Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skál, þetta hafa verið góð ár, bróðir. Það eina er að maður er farinn að hafa áhyggjur af því
að verða bara ellidauður.
Sífellt fleiri flutninga-bílar aka nú umþjóðvegi landsins
með eiturefni eða hættu-
leg efni og menn virðast
nokkuð sammála um að
hættan á eiturefnaslysum
hafi aukist á undanförnum
árum og full þörf sé á að
bregðast við þeirri hættu.
Frá því var greint í Morg-
unblaðinu í gær að meira
en tuttugu tonn af mjög
hættulegri og ætandi salt-
sýru væru vikulega flutt
landleiðina á milli Reykja-
víkur og Siglufjarðar. Sýr-
an, þó að hættuleg sé, er
þó alls ekki það eiturefni
sem er mest áberandi því
bensín, olíur, ammoníak
og klór eru uppistaðan í flutning-
um á efnum sem valdið gætu
mengunarslysi, þótt vitaskuld séu
alls konar önnur hættuleg efni
flutt landleiðina.
Flutningarnir nær allir
komnir á þjóðvegina
Nú í byrjun mánaðarins hætti
Eimskip strandsiglingum en
megnið af vöruflutningunum var
raunar þegar komið á þjóðvegina
áður. Engu að síður fóru um 17%
af heildarinnflutningi Eimskipa
eða 140 þúsund tonn með strand-
flutningum en verða nú flutt eftir
vegum landsins.
En það hefur fleira breyst en
það eitt að meira af flutningunum
fari landleiðina því ábyrgð á við-
brögðum við mengunarslysum var
færð á herðar slökkviliða sveitar-
félaganna með lögum sem sam-
þykkt voru árið 2001 og sveitar-
félögin eru mjög misjafnlega í
stakk búin til þess að bregðast við
mengunarslysum. Gera má því
skóna að fæst þeirra séu vel undir
það búin, nema ef vera skyldi
slökkvilið allra stærstu sveitarfé-
laganna, sem þó kvarta einnig
undan að fé hafi skort til mála-
flokksins. Sveitarfélögin fengu
ekki sérstaka fjármuni þegar
ábyrgðin á þessum málaflokki var
flutt til þeirra og fjárhagur
margra sveitarfélaga þannig að
þau hafa ekki haft fé aflögu til
þess að kaupa búnað eða mennta
slökkviliðsmenn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæð-
isins þokkalega í stakk búið
Einhver uppbygging hefur þó
átt sér stað hjá sveitarfélögunum
en engan veginn nóg að mati
þeirra sem til þekkja. Þeir taka þó
fram að veruleg vinna hafi verið
lögð í þessi mál að undanförnu og
hlutirnir séu smám saman að þok-
ast í rétta átt.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðis-
ins telst þó væntanlega vera
þokkalega búið til að bregðast við
mengunarslysum auk þess sem
það hefur glímt við þennan mála-
flokk í allmörg ár. Það hefur því
smám saman verið að koma sér
upp búnaði og sérfræðiþekkingu
en búnaðurinn mun vera bæði dýr
og flókinn og eins er kostnaðar-
samt að mennta og þjálfa menn á
þessu sviði.
Á Akureyri munu menn einnig
ráða yfir sæmilegum búnaði en á
smærri stöðum úti á landi er stað-
an önnur. Þar hafa mörg slökkvi-
lið haft búnað til þess að takast á
við „venjuleg mengunarslys“, s.s.
eins og að hreinsa upp olíur eða
bensín og langflest sveitarfélög
hafa einhvern búnað. En þau
væru vafalaust vanbúin til þess að
glíma við meiriháttar mengunar-
slys. Þess vegna eru uppi hug-
myndir um að hjá Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins verði sér-
stakur aukabúnaður sem væri
þyrlutækur og jafnvel einnig á
Akureyri. Ef á þyrfti að halda
væri þá hægt að fljúga með þenn-
an búnað á önnur svæði með
litlum fyrirvara.
Brunamálastofnun, sem hefur
yfirumsjón með eldvarnareftirliti
og slökkvistarfi sveitarfélaganna,
hefur um skeið unnið í þessum
málum og þar á bæ telja menn
ekki vafa leika á að hættan á
mengunarslysum hafi aukist með
auknum landflutningum.
Taka málin alvarlega
Hugmyndin um þyrlutækan
búnað er einmitt komin frá
Brunamálastofnun sem tekur
þessi mál alvarlega og hefur und-
anfarin tvö ár unnið að því að fá
sveitarfélögin til þess að samein-
ast um kaup á búnaði. Stofnunin
getur veitt sveitarfélögunum
styrki til þess að kaupa búnað til
þess að bregðast við mengunar-
slysum og fær til þess fé á fjár-
lögum en skilyrði er að sveitar-
félögin sameinist um kaup á
slíkum búnaði; enda út af fyrir sig
ekkert vit í að öll 60 slökkvilið
landsins séu með slíkan búnað og
það þess fyrir utan ómögulegt
fyrir þau af fjárhagslegum
ástæðum. Sveitarfélögn hafa
fengið styrki frá Brunamála-
stofnun til þess að skrifa skýrslur
og gera úttekt á þessum málum og
þá um leið að komast að því
hvernig þau geti staðið sameigin-
lega að þeim; hvaða búnað eigi að
kaupa, hvar eigi að geyma hann
o.s.frv. Þessi vinna er nú víða
langt komin og sums staðar það
langt að sveitarfélögin eru tilbúin
að sameinast um kaup á búnaði.
Þá eru uppi áætlanir um að sam-
eina eldvarnareftirlit, sem nú er
hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig, á
stærri svæðum og gera það skil-
virkara.
Fréttaskýring | Landflutningar eiturefna
Aukin hætta á
mengunarslysum
Hugmyndir um að koma upp þyrlutæk-
um búnaði vegna mengunarslysa
Slökkviliðsmenn geta þurft að fást við flutn-
ing mjög hættulegra efna.
Sveitarfélögin sameinist
um kaup á búnaði
Hjá Brunamálstofnun eru
áætlanir um að hafa þyrlutækan
aukabúnað til mengunarvarna
hjá Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins og hugsanlega á
Akureyri, sem flytja mætti með
litlum fyrirvara ef alvarlegt
mengunarslys yrði úti á landi. Þá
er unnið í því að sveitarfélög á
ákveðnum svæðum sameinist um
að koma sér upp búnaði til þess
að bregðast við mengunar-
slysum. Er sú vinna víða vel á
veg komin.
arnorg@mbl.is