingar í boði fyrir gesti og gangandi, segir í fréttatilkynningu. Stórmeistarar á jólaskákmóti OPNUÐ hefur verið hárgreiðslu- stofa sem einungis er fyrir börn, stofan heitir Stubbalubbar og er að Barðastöðum 3 í Grafarvogi. Eig- andi stofunnar er Helena Hólm hár- greiðslumeistari sem einnig rekur Hárgreiðslustofu Helenu í sama húsnæði. Á stofunni eru allir stólarnir bílar þar sem börnin geta setið og horft á myndband á meðan þau eru klippt en sjónvarp er við hvern stól. Börn- in geta unað sér við lestur eða leiki á meðan þau bíða eftir klippingu. Hárgreiðslustofa fyrir börn KRAFTVÉLAR ehf. hafa ánafnað Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ákveðinni upphæð í stað þess að senda jólakort til við- skiptavina. Er það annað árið í röð sem Kraftvélar veita félaginu þennan styrk. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna var stofnað 2. sept- ember 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Á myndinni sést Páll Sam- úelsson, eigandi Kraftvéla, af- henda styrkinn til Bryndísar Hjartardóttur frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Veita styrk í stað þess að senda jólakort 48 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRBÚNINGUR að rannsókn- arverkefni um starfsumhverfi lækna hefur staðið yfir í rúmt ár hér á landi og hefur öllum læknum, sem hafa lækningaleyfi og lögheimili á Íslandi, samtals 1.185 manns, verið sent bréf, þar sem óskað er eftir því að þeir svari spurningum um m.a. starfsumhverfi, heilsufar og lífsstíl. Verkefnið er unnið í samstarfi við ítalska, norska og sænska lækna, en frumkvæðið kemur frá læknum við Karólínska Sjúkrahúsið í Stokk- hólmi. Verða læknar í þessum lönd- um beðnir um að svara sambæri- legum spurningum og íslensku læknarnir. Með niðurstöðunum verður m.a. hægt að bera saman starfsaðstæður lækna í löndunum fjórum, að sögn Lilju Sigrúnar Jónsdóttur, læknis og umsjónarmanns verkefnisins hér á landi. Að verkefninu standa einnig Læknafélag Íslands, Landlæknis- embættið og Landspítali – háskóla- sjúkrahús. Auk þess koma að verk- efninu Þorgerður Einarsdóttir, félagsfræðingur hjá rannsóknar- stofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur og Kristinn Tómasson, læknir hjá Rannsóknarstofnun í vinnuvernd við HÍ og Vinnueftirliti ríkisins. Allir læknar verða með Lilja segir rannsóknina hér á landi umfangsmeiri en í hinum lönd- unum þremur. Til dæmis séu allir læknar beðnir um að taka þátt hér á landi, en í hinum löndum, eru spurn- ingar bara sendar til lækna á ein- stökum sjúkrastofnunum. „Þegar undirbúningsvinnan fór af stað var þetta verkefni m.a. kynnt fyrir heil- brigðisráðherra. Kom þá fram mikill áhugi á því að fá upplýsingar um lækna alls staðar á landinu. Þess vegna höfum við útvíkkað verkefnið hér heima og leitað til allra ís- lenskra lækna um að taka þátt og svara spurningum um starfsum- hverfi sitt. Þannig getum við fengið upplýsingar um aðstæður lækna innan og utan sjúkrahúsa, í heilsu- gæslunni og á mismunandi land- svæðum. Upplýsingarnar munu geta komið að notum við stjórnun og stefnumótun og nýtast þannig stétt- inni allri.“ Lilja segir að allir læknir á Ís- landi eigi að vera búnir að fá bréf í hendur um verkefnið. Það taki þá um það bil hálftíma að svara spurn- ingum sem eru á vef verkefnisins á Netinu. Starfsumhverfi íslenskra lækna kannað Söfnuðu til styrktar börnum UM 400 tombólukrakkar Rauða krossins hafa á árinu 2004 safnað samtals 340.000 krónum til að „hjálpa börnum í útlöndum“, eins og þau segja svo gjarna þegar þau koma til Rauða krossins að skila fénu. Nú, fjórða árið í röð, ætla Leikskólar Reykjavíkur að láta 300.000 krónur sem annars hefðu farið í jólakort renna til sama málefnis. Á sjöunda hundrað þúsund króna verður því notað til að að- stoða heyrnardauf börn í Palest- ínu til kaupa á búnaði. Michael Schultz, sendifulltrúi Rauða kross Íslands á svæðum Palestínu- manna, mun hafa umsjón með að- stoðinni. Til að þakka fyrir aðstoðina hefur Laugarásbíó boðið tomb- ólubörnum á höfuðborgarsvæðinu í bíó, á Kaftein Skögultönn í dag kl. 17. Úthluta jóla- styrkjum JÓLAPOTTAR Hjálpræðishersins eru nú komnir út og þá er að finna fyrir utan Liverpool á Laugaveg- inum, í Kringlunni, í Smáralindinni og Kolaportinu. Jólastyrknum verður úthlutað í samkomusal Hjálpræðishersins laugardaginn 18. desember. Fulltrúar fjölskyldna mega koma kl. 10–12 og einstaklingar kl. 13– 15, en þeir sem hafa sótt um geta komið í samkomulagsill og fengið styrk. Sama dag fæst fatnaður gef- ins í fatabúð Hjálpræðishersins, Garðastræti 6, en nauðsynlegt er að vera með tilvísun sem má sækja samdægurs í sal Hjálpræðishersins. Á aðfangadag kl. 18 hefst jóla- hald á Hjálpræðishernum og standa Vernd og Hjálpræðisherinn saman að þessu kvöldi. Þeir sem vilja koma geta skráð sig í síma 561 3203 fyrir 20. desember. Boðið verður upp á jólamat og allir fá gjafir, síð- an verður dansað í kringum jóla- tréð. Einnig verður kaffi og góð- gæti á boðstólum fram eftir kvöldi. Hin ýmsu fyrirtæki og einstak- lingar styðja framtakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.