Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES AUSTURLAND Reykjanesbær | Samkaup veittu nýlega þremur aðilum á Suðurnesjum styrki. Voru þeir afhentir við athöfn í Duushúsum enda var Listasafn Reykjanesbæjar meðal viðtakenda. Listasafnið fékk 500 þúsund kr. styrk með þeim orðum að það hefði unnið ómetanlegt starf við upp- byggingu menningarlífs. Fjármunirnir eru að- allega notaðir til útgáfumála. Athvarf fyrir geð- sjúka fékk sömu fjárhæð, 500 þúsund krónur. Verður þeim varið til að kaupa innbú í aðstöðuna. Þá fengu KFUM og K 200 þúsund kr. styrk og verða peningarnir notaðir í hús samtakanna.    Samkaup styrkja Listasafn, athvarf geðsjúkra og KFUM Jólastrengir | Jólatónleikar Strengjasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, gítarsamspils- hópa og fiðlukammersveitar skólans verða í Ytri- Njarðvíkurkirkju næstkomandi föstudag og hefj- ast klukkan 19.30. Stjórnendur og kennarar eru Aleksandra Pitak, Dagmar Kunákóva, Unnur Pálsdóttir og Þorvaldur Már Guðmundsson. Í hléi býður foreldrafélag strengjasveitarinnar upp á kaffi og smákökur á vægu verði. Ágóðinn rennur í ferðasjóð strengjasveitarinnar. Njarðvík | „Þetta er besta af- mælisgjöf sem hægt er að óska sér,“ segir Kristbjörn Alberts- son, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur. Hann tók í fyrra- dag við lyklavöldum að nýrri félagsaðstöðu UMFN í við- byggingu Íþróttamiðstöðv- arinnar í Njarðvík úr hendi Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Við sama tækifæri var minnst sextíu ára afmælis félagsins. Unnið hefur verið að um- fangsmiklum endurbótum á Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík á síðustu árum. Eignarhalds- félagið Fasteign hf. tók við verkinu þegar það yfirtók skóla- og íþróttamannvirki Reykjanesbæjar og er fram- kvæmdum nú lokið. Húsið hef- ur verið tekið í gegn jafnt að utan sem innan. Þá var inn- réttuð 470 fermetra fé- lagsaðstaða fyrir UMFN. Þar er meðal annars fjölnota veislusalur með eldhúsi, salur til móttöku íþróttahópa og skrifstofur og fundaraðstaða fyrir félagið og deildir þess. „Félagsstarfið gjörbreytist við það að deildirnar fá aðstöðu á sama stað. Samstarf þeirra og upplýsingaflæði á milli batnar. Þá munu tengslin við félagsmenn aukast. Við von- umst til að fólk komi hingað upp, við það kemst það í betra samband við félagið og þá sem fyrir það vinna,“ segir Krist- björn Albertsson, formaður UMFN. Aðalstjórn félagsins hefur verið með aðstöðu í Stapa en félagsstarf deildanna að mestu farið fram á heim- ilum formanna og stjórn- armanna. Aðalstjórnin flytur starfsemi sína í félagsaðstöð- una ásamt körfuknattleiks- deild, sunddeild og líkams- ræktar- og lyftingadeildinni Massa. Knattspyrnudeildin verður áfram í sínu húsnæði. Félagsaðstaðan er notuð fyr- ir stuðningsmenn á heima- leikjum UMFN í körfunni enda er hægt að opna aðalsalinn út á áhorfendapallana og veit- ingar eru seldar í salnum. Einn salurinn hefur fengið nafnið Boginn til minningar um Boga Þorsteinsson sem nefndur hef- ur verið faðir körfuknattleiks- ins í Njarðvík. Þar er aðstaða til að fylgjast með leikjum og skoða upptökur af gömlum leikjum. „Ég sagði fyrir ellefu árum, þegar ég var kosinn formaður UMFN, að ég myndi hætta þegar félagsaðstaðan væri tilbúin. Þá stóð til að það yrði eftir eitt eða tvö ár. Ég hef síðan verið minntur á þetta. En núna þarf ég ekki að hætta, því aðstaðan er svo góð,“ segir Kristbjörn brosandi og bætir því við að þótt