Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Heilsukoddar Heilsunnar vegna SAMKOMULAG hefur náðst milli Reykjavíkurborgar og Eflingar – stéttarfélags um að hækka greiðslur í lífeyrissjóðinn Framsýn vegna starfsmanna sinna úr 6% í 9% af öll- um launum frá og með 1. janúar nk. og er samkomulagið gert þó að samn- ingar borgarinnar við Eflingu séu ekki lausir fyrr en á hausti komanda. Samanlögð greiðsla í lífeyrissjóð vegna starfsmanna í Eflingu hækkar því úr 10% í 13%. Samningurinn verð- ur borinn upp til staðfestingar í borg- arráði í dag. Um þriðjungur af um 7.500 starfs- mönnum Reykjavíkurborgar tilheyr- ir Eflingu og er þetta hluti af því að jafna lífeyrisrétt starfsmanna borg- arinnar. Hafa borgaryfirvöld einnig samið um viðbótarlífeyrissparnað við Starfsmannafélag Reykjavíkurborg- ar, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna, en það felur í sér greiðslu allt að 2% við- bótarframlags gegn greiðslu sam- bærilegs framlags starfsmanns. 270 milljónir á ári Gera má ráð fyrir að kostnaður Reykjavíkurborgar af þessum breyt- ingum á lífeyrisréttindum starfs- manna borgarinnar sé um 270 millj- ónir króna samanlagt á ársgrund- velli. „Það er auðvitað ljóst að það er ákveðið ójafnvægi á milli starfs- mannahópa hjá okkur og við höfum sett okkur það markmið að bæði jafna réttindi og skyldur starfsmanna án tillits til stéttarfélaga og einnig að jafna launakerfin,“ segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninga- nefndar Reykjavíkurborgar. Hann benti á að í síðustu kjara- samningum hefðu þeir samið um það við Eflingu að félagsmenn þeirra fengju hliðstæðan veikinda- og fæð- ingarorlofsrétt og opinberu starfs- mennirnir og sama gilti um réttindi og skyldur hvort sem starfsmenn væru í Eflingu eða í einhverju stétt- arfélagi opinberra starfsmanna. Birgir Björn bætti því við að í framtíðinni ætti hann von á því að sá munur sem enn væri á lífeyrisrétt- indum yrði jafnaður að fullu. Háværar kröfur voru um jöfnun lífeyrisréttar í landinu í aðdraganda síðustu kjarasamninga, en nú eru greidd 15,5% í lífeyrissjóð af opinber- um starfsmönnum en 10% af fólki á almennum vinnumarkaði og hækkar í 12% á næstu tveimur árum. Reykjavíkurborg semur við Eflingu um aukin framlög í lífeyrissjóð Greiðslur hækka úr 6% í 9% af öllum launum ÍSLENSKIR fjárfestar eru meðal eigenda nýs flugfélags í Skotlandi, City Star Airlines, sem mun hefja beint flug á milli Aberdeen og Óslóar hinn 17. janúar 2005. Félagið var stofnað í mars á þessu ári. Atli Árnason, framkvæmdastjóri og einn eig- enda City Star, segir að félagið ætli að bjóða upp á alla almenna flugþjónustu og flytja jafnt far- þega sem vörur. Um það bil 300 fyrirtæki eigi í viðskiptum milli Aber- deen og Óslóar og mark- mið City Star sé að sjá þessum fyrirtækjum fyr- ir skjótri og öruggri þjónustu. „Þótt það hafi í langan tíma verið flogið á milli Aberdeen og Nor- egs þá hefur Ósló ekki verið vel sinnt. Við gerum því ráð fyrir því að fyrirtækin í Aberdeen muni taka okkur opnum örmum,“ segir Atli. Í frétt á skoska fréttavefnum press&journal segir að bein tenging milli Aberdeen og Óslóar muni koma sér vel fyrir olíuiðnaðinn. Einnig standi vonir til þess að straumur ferðamanna milli Skotlands og Noregs muni aukast með til- komu þessarar nýju flugleiðar. Nýtt flug- félag í Skot- landi í eigu Íslendinga  Íslendingar/B1 ÞRJÁR íslenskar fjölskyldur, eigendur Ecoprocess hf., hafa staðið að hönnun, þróun og markaðssetningu nýrrar sorptunnulyftu með vog sem gæti valdið straumhvörfum í sorphirðu. Lyftan, sem kölluð er Ísbjörn, var kynnt í fyrsta sinn opinberlega á umhverf- isbúnaðarsýningunni Pollutec í Lyon