Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 33
„Ég lenti í málaferlum út af einni mynd í Geir- finnsmálinu. Hún verður mér óneitanlega eftir- minnileg. Það kom hingað þýsk leynilögga og átti að leysa málið. Leyndin var svo mikil að það mátti enginn sjá hann og ekki mátti taka myndir af honum. Ég teiknaði mynd þar sem átti að af- hjúpa leynilögguna og glæpakallarnir sátu á bekk.“ Sigmúnd segir að sér hafi komið í koll hvað hann leggur sig mikið eftir smáatriðum. „Ég ætlaði að hafa hann í búningi og það sást í SS- merki. Þetta var náttúrulega stærsti glæpur sem framinn hefur verið á Íslandi! Það urðu málaferli og ritstjórar Morgunblaðsins voru dæmdir en ég slapp við dóm því það vantaði eftirnafnið mitt við myndina. Fyrir rétti bar ég því við að á Íslandi væri SS ekkert ljótt. Við ætum allt sem frá því kæmi og leikmenn í fótbolta væru skreyttir SS- merki. Ýmsar myndir í gegnum tíðina hafa „hangið á brúninni“. Það er eins og gengur.“ Oft skammaður fyrir myndir Sigmúnd segist oft hafa verið skammaður fyrir myndir sínar. Stundum hafa þeir sem eru á mynd hringt og í einu tilfelli hringdi faðir ráðherra og „hundskammaði“ teiknarann. „Það er af því að menn misskilja hlutina,“ segir Sigmúnd. „Þegar ég teikna fólk er ekkert í mínum huga annað en að sýna hvað það er að gera. Í mínum huga er það í ákveðnu hlutverki. Það er alls ekki svo að ég hafi eitthvað persónulegt út á fólk að setja. Það er alveg sama hvar í flokki menn standa. Ég er ekki flokksbundinn. Sumir tala um að ég leggi í einelti, eins og þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Þetta er tóm vitleysa. Þó að þjóðin sé lítil er alltaf eitthvað að gerast. Það er bara þannig á Íslandi, hér í fámenninu, að sömu menn- irnir eru svo áberandi. En að ég sé að teikna mann til að gera honum eitthvað? Nei, þá væri maður ekki í þessu fagi.“ Sigmúnd segir að karakterarnir séu ákaflega miserfiðir. En hvað skiptir sköpum við teikningu karakters? „Það þarf að stúdera andlitið, en maður þarf stundum svolítinn tíma til að átta sig á því hvað gerir persónuna,“ segir Sigmúnd. „Verstir eru þeir sem eru algerlega réttir beggja vegna, jafn- hliða. Venjulega eru andlitshelmingarnir svolítið sitt á hvað. Alltaf einhver skekkja. Ef maður brosir upp í vinstra munnvik dettur augað niður sömu megin og allt öfugt hinum megin.“ En skyldi teiknarinn eiga sér uppáhalds- karaktera? „Já, þeir sem leiða ríkisstjórnina hverju sinni eru uppáhaldsleikararnir öðrum fremur. Svo koma sérlega skemmtilegir menn inn á sviðið sem setja lit á tilveruna, eins og Guðni Ágústsson. Það er alltaf gaman að honum. Eiginlega sama hvað hann segir, það er svolítið frábrugðið öðrum. Eins er Össur Skarphéðinsson og þeir í stjórnarand- stöðunni. Þeir kunna ekki orðið að segja nema nei! Ég hugsa að þeir kunni ekki lengur að segja já og veit ekki hvernig þeir fara að þegar þeir mynda stjórn. Þeir vilja ekki einu sinni fá skatta- lækkun!“ Það eru sögð vond örlög stjórnmálamanna að lenda hvorki í grínþáttum né skopmyndum. Sig- múnd segir það vissulega rétt að til séu þing- menn, hinir mætustu einstaklingar, sem aldrei komast á blað. Hvers vegna getur verið erfitt að segja. „Menn hafa kvartað yfir því að ég teikni þá ekki. Þeir vilja láta teikna sig. Ef þingmenn koma til Vestmannaeyja þá koma þeir oftast við hér, sama úr hvaða flokki þeir eru.