Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FISCHER FÆR LEYFI Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrver- andi heimsmeistara í skák, dval- arleyfi hér á landi og hefur sendi- ráði Íslands í Japan verið falið að aðstoða hann við að komast hingað óski hann þess. Hvort hann komist hingað veltur á því hvort japönsk stjórnvöld sleppi honum úr haldi. Blunkett segir af sér David Blunkett, innanríkisráð- herra Bretlands, sagði af sér í gær vegna ásakana um, að hann hefði greitt sérstaklega fyrir dvalarleyfi filippseyskrar barnfóstru fyrrver- andi ástkonu sinnar. Neitaði hann þó að hafa gert nokkuð rangt en sagði ásakanirnar vera farnar að skaða stjórnina. Hóta að sprengja Tveir menn, sem hafa sex gísla á valdi sínu í strætisvagni skammt frá Aþenu í Grikklandi, hótuðu í gær að sprengja vagninn upp nú í morgun ef ekki yrði þá orðið við kröfum þeirra um lausnargjald og örugga undankomu úr landi. Að vera eða ekki vera? Hróður Vesturports eykst enn. Nú hafa nokkrir breskir leikarar ákveðið að ljá leikhópnum krafta sína með þátttöku í sýningum hópsins á Rómeó og Júlíu í Lond- on. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 18/19 Minningar 37/45 Höfuðborgin 23 Skák 51 Akureyri 24/25 Bréf 34 Suðurnes 22 Staður og stund 52 Landið 22 Dagbók 50/52 Neytendur 29/31 Fólk 56/61 Listir 26 Bíó 58/61 Daglegt líf 28 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Morgunblaðinu fylgir auglýsingablað frá Barnaaheill. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #      $         %&' ( )***                      RAGNHEIÐUR Gröndal fékk óvæntan afmælisglaðn- ing í gær þegar hún fékk afhenta sína fyrstu gullplötu fyrir plötuna Vetrarljóð. Ragnheiður var þá að halda upp á tvítugsafmæli sitt með vinum og vandamönnum. Aðeins þeir sem selja meira en 5.000 eintök fá gull- plötur. Nú er miðað við sölu út úr búðum en áður var miðað við sölu frá framleiðendum. Steinar Berg er út- gefandi Vetrarljóða. Morgunblaðið/Árni Torfason Ragnheiður Gröndal með foreldrum sínum, Oddnýju H. Björgvinsdóttur og Gunnari M. Gröndal. Og gullplötunni. Gullplata í afmælisgjöf DR. GUÐMUNDUR Ernir Sigvaldason jarðfræðingur, lést á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi í gærmorgun, 72 ára að aldri. Guðmundur fæddist í Reykjavík ár- ið 1932, sonur Sigvalda Jónassonar bónda og Birgittu Guðmunds- dóttur verkakonu. Guðmundur giftist Áslaugu Brynjólfsdótt- ur, fyrrv. fræðslu- stjóra, og átti með henni fjögur börn. Síð- ar giftist hann Ellen M. O. Sigmond jarðfræðingi og átti með henni tvö börn. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Halldóra Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur, og áttu þau saman eitt barn. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952, og doktorsprófi í bergfræði og jarðfræði frá Georg-August Uni- versität í Göttingen í Þýskalandi árið 1959. Hann hlaut styrk til rannsókna við US Geological Survey í Wash- ington í Bandaríkjunum, og Menlo Park 1959–1961. Guðmundur starfaði sem sérfræð- ingur við iðnaðardeild atvinnudeildar Háskóla Íslands 1961–1967, og var sérfræðingur við Raun- vísindastofnun Háskóla Íslands og kenndi við jarðfræðiskor 1968– 1972. Guðmundur vann að jarðhitaverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna í El Salvador 1967–1968, og síðar í Níkaragva 1972–1973. Hann var forstöðumað- ur Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar í Reykja- vík 1973–1998. Guðmundur sat í út- hlutunarnefnd Vísinda- sjóðs 1968–1982, og var formaður nefndarinnar 1999–2001. Hann var fulltrúi Íslands í vísinda- siðanefnd NATO 1970–1982, var for- maður Alþjóðasambands eldfjalla- stöðva 1981–1991, og sat í stjórn European Laboratory Volcanoes Project 1986–1996. Á ferli sínum ritaði Guðmundur marga tugi fræðigreina í fagtímarit, svo og bókakafla og skýrslur, auk þess sem hann gerði sjónvarpsþætt- ina Hin rámu regindjúp um jarðfræði og náttúruhamfarir um miðjan ní- unda áratuginn, og hafa þeir verið sýndir víða um heim. Guðmundur hlaut viðurkenningu Vísindafélags Íslendinga 1995, og varð heiðurs- doktor við Háskóla Íslands árið 2000. Andlát GUÐMUNDUR ERNIR SIGVALDASON MEGINKRAFA sjúkraliða í við- ræðum um nýjan kjarasamning við ríkið er að kaupmáttur þeirra auk- ist á samningstímabilinu. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands, segir að af þeim sökum geti sjúkraliðar alls ekki sætt sig svipaðar kauphækkanir og ASÍ samdi um enda myndi það þýða kjararýrnun. Samningar sjúkraliða við ríkið runnu út 31. nóvember sl. Kristín segir að við síðustu kjarasamninga hafi sjúkraliðar náð að færa kjör sín skör hærra í sam- anburði við aðrar kvennastéttir. Þeir eigi þó enn langt í land með að ná karlastéttunum sem Kristín tel- ur eðlilegt að sjúkraliðar beri sig saman við, þ.e.a.s. lögreglumönn- um, tollvörðum og iðnaðarmönnum. Aðspurð segir Kristín að félagið hafi ekki enn reiknað út hversu mikil prósentustigahækkun felst í kröfum félagsins. Það sé þó ljóst að sé tekið tillit til allra þátta, s.s. trygginga- og lífeyrismála fari sjúkraliðar fram á verulegar hækk- anir. Hún segir að frá því að Sjúkraliðafélag Íslands var stofnað árið 1991 hafi aldrei tekist að semja án þess að sjúkraliðar hafi þurft að grípa til einhvers konar aðgerða, síðast árið 2001. Kristín segist ekk- ert geta sagt til um hvort aftur verði boðað til verkfalls en segir að svo sannarlega sé kominn tími til að samningar takist við ríkið án verkfallsboðunar. Sætta sig alls ekki við hækkanir ASÍ-félaga Sjúkraliðar leggja fram kröfugerð í kjaraviðræðum SAMNINGANEFNDIR leikskóla- kennara og sveitarfélaganna hittust á þremur stuttum fundum hjá rík- issáttasemjara í gær. Þar var farið yfir stöðuna og málin rædd en ekkert var afgreitt eða samþykkt á fundun- um, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Þetta voru fyrstu formlegu sátta- fundirnir hjá ríkissáttasemjara. Deilunni var vísað til hans sl. föstu- dag eftir árangurslausan fund samn- inganefndanna. Stefnt er að því að ná samningum fyrir áramót en Björg sagðist aðspurð ekkert þora að segja til um hvort það myndi takast. Næsti fundur er á föstudagsmorgun. Málin rædd en ekkert afgreitt BIRGITTA Haukdal heldur topp- sætinu á Tón- listanum, sem birtur er í Morgun- blaðinu í dag. Platan Perlur seldist í yfir 2.000 eintökum í síðastliðinni viku og í 600 fleiri eintökum en næsta plata á eftir, Sálmar, með Ellen Kristjánsdóttur. Alls seldust þrjár plötur í meira en þúsund eintökum en Vertu ekki að horfa, með Ragnari Bjarnasyni seldist í tæplega 1.100 eintök- um. Þessar þrjár plötur tvöfalda allar, eða nærri það, söluna frá vikunni á undan. Það stefnir í mikla plötusölu fyrir jólin en í punktum frá Félagi hljóm- plötuframleiðenda kemur fram að búist er við að sala aukist um tæp 30% miðað við í fyrra.  Tónlistinn/58 Birgitta enn söluhæst Stefnir í mikil plötujól KLEIFARVATN eftir Arnald Ind- riðason haggast ekki í efsta sæti bóksölulistans samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar 7.–13. des- ember. Næst á eftir eru: 2. Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadótt- ur, 3. Útkall – Týr er að sökkva eftir Óttar Sveinsson, 4. Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, 5. Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, 6. Dauðans óvissi tími eftir Þráin Bertelsson, 7. Heimsmetabók Guinness, 8. Belladonnaskjalið eftir Ian Caldwell/Dustin Thomasson, 9. Halldór Laxness eftir Halldór Guð- mundsson og 10. Baróninn eftir Þór- arin Eldjárn. Af tíu söluhæstu bók- um þessa aðra viku desember eru átta þeirra íslenskar, einungis tvær þýddar bækur ná inn á listann. /26 Kleifarvatn selst mest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.