mikill tími fari í starfið sé það skemmtilegt og gefandi. UMFN var stofnað 10. apríl 1944. Aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins, eins og svo mörgum öðrum framfara- málum í Njarðvíkum, var Karvel Ögmundsson útgerð- armaður. Fram kom við at- höfnina í nýju félagsaðstöðunni að í upphafi hafi þar fyrst og fremst farið fram málfunda- starf en síðan hafi íþróttirnar smám saman tekið við, fyrst frjálsar íþróttir og síðan bolta- íþróttir. Félagið starfar í fjórum deildum og er starfið blómlegt, segir Kristbjörn. Afrek hins sigursæla körfuknattleiksliðs UMFN hafa löngum haldið nafni félagsins hátt á lofti. Einnig hefur verið mikið af- reksfólk í sundliði félagsins og starfsemin í knattspyrnudeild- inni verið öflug. Þessar þrjár deildir hafa fengið viðurkenn- ingu Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands sem fyrirmynd- arfélög vegna barna- og unglingastarfs. Það var ekki tilviljun að ákveðið var að opna fé- lagsaðstöðuna og minnast af- mælisins í fyrradag. Um kvöld- ið var á dagskrá bæjarslagur í körfunni, Njarðvíkingar fengu nágranna sína úr Keflavík í heimsókn. Keflvíkingum tókst að spilla nokkuð veislugleðinni í Ljónagryfjunni með því að sigra heimamenn. Félagsaðstaða í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík vígð á 60 ára afmæli UMFN Besta afmælis- gjöfin sem hægt er að óska sér Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tekið við lyklavöldunum Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, afhenti Kristbirni Albertssyni, formanni UMFN, lykla sem hann taldi að pössuðu að skrám nýju félagsaðstöðunnar. Keflavík | Nemendur Heiðarskóla í Keflavík hafa fengið góða gesti í heimsókn á aðventunni og gert ýmislegt skemmtilegt saman. Skólinn bauð nemendum og starfsfólki upp á hangikjöt og til- heyrandi. Síðar voru sungnir jólasöngvar undir stjórn Guðmundar Hermannssonar tón- menntakennara og tóku nemendur vel undir. Foreldrum og öðrum bæjarbúum var boðið að koma á bókasafn skólans og lesa fyrir yngri nem- endur. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbjörgu Róbertsdóttur deildarstjóra nýttu margir sér það tækifæri til að taka þátt í skólastarfinu um leið og vakin var athygli nemenda á nýútkomnum bókum og mikilvægi þess að æfa sig í lestri.    Sungið saman á aðventunni Barri vex | Á aðalfundi Barra hf., sem haldinn var 10. desember sl., var samþykkt að greiða 6% arð til hluthafa og er það annað árið í röð sem greiddur er út arður hjá Barra. Starfsemin gekk stóráfallalaust á árinu og jókst velta um 12%. Hagn- aður varð 6,1 milljón króna. Seldar voru um 1.900 þúsund plöntur. Gert ráð fyrir verulegri söluaukn- ingu á næsta ári og að afhentar verði úr stöðinni yfir 2,5 milljónir plantna. Í stjórn Barra hf. voru kjörnir Helgi Bragason, Björn Ármann Ólafsson, Skúli Björnsson, Helgi Gíslason og Hilmar Gunnlaugsson. Framkvæmdastjóri Barra er Rúnar Ísleifsson. Lukka | Útgerðarfélagið Lukka ehf. á Stöðvarfirði fékk á dögunum afhentan nýjan bát frá bátasmiðj- unni Trefjum í Hafnarfirði. Að út- gerðinni standa feðgarnir Ársæll Guðnason og Guðni Ársælsson. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Narfi SU 68 og er af gerðinni Cleopatra 38 sem leysir af hólmi eldri Cleopötru- bát. Báturinn er 15 brúttótonn og er í krókaflamarkskerfinu. Narfi er mjög öflugur bátur með 650 hestafla vél, útbúinn til línuveiða og er vinnu- dekk yfirbyggt að hluta. Öll aðstaða um borð er eins og best gerist, borð- salur og svefnpláss fyrir fjóra, auk eldunaraðstöðu með eldavél, ör- bylgjuofni og ísskáp. Egilsstaðir | Skógarbændur á Fljótsdalshéraði og Héraðsskógar hafa nú á aðventunni fært leik- skólabörnum á Héraði grenitré til að nota innan dyra og utan í leik- skólum. „Við vildum gera eitthvað gott um jólin með íslenskum trjám,“ sagði Guðmundur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Héraðsskóga og Austurlandsskóga, í samtali við Morgunblaðið. „Við ákváðum því að þessu sinni að gefa öllum leik- skólabörnum hér á svæðinu tvö tré, inni- og útitré, í leikskólana þeirra. Við gáfum börnunum í leiðinni gamla jólasögu sem fjallar um af hverju grenitréð er notað sem jólatré, saga sem okkur þykir mjög falleg. Þetta er nú gert svona til að senda börnunum jóla- kveðju. Okkur langar að gera eitt- hvað sérstakt fyrir hver jól og þetta var hugmyndin í ár.“ Grunnskólabörn á Breiðdalsvík fengu einnig tré að gjöf frá Hér- aðsskógum. „Í samkeppni um merki fyrir Austurlandsskóga sendi heill bekkur úr grunnskól- anum á Breiðdalsvík inn sína til- lögu að merki,“ segir Guðmundur. „Okkur þótti mjög vænt um það og með tillögunni fylgdi mikil rit- gerð og skýringar. Þó svo að merkið þeirra hafi ekki verið valið hefur lengi staðið til að þakka þeim fyrir þetta framlag. Þegar við fórum svo í að gefa leik- skólabörnum trén var ákveðið að þakka bekknum fyrir með því að gefa þeim einnig jólatré. Okkur langar svo næsta sumar að gróð- ursetja hjá þeim varanlegt jólatré.“ Skógarmenn gefa litlum börnum á Héraði jólatré Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ánægður með jólatréð sitt Krist- inn Már Hjaltason, nemandi á leik- skólanum Tjarnarlandi, við eitt trjánna frá Héraðsskógum. Egilsstaðir | Nú eru nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum, sem og annars staðar í mennta- skólum, komnir í langþráð jólafrí. Ætla má að nemendur hafi lagt hart að sér þessa síðustu daga fyrir frí, þrátt fyrir að jólastemn- ing og annir tengdar undirbún- ingi hátíðanna kunni eitthvað að hafa komið niður á einbeiting- unni. Síðustu prófum lauk í fyrra- dag og sjúkraprófum í gær. En nú er sem sagt frí til 5. janúar og próflúnir menntskælingar farnir um víðan völl að undirbúa hátíð- ina. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Menntskælingar komnir í jólafrí Neskaupstaður | Á dögunum færði Samvinnufélag útgerð- armanna í Neskaupstað (SÚN) sveitarfélaginu Fjarðabyggð glæsilegt hljóð- kerfi að gjöf. Hljóðkerfið er í Egilsbúð, menningarhúsi Neskaupstaðar, og vonast stjórnarmenn SÚN til þess að gjöfin megi vera íbúum til gagns og gleði. Hljóðkerfið, sem er hið full- komnasta á Austurlandi, hef- ur nú þegar nýst íbúum, en það var fyrst notað á Rokk- sýningu BRJÁN nú í vetur. Það var Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar, sem tók við gjöfinni af Kristni Jó- hannssyni, en í máli Kristins kom fram að undanfarið hef- ur Samvinnufélagið verið að uppskera arð af hlut sínum í fyrirtækjum í Neskaupstað og er það vilji félagsins að láta samfélagið njóta góðs af þeim arði. Undanfarin miss- eri hefur SÚN gefið ýmsar gjafir sem taldar eru koma samfélaginu til góða. M.a. hafa þeir gefið sundlaug Nes- kaupstaðar líkamsræktar- tæki, styrkt bílakaup björg- unarsveitarinnar Gerpis, lagt sitt af mörkum til uppbygg- ingar á félagssvæði Blæs í Neskaupstað og ýmislegt fleira. Samfélag- ið nýtur góðs af arðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.