Morgunblaðið - 16.12.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 16.12.2004, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ragnar Björns-son fæddist í Reykjavík 3. janúar 1949. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi 12. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ingi- björg Gunnarsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 1925, d. 1999, og Björn R. Einarsson tónlistarmaður, f. 1923. Systkini Ragn- ars eru fjögur: Gunnar, f. 1944, Björn, f. 1948, Ragnheiður, f. 1952, og Oddur, f. 1959. Einnig átti Ragnar einn hálf- bróður samfeðra, Jón, f. 1941. landi við landbúnaðarstörf. Hann var búfræðingur frá Bændaskól- anum á Hvanneyri og lærði síðan framreiðslu í Hótel- og veitinga- skóla Íslands. Hann starfaði sem þjónn á Hótel Loftleiðum í mörg ár og vann ötullega að félagsmálum starfsfólks Loftleiða. Á sumrum starfaði hann við túnþökufyrir- tæki foreldra sinna. Seinna opnaði hann veitingastaðinn Western Fried í Mosfellssveit og rak hann þar til hann fór að vinna sem sölu- maður hjá Bræðrunum Ormsson ehf., þar sem hann vann til hinsta dags. Ragnar var öflugur starfs- maður Slysavarnafélags Íslands og björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, ásamt því að vera formaður Slysavarnadeildar Lágafellssóknar. Vann hann þar mikið að forvörnum. Seinni ár var hestamennska og náttúruvernd honum hugleikin. Ragnar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ragnar kvæntist 3. febrúar 1973 Ástu Jónsdóttur hjúkrun- arfræðingi, f. 17. apríl 1950. Foreldrar henn- ar voru Jón Vigfús Bjarnason, garðyrkju- bóndi á Suður-Reykj- um í Mosfellssveit, f. 1927, d. 1990, og Hansína Margrét Bjarnadóttir húsmóð- ir, f. 1926, d. 2004. Synir Ragnars og Ástu eru þrír, Jón Davíð, f. 1973, hann á eina dóttur, Ástu Mar- gréti, f. 1999, Björn Ingi, f. 1976, unnusta Lovísa Rut Jónsdóttir, og Jóhann Óskar, f. 1988. Ragnar dvaldi árlangt á Jót- Við skyndilegt fráfall Ragnars hverfur hugurinn aftur í tímann og ljúfar og angurværar minningar leita á. Hann var frá bernsku tápmikill, glaður drengur, hjálpsamur og mátti ekkert aumt sjá, að hann reyndi ekki að bæta úr. Við vorum ungir í sveit á sömu bæjum, hjá ágætu fólki í Mó- fellsstaðakoti í Skorradal og seinna Eystra-Geldingaholti í Gnúpverja- hreppi, á þeim síðar nefnda meira að segja samtímis eitt sumar. Það var góður skóli. Ragnar var alls staðar vel liðinn, þar sem hann kom, og alla ævi var hann félagslyndur og kunn- ingjamargur og átti vinsældum að fagna. Hann var gæfumaður, gekk ungur að eiga góða konu, eignaðist með henni fallega syni, og fjölskyldan undi á hlýlegu heimili í búsældarlegri sveit, umvafin ástvinunum mörgu. Atvikin, sem drógu Ragnar til dauða, vekja enn á ný áleitnar spurn- ingar. Franski heimspekingurinn Rousseau taldi, að manneskjan væri í eðli sínu góð, en þjóðfélagið og menn- ingin spilltu henni; það væri eitthvað í umhverfi okkar, sem fengi okkur til þess að aðhafast hið illa, fremja óhappaverk. Kristindómurinn geng- ur lengra. Það er skemmd innst inni í manneskjunni, segir kristin trú. Illskan er órjúfanlegur hluti af þess- um heimi og hún á sér, strangt til tekið, enga sérstaka orsök, við getum ekki útskýrt hana. En við verðum að berjast gegn hinu illa, alls staðar þar sem þess verður vart. Fer ofbeldi vaxandi? Fjölgar þeim, sem ólga af reiði, sem brýst út með þessum voðalega hætti? Er kannski bágum stjórnarháttum um að kenna? Er t.d. bilið milli