Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 51
DAGBÓK
Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) hefur gefiðút bókina Velkomin um borð – Sögurúr fluginu, í tilefni af 50 ára afmæli fé-lagsins. Í bókinni er að finna fjölda
reynslusagna úr lífi flugfreyja og einnig sögu fé-
lagsins og stéttar flugfreyja hér á landi. Bókin er
einnig myndskreytt með fjölda ljósmynda af flug-
freyjum í gegnum tíðina og má þar sjá þær gríð-
arlegu tískubreytingar sem urðu á síðari helm-
ingi 20. aldarinnar. Um 100 manns komu að
bókinni á einn eða annan hátt t.d. með því að
senda sögur, vera í viðtölum eða senda myndir úr
starfi sínu.
Megintilgangurinn með ritun bókarinnar var,
að sögn Ingibjargar Norðdahl, ritstjóra bók-
arinar, að skrifa stéttarsögu Flugfreyjufélags Ís-
lands. Þar er stiklað á stóru og unnið úr viðtölum
við fyrrverandi formenn félagsins og endað á við-
tali við núverandi formann FFÍ, Ásdísi Evu
Hannesdóttur. „En bókin varð miklu meira en
stéttarsaga, segir Ingibjörg. „Í henni eru mörg
áhugaverð viðtöl við fólk sem tengist fluginu og
ekki má gleyma miklum fjölda skemmtilegra frá-
sagna af atvikum í fluginu, sem gera bókina að
hreinni skemmtilesningu.“
Hefur starf flugfreyja breyst á hálfri öld?
„Starfið hefur ekki breyst svo mikið. Auðvitað
hafa flugvélarnar batnað og allur aðbúnaður um
borð og á jörðu niðri. Hlutverk flugfreyju eða
flugþjóns er þó eftir sem áður að gæta öryggis
farþeganna og veita þeim þá þjónustu sem flug-
félögin bjóða upp á hverju sinni en jafnframt að
gera þeim ferðina þægilega og ánægjulega.“
Nú hefur starf flugfreyja og -þjóna löngum
haft á sér vissan dulúðarljóma. Er hann enn til
staðar?
„Dulúðar- eða ævintýraljóminn er vissulega
enn til staðar. Sífellt bætast inn nýir viðkomu-
staðir í fastri áætlun eða sérferðum. Enda þótt
starfið sé erfitt og flugfreyja eða flugþjónn þurfi
að hafa sterk bein til að þola álagið snýst þetta
starf líka um að hafa gaman af lífinu og miklu oft-
ar er þetta skemmtilegt eða svo finnst mér sem
hef unnið sem flugfreyja í 36 ár. Ævintýraljóm-
inn er enn til staðar og ég gæti ekki hugsað mér
annað eða skemmtilegra starf.
Flugfreyjufélagið er sterkt, skemmtilegt og
samheldið stéttarfélag og hefur oft verið í far-
arbroddi í kjaramálum kvenna, t.d. var það frum-
kvöðull í baráttu fyrir fæðingarorlofi. Fund-
arsókn í FFÍ þykir óvenjugóð miðað við önnur
stéttarfélög og mikil og fjölbreytt starfsemi er í
félaginu. Afmælisárið stendur þó upp úr með
stórhátíðir á ársfjórðungs fresti og útgáfu þess-
arar bókar.“
Flugsaga | Flugfreyjufélag Íslands gefur út bók í tilefni 50 ára afmælis félagsins
Krefjandi og skemmtilegt starf
Ingibjörg Norðdahl
er fædd í Kópavogi árið
1948. Hún útskrifaðist
sem kennari frá Kenn-
araskóla Íslands árið
1968. Ingibjörg starf-
aði sem flugfreyja hjá
Flugfélagi Íslands á
þeim tíma, var fast-
ráðin árið 1970 og
hefur starfað sem
flugfreyja síðan. Fyrir
5 árum fór hún í nám í
svæðameðferð og
höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og
hefur síðan starfað í hlutastarfi við flugið og
sinnt nuddstörfum. Ingibjörg er gift Daníel
Þórarinssyni og eiga þau þrjú börn og tvö
barnabörn.
Frábært að versla
á Selfossi
OFT er talað um að það sé svo
dýrt að versla og búa úti á landi.
Ekki veit ég það en má til með að
segja frá hve frábært er að versla
á Selfossi.
Var að leita að jólaskóm fyrir
dóttur mína. Var búin að sjá eina í
Hagkaup sem kostuðu 3.490 kr.
Nákvæmlega eins skór voru í Skó-
búð Selfoss og kostuðu 2.890 þegar
ég hafði fengið staðgreiðsluafslátt.
Nú, ég keypti perlunetavesti í
Lindinni Selfossi, á 4.900 krónur,
sem hún hafði flutt inn frá Lond-
on. Sams konar vesti í Cosmo
kostaði 6.990.
Já, ég mæli með að Sunnlend-
ingar sjái hvað þeir eru heppnir að
hafa þessa frábæru kaupmenn í
sínu bæjarfélagi. Og höfuðborgar-
búar geri sér glaðan dag og bregði
sér austur yfir heiði og kíki á jóla-
verslunina.
Ég má til með að taka fram að
ég hef heyrt um fleiri svipuð
dæmi, m.a. að úrin hjá Karli úr-
smið séu á mun betra verði en
tíðkast. En þar sem ég sannreyndi
sjálf að þessar vörur sem ég
keypti væru þær sömu tek ég þær
sem dæmi og ég tengist þessum
kaupmönnum ekki á nokkurn hátt.
Bara má til með að koma þessu á
framfæri, því þeir sem búa úti á
landi eru oft að sækja vatnið yfir
lækinn en ættu kannski að fara að
hugsa sig um og versla meira í
sinni heimabyggð.
Höfuðborgarbúi.
Snjókarl týndist
á Sogavegi
STÓR upplýstur snjókarl hvarf úr
garði á Sogavegi 117 aðfaranótt
laugardagsins 11. desember. Þeir
sem hafa orðið varir við snjókarl-
inn eru beðnir að hafa samband í
síma 663 4945.
Lyklar týndust
LYKLAR, Honda, týndust 12.
nóvember sl. líklega í miðbænum.
Skilvís finnandi hafi samband í
síma 868 4799.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3
Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. O-O Be7
8. c4 Rb4 9. Be2 O-O 10. Rc3 Bf5 11.
a3 Rxc3 12. bxc3 Rc6 13. He1 He8
14. Bf4 dxc4 15. Bxc4 Bd6 16.
Hxe8+ Dxe8 17. Rg5 Bg6 18. Bxd6
cxd6 19. h4 De7 20. Dg4 h6 21. Rh3
De4 22. Rf4 Re5 23. dxe5 dxe5
Staðan kom upp í öðru af tveim
skáksýningareinvígum sem haldin
voru í Prag fyrir skömmu. Jan
Timman (2602) er þar jafnan au-
fúsugestur enda er stórvinur hans,
Bessel Kok, einn helsti viðskipta-
jöfur landsins í símaviðskiptum.
Hann tefldi tvær skákir við Eist-
lendinginn Kaido Kulaots (2597) og
skildu þeir jafnir. Sá síðarnefndi
hafði hvítt gegn gamla niðurlenska
brýninu. 24. Bd5! Eini leikurinn sem
tryggir sigurinn þar eð 24. Dxg6
hefði ekki gengið upp vegna
24...Dxc4. 24... Dxf4 25. Dxg6 og
svartur gafst upp enda verður hann
manni undir. Í hinu einvíginu lagði
ofurstórmeistarinn Alexey Shirov
undrabarnið David Navarra með 1½
vinning gegn ½.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
FISKBÚÐIN HAFRÚN ❆ SKIPHOLTI 70 ❆ S. 553 0003
ÞORLÁKSMESSUSKÖTUNA
JÓLASÍLDIN ER KOMIN
Opið Laugardaga frá kl. 10 -14.
❆ VERIÐ VELKOMIN ❆
MUNIÐ
Hverafold 1-3 • Foldatorg Grafarvogi • Sími 577 4949
Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939
Langar þig í fallegan
bol, topp eða
flott pils?
Mikið úrval af fallegum
jólavörum á verði sem þú
sérð ekki annarsstaðar
Lengi von á einum.
Norður
♠ÁKG2
♥932 N/NS
♦G32
♣Á32
Vestur Austur
♠6 ♠84
♥DG1087 ♥K5
♦109 ♦KD765
♣G9874 ♣K1065
Suður
♠D109753
♥Á64
♦Á84
♣D
Vestur Norður Austur Suður
– 1 lauf 1 tígull 1 spaði
Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Suður er sagnhafi í fjórum spöðum
og við honum blasa fjórir tapslagir í
rauðu litunum. En spilið er síður en
svo vonlaust. Vestur kemur út með
hjartadrottningu og austur yfirdrepur
með kóngi. Hvernig er best að spila?
Við borðið valdi sagnhafi eftirfar-
andi leið: Hann drap strax á hjartaás,
hreinsaði laufið með tveimur stungum
og tók jafnframt tvisvar tromp. Spil-
aði svo hjarta. Vestur tók tvo slagi á
hjarta og skipti yfir í tígultíu – gosi,
drottning og ás. Suður spilaði tígli um
hæl og vörnin var nú í vanda vegna
stíflunnar í litnum. Austur gat ekki yf-
irdrepið (þá fríast áttan), svo vestur
varð að eiga slaginn og spila í tvöfalda
eyðu.
Þótt þessi leið dygði til vinnings er
hún alls ekki sú besta, því hún byggist
á því að tígullinn sé stíflaður. En í
raun er nóg að vestur sé með eitthvert
tvíspil. Sagnhafi dúkkar hjartakóng-
inn í fyrsta slag og drepur svo næst á
hjartaás ef austur heldur áfram með
litinn. Hreinsar upp laufið, tekur
trompin og spilar svo tígulás og tígli.
Austur getur tekið tvo tígulslagi, en
síðan hverfur tapslagurinn í hjarta.
Það breytir engu þótt vestur hafi
byrjað með háspil annað í tígli – hvort
sem hann afblokkerar eða ekki. Vörn-
in lendir alltaf í sams konar vandræð-
um.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
CAFÉ Rósenberg er óðum að verða
vettvangur grasrótartónlistar og
samkomustaður tónlistarmanna úr
öllum áttum, en þar er að myndast
rík hefð fyrir lifandi tónlist og alls
kyns tónleikahaldi.
Í kvöld er það Michael Dean Od-
in Pollock sem heldur sína síðustu
tónleika í ár með kassagítarinn að
vopni, en Michael hefur svo sannar-
lega haft nóg fyrir stafni undanfarið
ár. „Það sem ég er að fara að spila
er þessi grasrótartónlist. Þjóðlaga-
músík, blús, kántrí og ballöður og
svoleiðis tónlist,“ segir Michael.
„Ég er líka að viðra ný frumsamin
lög af plötu sem er í vinnslu. Á fyrri
parti næsta árs kemur út ný plata
með hljómsveitinni sem ég er að
vinna með núna, Smokey Bay Blues
Band. Seinna á árinu kemur síðan
út ný sólóplata sem ég byrjaði að
vinna í vor og tók upp með Jeff
Carpenter sem er víðfrægur
upptökumaður í Louisville í Ken-
tucky og ég hef tekið upp efni í
sumar með Páli Guðmundssyni og
Hilmari Erni.“
Tónleikarnir í kvöld verða teknir
upp, en Mike segist vonast til að ná
einhverju góðu efni fyrir plötuna.
„Því það er alltaf viss orka sem
skapast á tónleikum. Ég vil nota
þetta tækifæri núna til að spila fyrir
vini og vandamenn og þakka kær-
lega fyrir allan stuðninginn í ár.“
Tónleikarnir hefjast klukkan
22.30 og er aðgangur ókeypis.
-
Michael Pollock syngur
á Café Rósenberg
Michael Pollock leikur og syngur grasrótartónlist á tónleikunum í kvöld, en
hann tekur tónleikana upp ef gott efni skyldi skapast fyrir næstu plötu.
GUÐMUNDUR Snorrason, fyrrver-
andi flugumsjónarmaður, hefur opn-
að málverkasýningu í hús-
gagnaversluninni Í sjöunda himni,
Skúlagötu 30. Guðmundur hefur
um áratuga skeið málað í frí-
stundum sínum og farið víða um
landið í efnisöflun. Hann hélt sína
fyrstu einkasýningu í 23 ár í Hvera-
gerði í sumar, en hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga. Guðmundur
lærði hjá Valtý Péturssyni og Jó-
hannesi Geir auk þess sem hann
fylgdist ungur með frænda sínum
Jóhannesi Kjarval að störfum. Guð-
mundur málar umhverfi, landslag,
hús og báta, mest með akrýllitum.
Guðmundur Snorrason í Sjöunda himni