Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva Ratsjárstofnunar þannig að í staðinn fyrir mannaða sólar- hringsvakt í öllum fjórum stöðv- um stofnunarinnar verði þremur ratsjárstöðvum í framtíðinni fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði segir í tilkynningu frá Ratsjárstofnun. Þar kemur einnig fram að á næstu mán- uðum verði unnið að því að koma upp nauðsynlegum búnaði til að hægt verði að tengja stöðvarnar við stöðina á Mið- nesheiði. Forsvarsmenn sveitarfélaga þar sem ratsjárstöðvarnar eru staðsettar segja fyrirhugaðar uppsagnir grafalvarlegt mál fyr- ir íbúana. Að sögn Ólafs Arnar Haralds- sonar, sem tekur við starfi for- stjóra Ratsjárstofnunar um ára- mótin, fæst ekki uppgefið hversu mörgum starfsmönnum Ratsjárstofnunar komi til með að verða sagt upp störfum í kjöl- far breytinganna. Hann segir trúnaðar- og samráðsferli með starfsmönnum stofnunarinnar vera í gangi og geti það ferli tekið einhverjar vikur. Tæknilegar breytingar Það er hins vegar ljóst að uppsagnir munu eiga sér stað í kjölfar tæknilegra breytinga hjá stofnuninni, en fyrirmælin koma frá bandarískum yfirvöldum sem greiða fyrir þessa þjónustu að sögn Ólafs. Hann segir ástæð- una vera fyrst og fremst tækni- legs eðlis, þ.e. að ratsjárstöðv- arnar hér verði lagaðar að þeim tæknilegu breytingum sem hafa orðið í rekstri bandarískra rat- sjárstöðva, en stöðvarnar hér- lendis eru bæði byggðar og reknar samkvæmt bandarískum stöðlum. Í dag starfa 79 manns hjá Ratsjárstofnun og þar af eru 32 tæknimenn á sólarhringsvöktum á ratsjárstöðvunum fjórum, þ.e. átta á hverri stöð, sem eru á Miðnesheiði, Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík, Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi og á Stokksnesi við Höfn í Hornafirði. Ólafur bendir á að auk átta tæknimanna á hverri stöð þá séu nokkrir aðrir starfsmenn sem ekki vinni á vöktum heldur á daginn, t.d. þjónustustjórar sem sjái m.a. um birgðahald. Gert er ráð fyrir að sjálfvirkni í rekstri stöðvanna aukist í áföngum og verði að fullu komin til framkvæmda haustið 2007. „Fyrst og fremst er þetta núna á trúnaðarstiginu. Við er- nánari upplýsingar um fjölda þeirra sem komi til með að verða sagt upp. Hann segir mál- ið í skoðun og að rætt hafi verið við alla þá sem komi að málinu. Að sögn Alberts Eymundsson- ar, bæjarstjóra Hafnar í Horna- firði, kemur ákvörðunin sem slík honum ekki á óvart því umræða um tæknibreytingar og aukna sjálfvirkni stöðvanna hafi verið lengi í umræðunni. Hann segir að hann muni óska eftir frekari umfjöllun og skýringum á þessu máli hjá viðeigandi aðilum. Al- bert bendir þó á að svona fjölda- uppsagnir séu stór biti fyrir lítil bæjarfélög eins og Höfn. á Bakkafirði. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gærkvöldi. Áki segist eiga von á því að Ólafur Örn komi til Bakkafjarðar til að funda um málið í dag. „Þetta er heilmikið áfall ef af verður,“ segir Einar Pétursson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaup- staðar, varðandi fyrirhugaðar uppsagnir. Hann segir 11 menn vinna í ratsjárstöðinni á Bola- fjalli og eru þeir allir búsettir í Bolungarvík. „Þetta er gríðar- lega mikið högg enda mjög mik- ilvæg störf í okkar samfélagi,“ segir Einar og bætir því við að hann hafi ekki fengið neinar um að ræða við starfsmennina, hlusta á sjónarmið þeirra og reyna að koma til móts við þá með öllum þeim hætti sem er unnt,“ segir Ólafur. Grafalvarlegt Áki Guðmundsson, oddviti Skeggjastaðahrepps, segir menn vera slegna yfir fréttunum um fyrirhugaðar uppsagnir. Málið sé grafalvarlegt fyrir íbúa sveit- arfélagsins. Sex manns sem eru búsettir á Bakkafirði starfa í Ratsjárstöðinni á Gunnólfsvíkur- fjalli og telur Áki uppsagnirnar vera mikla blóðtöku fyrir sveit- arfélagið, en um 130 manns búa Ratsjárstöðvunum verður fjarstýrt frá Miðnesheiði „Gríðarlegt högg“ Í dag starfa 79 manns hjá Ratsjárstofnun og þar af eru 32 tæknimenn á sólarhringsvöktum á ratsjárstöðv- unum fjórum á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og