ríkra og fátækra, sem breikkar sífellt, að geta af sér æ fleiri einstaklinga, sem ekki geta tal- ist með öllum mjalla? Óhætt mun að fullyrða, að ef gerð væri skoðana- könnun meðal óbreyttra borgara heimsins, þá myndu flestir lýsa sig fylgjandi friðsamlegu lífi, næstum hvað sem það kostaði. Það eru að vísu við lýði í veröldini ólíkir stjórn- arhættir, mismunandi hugmynda- fræði, að ógleymdum allra handa heilögum málstað, en þegar betur er að gáð og öllu á botninn hvolft felst í mestu af þessu lítið meira en sú fróma ósk alls þorra manna að hafa frið til þess að ala upp börnin sín, bægja hungurvofunni frá, skemmta sér ögn á kvöldin við að reyna að ná skalanum á hljóðfæri eða líta í bók, hafa frið til þess að sötra bjórinn sinn á öldurhúsi, finna fyrir einhverri lág- marks öryggiskennd frammi fyrir því að eldast og þannig áfram og þar fram eftir götunum. Leiðtogar þjóða, á hinn bóginn, eru sífellt að setja hver öðrum úr- slitakosti, brugga hver öðrum laun- ráð, reyna að ná yfirhöndinni með einhverjum hætti, njósna hver um annan, rægja hver annan og ófrægja, sýna fyrirætlunum hver annars fyr- irlitningu og tortryggni, og erlendis víða er stjarnfræðilegum peninga- upphæðum varið til þess að smíða vopn til þess að geta tortímt ná- grönnunum og þannig áfram og þar fram eftir götunum. Ef stjórnvöld endurspegla ekki drauma þess fólks, sem hefur kosið þau yfir sig, um betra líf og fullkomn- ari framtíð, og ef þau lúta ekki vilja þessa sama fólks, þá má spyrja, til hvers í ósköpunum þau séu eiginlega. Þegar dagblöðum er flett, sér maður stjórnvöld fyrir sér eins og hóp af uppstökkum körlum, sem setja eigin hag ofar almannaheill og hegða sér þannig, að undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi þeim verða stungið í steininn og þeir geymdir bak við lás og slá. En það erum við, sem höfum afhent þeim valdið til þess að klúðra flestu af því, sem á annað borð er hægt að klúðra, og samt virðumst við ekki hafa nein tök á að stöðva þessa menn. Við þurfum stjórnvöld til þess að innheimta skatta, greiða kennurum mannsæmandi laun, byggja vegi og brýr, halda uppi lögum og reglu, líka á skemmtistöðum, gæta réttarins í dómssölunum og svo framvegis, en við þurfum ekki þetta. Stjórnvöld borga okkur ekki kaupið; við borgum þeim. Og samt ráða þau ferðinni, en við stöndum hjá, dögum oftar skjálf- andi á beinunum. Það er áreiðanlegt, að Gúllíver í Putalandi, á öllum sín- um ferðalögum, rakst aldrei og hvergi á neitt, sem kæmist í hálf- kvisti við þessa vitleysu. Ég kveð bróður minn með sökn- uði. Guð blessi minningu hans. Við Ágústa sendum Ástu á Reykjum og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Björnsson. Síminn ómaði í fjarska. Ég í svefn- rofunum, átti mér einskis ills von. Hörmuleg tíðindi, óskiljanleg. Nei það getur ekki verið satt. Þú varst þremur árum eldri en ég, einstaklega þolinmóður. Ef ég þurfti á hjálp að halda varstu alltaf tilbúinn að að- stoða mig, leika með mér í dúkkulísu- leik, fara í þrjú-bíó, sund, hvað sem var. Ekkert var þér um megn. Á sumrin fórstu í sveit, mamma sagði að fyrstu vikurnar á eftir hefði ég ekki verið mönnum sinnandi. Allt var svo leiðinlegt. Ég var vængbrotin. Minningarnar hrannast upp. Árin liðu. Þú fórst til Danmerkur, vannst á svínabúi, fórst í Bændaskólann á Hvanneyri, laukst búfræðiprófi, lést ekki staðar numið heldur lærðir þú einnig til þjóns, varst annálaður fyrir lipra þjónustu, fékkst þakkarbréf frá útlendingum. Bítlatímabilið, Hljóm- ar, Glaumbær. Langar biðraðir. Mosfellsk blómarós. Ævihlaupið ráð- ið, þú kvæntist, stofnaðir heimili. Börn komu í heiminn, þrír mannvæn- legir drengir. Alveg eins og þú, hjálpsamir. Telja ekkert eftir sér. Mér er minnisstætt þegar dóttir mín sagði þeim að hún væri að flytja að heiman. Varla var hún búin að sleppa orðinu þegar þeir voru mættir með flutningabíl að hjálpa henni að flytja. Og ekki töldu þeir heldur eftir sér að hjálpa henni að flytja heim aftur nokkrum dögum síðar þegar hún var búin að fá nóg af útivistinni. Jólin verða erfið. Um kaffileytið á aðfangadag varstu vanur að koma til mín með jólagjöf þína. Til að gleðja þig færði ég þér svo tertu, lagköku með sítrónukremi, terta sem mamma var vön að baka. Á jóladagsmorgun fékkstu þér sneið með kaldri mjólk. Óumræðilega gott. Það gladdi mig. Bænastund í Lágafellskirkju, erfið stund, sit með sálmabók í hendi, með hugann hjá þér, opna og við mér blasa þessar línur, sem segja allt eins og það er: Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Enginn tími, enginn staður, enginn hlutur dauða ver. Bú þig héðan burt, ó, maður, brautar lengd þú eigi sér. Vera má, að vegferð sú verði skemmri’ en ætlar þú. Æskan jafnt sem ellin skundar eina leið til banastundar. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. – Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. Því skal ráð í tíma taka, – tíminn bíður ekki neitt, – því skal biðja, því skal vaka þessa stund, sem enn er veitt. Næsta stundin óviss er, eigi’ er víst hún gefi þér frest til annars en að heyja andlátsstríðið, sofna’ og deyja. (Björn Halldórsson.) Elsku Ásta, Jón Davíð, Björn Ingi, Jóhann Óskar og fjölskyldan öll. Sorg okkar er mikil en missir ykkar mestur. Guð blessi okkur öll. Ragnheiður. Ragnar bróðir minn hlaut í vöggu- gjöf hlýtt hjartaþel móður okkar, fegurð og manngæsku. Strax á fyrstu stundum lífs síns í móður- faðmi varð á milli þeirra spunninn órjúfanlegur vefur sem aldrei brast á meðan móðir okkar lifði. Gunnar var á fimmta ári þegar Raggi kom í heiminn, Bösi rétt að verða eins árs og þegar úrvinda móðir okkar lagði Ragnar sinn á brjóst var með mæðg- inunum svo mikill friður að móðirin unga sofnaði út frá málsverði barns- ins. Þegar ljósmóðirin kom í vitjun eftir nokkra daga hafði drengurinn ekkert þyngst og skipaði ljósa svo fyrir að útbúinn skyldi mjólkurpeli fyrir hnokkann að drekka. Það stirndi á augu móður okkar í hvert skipti sem hún rifjaði upp þessa sögu er lauk með því að blessaður nýfæð- ingurinn greip um pelann sinn eins og hann hefði aldrei fyrr fengið nær- ingu í lífinu. Sagan lifir með okkur eins og hún hefði gerst í gær og hefur í gegnum tíðina oft verið gripið til hennar þegar þurft hefur að róa ung- ar mæður í familíunni, að e.t.v. sé nú bara best að svelta litlu greyin svolít- ið í fyrstu; „sjáið bara hann Ragga, fékk ekkert að borða fyrstu dagana: hefur aldrei orðið misdægurt á æv- inni“. En hann var líka ákveðinn í að láta ekki fleiri lífsins lystisemdir fram hjá sér fara og naut þess alla tíð að vera til. Þegar systkini okkar lögðust með pest var þeim borinn viðurgjörning- ur í rúmið. Raggi lærði fljótt að breiða sængina upp fyrir haus og láta þjónusta sig en var svo rokinn út að leika sér um leið og hann hafði lokið við hressinguna. Hann vildi koma víða við og hitta sem flesta og taldi vegalengdir ekki eftir sér. Mófells- staðakot í hádeginu, Geldingaholt um kaffi og Þorláksmessuskatan með fjölskyldu og vinum að kveldi; þá voru sko jólin komin hjá honum Ragga. Og það voru eiginlega jól alla daga hjá Ragnari. Hann vildi öllum vel; leið best ef hann gat verið að gera eitthvað fyrir aðra. Redda bara hlut- unum; það var hans stíll. Þegar litli bróðir var búinn að sanka að sér nokkrum hljóðfærakosti úti í henni Ameríku og hafði áhyggjur af heim- ferðinni var Raggi bara mættur á tröppurnar tilbúinn að bera dótið heim. Afgreiddi hann helstu kenni- leiti stórborgarinnar á einum degi og undi glaður við sitt. Hann hafði reyndar sjálfur gælt svolítið við hljóðfæraslátt á árum áður en þegar hann áttaði sig á að það tæki meira en dagstund að hljóma eins og stór- stjörnurnar á djassplötunum hans pabba mátti hann ekkert vera að þessu. Kaus að njóta í staðinn. Eina plötuna tók hann sérstöku ástfóstri við, það var eiginlega ást við fyrstu heyrn, og hringdi hann strax í besta vin sinn að bjóða honum að njóta með sér í gegnum símann. Má segja að hann hafi spilað vínilinn í gegn. Ný- útkomin endurútgáfa þessa efnis á geisladiski sem fannst á dögunum á Netinu átti að vera í jólapakkanum til Ragga frænda í ár frá bróðurbörn- um. Ræktarsemi Ragnars við eldri kynslóðirnar var engu lík og naut hann þess að líta inn hjá ættmennum sínum er mörg lifðu vel og lengi. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og fyrstu launum sínum fyrir sendi- störf hjá O. Johnson og Kaaber eyddi hann í Osta- og smjörsölunni og lagði innkaupapokann til heimilisins. „Hann Ragnar minn kemur alltaf svo færandi hendi,“ var hún mamma vön að segja. Systkinabörnum sínum var hann goðsögn í lifanda lífi, sveipaður ævintýraljóma, umvafinn vinum og kunningjum á fullri ferð í björgunar- sveitinni; halda græjunum við, koma flugeldunum í sölu, skreppa í fjalla- túr, prufa nýju sleðana og í seinni tíð á kafi í hrossunum. „Raggi frændi“ dæsa þau og verða eitthvað svo dreymin í framan. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. segir í Hávamálum. Það varð Ragnari mikil gæfa að komast vetrarlangt í ráðsmennsku til Jóns stórbónda Guðmundssonar á Reykjum í Mosfellssveit því á næsta bæ bjó ung heimasæta er Raggi ákvað strax að yrði sín. Ekki spillti nú fyrir að hún þótti fegurst fljóða í sveitinni og þótt víðar væri leitað. Og ekki lét hann það á sig fá þótt hann yrði að hafa svolítið fyrir því að sann- færa tilvonandi tengamóður um væntanlegan ráðahag; henni leist nú bara rétt svo á strákinn sem var að moka undan hænsnunum hjá honum Jóni. En á endanum heillaði hann Haddý upp úr skónum eins og hann gerði ævinlega samferðafólk sitt og varð heimili tengdaforeldra hans á Syðri-Reykjum sem hans annað heimili. Með sameiginlegu átaki reistu ungu hjónin sér myndarlegt heimili yfir sig og sína í brekkunni fyrir ofan Haddý og Jovva og nefndu Efri-Reyki. Samhentari fjölskylda en Reykjafólkið er vandfundin og er það huggun harmi gegn að vita af henni Ástu okkar, drengjunum þremur og litlu afastelpunni í skjóli stórfjölskyldunnar á Reykjum í kjöl- far sviplegs brotthvarfs ástkærs heimilisföður. … en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Þegar pabbi skrúfaði hjálpardekk- in af reiðhjólinu hans Ragga í fyrsta sinn í Þingholtsstrætinu og sleppti stráknum sínum lausum, sem mátti hjóla út að horni og til baka, skilaði drengurinn sér ekki fyrr en þremur tímum síðar. Hann hafði hjólað í Fossvogs- kirkjugarðinn að vitja leiðis fjöl- skylduvinar. Nú vitjum við Ragnars í