Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 19 ERLENT Mikið úrval af fallegum sófum til afgreiðslu fyrir jól Ný sending af gjafavöru Opið til kl. 22 alla daga til jóla Laugavegi 95 – Sími 552 1844 www.seatingconcept. is Opið t i l k l . 22 al la daga t i l jó la HAMAS og Íslamska jíhad, rót- tækar hreyfingar Palestínumanna, ítrekuðu í gær andstöðu sína við að horfið yrði frá hinni vopnuðu uppreisn, intifata, gegn hernámi Ísraela. Daginn áður hafði leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, hvatt samtök þessi til að leggja niður vopn og beita í þeirra stað friðsamlegu andófi. Talsmaður Hamas sagði yfirlýs- ingu Mahmuds Abbas, leiðtoga PLO, í ósamræmi við vilja palestínsku þjóðarinnar sem teldi andspyrnu lögmæta í ljósi hernáms Ísraela. „Vandinn er ekki fólginn í and- spyrnunni, hann er tilkominn sök- um hernámsins,“ sagði talsmaður- inn, Sami Abu Zuhri. Einn helsti leiðtogi Íslamska jíhad í Gaza- borg, Mohamm- ed Al-Hindi, lýsti yfir því að Palestínumenn þyrftu „vopn í baráttu sinni gegn hernámi Ísraela“. „Órökrétt er að við séum drepin án þess að við getum gripið til lögmætrar sjálfs- varnar,“ bætti hann við. Mahmud Abbas, sem trúlega verður næsti forseti Palestínu- manna, lýsti yfir því í viðtali sem birtist á þriðjudag að hin vopnaða uppreisn gegn hernámi Ísraela, intifatan, hefði verið mistök og henni bæri að hætta. Beita bæri á hin bóginn lögmætu og friðsam- legu andófi. Intifatan hófst í sept- embermánuði árið 2000 og hefur kostað mikið blóðbað í Ísrael og Palestínu. „Það skaðar okkur að beita vopnum og því verður að linna,“ sagði Abbas m.a. í áður- nefndu viðtali. Hann vísaði til fyrstu uppreisnar Palestínumanna á árunum 1987 til 1993 en þá var vopnum lítt beitt. Fullvíst þykir að Abbas fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Palestínu 9. næsta mánaðar. Hamas og Jíhad hundsa ákall Abbas Segja vopnaða uppreisn réttmæt viðbrögð við hernámi Gazaborg. AFP. Mahmud Abbas EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær ályktun þar sem leiðtogar aðildar- ríkja Evrópusambandsins (ESB) eru hvattir til að ákveða á fundi sín- um í Brussel í dag og á morgun að hefja viðræður við Tyrki um aðild þeirra að sambandinu. Ályktunin, sem er ekki bindandi, var samþykkt með 407 atkvæðum gegn 262. Þing- menn halda hér á spjöldum með áletruninni „Já“ á nokkrum tungu- málum við atkvæðagreiðsluna. Reuters ESB hvatt til viðræðna við Tyrki JACK Straw, utanríkisráðherra Bretlands, til- kynnti í gær að nítján sendiráðum Bretlands eða ræðismannsskrifstofum á erlendri grundu yrði lokað í sparnaðarskyni. Breytingarnar eiga að hafa gengið um garð í lok ársins 2006. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu kom fram að á árlegum grunni myndu þessar aðgerðir spara sex milljónir punda, tæpar 740 milljónir króna, og verður þeim peningum framvegis varið til annarra þátta í utanríkisþjónustunni, s.s. baráttunnar gegn hryðjuverkum, útbreiðslu kjarnorkuvopna og til orku- og loftslagsmála. Á undanförnum árum hefur Bretland opnað stór ný sendiráð eða ræðismannsskrifstofur í Bagdad og Basra í Írak, Kabúl í Afganistan og Pyongyang í Norður-Kóreu. Engar breytingar á starfsemi sendiráðsins í Reykjavík Áætlanirnar nú gera ráð fyrir að þremur sendi- ráðum í Afríkuríkjum verði lokað, í Lesotho, Swazilandi og Madagaskar. Á Kyrrahafssvæðinu verður sendiráðunum í Vanuatu lokað, sömuleiðis í Tonga, Austur-Tímor og Kiribati. Ennfremur á að loka sendiráði Bretlands í Asuncion í Paragvæ og Nassau á Bahama-eyjum. Alls verður tíu ræðismanns- og viðskiptaskrif- stofum lokað, m.a. í nokkrum borga Bandaríkj- anna og Evrópu. Þá er stefnt að því að fækka nokkuð í starfsliði ræðismannsskrifstofa víðs veg- ar í heiminum. Í tilkynningu sem barst frá breska sendiráðinu í Reykjavík í gær segir að engar breytingar séu ráðgerðar á starfsemi þess. Bretar loka níu sendiráðum London. AFP.  Meira á mbl.is/itarefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.