á Stokksnesi við Höfn sem hér sést. FYRSTA snjóbrettasýning innandyra hér- lendis verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind laugardaginn 18. desember kl. 20. Þar munu allt að 20 snjóbrettamenn sýna listir sínar á ekta snjó sem fluttur verður sérstaklega inn í Smáralindina. Ásgeir Höskuldsson, formaður Bretta- félags Íslands, segir að ekki þurfi eins mik- inn snjó í svona sýningu og halda mætti, en a.m.k. þurfi 4–5 fullar sleðakerrur af snjó. Að sjálfsögðu bráðnar hann hratt og því er mikilvægt að keyra hann inn í salinn rétt áður en sýningin hefst. „Við leggjum plast- dúk á gólfið og setjum vörubretti ofan á dúkinn,“ segir Ásgeir. „Á vörubrettin setj- um við klaka sem við fáum frá frystihúsinu Granda. Ofan á klakann setjum við síðan snjó sem binst klakanum. Að lokum stráum við salti yfir allt saman klukkustund fyrir sýninguna, en saltið bindur snjóinn og þjappar honum saman, öfugt við það sem gerist með saltnotkun utandyra.“ Um er að ræða svokallaða JIBB-braut þar sem lagðar verða sérstakar brautir í anda hjólabrettabrauta með hindrunum sem stökkva þarf yfir og sýna ýmsar listir í leið- inni. Þar má nefna beint tvípípu handrið, Box og langan fólksbíll. Meðal þátttakenda eru nokkrir íslenskir brettamenn sem eru í sérstökum snjóbretta- menntaskóla í Sviss auk Akureyringa og fleiri. Engin stúlka hefur þó skráð sig til leiks. Reikna má með að snjóbrettamenn leiki ýms- ar listir í Smáralindinni á laugardaginn. Snjór fluttur inn í Smára- lindina FRESTUR sveitarfélaga til að til- kynna fjármálaráðuneytinu um út- svarsprósentu fyrir tekjuárið 2005 rann út á miðnætti í nótt. Ekki liggur fyrir endanlegur fjöldi þeirra sveitar- félaga sem ákveðið hafa breytt útsvar en þó er ljóst að á höfuðborgarsvæð- inu hafa eingöngu Reykjavíkurborg og Kópavogur ákveðið að hækka út- svarið upp í hámarkið, 13,03%. 67 sveitarfélög nýttu hámarksheimildina í ár Prósentan er áfram 12,46% í Garðabæ og á Seltjarnarnesi og 12,94% í Mosfellsbæ. Hafnarfjörður og Álftanes, áður Bessastaðahreppur, hafa frá árinu 2001 verið með núgildandi hámarks- útsvar, sem og mörg stærri byggð- arlög á landsbyggðinni, s.s. Akranes, Borgarnes, Ísafjörður, Sauðárkrók- ur, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Vestmannaeyjar og Selfoss. það áfram 13% í Dalabyggð og 12,99% í Rangárþingi ytra, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið aflaði sér í gær. Áfram lægst í Skilmannahreppi Flest þeirra 37 sveitarfélaga sem ekki eru í hámarkinu eru minni hreppar til sveita. Fimm hreppar hafa undanfarin ár verið með lág- marksútvar, 11,24%, og samkvæmt upplýsingum frá þeim verður pró- sentan óbreytt á komandi ári. Þetta eru Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Skorradals- hreppur í Borgarfirði, Helgafellssveit á Snæfellsnesi og Ásahreppur á Suð- urlandi. Reyndar er Skilmanna- hreppur með enn lægra útsvar, að sögn oddvitans, Sigurðar Sverris Jónssonar, eða 10,12%, en má ekki tilkynna ráðuneytinu lægra en 11,24% útsvar. hreppur tekið sömu ákvörðun, ætla upp í 13,03% útsvar. Engar breyting- ar verða hjá þeim sveitarfélögum á Suðurnesjum, sem ekki höfðu verið í hámarkinu, þ.e. Reykjanesbæ, Sand- gerði og Gerðahreppi. Þar verður prósentan áfram sú sama, 12,70%. Af öðrum stærri sveitarfélögum verður ekki fyrir en þess má geta að tekju- skattshlutfall ríkisins lækkar þá úr 25,75 í 24,75%. Það skýrist endanlega um eða eftir helgi hve mörg sveitarfélög ætla að breyta útsvarinu en auk Reykjavík- urborgar og Kópavogsbæjar hafa Hveragerðisbær og Tálknafjarðar- Alls nýttu 67 sveitarfélög af 104 heimild til hámarksútsvars á þessu ári og var vegið meðaltal útsvarspró- sentu yfir landið 12,83%. Hefur það hækkað jafnt og þétt síðustu ár, var 11,96% árið 2000, 12,68% árið 2001, 12,79% árið 2002 og 12,80% á síðasta tekjuári. Meðaltal næsta árs liggur Sveitarfélög tilkynna fjármálaráðuneytinu útsvarsprósentur fyrir tekjuárið 2005 Aðeins Reykjavík og Kópavogur hækka á höfuðborgarsvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.