Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 25 MINNSTAÐUR Afgreiðsla á öllum pósthúsum. Síðustu skiladagar:* Síðustu skiladagar á jólapökkum voru 3. og 13. desember. Tryggðu að pakkinn þinn komist í réttar hendur fyrir jól. Nýttu þér TNT Hraðflutninga og sendingin kemst örugglega til skila á réttum tíma. 20. des. til Bandaríkjanna og annarra landa utan Evrópu. 21. des. til Evrópu. TNT Hraðflutningar • Stórhöfða 32 • 110 Reykjavík Sími 580 1010 • www.tnt.is • tnt@postur.is Hraðflutningar Þú hefur enn tíma! 30% jólaafsláttur á hraðsendingum. * til helstu viðskiptaborga BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti í vikunni þá breytingu á að- alskipulagi við Baldurshaga að þar skuli einungis fyrirhugað íbúða- svæði. Bæjarstjórn féllst þó ekki á áform um 12 hæða byggingu á lóð- inni en samþykkti þess í stað að gert verði ráð fyrir um 40 íbúða byggð, allt að 7 hæðum á lóðinni. Byggingafyrirtækið SS Byggir ætlar að byggja á lóðinni og eru átta mánuðir frá því fyrstu hug- myndir af skipulagi svæðisins voru kynntar, að sögn Sigurðar Sigurð- arsonar framkvæmdastjóra. Hann sagðist ánægður með að niður- staða væri komin í málið. „Nú verður hægt að fara í að teikna og ég get farið að svara öllu því fólki sem vill flytja á þetta svæði. “ Sigurður sagðist aldrei í 26 ára sögu SS Byggis hafa orðið var við jafnmikinn áhuga á íbúðum og á lóðinni við Baldurshaga og þá fyrst og fremst frá eldra fólki. „Það er einn og hálfur um hverja íbúð og það áður en farið er að stað með framkvæmdir.“ Sigurður sagði að þessi mikli áhugi undir- strikaði það að fólk vildi færa sig nær þjónustunni. Hann sagði að vandað yrði til verka við undirbún- ing verksins og að stefnt yrði að því að hefja framkvæmdir sem fyrst en þó ekki fyrr en næsta vor eða sumar. Töluverðar umræður hafa verið um fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Baldurshaga og sýn- ist sitt hverjum. Sigurður er með fleiri járn í eld- inum en fyrirtækið er m.a. að hefja byggingu á 16 raðhúsaíbúð- um við Akursíðu, milli Bjargs og Glerárkirkju. Á því svæði hefur fyrirtækið þegar byggt átta rað- húsaíbúðir. Þá er verið að vinna skipulag að Sjallareitnum en þar er hugmyndin að byggja háhýsi með verslunarkjarna og íbúðum. Sigurður sagði ekki endanlega ákveðið hversu margar íbúðir yrðu byggðar í Sjallareitnum. Í haust voru kynntar hugmyndir um að reisa þrjár 60 metra háar íbúða- byggingar á Sjallareitnum, með samtals 150–200 íbúðum, sem hefðu orðið hæstu íbúðarhús landsins. Af því verður þó ekki, m.a. vegna flugöryggis, að sögn Sigurðar. Hann sagði mögulegt að byggja 15–16 hæða hús á svæðinu en að óvíst væri hvort af því yrði. Hann sagði að óskað hefði verið eftir því af bæjaryfirvöldum að sem flestar íbúðir yrðu byggðar á umræddu svæði. Bæjarstjórn samþykkir sjö hæða hús með 40 íbúðum við Baldurshaga Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu þar sem gert er ráð fyrir um 40 íbúða byggð, allt að sjö hæðum, á lóðinni við Baldurshaga. Gríðarleg eftir- spurn eftir íbúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.