Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 43
MINNINGAR
efni hinum megin. Ég vil votta þér,
elsku Ásta, sonum ykkar og allri fjöl-
skyldunni innilega samúð mína, og
vona að þið finnið styrk til að takast á
við sorgina og missinn.
Trausti Þór.
Ragnar Björnsson er dáinn. Eftir
sitjum við er elskuðum hann slegin
harmi. Guðs mildi er að sú atburða-
rás er leiddi til dauða hans er fátíð
hér í okkar litla landi. Kringumstæð-
ur þessar valda þó því að erfitt er að
sefa þá miklu sorg sem fráfall svo
góðs manns vekur með okkur. Það er
okkur þó mikil huggun í því að meiru
skipti hvernig við lifum lífi okkar en
hvernig við deyjum. Og Ragnar
kunni að lifa lífinu. Persónutöfrar og
léttleiki einkenndi hann og allt hans
lífsviðmót. Allir er hann þekktu nutu
nærveru hans og þeirra töfra er hann
framkallaði á góðra vina fundum. Öt-
ull var hann í leik og starfi, og féll
honum aldrei verk úr hendi. Hann
var mikill vinur vina sinna og góður
heim að sækja. Þú komst aldrei að
tómum kofunum í hans húsum. Tón-
listin var aldrei langt undan, enda
átti hann ekki langt að sækja það, og
var hann duglegur söngmaður þegar
hann fékk tækifæri til. Ferðalög og
samverustundir með Ástu og sonum
þeirra þremur áttu hug hans allan.
Hann var mikill tækjamaður og eru
þær margar minningarnar tengdar
ferðum með fjölskyldunni þar sem
hin ýmsu tæki með ómældum hest-
öflum fengu að fljóta með. Á seinni
árum voru það svo önnur hestöfl sem
unnu hug hans er hann tók að sinna
hestamennsku af miklum krafti.
Já, Ragnar naut þess svo sannar-
lega að lifa. Erfitt er að hugsa sér
fjölskyldufundi án hans í framtíðinni,
því hann setti svo sannarlega mark
sitt á allt okkar fjölskyldulíf. Þó er
það öllum okkar huggun harmi gegn
hve mikið af honum lifir í sonum
hans. Nærvera hans mun því aldrei
verða máð úr huga okkar þar sem
hún er svo sterk í fari þeirra allra, þó
að ólíkir séu þeir að eðlisfari.
Hugur okkar allra er heima á Efri-
Reykjum þar sem Ragnar og Ásta
bjuggu sér fallegt og ástríkt heimili
með sonum sínum, Jónda, Binga og
Jóhanni Óskari, að ógleymdum son-
ardótturinni Ástu Margréti og Lottu,
unnustu Binga. Viljum við einnig
votta föður hans og systkinum ein-
læga samúð vegna fráfalls ástkærs
sonar og bróður.
Jón Vigfús (Jovvi), Svan-
fríður (Linda), Bjarni Ásgeir
og Guðrún Saga.
Orð fá ekki lýst þeim tilfinningum
sem bærast í brjóstum okkar. Mesti
friðarsinni og gleðigjafi sem hægt er
að hugsa sér er hrifsaður frá okkur á
einu andartaki á svo hörmulegan
hátt. Reiði blossar upp í hjartanu,
mikil reiði, óstjórnleg reiði. Síðan
nístandi sársauki sem gnístir í gegn-
um merg og bein.
Elsku hjartans Raggi frændi.
Það hlaut að vera að þú værir að
forða öðrum frá óþægindum og verða
sjálfur fórnarlamb. Þar er þér best
lýst.
Með djúpri virðingu og þökk fyrir
allt frá barnæsku fram á daginn í dag
kveðjum við þig með trega og sökn-
uði og trúum því að aðrir fái að njóta
höfðingsskapar þíns á öðru tilveru-
stigi.
Elsku Ásta, Jón Davíð, Björn Ingi,
Jóhann Óskar, Bjössi föðurbróðir og
aðrir fjölskyldumeðlimir. Megi al-
góður guð styrkja ykkur og leiða.
Matthildur Guðmundsdóttir,
Elín Birna Guðmundsdóttir
(Lóló og Birna).
Kveðja frá björgunarsveitinni
Kyndli í Mosfellsbæ og Slysa-
varnadeild Lágafellssóknar
Fallinn er frá einn af félögum
Kyndils, langt fyrir aldur fram.