í Frakk- landi fyrr í þessum mánuði og vakti þar mikla athygli, bæði hjá stærstu sorphirðufyrirtækj- um Evrópu, sem og sveitarfélögum og sorp- flokkunarstöðvum. Einna helst voru það úrbætur í öryggis- fyrirsjáanlegar á allra næstu vikum og mán- uðum. „Við erum vel undirbúin og getum svarað hratt mikilli eftirspurn, þrátt fyrir að hún sé heldur meiri en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir,“ segir hann í viðskiptablaði Morg- unblaðsins í dag. Hann segir stefnuna setta á alla Evrópu og það mjög hratt. Markmiðið sé að verða meðal tíu fremstu sorplyftuframleiðenda í Evrópu eftir 5–6 ár. málum sem vöktu athygli manna en einnig aukin hleðslugeta ruslabíla með notkun lyft- unnar, mikil minnkun á eldsneytisneyslu þeirra og hvernig vogin sem er innbyggð í lyftuna opnar fyrir gjaldtöku á sorpi sam- kvæmt vigt. Þorvaldur Tryggvason, framkvæmdastjóri Ecoprocess France og einn eigenda fyrirtæk- isins, segir fyrirspurnir um Ísbjarnarlyftur vera orðnar vel á annað hundrað í kjölfar sýn- ingarinnar og nú þegar sé farið að framleiða upp í pantanir. Þá séu fjölmargar pantanir Ísbjörn vekur athygli í evrópskum sorpiðnaði  Íslendingar í rusli/B4 „ER PAKKI handa mér í þessum poka, kæri jóla- sveinn?“ gæti þessi ungi drengur á leikskólanum Klömbrum í Reykjavík verið að spyrja jólasvein- inn. Það var Þvörusleikir sem kom til byggða í gær og mætti hann ásamt þeim bræðrum sínum sem þegar voru komnir ofan úr fjöllunum á jólaball í leikskólanum í gær. Krakkarnir sungu og dönsuðu með jólasveinunum í kringum jólatréð, sem eins og jólasveinum sæmir komu askvaðandi inn í skólann þar sem krakkarnir tóku vel á móti þeim. Morgunblaðið/Golli Rætt við Þvörusleiki SIGFÚS Sigurðsson leikur ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu í Túnis í næsta mánuði. Meiðsli í baki hafa tekið sig upp að nýju hjá þessum sterka línu- manni og Viggó Sigurðsson lands- liðsþjálfari sagði við Morgunblaðið í gær að hann veldi ekki leikmann sem tvísýnt væri um vegna meiðsla. Sigfús ekki með á HM í Túnis  Leikur ekki/D1 Geysilegt áfall/D1 VERÐMUNUR á jólabókum milli verslana er allt að 3.000 krónum, samkvæmt verðkönnun Morgunblaðsins í 12 stórmörkuðum og bóka- verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verðkönnun- in náði til 39 bókartitla og var gerð í hádeginu í gær. Reiknaður er út munur á hæsta og lægsta verði í prósentum og krónum og er munurinn í krónum talið milli eitt og tvö þúsund krónur í 26 tilfellum af 39 í könnuninni. Verðmunur er á milli tvö- og þrjú þúsund krónur í sjö tilvikum. Í prósentum mælist munur á hæsta og lægsta verði 45–79% og athygli vekur að verðmunur er jafnari nú en í sambærilegri verðkönnun fyrir jólin í fyrra, eða milli 60 og 70% í 23 tilvikum af 39. Tæplega 3.000 króna verðmun- ur á jólabókum  Allt að 79% verðmunur/29 FRAMSÓKNARKONAN Hansína Ásta Björgvinsdóttir tekur við starfi bæjarstjóra í Kópavogi frá og með áramótum. Um þetta hefur náðst samkomulag milli Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins sem mynda meirihluta í bænum. Á bæjarstjórnarfundi milli jóla og nýárs verður hún formlega kosin bæjarstjóri. Hún gegnir starfinu í fimm mánuði eða þar til Gunnar I. Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna, tekur við því 1. júní. Í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagði Hansína að nýja starfið legðist vel í sig. „Þetta er starfs sem ég hafði ekki reiknað með að sinna og ég þurfti dálítinn tíma til að velta því fyrir mér hvort ég treysti mér til þess að taka það að mér. En síðan ákvað ég það,“ sagði hún. Hansína tek- ur við um áramótin ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.