“ Ætlar að halda áfram Samningurinn sem gerður var í gær um mynd- ir Sigmúnds nær frá árinu 1964 til ársloka 2004. „Eftir það get ég safnað í önnur 40 ár,“ segir Sigmúnd. „Ég ætla að halda áfram að teikna. Það eina sem teiknarar þurfa að hafa áhyggjur af er að verða skjálfhentir. Teiknarar geta enst von úr viti og haldið áfram að hrella menn alveg fram á grafarbakkann. Maður veit ekkert hvað bíður manns. Ég var svo lánsamur að lenda á blaði eins og Morgunblaðinu þar sem maður hefur algjörlega frjálsar hendur. Það er ekki haft samband nema útaf einhverju sérstöku eins og peningamálum. Aldrei til að ritstýra myndum. Margar þessar myndir fylgja ekki neinni ritstjórnarstefnu, svo langt því frá. Maður reynir að gera skil öllu sem maður getur og sér.“ Hefur þú aldrei verið beðinn um að teikna mynd af einhverju sérstöku fyrir blaðið? „Nei, þeir hafa aldrei hringt og pantað mynd, blessaðir karlarnir. Þeir eru ábygglega oft skammaðir mín vegna en það er ekkert haft sam- band vegna þess. Maður er gjörsamlega frjáls eins og fuglinn. Styrmir Gunnarsson ritstjóri hef- ur komið hingað með Árna Jörgensen fulltrúa rit- stjóra en það hefur þá snúist um að spila á hljóð- færi. Styrmir lærði að spila á píanó og Árni spilar á gítar og ég grufla á orgel og hljómborð. Þeir hafa gantast með að koma einu sinni á ári og að við spilum saman. Það er ekki æft oft í þeirri hljómsveit!“ handa við að undirbúa næstu mynd undir túss. „Ég byrja vinnudaginn upp úr klukkan sex að morgni alla daga, sunnudaga jafnt sem aðra. Maður gerir ekki þrjár í dag eða þrjár á morgun. Þetta er eins og á sem rennur. Það alversta sem kemur fyrir mig er að fá svona truflun, eins og í dag.“ Það er ekki laust við að blaðamaður fái svo- lítið samviskubit af að heyra það. En hann er víst ekki einn um að raska hrynjandi hins daglega lífs Sigmúnds. „Það er ekkert erfiðara en að setja aftur í gang eftir sumarfrí. Vinnubrögðin eru svona hjá mér. Ég verð helst að gera alltaf allt á sama tíma. Fá hugmyndir á sama tíma og teikna á sama tíma.“ Það fer mikill tími hjá Sigmúnd í að lesa blöð, hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp því hann fisk- ar hugmyndir í hringiðu þjóðlífsins. „Meðan ég tússa get ég gert hvað sem er. Þá er ég með lítið sjónvarp öðrum megin og útvarp hinum megin, stillt á sitt hvora stöðina. Það þarf ekki nema eitt orð til að opna fyrir hvað ég á að gera næst. Textarnir geta verið miklu erfiðari en myndirnar. Þegar maður kann að teikna er teikningin bara vinna.“ Í myndum Sigmúnds er gjarnan fjöldi smáat- riða og hann segir að þeir sem lesa myndmálið læri fljótt að skilja þessi smáatriði. Sólgleraugun, sem sjaldnast eru langt undan þegar Davíð Odds- son á í hlut, tákna t.d. góðærið og bjartsýnina. Þegar góðærið var sem mest dugðu ekki færri en þrenn sólgleraugu! Það er til marks um vægi mynda Sigmúnds í Morgunblaðinu að sérstök ástæða þykir til að til- kynna það ef hann fer í frí. Það á ekki við um nokkurn annan starfsmann Morgunblaðsins. Sig- múnd segir raunar að þetta sé gert til að létta hringingum af starfsfólki blaðsins, því ella sé mikið hringt til að spyrja hvers vegna myndina vanti. Teikningin varð aðalstarf Sigmúnd segir að samskipti hans og Morgun- blaðsins hafi byrjað í Surtseyjargosinu, sem hófst í nóvember 1963. Franskir ævintýramenn á veg- um blaðsins Paris Match urðu fyrstir til að stíga á land í eynni og varð sú landganga efni fyrstu myndar Sigmúnds í Morgunblaðinu 25. febrúar 1964. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur var í hópi Íslendinga sem síðar gengu á land í Surtsey og lentu í hrakningum. Í þeim atgangi týndi Sig- urður rauðri skotthúfu, sem var einskonar ein- kennistákn hans. Næsta mynd Sigmúnds var af því þegar fiskar höfðu fundið húfu jarðfræðings- ins. Fyrstu árin birtust tvær til þrjár myndir Sig- múnds í hverri viku. Teikningin var þá aukavinna hans með starfi við verkstjórn í frystihúsum í Vestmannaeyjum. Í Heimaeyjargosinu 1973 urðu þau tímamót að Sigmúnd var fastráðinn við Morgunblaðið og teikningin varð hans aðalstarf. Þannig má segja að samskipti hans og Morgunblaðsins tengist á vissan hátt eldsumbrotum í Vestmannaeyjum. Sigmúnd er hugmyndaríkur og er uppfinn- ingamaður. Margir kannast við sjálfvirkan sleppi- búnað gúmbjörgunarbáta sem hann fann upp. Hann segist hafa unnið að uppfinningum með- fram öðru, bæði verkstjórn í frystihúsi og teikn- ingunni. „Ég hef alltaf haft svo mikla unun af því að hugsa,“ segir Sigmúnd. „Það vantaði eitthvað betra og eitthvað öðruvísi og ég velti vöngum þar til ég fann lausnir. Það er svo skrýtið með þessar frumur í heilanum að það er hægt að fá þær til að gera ýmislegt með því að þær fái eitthvað í staðinn.“ En skyldi Sigmúnd þykja einhver mynd eft- irminnilegri en aðrar í þessu safni tíu þúsund mynda? samtímans Morgunblaðið/Sigurgeir sson forsætisráðherra við undirritun samnings um kaup stmannaeyjum í gær. g- ð gudni@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 33 F asteignafélagið Stoðir hf. kaupir af Reykjavíkurborg sýningarskála í kjallara Að- alstrætis 16, þar sem félagið er að byggja hótel, á 160 milljónir króna. Borgin mun síðan leigja húsnæðið til 25 ára. Í skálanum verður sett upp sýning sögu fyrstu byggðar í Reykjavík í tengslum við landnámsskála sem fannst við fornleifarannsókn árið 2001. Fjármunir þeir sem borgin fær fyrir söluna á skálanum verða nýttir til að setja upp fyrirhugaða sýningu. Samningur um kaupin var undirritaður í skálanum, sem er í kjallara hótelsins, í gær. Undir hann rituðu Kristín Jóhann- esdóttir fyrir hönd Stoða, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem fer fyrir verk- efnastjórn er undirbýr sýninguna. Afhending eignarinnar fer fram 1. jan- úar nk. og er gert ráð fyrir að vinnu við smíði skálans ljúki 1. mars nk. Forsenda samningsins er að Reykjavíkurborg leigi húsnæðið í 25 ár. Tekur leigusamning- urinn gildi 1. mars en þá er fyrirhugað að hótelið verði opnað. Í samningnum eru gagnkvæm ákvæði um fimm ára fram- lengingu samningsins og ákvæði um for- kaupsrétt borgarinnar á sýningarskál- anum. Tillaga borgarstjóra um að ganga til samninga við Stoðir um sölu skálans var samþykkt samhljóða á fundi borgarráðs 2. desember sl. Fyrr hægt að opna sýninguna „Með kaupunum nú er húsnæðið í eigu eins aðila og Reykjavíkurborg þarf ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi,“ sagði Stein- unn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær um ástæð- ur þessa nýtilkomna fyrirkomulags. „Þetta tryggir það að rústin kemst fyrr í sýningarhæft ástand og við vonum að hægt verði að opna skálann í lok næsta árs eða í byrjun þarnæsta.“ Steinunn Valdís segir að það sé hagur beggja aðila að eignarhaldið sé nú á einni hendi. „Þetta er hagur okkar að því leyt- inu að þetta kemst þá fyrr í notkun og fólk getur fyrr notið sýningarinnar. Hagur hótelsins verður sá að framkvæmdir hér munu ekki raska því sem er að gerast uppi [í hótelinu] heldur fylgja framkvæmda- hraða hótelsins.