Ragnar var félagi í björgunarsveit-
inni Kyndli í Mosfellsbæ og formað-
ur Slysavarnadeildar Lágafellssókn-
ar um árabil og var ásamt öðrum
drifkrafturinn í því að unglingadeild
björgunarsveitarinnar komst á fót og
nýtur sveitin enn góðs af því mikla
starfi sem Ragnar sinnti fyrir hana.
Ragnar var ákveðinn og fylginn
sér í starfi og mikill hugsjónamaður
hvort sem um var að ræða slysa-
varnamál eða björgunastörf og ef á
þurfti að halda var hann til staðar.
Hvort sem það þurfti að hita súpu og
fara svo með hana akandi á snjóbíl í
nokkra klukkutíma inn að Hlöðufelli,
til að mannskapur sem þar var á æf-
ingu fengi eitthvað heitt eftir daginn,
eða að vera fremstur í flokki í útköll-
um eða fjáröflunum, það skipti ekki
öllu máli, öllu þurfti að sinna. Og nú
vantar einn í hópinn.
Það skarð sem myndast hefur við
fráfall Ragnars er vandfyllt og vilja
félagar í Kyndli og slysavarnadeild-
inni þakka óeigingjarnt og fórnfúst
starf og við sendum fjölskyldu Ragn-
ars og ástvinum öllum innilegar sam-
úðarkveðjur á erfiðri stundu.
Ingvar Þór Stefánsson,
formaður Kyndils.
Við kveðjum nú góðan félaga og
fyrrverandi starfsmann SVFÍ.
Ragnar var ötull slysavarna- og
björgunarmaður og bar oftast af öðr-
um í því sem hann tók sér fyrir hend-
ur, slíkur var krafturinn og viljinn í
honum til að gera hlutina hratt og
vel.
Hann vann hjá SVFÍ í eitt ár sem
félagsmálafulltrúi og hafði víðtækt
hlutverk og var í því duglegur og ein-
lægur eins og alls staðar annars stað-
ar.
Ragnar var einatt mættur á þing
og fundi félagsins og sat einnig í
varastjórn félagsins 1986–1996, hann
lét að sér kveða og fylgdist vel með
og sagði sínar skoðanir hispurslaust
en jafnan á skemmtilegan hátt.
Ég gleymi aldrei þeim stundum
sem við áttum saman, sérstaklega á
ferðalögum þegar hann lét sig ekki
muna um að matreiða aftan úr snjó-
bíl, í stóran hóp manna, í miðri jök-
ulbrekku, buff með spæleggi og kart-
öflumús, þannig var Ragnar og
þannig er honum best lýst, og hans
verður lengi sárt saknað af mörgum
okkar félögum.
Við vottum fjölskyldu hans og vin-
um okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. F.h. Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar,
Kristbjörn Óli Guðmundsson
framkvæmdastjóri.
Við hörmulegt og ótímabært frá-
fall Ragnars Björnssonar rifjast upp
fyrir mér minningar frá þeim tíma,
er við áttum samleið á vettvangi
Slysavarnafélags Íslands, einkum á
níunda áratug nýliðinnar aldar. Í
huga minn kemur mynd af glaðbeitt-
um, röskum manni, sem ætíð bar
með sér ferskleika og var öðrum
hvatning til dáða. Á þessum tíma var
hann forystumaður samtakanna í
Mosfellsbæ, þ.e. í björgunarsveitinni
Kyndli og slysavarnadeild Lágafells-
sóknar. Lagði hann sig mjög fram
um að efla hvorn tveggja þáttinn,
annars vegar björgunarstarfið og
hins vegar almennt félagsstarf, sem
einkum fólst í forvörnum. Meðal ann-
ars átti hann stóran þátt í að koma á
fót unglingastarfi á vegum félagsins í
byggðarlagi sínu. Er óhætt að full-
yrða að mikil sókn var í slysavarna-
og björgunarstarfi í Mosfellsbæ á
þessum tíma.
Ragnar tók einnig virkan þátt í
starfi heildarsamtakanna, var tíður
gestur í höfuðstöðvum Slysavarna-
félagsins og lét mjög að sér kveða á
fundum þess. Um hríð sat hann í
varastjórn félagsins. Hann bjó yfir
miklum skipulagshæfileikum og naut
félagið þess, meðal annars við und-
irbúning stærri funda og þinga. Það
var engin lognmolla þar sem Ragnar
fór og var honum einkar lagið að
hleypa fjöri í umræður. Með ríku-
legri kímnigáfu sinni tókst honum og
iðulega að fá fólk til að sjá skoplegar
hliðar mála og stuðla þar með að
léttu andrúmslofti.
Umfram allt minnist ég Ragnars
sem góðs vinar, sem gott var að eiga
að. Það breyttist ekki þótt samfundir
yrðu ekki eins tíðir og fyrr. Ragnar
var ákaflega hlýr maður, ávallt
reiðubúinn til hjálpar og úrræðagóð-
ur. Hann eignaðist líka marga vini
um allt land í röðum slysavarnafólks,
sem sakna hans nú mjög. Sárastur er
þó harmur fjölskyldu hans, en það
gat engum dulist, sem honum kynnt-
ist, hve mikill fjölskyldumaður hann
var. Um leið og ég lýk þessum fátæk-
legu kveðjuorðum sendi ég Ástu eig-
inkonu hans, sem ætíð stóð sem
klettur honum við hlið, og allri fjöl-
skyldunni innilegar samúðarkveðjur.
Haraldur Henrysson.
Á síðustu áratugum nýliðinnar
aldar gekk ég til liðs við Slysavarna-
félag Íslands. Hlutskipti mitt var
seta í stjórn Ingólfs, slysavarnadeild-
arinnar í Reykjavík og síðan í stjórn
Slysavarnafélagsins. Að beinum
björgunarmálum kom ég ekki, enda
tæpast verið til þess tækur. Slysa-
varnastarfið spannar geysivítt svið
og snertir í raun alla þætti mannlegs
samfélags. Það er mjög gefandi og
skilur eftir tilfinningar sem erfitt er
að lýsa. Margs er að minnast frá
þessum árum og vil ég þá sérstak-
lega nefna kynni mín af fólki um allt
land sem vígst hafði slysavarnahug-
sjóninni og var tilbúið, jafn á nóttu
sem degi, til þess að sinna björgunar-
og mannúðarmálum. Í þeim hópi var
Ragnar Björnsson. Hann var í for-
ystusveit slysavarnamanna í Mos-
fellssveit og á landsvísu. Það duldist
engum sem kynntust Ragnari að
hann hafði alla þá eðlisþætti til að
bera sem gerðu hann ósjálfrátt að
frábærum foringja og björgunar-
manni. Hann var fæddur bjartsýnis-
maður, góðviljaður, hjálpsamur og
úrræðagóður. Það stafaði frá honum
manngæska í bland við glettni og
græskulaust gaman. Honum var
hægt að treysta. Hann var fæddur
boðberi þess sem hann tók tryggð
við. Það kom af sjálfu sér að ég hlut-
aðist til um að hann væri valinn til
þess að reka erindi félagsins vítt og
breitt um landið. Halda uppi lifandi
sambandi við félagsfólkið, styrkja
þessa mikilvægu björgunartaug sem
hann mat svo mikils og var tilbúinn
að fórna svo miklu fyrir. Þótt Ragnar
hefði því miður ekki aðstöðu til þess
að ílendast í því starfi er ljóst að hann
styrkti félagsheildina stórlega með-
an það varði.
Góður drengur er genginn langt
um aldur fram. Frá minningu hans
stafar heiðrík birta. Megi sem flestir
sem að slysavarnastarfinu koma
vera gæddir sömu eiginleikum og
Ragnar Björnsson, þá mun það halda
áfram að lyfta grettistökum. Ég er
þess fullviss að slysavarnafólk um
allt land hugsar til Ragnars og fjöl-
skyldu hans á þessum döpru dögum,
vottar henni samúð sína og biður
henni allrar blessunar.
Örlygur Hálfdánarson.
Með trega kveðjum við, starfs-
menn Bræðranna Ormsson, sam-
starfsmann okkar og góðan félaga
síðastliðin 9–10 ár, Ragnar Björns-
son. Fyrir liðna helgi kom hann úr
sínu síðasta sumarfríi og jafnframt
því lengsta. Hann leit inn hjá okkur í
Lágmúlanum og tjáði okkur á sinn
gáskafulla hátt að hann hlakkaði til
að hefja störf að nýju á mánudag. En
óvænt var gripið inn í svo úr því varð
ekki.
Eftir öll þau ár sem liðin eru frá
því við hófum samstarf hrannast upp
minningar um góðan dreng. Það
væri ósatt að halda því fram að við
yrðum ekki að takast á í orðum um
einstaka hluti, en eftir stendur
drengskapur manns sem geymdi hjá
sér jákvæðu hlutina en gleymdi hin-
um. Bónbetri mann var erfitt að
finna. Allt var framkvæmt með bros
á vör. Fyrir þetta þakka ég.
Nú á kveðjustundu hugsum við öll
til Ragnars og þeirra válegu atburða
er leiddu til ótímabærs fráfalls hans.
Eiginkonu hans, börnum og öllum
öðrum þeim er eftir standa hnípnir í
sorg sinni votta ég innilega samúð og
bið Guðs blessunar.
Karl Eiríksson.
Lífsins vegir eru oft illskiljanlegir
en aldrei sem nú, er mér bárust
fregnir af sviplegu andláti þínu. Af
hverju? Raunveruleikinn virðist
víðsfjarri, allt er svo fjarrænt, þegar
ég sest niður til að rita um þig minn-
ingarorð. Andstæðurnar eru algerar.
Svartasta skammdegið grúfir yfir
okkur þegar þú, sem alltaf varst svo
glaður og hress, ert hrifinn burt svo
skyndilega. Þú sem alltaf vildir rétta
hjálparhönd til handa fjölskyldu
þinni, vinum, samstarfsmönnum og
jafnvel ókunnugum sem sannaðist er
ævi þinni lauk.
Leiðir okkar lágu fyrst saman er
við hófum nám í framreiðslu á Hótel
Loftleiðum fyrir rúmum 30 árum. Á
þessum árum vorum við ungir og
vissum varla hvað beið okkar. Að
námi loknu störfuðum við sem fram-
reiðslumenn á sama stað ásamt fé-
lögum okkar sem höfðu verið með
okkur í náminu. Það sem beið okkar
var farsælt samstarf til næstum 20
ára.
Á veitingahúsum í þá daga voru
oftast langar vaktir og jafnvel marg-
ir erfiðir vinnudagar í röð. Reyndi þá
oft mikið á einstaklingana sem störf-
uðu saman sem heild til að gera vel
við gestina og sjá til þess að allt væri
til fyrirmyndar. Að hafa þig sér við
hlið var traustvekjandi og áttir þú
ávallt auðvelt með að létta sam-
starfsmönnum þínum störfin með
lífsgleði þinni og léttri lund. Fag-
mennska þín var þó ætíð í fyrirrúmi,
ávallt varst þú boðinn og búinn og
gast breytt erfiðustu kringumstæð-
um í andhverfu sína með sérstakri
lagni og var eins og þú krefðist þess
af sjálfum þér að gestum þínum liði
vel. Eftir margra ára samstarf á
sama vinnustað fannst okkur kominn
tími til að breyta um starfsvettvang
og ákváðum við því að stofnsetja okk-
ar eigin veitingastað sem skyldi stað-
settur í heimabæ þínum, Mosfellsbæ.
Veitingastaðurinn gekk sem skyldi
og var vel tekið af bæjarbúum og
öðrum sem hann sóttu. Þó kom sá
tími að okkur varð ljóst að fyrirtækið
gæti illa framfleytt okkur báðum og
fjölskyldum og skildi því leiðir, tíma-
bundið. Sá starfs- og samverutími
sem við áttum saman um ævina er
mér dýrmætur. Í allri umgengni við
þig mátti mjög vel finna fyrir um-
hyggju þinni og ástúð á fjölskyldunni
og þeim sem stóðu þér næst.
Í seinni tíð starfaðir þú hjá fyr-
irtæki hér í borg sem tengiliður við
veitingahúsin og er ég þess fullviss
að reynsla þín og fagmennska hefur
notið sín þar til fullnustu. Þótt leiðir
okkar lægju ekki saman síðustu árin
hittumst við reglulega, hvort sem var
á förnum vegi eða í Skorradalnum.
Fyrir ekki svo löngu hittumst við og
með þér var yngsti sonur ykkar
Ástu. Ekki þá, frekar en áður, leyndi
sér stolt þitt yfir drengjunum ykkar.
Okkur gafst tími til að rifja upp
gamlar og góðar stundir sem við
höfðum átt saman. Ákváðum við því
að hittast fljótlega og rifja enn frekar
upp gamla tíma. Mér detta nú í hug
þín fleygu orð: „Maður á ekki að
halda neitt í lífinu, maður verður að
vita“ og veit ég nú að þessi upprifjun
okkar verður að bíða.
Raggi minn, fyrir þann tíma sem
við áttum saman þakka ég þér og
minningin um góðan dreng mun lifa
með mér um ókomna tíð.
Elsku Ásta, Jón Davíð, Björn Ingi
og Jóhann Óskar. Ég og Björg,
Fanný Svava og Henný Sif vottum
ykkur, sem og öllum aðstandendum,
okkar dýpstu samúð. Megi guð og
hans englar vaka yfir ykkur, fylgja
ykkur og styrkja um ókomna fram-
tíð.
Bjarni Vilhjálmsson.
Eitt er það sem allir geta gengið út
frá sem vísu að enginn sleppur lif-
andi frá lífinu, einungis er það spurn-
ingin hve lengi okkur er ætlað að
dvelja við.
Ótímabært burtkall er alltaf erfitt,
en nú þegar Ragnar er kallaður burt,
kemur einungis í hugann spurningin,
hvers vegna svo margir þurfa að
sætta sig við það að geta ekki notið
Ragnars lengur, þegar ég segi njóta
lengur, er full ástæða fyrir slíku, því
ekki þarf að orðlengja að lipur, spor-
léttur, ljúfur, þægilegur og ástfólg-
inn maður hefur verið kallaður frá
okkur til þess að „þjóna“ á öðru til-
verustigi.
Ragnar lærði til þjóns og voru mín
fyrstu kynni af honum í því starfi,
þar sýndi hann svo um munaði að
hann var með ríkustu þjónslund sem
ég hef kynnst, þjónslund hans varði
allt hans líf og er hægt að segja að
bónbetri maður geti vart verið til.
Það væri hægt að sitja við og skrifa
langar greinar og skemmtilegar um
Ragnar en ég held að hver sá sem
kynntist honum geymi með sér sínar
stundir í glaðværð sem og í sorg.
Ég á eftir að sakna þess að heyra
ekki kallið frá honum af stéttinni
heima „ þú stoppar í réttinni, ég kem
að vörmu spori með hressingu“. Við
hestamenn í Reykjavík og Mos-
fellsbæ kveðjum Ragnar með sökn-
uði og eftirsjá, góður drengur hefur
gengið allt of snemma.
Ásta og fjölskylda, missirinn er
mikill en minningarnar eru svo góðar
að þær eru vissulega huggun harmi
gegn. Okkar innilega samúð, en við
munum ganga reist mót hækkandi
sól og munum hittast í réttinni og
minnast góðs vinar.
Haraldur Haraldsson.
Kæri Raggi.
Þú varst svo frábær vinur okkar
allra.
Þegar við heyrðum að þú værir
látinn fannst okkur sem við værum í
draumi. Draumi sem við vöknuðum
aldrei upp af. Vegna þess að við gát-
um ekki trúað því að Guð gæti tekið
þig svona alltof snemma frá okkur
öllum. Og að hann gæti tekið svona
góðan og frábæran mann sem var
svo góður við allt og alla.
Þegar við sögðum henni Ósk litlu
að þú værir látinn sagði hún: „Ertu
að tala um hann Ragga vin minn?“
Sem sýnir svo sannarlega að þú varst
vinur allra.
Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið
um það,
en vissulega hefði það komið sér betur,
að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að.
Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur.
Og nú var um seinan að sýna þér allt
það traust,
sem samferðafólki þínu hingað til láðist
að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust
að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist.
(Tómas Guðmundsson.)
Selma, Viðar, Leó og Ósk
Hauksbörn.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Ragnari Björnssyni fyrir
nokkrum árum. Við kynntumst í
gegnum hestamennskuna og ekki
leyndi það sér að Ragga leið vel í ná-
lægð við hross sín og allt sem þeim
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
STEFANÍA JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Mýrarbraut 6,
Blönduósi,
verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugar-
daginn 18. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélag Austur-Húnvetninga.
Þorsteinn Fr. Sigurgeirsson,
Tryggvi Ingvar Ólafsson, Ragnhildur Rún Elíasdóttir,
Guðmundur Frímann Þorsteinsson, Þórhalla Bóasdóttir,
Torfhildur Guðrún Þorsteinsdóttir, Hlynur Óli Kristjánsson,
Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir, Kristján Örn Kristjánsson,
Sigurgeir Orri Þorsteinsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Jóhanna Þorsteinsdóttir, Hermann Kr. Bragason,
barnabörn og barnabarnabörn.