Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 41 MINNINGAR ✝ Egill FannarGrétarsson fædd- ist á Akranesi 27. desember 1989. Hann varð bráð- kvaddur 5. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Kristín Harpa Þráinsdóttir, f. 18. jan. 1966, og Grétar Lýðsson, f. 11. mars 1964, d. 27. apríl 1993. Sambýlis- maður Hörpu og stjúpfaðir Egils er Sigurður Haralds- son, f. 10. sept 1964. Foreldrar Kristínar Hörpu eru Þráinn Traustason, f. 9. apríl 1942, og Guðrún Halldóra Helga- dóttir, f. 18. apríl 1946, d. 4. febr- úar 1987. Foreldrar Sigurðar eru Sigurbjörg Helga Halldórsdóttir, f. 7. okt. 1937, og Haraldur Karlsson, f. 8. okt. 1936. Systir Egils er Guðrún Bryndís Jóns- dóttir, f. 10. des. 1985, og bróðir Egils samfeðra er Guðjón Þór, f. 14. des. 1984. Systkini Hörpu eru Sigurður Helgi f. 8. maí 1967, kona hans Hanna Rúna Hjaltadóttir, f. 21. júní 1967, dætur þeirra eru Kristrún Halla og Guðrún Halldóra; Fríða Birna, f. 17. okt. 1974, sambýlismað- ur hennar er Guð- mundur Árni Guð- laugsson, f. 25. júní 1969, dóttir þeirra er Rósmarý Bergmann og sonur Guðmundar og fóstursonur Fríðu er Aron Björn. Foreldrar Grétars eru Vigdís Matthíasdóttir, f. 5. nóv. 1930, og Lýður Sigmunds- son, f. 17. apríl 1911, d. 19. júní 1994. Útför Egils Fannars verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Egill Fannar Grétarsson fæddist á Akranesi 27. desember 1989. Bryn- dís systir hans var þá fjögurra ára gömul og var mikið að spá í það hvort mamma sín yrði nokkuð lengi frá og vildi hún bara bíða eftir henni á með- an bróðir hennar kæmi í heiminn og helst úti í bíl. Hann kom í heiminn fyrir tímann, fallegur, heilbrigður drengur sem allir elskuðu. Elskulegi fændi minn Egill Fann- ar er látinn. Aðeins 14 ára og engar skýringar, nema hjartað gaf sig vegna álags. Maður spyr sig: Af hverju? Hvers vegna? Og hvað gerð- ist? Engin svör eru komin og eiga örugglega ekki eftir að koma. En hann er kominn til pabba síns og móðurömmu sem tóku á móti honum eins og þeim er lagið. Ég talaði oft við þig þegar við vorum saman um pabba þinn því þú varst aðeins þriggja og hálfs árs þegar hann féll frá. Þú varst mjög forvitinn og gast hlegið að því hvað hann var fyndinn, bara af þeim frásögnum sem þér voru sagðar. En nú ertu hjá honum og getið þið spilað saman á gítar og sungið eins og þér fannst svo gaman og pabba þínum líka. Þið eruð góðir saman og bið ég um tónleika þegar ég kem yfir móðuna miklu. Ég er mjög þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an og nú síðast þegar ég átti afmæli í október. Þá kom öll fjölskyldan sam- an. Egill var mjög hamingjusamur með henni Sunnu sinni og talaði lát- laust um hana og vildi jafnframt að ég passaði hana þegar við hittumst á balli í hennar skóla. Hann var vanur að segja Fríða frænka við mig eins og pabbi hans gerði einnig. Egill fékk að tengja saman fullt af græjum fyrir mig í minni vinnu og var stoltur af að fá að hjálpa Fríðu frænku. Hann var ávallt tilbúinn til að hjálpa, viðkvæmur, spurull, nákvæmur, yndislegur strákur sem var vinsæll meðal allra sem fengu að kynnast honum og góðmennsku hans. Egill var mikill mömmustrákur og var mjög góður við hana, knúsaði hana mikið og vildi allt gott fyrir hana gera. Systir hans Bryndís var að byrja sinn fyrsta vetur á Laugum, var þar í heimavist. Hún kom heim á Fellsenda þegar hún gat og um allar helgar. Þau systkin voru mjög góðir vinir og sérstaklega þegar þau urðu eldri. Egill Fannar átti bróður á Akranesi sem heitir Guðjón. Þeir voru í ágætu sambandi og var Egill á leið í 20 ára afmæli hans um síðustu helgi og hlakkaði mikið til þess. En elsku Egill minn, mér fannst erfitt að segja Rósmarý frænku þinni frá því að þú værir hjá pabba þínum og ömmu. Hún spurði margra spurninga enda bara fjögurra og hálfs árs gömul. Hún fer oft að myndinni af þér sem er í stofunni og talar við þig og tekur þig með í leik. Hún gekk um gólf með dúkkuna sína og sagðist vera stóra systir og barnið væri dáið. Það er ótrúlegt hvað hún tekur þessu með ró en spáir mikið í þetta, eins og þú gerðir. Egill minn, þegar þú huggaðir vin- konu mömmu þinnar þegar hún missti manninn sinn í sjóslysi sagðir þú: „Elsku Unnur mín, pabbi minn passar Höskuld.“ Þessi setning er mjög minnisstæð í huga mömmu þinnar og talar hún mikið um þetta núna á þessum erfiðu tímum. Þín er sárt saknað og þegar mér barst samúðarskeyti með þessu ljóði átti það vel við og minnti mig á þig. Ákvað ég að láta það fylgja með: Harmið mig ekki með tárum, þó að ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar fyrir lífinu. Elsku systir mín Harpa, Siggi, Bryndís, Sunna og Guðjón. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hugsið ávallt um Egil og varðveitið minn- ingu hans, talið um hann og hlæið og hann mun hlæja með ykkur. Þín frænka Fríða Birna. Við urðum alveg orðlaus þegar Bryndís sagði okkur þessar voðalegu fréttir um andlát þitt, elsku vinur, okkur fannst nú alveg nóg komið af sorgum hjá fjölskyldunni og við trú- um þessu ekki ennþá. Margar minningar fljúga um hug- ann. Hvað þú varst alltaf góður við frænkur þínar, Krissu og Gunnu Dóru, enda kölluðu þær þig Egil besta frænda. Og dýravinur varstu mikill og var kisan okkar hann Krúsó ansi hrifinn af þér, stökk alltaf í fangið á þér, og ekki er hann nú allra. Það var alveg yndislegur tími þegar þið bjugguð rétt hjá okkur, oft kíktir þú í heimsókn, alltaf kátur og hress, alltaf tilbúinn að hjálpa frænkum þínum og spjalla við okkur. Og stundum hringdir þú í okkur og bauðst okkur í vöfflur sem þú hafðir bakað sjálfur enda varstu nú ansi duglegur í eldhúsinu, og alltaf varstu tilbúinn að koma og mála piparkökur með frænkum þínum á þessum árs- tíma. Já, við eigum fullt af minning- um um þig, elsku vinur, og fjölskyldu þína sem við munum varðveita í hjarta okkar. Við vorum svo stolt af þér, elsku Egill, þú varst svo duglegur drengur og hjartahlýr. Svo varstu búinn að eignast unnustu, hana Sunnu, sem er alveg yndisleg stúlka og þið voruð svo ástfangin. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn, minn faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól, láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd, og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Harpa, Siggi, Bryndís, Guð- jón, Sunna og aðrir ástvinir, megi Guð varðveita og styrkja ykkur í sorg ykkar. Helgi, Hanna, Kristrún Halla og Guðrún Halldóra. Elsku Egill. Hvað gerist? Þitt stóra hjarta sem gaf svo mikla hlýju og yl til allra sem þú þekktir gefur sig við áreynslu í fótbolta. Við spyrj- um okkur: Hvað er að ske? En engin svör fáum við nema stórt sár á hjarta. Faðir þinn, Grétar heitinn, deyr ungur í sjóslysi og þú þá aðeins þriggja og hálfs árs gamall. Rúmlega 11 árum síðar kveður þú þennan heim. Hver hefði trúað því? Þegar þú fæddist varstu svo lítill með þessi ótrúlega fallegu augu sem úr skein mikil hlýja strax frá fæðingu. Þú varst heimagangur hjá okkur öll þín fyrstu ár, þú varst eitt af börnunum, enda finnst Pálma, Andra og Elínu þau hafa misst bróður sinn. Við þökkum þér, elsku Egill, fyrir þær stundir og allar minningarnar sem við eigum eftir. Elsku frændi, ein setning kemur okkur efst í huga, þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Elsku Harpa, Siggi, Bryndís, Guðjón, Sunna og aðrir aðstandendur, megi Guð hjálpa ykkur gegnum þessa ólýsanlega erf- iðu tíma. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir ferum þau harður bylur og dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Guð veri með ykkur. Sigríður, Jóhann, Pálmi Þór, Andri Már og Elín Birna. Elsku Egill, mér datt aldrei í hug að ég þyrfti að kveðja þig svona fljótt. Það er svo margt sem ég átti eftir að segja og gera með þér. Við áttum eftir að fara á leik með Lak- ers, klára skotkeppnirnar okkar og margt annað. Skólinn verður ekki samur án þín, þú gerðir hann að ein- hverju meira en bara skóla. Hann var alltaf skemmtilegri og bjartari þegar þú varst þar. Mig dreymdi að ég væri í skólanum og þú værir þar líka. Þannig verður það, andi þinn verður þar að líta eftir okkur grislingunum. Þú varst vinur í raun, enginn kem- ur í staðinn fyrir þig, nú verðum við Adda bara tvær, það vantar sjálfan Pippen í hópinn. Það var eitthvað sem tengdi okkur þrjú saman, en þú munt vaka yfir okkur, það fann ég greinilega þegar ég lagðist til svefns annað kvöldið eftir andlát þitt. Það færðist undarleg ró yfir mig, þú varst hjá mér, ég fann fyrir þér. Þú varst frábær félagi, varst svo mikill prakkari og hrekkjalómur, það var oft sem við Adda þurftum að hafa hemil á þér. Samt var ekki hægt að finna betri manneskju en þig. Nú sé ég eftir því að hafa ekki sagt þér oftar hve vænt mér þótti um þig eða knúsað þig. Þú færðir birtu inn í líf mitt, þú fékkst mig til að brosa. Nýr kafli byrjaði í lífi mínu þegar ég kynntist þér, þeim kafla er lokið, en trúðu mér, ég á eftir að skoða hann oft. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að kynnast þér eins vel og ég gerði. Svipirnir sem þú gast sett á andlitið, það er erfitt að leika þá eftir en ég mun eiga minninguna um þá. Þú varst líka sá eini sem kall- aðir mig fullu nafni. Ég hélt alltaf að við yrðum gömul og gráhærð, en áfram jafngóðir vinir. Það sem huggar mig og styrkir í sorginni er það að þú ert kominn til pabba þíns, ég sé ykkur fyrir mér siglandi um á litlum bát spjallandi um okkur sem eftir erum. Þú átt stóran hlut í hjarta mér og þannig mun það vera. Elsku Harpa, Siggi, Bryndís og Guðjón, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Sunna mín, þú veist hve vænt honum þótti um þig og ég veit að þér mun alltaf þykja vænt um hann. Sigríður Árdal. Lítill drengur ljós og fagur … Þessi ljóðlína Vilhjálms Vilhjálms- sonar kom í huga mér þegar ég frétti af andláti Egils Fannars. Þannig kom hann mér fyrir sjónir á fyrsta skóladegi sínum í Hvaleyrarskóla, níu ára gamall. Bekkurinn var stór en Egill eignaðist sína vini, sem nú syrgja hann. Fallega brosið hans ylj- ar þegar ég horfi á gamlar bekkj- armyndir og hugurinn reikar til baka. Egill hafði átt sínar sorgarstundir. Hann missti pabba sinn mjög ungur og hafði það sett mark á hann. Vorið 2002 kvaddi ég fyrrum nem- endur mína sem ég hafði kennt í yngri- og miðdeild eða um sjö ára skeið mörgum hverjum. Ég bað þeim Guðs blessunar í komandi námi og vonaðist til að mega fylgjast með þeim áfram. Nú var ég að útskrifa minn fyrsta hóp, sem ég hafði fylgt frá upphafi skólagöngu þeirra. Egill gekk til mín og tók við ein- kunnabókinni sinni og kvaddi fallega eins og ávallt. Ég minnist þess að hafa farið með vers úr Davíðssálm- um 37,5, Fel Drottni vegu þína, treyst honum og hann mun vel fyrir sjá. Bænir og blessunaróskir fylgdu þessum nemendum mínum út í lífið þennan vordag. Egill sagði mér frá því að það stæði til að fjölskyldan flytti norður í land og var spenningurinn mikill. Nú eru liðin um tvö ár síðan. Við sem kynntumst Agli og vorum í samvist- um við hann þessi ár í skólanum er- um harmi slegin og hugurinn leitar til fjölskyldu hans. Megi góður Guð styrkja þau í sorginni og gefa þeim líkn. Hann blessi minningu Egils Fannars. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki, um lífsins perlu á dýrsta augnabliki. (Tómas Guðm.) María I. Aðalsteinsdóttir. Það er klappað létt á öxl kennslu- konunnar. Hún er stödd í búð innan um fjölda fólks. Komdu blessuð, Guðný mín, er sagt vinalegri ung- lingsrödd. Hún lítur við. Þarna stendur hann, grannvaxinn og svolít- ið kæruleysislegur í fasi – hlýr drengur. Allir jafnir fyrir honum, hvort sem eru kátir drengir, laglegar stúlkur eða þreytandi kennarar. Eins við alla, glaðvær, notalegur og hvers manns hugljúfi. Góður vinur. Þegar hann kom var hann svo síð- hærður að við héldum jafnvel að hann væri stelpa. Svo var hann klipptur. Þá sáum við fallegan dreng, – brosmildan, góðan dreng. Þannig varðveitist minningin. Starfsfólk Stórutjarnaskóla þakk- ar fyrir að hafa fengið að kynnast Agli Fannari Grétarssyni og biður góðan Guð að styrkja fjölskyldu hans á erfiðum tímum. Guð blessi minningu Egils Fann- ars. Starfsfólk Stórutjarnaskóla. Okkur er öllum afar minnisstætt þegar Egill kom í bekkinn okkar, fyrir réttum tveimur árum. Fyrst störðu allir því hann var með svo sítt hár að við héldum að þetta væri stelpa. Síðar fór hann í klippingu og þá kom í ljós þessi fallegi brosmildi strákur. Hann varð fljótt einn af hópnum, átti auðvelt með að eignast vini og kom eins fram við alla, hvort sem það vorum við krakkarnir í efri bekkj- unum eða yngstu börnin í skólanum. Svolítið kærulaus og hafði ekki óþarfa áhyggjur, en vildi gera það besta úr öllu. Þess vegna var einmitt svo gott að vera með honum. Efni- legur íþróttamaður, sérlega í bolta- greinum og skemmtilegur félagi á þeim vettvangi. Fljótt kom í ljós að Egill var af- skaplega hugmyndaríkur og þar sló hann okkur öllum við. Húmorinn var alltaf á sínum stað, nema helst rétt fyrst á morgnana. Við viljum þakka Agli samveruna og allt það sem hann gaf okkur. Minningu hans munum við reyna að halda á lofti með því að vera hlý og góð hvert við annað, eins og hann var ávallt við okkur. Nú er sætið hans autt og söknuðurinn er sár, en sorgin er að byrja að breytast í minningar, og þær eru allar góðar. Nemendur 10. bekkjar Stórutjarnaskóla. EGILL FANNAR GRÉTARSSON Móðir mín og amma okkar, HELGA RÖGNVALDSDÓTTIR, Syðri Hofdölum, sem lést laugardaginn 11. desember, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 18. desember kl. 11.00. Rannveig Jóna Traustadóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Trausti Kristjánsson og fjölskyldur. Bróðir okkar, HREIÐAR ÞORSTEINN GUNNARSSON, Sólheimum, Grímsnesi, sem lést þriðjudaginn 7. desember, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju föstudaginn 17. desember kl. 14.00. Systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.