Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VÖNDUÐ ÍSLENSK TÓNLIST
Ættjarðarlögin í óvæntu ljósi! Skálmandi jólatónlist!
www.dimma.is
VÍKINGAMYNDIR Hrafns Gunn-
laugssonar, Hrafninn flýgur (1984)
og Í skugga hrafnsins (1988), komu
nýverið út á mynddiskum í Svíþjóð en
þær hafa lifað góðu lífi í Skandinavíu
frá því að þær voru frumsýndar og
reyndar víðar um heiminn. Mynd-
irnar heita á sænsku Korpen flyger
og Korpens skugga og hafa náð þeim
árangri að komast inn á topplista yfir
selda mynddiska hjá vefversluninni
www.discshop.se þar í landi og er
fyrri myndin í tíunda sæti yfir þá
mest seldu.
Að sögn Hrafns er hér um að ræða
útgáfur sem einungis eru ætlaðar
fyrir sænskan markað og eru þær
textaðar á sænsku. Hrafn er hins
vegar að vinna að alþjóðlegri útgáfu á
Hrafninn flýgur fyrir mynddisk sem
kæmi út hérlendis sem erlendis eftir
áramót.
Þar verður hægt að velja um fjög-
ur mismunandi tungumál (íslensku,
ensku, spænsku, frönsku) auk þess
sem hægt er að kalla fram texta á
kínversku, sænsku, þýsku og arab-
ísku. Á disknum verður jafnframt að
finna ýmislegt ítarefni, þ.á m.
óklippta frumupptöku af
tónlistinni í myndinni og samtal
Hrafns, Karls Júlíussonar, listræns
stjórnanda myndarinnar, og leik-
aranna í myndinni um gerð hennar.
Að sögn Hrafns er hann spurður
mikið um myndina af erlendum að-
ilum í gegnum Netið, m.a. senda há-
skólar fyrirspurnir, og segir Hrafn að
ráðist hafi verið í þessa útgáfu m.a.
vegna þessarar eftirspurnar en
mynddiskaformið sækir í sig veðrið á
kostnað myndbandssnælda ár hvert.
Hrafn hefur þá ofið síðu til að
kynna þessa útgáfu (sjá að neðan).
Kvikmyndir | Hrafninn flýgur og Í skugga hrafnsins á mynddiskum
Alþjóðleg útgáfa eftir áramót
Atriði úr Hrafninn flýgur.
www.vikingfilms.net
EKKI er hún nú burðug, þessi þriðja
sólóplata söngkonunnar Margrétar
Eirar. Platan inniheldur þrjú erlend
tökulög og sjö ný íslensk lög. Opn-
unarlagið, „Senn“, er ágætt en lagið
kemur úr smiðju
proggsveitarinnar
Yes (Lagið er
upprunalega kafli
í hinu 22 mínútna
langa „The Gates
of Delirium“ af
plötunni Relayer,
1974). Þorvaldur Bjarni á það til að
semja ágætasta dramapopp og tekst
það með „Í nótt“, lagi sem hefði farið
vel á síðari tíma Todmobile-plötu.
Dúett Margrétar og Stefáns Hilm-
arssonar í laginu „Einn góðan dag“ er
þá fínn og fellur vel að hinum „yfir-
keyrða“ þætti plötunnar og í raun
hefði átt að fara alla leið í þessum gír,
þá hefði platan að minnsta kosti öðlast
einhvern heildarsvip. Ballaðan „Para-
dís“ er sæmileg, settleg og lág-
stemmd.
Besta lagið á plötunni er lag Mikes
Oldfields, „Moonlight Shadow“ (hér „Í
næturhúmi“), aðallega af því að það
minnir mann á upprunalega lagið en í
meðförum Þorvaldar Bjarna og félaga
er það nánast nákvæmlega eins, gít-
arsólóið og allt.
Restin af plötunni er hins vegar af-
gangsefni. Lag Rósu Guðmunds-
dóttur, „Til þín“, er varla lag, stuðlagið
„Ég ætla að lifa (með þér)“ er leið-
inlegt og ábreiða yfir „You’ve Lost
That Lovin’ Feeling“ sem upp-
runalega var flutt af Righteous Broth-
ers er hreint út sagt hræðileg. Tvö síð-
ustu lögin eru svo þunn að maður vart
tekur eftir þeim.
Að vanda er allur hljóðfæraleikur
fagmannlegur en um leið mestan part
sneyddur hlýju og lífi. Margrét Eir
sjálf virkar þá oft áhugalaus og fjar-
læg. Ber þó að geta þess að Davíð Þór
Jónsson er lunkinn textasmiður. Sem
heildarupplifun er þetta ekki
skemmtileg plata og hún er í senn
þreytandi og þreytuleg.
