Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 45
MINNINGAR
helgin ❊ kemur í dag!
helgin er skemmtilegt vikublað
sem berst landsmönnum
í póstkassann í dag
í blaðinu eru frábær tilboð
auglýsenda ásamt tillögum
að afþreyingu helgarinnar
helginni er dreift í
100 þúsund eintökum
um land allt
helg in
V I K U L E G A
fim
m
tu
d
a
g
u
r
1
6
1
2
0
4
ljósm
ynd
gs
S m á
j ó l a f i ð r i n g u r
v i ð t ö l • k r o s s g á t a • d a g s k r á h e l g a r i n n a r • a f þ r e y i n g • s k e m m t u n
❊ góða helg i
Út er komin ný plata með
hljómsveitinni Í svörtum
fötum sem ber keim af
nóttinni, er lágstemmdari
en fyrri plötur sveitarinnar
og svolítið draumkennd.
Jónsi talar um plötuna
og jólin í faðmi
fjölskyldunnar á bls. 4.
Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi
Opið 8-24 alla daga
auglýsingapantanir í síma 569 1111
V I K U L E G A
✝ Kristinn SnævarBjörnsson fædd-
ist 28. september
1942. Hann lést á
heimili sínu 8. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Björn Pétursson
verkamaður í
Reykjavík, f. 21. nóv-
ember 1902, d. 16.
júní 1949, og Guð-
björg Sæmundsdóttir
húsmóðir, f. 26. apríl
1898, d. 17. október
1960.
Systkini Kristins
eru: a) Sigrún Á.Ó., f. 30. janúar
1934, d. 24. apríl
2002, gift Hafsteini
Haraldssyni f. 10.
mars 1929, d. 30.
október 1982. b)
Hjördís Sigríður, f.
12. september 1935.
c) Fanney Ásdís, f.
19. júní 1941, d. 13.
apríl 1991, gift Ólafi
Jónssyni f. 22. júlí
1924, d. 15. október
1988.
Útför Kristins
verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin
klukkan 15.
Miðvikudaginn 8. desember sl.
barst okkur sú sorgarfregn að
hann Kiddi væri dáinn. Þessi
glaðværi hæglætismaður hafði
lagt upp í sína hinstu för.
Kiddi kom inn í fjölskylduna
okkar á Hraunbrún 40 fyrir fimm-
tán árum þegar þau mamma
kynntust. Fljótlega kom í ljós að
þar fór mikill mannkostamaður.
Kiddi var rólegur og yfirvegaður
og frá honum stafaði ávallt mikil
hlýja. Hann var mikil barnagæla
og litlu krakkarnir í fjölskyldunni
hændust mjög að honum. Hann
hafði líka alltaf nægan tíma fyrir
þau.
Kiddi var kannski ekki mann-
blendinn að eðlisfari en í faðmi
fjölskyldunnar var hann kátur.
Þær voru margar ferðirnar sem
hann og mamma fóru saman, bæði
í sumarbústaðinn í Grímsnesinu
og til útlanda í góðum hópi vina
og kunningja.
Kiddi var vel kunnugur allri
starfsemi hjá Hreinsunardeild
Reykjavíkurborgar og hjá borg-
inni vann hann alla sína starfsævi,
frá 16 ára aldri.
Kiddi var mikill dansmaður.
Þau mamma kynntust í dansi,
voru saman í danshópi og segja
má að þau hafi dansað saman í
gegnum allt sitt farsæla samband.
Fjölmörg voru þau böllin sem þau
sóttu saman og höfðu mikla gleði
af.
Kiddi var duglegur maður og
hjálpfús. Ávallt var hann fyrstur
mættur þegar kallað var til verka
í fjölskyldunni, hvort sem það var
í garðinum eða sumarbústaðnum.
Það var líka gaman að vinna með
honum. Til dæmis þegar fjölskyld-
an hjálpaðist að við nýju eldhús-
innréttinguna og parketið á íbúð-
ina hans. Þá lék Kiddi á als oddi
og þakklætið var svo mikið að tár-
in flóðu niður kinnarnar á honum.