kirkjugarðinn hér eftir. Og þó … hann lifir í hjörtum okkar allra sem hann snart með svo eftirminnilegum hætti, hann lifir í drengjunum sínum fínu sem nú eiga um svo sárt að binda. Í dag kveðjum við hinstu kveðju góðan og fallegan dreng; eiginmann, föður og afa, son, bróður og frænda sem ekkert aumt mátti sjá. Góður Guð veri með okkur öllum og blessi minningu elskulegs bróðurs. Oddur. Það er stutt milli lífs og dauða. Það sannast best, þegar menn á besta aldri fara allt í einu á augabragði, al- gjörlega án nokkurar viðvörunar. Þetta henti hann Ragga frænda minn. Eldhress og orkumikill, alltaf á fleygiferð, síkátur og allra manna vinur, hrifinn burt frá fjölskyldu sinni og vinum, án nokkurrar sýni- legrar ástæðu. Hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Feður okkar Ragga eru bræður, og í æsku okkar var mikill samgang- ur milli fjölskyldnanna tveggja. Þeir bræður, feður okkar, höfðu gaman af því að hittast með fjölskyldur sínar heima hjá hvor öðrum og var þá oft mikið stuð á okkur krökkunum, enda myndarlegur hópur. Raggi og hans fjögur systkini, og ég og systur mín- ar tvær. Stundum var farið út úr bænum, tekið með kaffi, kakó og brauð. Já, fyrir okkur krökkunum var lífið bara leikur og fjör. Það gerist í flestum fjölskyldum þegar börnin eldast, að það minnkar oft sambandið, og stundum týna frændsystkini hvert öðru að ein- hverju leyti, og þykir þetta bara vera eðlilegt. Fólk hittist síðan í afmælum og öðrum samkomum innan fjöl- skyldunnar. Hann Raggi passaði sko uppá að týna ekki sínu fólki. Hann var alla tíð duglegur að rækta sambandið við bæði foreldra mína og okkur systk- inin. Þegar Raggi kom í heimsókn, breyttist venjulegur dagur í hátíðis- dag. Það gustaði af honum hvar sem hann fór, og í stórum hópi var hann alltaf hrókur alls fagnaðar. Ég hef ekki kynnst neinum manni um dagana sem átti jafn marga vini og Raggi. Hann einhvern veginn átti svo auðvelt með að kynnast fólki, bara gaf sig á tal við það, og allir sem kynntust Ragga líkaði við hann strax frá byrjun. Hann hafði bara þennan ómótstæðilega sjarma sem enginn stenst. Ég man hve ánægður ég var með það þegar Raggi dreif sig inn í hesta- mennskuna. „Þetta á eftir að eiga vel við hann frænda minn“ sagði ég. Það kom líka á daginn. Raggi varð hesta- sjúkur, og það varð að sjálfsögðu all- ur pakkinn. Útreiðar, ferðalög og hrossarækt. Ég held reyndar að hinn gífurlegi áhugi Jóhanns Óskars, yngsta sonar Ragga, hafi verið aðalhvatinn að hestaáhuganum. Þeir feðgar voru hreinlega alltaf saman. Jóhann Ósk- ar var bara eins og skugginn hans Ragga, alltaf með pabba í útreiðum og öllu amstrinu sem fylgir miklu hestahaldi. Fyrir þremur árum báðu þau Raggi og Ásta okkur um að taka hann Jóhann Óskar í sveit í nokkra daga. Það var að sjálfsögðu auðsótt, og var það okkur til mikillar ánægju að hafa hann hér. Við fundum strax hvað drengurinn var vel uppalinn kurteis og prúður. Reyndar eru allir synir þeirra Ragga og Ástu mynd- arlegir og efnilegir ungir menn, sem bera foreldrum sínum góðan vitnis- burð. Kæri frændi. Mér er eiginlega orðavant er ég nú kveð þig í síðasta sinn. Ótímabær brottför þín úr þess- um heimi er einfaldlega ekki réttlát. Þú varst í blóma lífsins, búinn að koma yndislegum sonum á legg, og áttir eftir að gera svo margt skemmtilegt með henni Ástu, en það deilir enginn við dómarann. Þín hljóta að bíða einhver áríðandi verk- RAGNAR BJÖRNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.