“ Við blasti að loka rýminu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að fjármunir til uppsetningar sýningarinnar hafi ekki verið tryggðir fyrr en nú með sölu skálans til Stoða. „Nú getum við farið á fulla ferð því að við höfum fengið fjár- magn inn í sýninguna sem ekki var tryggt áður. Það má segja að það hafi alveg eins blasað við að loka þessu hérna og bíða eft- ir að í verkefnið kæmu einhverjir pen- ingar.“ Ingibjörg Sólrún segir að upphaflega hafi aðeins staðið til að byggja hótel á reitnum og eru einmitt um þessar mundir tíu ár síðan hún, þá borgarstjóri, vildi að kannaðir yrðu möguleikar á framtíðarnýt- ingu lóðarinnar. „Síðan finnst rústin við fornleifarannsókn. Þannig að rústin er ekki upphafið af þessu öllu heldur hótel- byggingin. Þá stóðum við uppi með rúst- ina og spurningin var hvernig við ættum að nýta hana. Það eru auðvitað heilmiklir fjármunir sem hafa farið í fornleifaupp- gröftinn og þá þarf til þess að setja rúst- ina í sýningarhæft ástand. Þeir peningar voru ekki tryggðir. Það var búið að tryggja fjármuni til að byggja [skálann] en ekki til að setja upp sýningu.“ Morgunblaðið/Kristinn Kristín Jóhannesdóttir frá Fasteignafélaginu Stoðum hf. og Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri handsala samning um sýningarskála í kjallara Aðalstrætis 16. Reykjavíkurborg selur Stoðum sýningarskálann í Aðalstræti Féð notað til að setja upp sýningu um fyrstu byggð í borginni INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður verkefnastjórnar sem undirbýr sýninguna í tengslum við rústirnar, segir að næsta skref sé að ganga frá sýningarsalnum í Aðalstræti sem nú sé aðeins fokheldur. Fasteignafélagið Stoðir hf. mun sam- kvæmt samkomulagi við borgina sjá um þá framkvæmd og er áætlað að henni ljúki 1. mars nk. „Síðan verður tekið ofan af rústinni og hún verður þurrkuð og forvarin,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Á meðan verður unnið að undirbúningi sýningarinnar,“ en búist er við að hún verði opnuð í lok árs 2005 eða í byrjun árs 2006. Gert er ráð fyrir að í sýningarrýminu verði sett upp sýning um fyrstu byggð í Reykjavík með vísun í þær minjar sem eru að finna á staðnum, auk þess sem land- námssögu Íslands verði gerði skil. Ingibjörg Sólrún segir að margmiðl- unartæknin verði mikið notuð til að sýna lífið í Reykjavík fyrr á öldum, enda fáir áþreifanlegir munir sem hægt er að sýna. Ný sýningartækni verður því notuð til að skapa það andrúmsloft og þær aðstæður sem íbúar á svæðinu upplifðu á landnáms- öld. „Rústin sjálf er aðalgripurinn hérna og við notum hana til að sýna fólki hvern- ig var lifað hér við landnám og á land- námsöld. Á hverju fólkið lifði og hvernig það lifði,“ útskýrir Ingibjörg Sólrún. Mikil áhersla verður lögð á að sýna hvernig umhverfið og náttúran leit út í Reykjavík á landnámsöld. Hugmyndin er sú að á skjám allt í kringum sýningar- svæðið verði sýnt það „útsýni sem Ing- ólfur og samtíðarmenn hans höfðu fyrir augunum þegar þeir settust hér að,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Fólk getur þá horft í kringum sig og séð gamla Reykjavík- urstæðið.“ Útsýni Ingólfs aði kr- og s, r st nn- vo l g- m dr- l- – tt- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.