Vandfyllt er það skarð sem
Kiddi skilur eftir sig í fjölskyld-
unni á Hraunbrúninni. En minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Kiddi minn, ekki óraði okkur
fyrir því að fjölskylduboðið hér á
Álftanesinu í nóvember sl. yrði
það síðasta hjá okkur saman. Þá
varstu hress og kátur og lékst á
als oddi. Þannig ætlum við að
muna eftir þér, með glaðværa
stríðnislega brosið og þitt trausta
fas.
Hvíldu í friði, Kiddi, og kærar
þakkir fyrir samveruna.
Hervör Poulsen,
Gunnar Valur Gíslason.
Orð
milli vina
gerir daginn góðan.
Það gleymist ei
en býr í hjarta þér
sem lítið fræ.
Það lifir
og verður að blómi.
Og löngu seinna
góðan ávöxt ber.
(Gunnar Dal.)
Látinn er kær heimilisvinur.
Hann var kallaður Kiddi og hefur
fylgt mér, Ingólfi, í gegnum tíð-
ina. Allt frá barnæsku var hann í
nánu sambandi við æskuheimili
mitt, sem var á Melavöllum í
Reykjavík þar sem lengi var bú-
skapur og grænmetisræktun.
Seinna þegar við hjónin fluttum í
Mosfellssveitina var það oftast
fastur liður að Kiddi kæmi til okk-
ar á laugardögum. Var hann þá að
aðstoða okkur við garðinn eða við
að vinna úti við. Endaði þá með
því að Kiddi borðaði með okkur
hjónum á laugardagskvöldum og
var svo keyrður heim. Kiddi var
með eindæmum ljúfur, glaðlyndur
og góður drengur. Börn sem voru
á heimili okkar eiga góðar minn-
ingar frá veru hans á heimilinu og
einnig góð vinkona okkar, Fríða,
sem oft var með okkur í „græn-
metisstússi“. Kiddi og ég, Ingi-
björg, vorum jafngömul, bæði
fædd árið 1942 og gengum til
sama prestsins til spurninga.
Kiddi átti á margan hátt góða
ævi. Lundin hans og þel var svo
gott. Hann var alla tíð í góðu sam-
bandi við Dísu systur sína og
stóðu þau vel saman í gegnum
þykkt og þunnt. Í seinni tíð naut
hann samvista og vinskapar Mar-
íu Poulsen. Þau dönsuðu og ferð-
uðust saman sem skapaði honum
tækifæri sem ekki höfðu áður gef-
ist. Það verða ekki fleiri símtölin
frá Kidda að heyra í Inga vini sín-
um, og ekki lengur þau trúnaðar-
samtöl sem fylgdu oft. Kom þá
margt skondið upp sem ekki verð-
ur fært í letur en lifir í huga okk-
ar. Þessa ljúfa drengs verður sárt
saknað á heimili okkar. Ástvinum
hans er vottuð innileg samúð.
Ingólfur og Ingibjörg.
Elsku Kiddi.
Aldrei hefðum við trúað því að
þegar við komum öll stórfjöl-
skyldan saman síðast myndi það
vera í seinasta skipti sem við sæj-
um þig.
Að vanda varstu brosandi út að
eyrum og ávallt klappaðirðu okk-
ur á bakið og spurðir hvort við
hefðum það ekki gott.
Þú varst okkur alltaf svo góður
og vildir öllum aðeins það besta.
Í friði látinn hvíli hér,
nú heim frá leiði göngum vér.
Ó, búum einnig oss af stað,
því óðum líður stundin að.
(V. Briem.)
Elsku Kiddi, við munum ávallt
minnast þín með bros á vör, knús-
andi okkur sem krakka og síðar
okkar eigin börn.
Við vildum að við hefðum fengið
fleiri ár með þér, þú fórst alltof
snemma frá okkur.
Elsku amma, við fráfall Kidda
hefur þú misst mikið. Guð gefi þér
styrk á þessari sorgarstundu.
María Fjóla, David,
María og Frida.
KRISTINN SNÆVAR
BJÖRNSSON
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar