Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar Már Guðmundsson „Skemmtilestur“ „Bráðskemmtileg og fjörug bók.“ Þorsteinn Már, kistan.is „Konan mín hélt að ég væri að verða eitthvað skrítinn. Ég hló svo mikið.“ Gunnar Þórðarsson, tónlistarmaður „Mikið vor og glettni í þessari bók ... Einar Már beitir hér kunnuglegum aðferðum, blandar saman minnum há- og lágmenningar ... skemmtilestur.“ Gauti Kristmannsson, RÚV „Skáldið er í ham ... Bítlaávarpið er skemmtileg saga, stráksleg og gosaleg í sprúðlandi stílnum.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV 8. sæti Skáldverk Félagsvísindastofnun 30. nóv. – 6. des. 2. prentun uppseld 1. prentun uppseld 3. prentun komin í verslanir Sendiráði Íslands í Japanverður falið að koma stað-festingu um dvalarleyfið íhendur Bobby Fischers auk þess að aðstoða hann við að komast hingað ef hann óskar eftir því að því er fram kemur í til- kynningu frá utanríkisráðuneyt- inu. Fishcer hefur nú setið í inn- flytjendabúðum í Japan síðan 13. júlí sl. en hann var eftirlýstur af Bandaríkjamönnum fyrir að virða að vettugi alþjóðlegar refsiaðgerð- ir gegn Júgóslavíu þegar hann tefldi þar árið 1992. Davíð Oddssyni utanríkis- ráðherra barst umsókn um dval- arleyfi frá Fischer, send 26. nóv- ember sl., og sendi hann um- sóknina til Útlendingastofnunar til meðferðar. „Útlendingastofnun tók þá ákvörðun, í samráði við dómsmálaráðherra og utanríkis- ráðherra, að veita honum dvalar- leyfi, en ekki er skilgreint hvers konar dvalarleyfi þar er um að ræða,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar. Hann segir að ákveðið verði ef og þegar Fischer komi hingað til lands hvort hann fái hefðbundið dvalarleyfi eða hugsanlega dval- arleyfi af mannúðarástæðum, ekki hafi verið tekin afstaða til þess eins og mál standa. Georg staðfestir að í gildi séu samningar við Bandaríkin um framsal sakamanna og kæmi Fischer hingað til lands væru ís- lensk stjórnvöld skuldbundin til þess að framselja hann fari banda- rísk stjórnvöld fram á að það verði gert. Ekki er ljóst hvaða áhrif dval- arleyfi hér á landi hefur á rétt- arhöld yfir Fischer í Japan en samkvæmt upplýsingum frá jap- anska sendiráðinu hér á landi er það komið undir dómstólum í Tók- ýó hvort Fischer fær að yfirgefa Japan og koma hingað til lands. Eftir að Fischer var handtekinn í Japan hafa lögfræðingar hans bar- ist gegn því fyrir dómstólum að honum verði vísað úr landi, en Fischer er eftirlýstur í Bandaríkj- unum. „Mér finnst þetta stórkostlegar fréttir og ég er reglulega stolt af því að vera Íslendingur í dag,“ segir Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, forseti Skáksambands Íslands. „Mér finnst þetta mjög mikið hugrekki og sönn ákvörðun sem er mannúðleg á allan hátt og kemur vini okkar til hjálpar sem þarf á hjálp að halda hvers eini glæpur var að hafa teflt skák fyrir 12 árum.“ Guðfríður Lilja segir að stuðn- ingshópur Bobby Fischers hafi unnið ötullega að málum hans frá því hópurinn afhenti mótmæli til George W. Bush Bandaríkja- forseta í bandaríska sendiráðinu stuttu eftir handtöku Fischers í Japan 13. júlí sl. „Það hefur verið hér ákveðinn stuðningshópur Bobby Fischers þar sem fólk, sem kemur úr öllum áttum, mjög ólík- ar manneskjur, sameinast um að þeim finnist þetta rangt. Okkur finnst rangt að þessi þjóðhetja og hetja Vesturlandanna á sínum tíma þurfi að gjalda fyrir að hafa orðið við 20 ára bón um að tefla aftur [við Borís Spasskí], sem hann gerði fyrir 12 árum.“ Í hópnum eru meðal annarra Helgi Ólafsson, Hrafn Jökulsson og Guðfríður Lilja úr stjórn Skák- sambands Íslands, auk tveggja fyrrverandi formanna Skák- sambands Íslands; Guðmundar G. Þórarinssonar og Einars S. Ein- arssonar. Þar er líka Sæmundur Pálsson – Sæmi Rokk – vinur Fischers, Ingvar Ásmundsson, Magnús Skúlason og Garðar Sverrisson, auk fjölda annarra sem komið hafa að málinu. Áframhaldandi þrýstingur Hópurinn mun nú halda áfram að þrýsta á japönsk og bandarísk stjórnvöld að láta Fischer lausan og leyfa honum að koma hingað til lands. „Þetta er langmikilvægasta skrefið því við erum fyrsta þjóðin sem veltir þessum bolta af stað og af því getum við verið mjög stolt. Eins og ég lít á þetta er þetta spurning um hvað er rétt og hvað er rangt og hvað er hægt að láta fólk dúsa í fangelsi fyrir.“ Guðfríður Lilja segir vissulega rétt að Fischer hafi oft gefið frá sér mjög stóryrtar yfirlýsingar um Bandaríkin, gyðinga, kommúnisma og hitt og þetta. „Að mínu mati setur það hann í hóp einna mest framúrskarandi snillinga Banda- ríkjanna því þeir eiga margir sam- merkt að ögra yfirvöldum hvar og hvenær sem þeir geta og það ger- ir Bobby Fischer. Ég efast ekki um að hann muni gera það á Ís- landi eins og hvar sem er annars staðar, við erum ekki að bjóða honum hingað heim vegna þess að við teljum að hann eigi eftir að sitja hér prúður og góður og breytast í einhvern annan per- sónuleika en hann er. Hins vegar erum við að segja að hann sem manneskja eigi rétt á því að vera frjáls maður.“ Íslensk stjórnvöld verða við beiðni Bobby Fischers um að veita honum dvalarleyfi hér á landi Veltur á japönsk- um og bandarísk- um yfirvöldum Reuters Bobby Fischer sest að tafli við Spasskí í einvíginu umdeilda í Júgóslavíu árið 1992 eftir fjölda áskorana í 20 ár um að endurtaka leikinn frá því í einvíginu sögufræga í Reykjavík árið 1972 þar sem hann lagði Spasskí að velli. Davíð Oddsson Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verða við beiðni Bobby Fischers, fyrrverandi heims- meistara í skák, um dvalarleyfi hér á landi og er það nú undir japönskum stjórnvöldum kom- ið hvort hann fær að koma hingað til lands og undir bandarískum stjórnvöldum hvort þau krefjast framsals hans ef hann kemur hingað. „ÞETTA eru mikil gleðitíð- indi,“ segir Helgi Ólafsson, stór- meistari í skák, en hann hefur ásamt fleirum unnið að því að Bobby Fischer fái að koma hing- að til lands frá því hann var hand- tekinn í Japan í sumar. „Mér finnst að það sé sómi af þessari gjörð allri hjá utanríkis- ráðherra og öllum þeim sem hafa farið með þetta mál,“ segir Helgi. „Það er ákveðinn sjarmi yfir hans persónu að því leytinu til að hann lætur ekkert sinn hlut, hann fylgir bara sinni sannfæringu, það er allt- af eitthvað sem hægt er að virða.“ Helgi segir að um mikilvægan áfangasigur sé að ræða. „Við vitum í raun og veru ekki ennþá hvað hangir á spýtunni, en ég hef trú á því að þetta leysist mjög farsæl- lega, þetta er fyrst og fremst alveg rosalegur áfangasigur, mikil gleði- tíðindi. Það má segja að við séum með þessu að gefa stórum aðilum í skákheiminum langt nef, til dæmis FIDE og Rússum sem hafa ekkert gert og eru bara að hugsa um sinn hag.“ Sjarmi yfir per- sónu Fischers „ÞETTA er stór sigur, og fyrsta skákin unnin í þessum bardaga. Þetta er ekki komið í höfn enn, en ég tek ofan hatt minn fyrir stjórnvöldum, og sér í lagi Davíð Oddssyni, fyrir að þora og vera maður að meiru og standa upp- réttur,“ segir Sæmundur Pálsson, einnig þekktur undir nafninu Sæmi rokk, en hann var nokkurskonar öryggisvörður Bobby Fischers þeg- ar hann tefldi heimsmeistara- einvígið við Borís Spasskyí hér á landi árið 1972. „Þetta er einstaklega ánægjulegt fyrir okkur í þessum hóp sem hefur staðið í þessu ströggli, og mig per- sónulega sem hef verið í reglulegu sambandi við hann undanfarna mánuði,“ segir Sæmundur. Spurður um framhald málsins hjá þessum gamla vini sínum segir hann að það verði að ráðast. „Fischer er nátt- úrulega búinn að hafa góð orð um það að hann vilji koma til Íslands og allt það, ef hann fengi. En hann get- ur þá allavega notað þetta í mála- ferlunum sem hann stendur í núna.“ „Fyrsta skákin unnin“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.