Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Do They Know it’s Christmas? á laugardag Lestu bókina fyrst og gagnrýnina á eftir? Lestu Lesbókina fyrst og bókina svo? Jólabækurnar +  Hafið þið velt fyrir ykkur texta þessa lags? MÚLALUNDUR, sem er vinnustofa SÍBS, er búinn að sprengja utan af sér núverandi húsnæði, að sögn Helga Kristóferssonar, framkvæmdastjóra. Múlalundur hefur starfað frá 1959 og er starfsemin til húsa í Hátúni 10C og Skipholti 33 í Reykjavík. Búið er að teikna aðra hæð ofan á húsið í Hátúni, en fjár- muni vantar til byggingarinnar. Hjá Múlalundi starfa alls um 55 manns að jafnaði, þar af eru um 40 fatlaðir einstaklingar. „Við erum með 18 stöðugildi fyrir fatlaða, en ég er alltaf með frekar fleiri fatlaða í vinnu en stöðugildin segja til um,“ sagði Helgi. Hið opinbera greiðir að hluta fyrir föst stöðugildi fatlaðra, en Múlalundur greiðir að öllu leyti laun þeirra sem umfram föstu stöðugildin eru. Helgi segir brýnt að fá fleiri stöðugildi, því verkefnin séu næg. Að jafnaði eru um 30 manns á biðlista eftir vinnu hjá Múlalundi. Nýir umsækjendur fá að reyna sig í þrjá daga og er þá fundið út hvaða starf hentar þeim. Að því loknu fara umsækjendur aftur á biðlista og bíða þess að starf losni. Yfirleitt byrjar fólk í 50% starfi, en starfsgeta ræður því hver vinnutíminn verður. Burðarásinn er EGLA-bréfabindin Nafnið á bréfabindunum er úr Egils sögu Skalla- grímssonar. „Bréfabindin eru okkar aðalsöluvara,“ sagði Helgi. „Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að koma EGLA-bréfabindunum í bókaverslanir til þess að viðskiptavinir geti keypt vörur okkar. Sumar versl- anir vilja ekki taka bréfabindin frá okkur, sem er sorg- legt því hvert selt bréfabindi skapar vinnu fyrir fatl- aðan einstakling.“ Múlalundur veitir alhliða þjónustu fyrir ráðstefnur, fundi og námskeið. Þá er gögnum raðað í möppur, sem geta verið sérprentaðar, útbúin barmmerki, nafnspjöld og annað tilheyrandi. Einnig framleiðir Múlalundur plastmöppur með vasa utan á. Í vasann geta við- skiptavinir sett sína eigin forsíðu. „Það er nokkuð um að svona möppur séu fluttar inn, en við sjáum mikinn mun á gæðunum,“ sagði Helgi. „Þeir sem komast upp á að taka plastmöppur hjá okkur vilja ekkert annað.“ Stöðugt er unnið að vöruþróun hjá Múlalundi. Nefna má plastvasa utan um geisladiska og sérhannaðar möppur fyrir leigu- og sendibílstjóra. Nú eru komnar mjúkar möppur sem henta vel í bakpoka skólafólks, en líkt og með EGLA-bréfabindin vilja ekki allar verslanir selja þá vöru, að sögn Helga. Auk framleiðslu vinnur starfsfólk Múlalundar mikið við pökkun fyrir ýmsa að- ila. Sérvinnsla úr plasti er einnig stór liður og hafa þar orðið til hugmyndir sem jafnvel hafa þróast í fram- leiðsluvörur. Helgi segir að vinnan sé starfsfólki Múlalundar með skerta starfsgetu ákaflega mikilvæg, því hagur margra sé bágur. „Við reynum að styðja við okkar fólk eftir getu. Launin eru samkvæmt töxtum stéttarfélaga. Það fá allir sín réttindi eins og gildir almennt um launþega. Auk þess er niðurgreiddur hádegismatur í boði á vinnustaðnum. Þó nokkur hluti af starfi mínu og verk- stjóranna er félagslegs eðlis og felst í að spjalla við fólkið og gefa því tíma. Við rekum ekki á eftir því, þetta er ekki þannig vinnuumhverfi. Starfsfólkið hefur mikinn áhuga á að vinna og er þakklátt fyrir vinnuna. Margir mæta til vinnu um klukkan sjö á morgnana, þótt