Plata Margrétar Eirar er þó hvorki
verri né betri en annað það sem verið
er að framleiða í þessum tiltekna ís-
lenska poppgeira, sem er orðinn full-
reyndur fyrir löngu. Segja má þó að
þessi plata hennar hafi verið kornið
sem fyllti mælinn hjá þessum gagn-
rýnanda. Þessi gerð af íslensku poppi
er nefnilega komin í alvarlega kreppu
því hver gallagripurinn hefur rekið
annan í haust, og undanfarin ár reynd-
ar ef út í það er farið. Hið íslenska
„ástand“ hefur að einhverju leyti eitt-
hvað um þetta að segja, í litlu sam-
félagi eru fáir um hituna og þess
vegna sér maður sömu nöfnin trekk í
trekk á þessum plötum, hvort heldur
það eru hljóðfæraleikarar, upp-
tökumenn eða hljóðver, og lög og
textar fylgja ávallt svipuðum þræði.
Þetta hefur valdið því að plöturnar eru
orðnar hver annarri líkar. Þegar mað-
ur er hættur að heyra mun á „sólóplöt-
um“ einstakra listamanna, þegar eitt-
hvað sem hægt er að kalla sérkenni er
hvergi að finna, þá er eitthvað að. Ég
vona og bið um að hrist verði upp í
þessum efnum sem fyrst því að áhugi
minn fyrir vönduðu íslensku poppi –
og það er hægt að gera vel eins og
hvað annað – er óðum að dvína.
Óáhugavert
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Um undirspil sjá Hafþór Guðmundsson
(trommur), Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
(gítar, hljómborð, raddir, forritun), Vignir
Snær Vigfússon (gítar), Róbert Þórhalls-
son (bassi), Kjartan Valdemarsson
(hljómborð), Guðmundur Pétursson (stál-
gítar í „Senn“ og „Í nótt“) og Reykjavik
Sessions Quartet (strengir). Um röddun
sáu Regína Ósk, Gísli, Hera Björk, Krist-
jana, Aðalheiður, Þorri Þorvalds og Mar-
grét Eir. Þorvaldur Bjarni stýrði upp-
tökum.
Margrét Eir – Í næturhúmi
Arnar Eggert Thoroddsen
CARL Barat, núverandi leiðtogi bresku rokksveitarinnar Lib-
ertines, er búinn að setja á stofn ofursveit eða „súpergrúppu“.
Með honum í sveitinni nýju, sem nefnist The Chavs, eru meðlimir
úr The Charlatans, Razorlight og Primal Scream. Sveitin tróð
upp í fyrsta skipti í síðustu viku en ásamt Barat eru í sveitinni
Tim Burgess (söngvari Charlatans), Andy Burrows (trommari
Razorlight) og Martin Duffy (hljómborðsleikari Primal Scream).
Á lagalista voru lög eftir Burgess og Libertines og einnig renndu
þeir félagar í hið sígilda jólalag Pogues, „Fairytale Of New
York“.
Barat hefur lýst því yfir að Libertines muni leggja upp laup-
ana í enda þessa árs og því spennandi að sjá hvort framhald verði
á samstarfi The Chavs.
Tónlist | Carl Barat úr Libertines
Stofnar ofursveit
Carl Barat
DISNEY-nafnið víðfræga hefur
lengi verið tákn um gæði, eitthvað
sem er fyrirmynd annarra í gerð
afþreyingarefnis fyrir börn og fjöl-
skyldur. Þessi spánýja jólateikni-
mynd undirstrikar
glæsilega það sem
Disney-nafnið hef-
ur oftast nær stað-
ið fyrir. Hún er í
senn holl og góð
skemmtun fyrir
yngstu áhorfend-
urna sem bíða
jólanna hvað spenntastir, tæknilega
vel gerð og mikið fyrir augað.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þá
tölvuteiknaða, vinina Mikka, Andr-
és og Guffa, og þeir taka sig vel út
í þeirri nýju vídd. En það sem
mest er um vert er hversu sagan
er góð og innihaldsrík, aðallega
fyrir þá yngstu en einnig fyrir þá
eldri vegna þess að undir lúrir
lúmskur húmor.
Þessi 68 mínútna mynd skiptist í
fimm stuttar sögur sem hver á sinn
hátt felur í sér þau skilaboð að við
megum ekki gleyma upprunalegu
inntaki jólanna.
Ef foreldrar ætla að kaupa eina
jólateiknimynd þá er þessi komin í
búðir og á leigurnar.
Svon’ eru jólin
KVIKMYNDIR
Myndbönd
Bandaríkin 2004. Leikstjórn Matthew
O’Callaghan. Íslensk talsetning. Sam-
myndbönd VHS/DVD. (68 mín.) Öllum
leyfð.
Mikki: Öðru sinni á jólanótt (Mickey’s
Twice Upon a Christmas)
Skarphéðinn Guðmundsson
mbl.is
smáauglýsingar