Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 57

Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 57 Ekki gera NEITT fyrr en þú ert búin að skoða jólavörurnar OG jólaverðið í habitat!!! Opið til kl. 22 fram að jólum. ORLANDO Bloom er orðinn einn allra eftirsóttasti leikari í Holly- wood eftir að hann sló í gegn sem Legolas í Hringa- dróttinssögu og Will Turner í Sjó- ræningum Kar- íbahafsins. Í Kalk- drengnum fær maður að sjá nýja hlið á þessu mikla kyntákni, því þar reynir í fyrsta sinn á hæfni hans sem gamanleikari. Myndin fjallar um ungan bresk- an mjólkurpóst sem fyrir tilviljun er att út í að berjast við bandaríska hnefaleikastjörnu. Eftir allt mjólk- urþambið er drengurinn nefnilega kominn með svo hörð og sterk bein að enginn getur komið á hann höggi öðruvísi en að mölva á sér hnefann. Myndin er sett upp sem heimild- armynd um bardagann og býður það upp á nokkur kómísk augna- blik og vísanir í aðrar myndir, bæði heimildarmyndir og hnefa- leikamyndir, einkum þó Rocky, sem er augljós fyrirmynd. Bloom kemst þokkalega frá gam- anleiknum, en ekkert betur en það. Senuþjófurinn er þó sem fyrr írski öldungurinn David Kelly, en kyn- tákn það á hvert gullkornið á fætur öðru. Mjólk er góð! KVIKMYNDIR Myndbönd Bretland 2004. Leikstjóri: Alex de Rak- off. Aðalhlutverk: Orlando Bloom, Omid Djalili, David Kelly, Billie Piper. Öllum leyfð. DVD Sam-myndbönd. Kalkdrengurinn (The Calcium Kid)  Skarphéðinn Guðmundsson DR. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson prófessor hélt upp á það heima hjá sér 10. desem- ber, að bók hans, Kiljan, kom út þann dag. Hún er annað bindið í ævisögu Halldórs Kilj- ans Laxness. Útgefandi er Bókafélagið. Hér sést höfundur með einum gestanna, Björgólfi Guð- mundssyni, formanni banka- ráðs Landsbankans. Kiljan kominn út

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.