þeir þurfi ekki að mæta fyrr en klukkan átta. Það hefur verið heilmikill skóli fyrir mig að vinna hér og kynnast þessu fólki. Margt af því á mjög erfitt fjár- hagslega auk fötlunar sinnar. Þessir erfiðleikar verða hrópandi, ekki síst um jól og áramót. Þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki skoði hvort þau geta ekki frekar keypt af Múlalundi en innflutt, við erum fyllilega sam- keppnisfær í verði að ég tali ekki um gæðin! Ef svona vinnustaður væri ekki til staðar væru mun fleiri á bót- um og kostnaður þjóðfélagsins meiri þeirra vegna. Það má segja að tryggingafélög, lífeyrissjóðir, Tryggingastofnun og aðrir sem snúa að bótakerfinu ættu að versla sem mest hér. Við erum í raun og veru að niðurgreiða bæturnar. Hér fæst flest sem þarf til skrifstofuhalds, pennar, gatarar, heftarar og annað slíkt. Einnig erum við með ljósritunarpappír og fleira til skrifstofuhalds. Með því að kaupa vörur Múlalundar er verið að tryggja mörgum einstaklingum bjartari framtíð.“ Múlalundur, vinnustofa SÍBS, þarf stærra húsnæði Styðjum við okkar fólk EGLA-bréfabindin eru burðarásinn í framleiðslu Múlalundar. Rúnar Ragnarsson var að framleiða möppur. Morgunblaðið/Golli Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri Múlalundar. ALMENNA grunnreglan í þjónustu svæðisskrifstofa við fatlaða og fjöl- skyldur þeirra byggist á því að reynt er eftir fremsta megni að laga þjón- ustuna að þörfinni hverju sinni, segir Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu. Fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag að Ólafur Haukur Símon- arson, leikritaskáld og rithöfundur, hefur flust til Danmerkur með fjöl- skyldu sinni þar sem honum þótti ekki nægileg úrræði fyrir fatlaða dóttur hans, sem er rúmlega tvítug, eftir að skólakerfinu sleppti. Þór segir að svæðisskrifstofur hafi jafnframt samstarf við sveitarfélög við framkvæmd þjónustunnar. „Það er þó ástæða til að taka fram að það þarf ekki endilega að vera besti kost- urinn fyrir alla fatlaða að búa á sam- býlum, heldur geta önnur úrræði sem boðið er upp á til búsetu tryggt góð lífsskilyrði. Þó svo að ekki sé hægt að tryggja búsetu fyrir alla þá sem hafa mikla þörf fyrir þjónustu þá reyna svæðisskrifstofur að aðstoða hina fötluðu eftir bestu getu og hef ég ekki ástæðu til þess að ætla annað en það hafi einnig verið gert í því tilviki sem hér um ræðir,“ segir Þór. Hann segist ekki vilja tjá sig um málefni ákveðinna einstaklinga en segir að gott samstarf sé afar mik- ilvægt þegar erfiðar aðstæður koma upp og svæðisskrifstofan leggi sig fram við að skapa þá þjónustuum- gjörð sem þá þykir henta. „Félagsmálaráðuneytið hefur nú í nokkur ár unnið með markvissum hætti að því að framfylgja verkáætl- unum um nýja þjónustu í búsetu og hefur sú áætlun staðist í meginatrið- um. Það er þó nauðsynlegt að benda á það að þó svo að búseta á sambýlum standi hinum fatlaða til boða er það ekki alltaf úrræði sem hinn fatlaði, eða aðstandendur hans, telja henta, af ýmsum ástæðum. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja og er þá reynt að leita annarra lausna. Í þeirri stefnu- mótun sem verið er að vinna að í bú- setumálum fatlaðra er áhersla á sveigjanleika þjónustunnar þannig að hún sé í samræmi við óskir og þarfir fatlaðra á þeim tíma,“ segir Þór. Ætla að reyna að laga þjónustuna að þörfinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.