Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Rósa Björg Guðmundsdóttir matsveinn: „Kærleikur!“ HVAÐ ER ÓMISSANDI Á JÓLUM? Inntakið Morgunblaðið/Árni Sæberg Sunnudaginn 5. desembervar Alþjóðadagur sjálf-boðaliðans en ekki eru allirsem gera sér grein fyrir að hér á landi stundar fjöldi fólks sjálfboðastörf að staðaldri. Sjálf- boðin störf eru innt af hendi um land allt, ýmist á vegum íþrótta- hreyfinga, kvenfélaga, kirkjunnar, klúbba eða mannúðar- og hjálpar- samtaka. Þessi störf fara ekki hátt en þau skipta miklu máli fyrir þá sem njóta góðs af. Innan Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands starfa á annað hundr- að manns við hin ýmsu sjálf- boðastörf og þeirra á meðal er lítill hópur kvenna sem hefur tekið að sér sérverkefni sem heitir „Föt sem framlag“ en það er handavinnu- verkefni sem felst í því að þær prjóna, sauma og verða sér úti um vörur fyrir börn frá 0–1 árs og út- búa síðan staðlaða pakka sem Rauði krossinn sér um að senda út til þróunarlanda og á svæði þar sem neyðarástand ríkir. Þessi eini hópur hef- ur útbúið tæplega 500 slíka pakka á þessu ári sem m.a. voru sendir til Afgan- istan. Hver stund er þess virði Í hópnum innan Kópavogsdeild- arinnar eru um tíu konur og þær hafa verið í þessu sjálf- boðastarfi undanfarin fimmtán ár. „Okkur finnst frábært að geta lagt okkar af mörkum til hjálp- arstarfs því þörfin er mikil. Þetta verkefni hentar okkur mjög vel og hver og ein okkar vinnur á sínum hraða heima hjá sér en síðan hittumst við allar hér heima hjá mér þegar við erum búnar að safna nægilega í sarpinn og þá hjálpumst við að við að pakka,“ segir Anna Bjarnadótt- ir, sem er forsprakkinn í hópnum og hefur lagt tvö herbergi á heimili sínu undir þetta starf. „Skortur á barnafötum er mikill á þeim svæðum þar sem neyð ríkir og í almennum fatasöfnunum berst minnst af barnafötum. Handa- vinnuverkefnið miðar að því að draga úr þessum skorti og við erum að allan ársins hring. En hver stund er þess virði því þetta er svo gefandi. Auk þess er þetta fé- lagslega skemmtilegt, því það er svo gaman að koma saman og pakka, sem við gerum þrisvar, fjór- um sinnum á ári. Þá er mikil hátíð og við skemmtum okkur vel, fáum okkur eitthvað gott að borða og drekka og njótum þess að hittast með þetta sameiginlega áhugamál okkar.“ Vandað handbragð Pakkarnir handa börnunum eru staðlaðir og í hverjum þeirra á að vera ein prjónuð eða hekluð hlý peysa, tvær treyjur, tvær sam- fellur, tvær taubleiur, eitt teppi, eitt lak og eitt handklæði. „Sumar okkar prjóna peysur, aðrar sauma treyjur, enn aðrar búa til teppi eða sjá um handklæðin, og sumar eru liðtækar í öllum flokkunum. Við höfum líka fengið frábæran liðs- auka í konum sem koma í Dvöl, sem er athvarf fyrir geðfatlaða. Þær hafa verið mjög duglegar bæði við að prjóna og sauma það sem til þarf í barnapakkana. Allar konur í hópn- um skila svo fallegu verki að það er alveg yndislegt.“ Eru með allar klær úti Þó konurnar prjóni, hekli, saumi og gefi alla sína vinnu, þá þarf líka að kaupa hráefni og þá skaffar Kópavogsdeild Rauða krossins þeim peninga til þess. „En við erum með allar klær úti og fáum mikið gefins eða með miklum afslætti, bæði af garni og efnum. Við fáum til dæmis gefins ótakmarkað af af- göngum frá prjónastofu hér í Kópa- vogi og gerum úr þeim barnateppi. Íþróttahúsin og Sundlaug Kópa- vogs hafa líka verið einstaklega hjálpleg, við fáum gömul handklæði frá þeim og eins sjá þeir um að þvo fatnaðinn fyrir okkur áður en við sendum út. Eins hefur Þvottahús spítalanna gefið okkur rúmföt sem við saumum upp úr. Og við fáum ungbarnafatnað frá fataflokkun Rauða kross-deildanna á höf- uðborgarsvæðinu. Það leggja því margir hönd á plóginn. En tau- bleiurnar kaupum við alltaf í Rúm- fatalagernum og eins kaupum við hluta af samfellunum og garninu.“ Yngra fólk mætti gjarnan leggja okkur lið Aldursforsetinn í hópnum er Laufey Ólafsdóttir en hún er 88 ára og lætur ekki sitt eftir liggja. „Þetta er hennar líf og yndi og hún er sannarlega betri en engin því hún lét sig ekki muna um að hekla 103 teppi á síðasta ári, þó sjónin sé farin að gefa sig hjá henni.“ Konurnar í hópnum eru flestar orðnar fullorðnar og Anna segist gjarnan vilja sjá yngra fólk bætast í hópinn. „Hver sem er getur tekið þátt í þessu verkefni og þetta er svo notalegt á allan hátt.“ Sumar þessara kvenna láta ekki duga að starfa við sjálfboðaverk- efnið „Föt sem framlag“, heldur eru þær líka heimsóknarvinir fyrir Rauða krossinn en það er einnig sjálfboðastarf. Þá líta þær inn til fólks sem er einmana og vantar fé- lagsskap til að stytta daginn. Anna er ein af þeim og segist njóta þess að spjalla og spila við alls konar fólk sem er þakklátt að fá heim- sókn.  SJÁLFBOÐASTARF | Konur leggja sitt af mörkum fyrir börn í neyð Að láta gott af sér leiða Morgunblaðið/Sverrir Hluti af hópnum góða: F.v. Laufey Ólafsdóttir, Hildur Káradóttir, Anna Bjarnadóttir, Vilhelmína Þorvaldsdóttir, Þuríður Egilsdóttir, María Ein- arsdóttir, Unnur D. Haraldsdóttir, Garðar Guðjónsson formaður Kópa- vogsdeildar Rauða krossins og Kamilla Ingibergsdóttir framkvæmdastjóri. Anna Bjarnadóttir: Stendur skelegg við stjórnvölinn þegar kemur að því að pakka. Hildur Káradóttir er við hlið hennar. Staðlaður barnapakki fyrir Rauða kross- inn: Skortur á barnafötum er víða mikill þar sem neyðin er hvað mest. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sjálfboðastarfi hjá Rauða krossi Íslands geta hringt í síma 570 4000 eða farið inn á vefslóð- ina www.redcross.is. khk@mbl.is HJÁ Leiðbeiningastöð heimilanna er að venju nóg að gera í jólamán- uðinum enda berast þangað bæði margar og ólíkar fyrirspurnir. Alltaf er gott að byrja jólaundirbúninginn snemma og skipu- leggja vel það sem er á stefnuskrá heimilanna, að sögn Hjördísar Eddu Broddadóttur, framkvæmdastjóra Leiðbeiningastöðvar heimilanna. „Þó við séum ekki búin að öllu því sem við ætluðum okkur í upp- hafi, þá er það í lagi. Jólin eiga ekki að vera tími samkeppni. Mestu máli skiptir að njóta tímans, ljósanna og samvista við ástvini. Lærum að velja og hafna. Gerum það sem við höfum tíma til og sleppum hinu,“ segir Hjör- dís Edda, sem gefur lesendum nokkur nytsamleg heimilisráð, sem ættu að koma að góðum notum við jólaundirbúningin.  Frysting: Geymsluþol bakk- elsis er ágætt og getur sparað mikla vinnu. Best er að frysta það ný- bakað, en mikilvægt er að kæla vel áður en það fer í frysti. Þíða má bakk- elsi við stofuhita, en betra er að þíða formkökur og tertubotna í kæliskáp. Ekki er ráðlagt að frysta tómata, agúrkur, majónes, jógúrt, sýrðan rjóma, kartöflur, banana, salatblöð og soðin egg. Allt sem inniheldur mikla fitu hefur takmarkað geymsluþol og aldrei er gott að margfrysta matvæli.  Brætt súkkulaði: Þegar súkku- laði er brætt, verður að bræða það hægt við lágan hita. Annars gæti það brunnið við eða hlaupið í kekki. Gott er að bræða súkkulaði yfir vatnsbaði. Þá er vatn hitað í potti, hitanum við- haldið og súkkulaðið sett í skál, sem látin er hvíla á pottbörmunum. Mögu- legt er að laga kekki með t.d. grænmetisolíu, 1 tsk í einu, sem þó gæti haft áhrif á súkkulaðiáferðina. Hægt er líka að nota lágt stillta ör- bylgjuofna við að bræða súkkulaði.  Marengsinn: Skál og þeytari verða að vera þurr og hrein þegar eggjahvítur og sykur eru þeytt saman í marengs og engin eggja- rauða má vera saman við hvítuna. Eggjahvítur skal þeyta rétt áður en þær eru notaðar og eru þær nægj- anlega þeyttar þegar hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvítan detti úr. Þeyttum eggjahvítum skal blanda varlega saman við deig með sleikju svo það haldi stífleika sínum.  Fast í forminu: Þegar kaka er föst í forminu að afloknum bakstri þrátt fyrir að það hafi verið smurt að innan með smjörlíki eða olíu, er gott að láta formið standa á röku viskastykki eða dagblaði þar til kakan losnar.  Hrærðar/þeyttar smákökur: Ef deigið er þunnt og kökurnar renna út, þarf að bæta örlitlu hveiti saman við. Ef kökurnar renna ekk- ert út þarf að þrýsta of- an á hverja köku með gaffli eða bæta við 1–2 msk. af vökva.  Hnoðaðar smákök- ur: Ef deigið er of þurrt vegna of mikils hveitis, er best að bæta fáeinum dropum af matarolíu út í. En ef deigið rennur út má setja ögn af hveiti saman við. Líka er gott að kæla of mjúkt deig.  Silfurhnífapörin: Ýmsir sjálffægj- andi vökvar eru til á markaði, en hægt er líka að búa til einfaldan fægi- lög úr 250 ml af vatni, 1 tsk lyftidufti og 1 tsk matarsóda. Þetta soðið sam- an, potturinn tekinn af hellunni og silfrið látið liggja í leginum um stund. Það er síðan veitt upp úr, þvegið vel upp úr heitu vatni, þ.e. köldu soðnu vatni og þurrkað. Gott er að hafa í huga að hreinsa allan fægilög vel af, annars fellur fyrr á silfrið. Fægilög má yfirleitt ekki nota á oxideraða muni né heldur á silfur, sem skreytt er með dökkum skugg- um í munstri. Silfur sem notað er sjaldan má geyma í plastpoka, en gæta verður að ekki komist raki í pokann. Silfur sem notað er oftar er betra að geyma í sérstökum dúk er hlífIR silfrinu.  Vond lykt: Hverfi vond lykt ekki úr kæliskápum eða öðrum hirslum eftir endurtekin þrif, er gott að setja salmíakspíritus út í þvottavatnið og fara að lokum yfir með hreinu þvotta- vatni. Salmíakspíritus fæst í lyfjabúð- um. 10% upplausn er nægjanleg, en fara skal varlega með efnið sem ertir augu og öndunarfæri.  Kekkir í sósunni: Best er að sía sósu í gegnum sigti. Sé nauðsynlegt að hita sósuna upp, skal gera það við vægan hita og bæta mjólk/vökva út í ef þarf. Í hvíta sósu skal nota mjólk og í brúnar sósur vatn eða soð. Sé sósan of þunn og gestirnir mættir, er gott að nota maísmjöl eða kartöflumjöl. Einn lítri af sósu þarf 5-6 tsk af þykkingarefni, sem hrært er út í 5-6 msk af vatni. Sósan er hituð að suðumarki, blönd- unni skellt út í og pískað vel.  LEIÐBEININGASTÖÐ HEIMILANNA Góð heimilisráð í jólaundirbúningnum Framkvæmdastjórinn: Hjördís E. Broddadóttir. Þjónusta Leiðbeiningastöðvar heimilanna er öllum opin. Hún sinnir alhliða neytendafræðslu og er starfrækt af Kvenfélagasam- bandi Íslands. Símaráðgjöf verður í síma 908-2882 frá kl. 9.00- 14.00 í desember um flest er lýtur að heimilishaldi. join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.