Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 48
Viðskiptadeild HR hefur hafið samstarf við SH, SÍF og LÍÚ.
VIÐSKIPTADEILD Háskólans í
Reykjavík skrifaði nýlega undir
samstarfssamning við SH, SÍF og
LÍÚ um nám í sjávarútvegsfræðum,
sem nemur um þremur milljónum
króna.
Um er að ræða námskeið sem
ætlað er nemendum á lokaári í við-
skiptadeild. Efnistök eru miðuð við
að nemendur fái víðtæka sýn á at-
vinnugreinina og tækifæri í fram-
tíðinni. Meðal annars er fjallað um
rekstur sjávarútvegsfyrirtækja,
fiskveiðar, vinnslu sjávarafurða,
sölu- og markaðssetningu og al-
þjóðavæðingu greinarinnar.
Mynd er tekin við undirskrift
samningsins. F.v. Árni G. Pálsson,
framkvæmdastjóri viðskiptaþróun-
ar SH, Þorlákur Karlsson, forseti
viðskiptadeildar HR, og Friðrik J.
Arngrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ. Fyrir aftan standa f.v. Loftur
Ólafsson, lektor í viðskiptadeild
HR, og Kristján Þórarinsson, stofn-
vistfræðingur hjá LÍÚ.
Samstarf um nám í
sjávarútvegsfræðum
GOLIGHT LEITARLJÓS
RadíóRaf ehf., Smiðjuvegi 52,
Kópavogi, s. 567 2100.
www.radioraf.isTil sölu lítið notaðir 4 vetrarhjól-
barðar á felgum með koppum
195/65. 5 þús. stk. 4 álfelgur 157/
13 7 þús. stk. Uppl. í s. 586 2082
og 693 6764.
Glæsileg kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4WD.
Frábær í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
FJARLÆGJUM STÍFLUR
VALUR HELGASON ehf.
Sími 896 1100 - 568 8806
Röramyndavél til að skoða og
staðsetja skemmdir í frárennslislögnum
DÆLUBÍLL
úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum,
niðurföllum, þak- og drenlögnum
Mercedes Benz Sprinter 413
CDI, sk. 12.2003, 130 hestafla,
dísel. Ekinn 16.800 km. 750 kg
lyfta. 22 m² kassi.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16b,
201 Kópavogi,
símar 544 4333 og 820 1071.
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif.
Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmuvegi 22,
sími 564 6415 - gsm 661 9232. mbl.is
ÁRLEGT jólaskákmót KB banka
verður haldið laugardaginn 18. des-
ember kl. 15, í aðalútibúi bankans í
Austurstræti. Tíu stórmeistarar, þar
á meðal Friðrik Ólafsson, mæta til
leiks auk ólympíulandsliðsins í skák.
Öllum er heimilt að fylgjast með
meisturunum tefla og verður settur
upp risaskjár svo áhorfendur geti
betur fylgst með skákunum. Jafn-
framt verða léttar veitingar í boði
fyrir gesti og gangandi, segir í
fréttatilkynningu.
Stórmeistarar
á jólaskákmóti
OPNUÐ hefur verið hárgreiðslu-
stofa sem einungis er fyrir börn,
stofan heitir Stubbalubbar og er að
Barðastöðum 3 í Grafarvogi. Eig-
andi stofunnar er Helena Hólm hár-
greiðslumeistari sem einnig rekur
Hárgreiðslustofu Helenu í sama
húsnæði.
Á stofunni eru allir stólarnir bílar
þar sem börnin geta setið og horft á
myndband á meðan þau eru klippt
en sjónvarp er við hvern stól. Börn-
in geta unað sér við lestur eða leiki
á meðan þau bíða eftir klippingu.
Hárgreiðslustofa
fyrir börn
KRAFTVÉLAR ehf. hafa ánafnað
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra
barna ákveðinni upphæð í stað
þess að senda jólakort til við-
skiptavina. Er það annað árið í
röð sem Kraftvélar veita félaginu
þennan styrk.
Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna var stofnað 2. sept-
ember 1991 af foreldrum barna
með krabbamein.
Á myndinni sést Páll Sam-
úelsson, eigandi Kraftvéla, af-
henda styrkinn til Bryndísar
Hjartardóttur frá Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra barna.
Veita styrk í stað þess
að senda jólakort
48 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UNDIRBÚNINGUR að rannsókn-
arverkefni um starfsumhverfi lækna
hefur staðið yfir í rúmt ár hér á
landi og hefur öllum læknum, sem
hafa lækningaleyfi og lögheimili á
Íslandi, samtals 1.185 manns, verið
sent bréf, þar sem óskað er eftir því
að þeir svari spurningum um m.a.
starfsumhverfi, heilsufar og lífsstíl.
Verkefnið er unnið í samstarfi við
ítalska, norska og sænska lækna, en
frumkvæðið kemur frá læknum við
Karólínska Sjúkrahúsið í Stokk-
hólmi. Verða læknar í þessum lönd-
um beðnir um að svara sambæri-
legum spurningum og íslensku
læknarnir.
Með niðurstöðunum verður m.a.
hægt að bera saman starfsaðstæður
lækna í löndunum fjórum, að sögn
Lilju Sigrúnar Jónsdóttur, læknis
og umsjónarmanns verkefnisins hér
á landi. Að verkefninu standa einnig
Læknafélag Íslands, Landlæknis-
embættið og Landspítali – háskóla-
sjúkrahús. Auk þess koma að verk-
efninu Þorgerður Einarsdóttir,
félagsfræðingur hjá rannsóknar-
stofu í kvenna- og kynjafræðum við
Háskóla Íslands, og Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir félagsfræðingur og
Kristinn Tómasson, læknir hjá
Rannsóknarstofnun í vinnuvernd við
HÍ og Vinnueftirliti ríkisins.
Allir læknar verða með
Lilja segir rannsóknina hér á
landi umfangsmeiri en í hinum lönd-
unum þremur. Til dæmis séu allir
læknar beðnir um að taka þátt hér á
landi, en í hinum löndum, eru spurn-
ingar bara sendar til lækna á ein-
stökum sjúkrastofnunum. „Þegar
undirbúningsvinnan fór af stað var
þetta verkefni m.a. kynnt fyrir heil-
brigðisráðherra. Kom þá fram mikill
áhugi á því að fá upplýsingar um
lækna alls staðar á landinu. Þess
vegna höfum við útvíkkað verkefnið
hér heima og leitað til allra ís-
lenskra lækna um að taka þátt og
svara spurningum um starfsum-
hverfi sitt. Þannig getum við fengið
upplýsingar um aðstæður lækna
innan og utan sjúkrahúsa, í heilsu-
gæslunni og á mismunandi land-
svæðum. Upplýsingarnar munu
geta komið að notum við stjórnun og
stefnumótun og nýtast þannig stétt-
inni allri.“
Lilja segir að allir læknir á Ís-
landi eigi að vera búnir að fá bréf í
hendur um verkefnið. Það taki þá
um það bil hálftíma að svara spurn-
ingum sem eru á vef verkefnisins á
Netinu.
Starfsumhverfi
íslenskra lækna kannað
Söfnuðu
til styrktar
börnum
UM 400 tombólukrakkar Rauða
krossins hafa á árinu 2004 safnað
samtals 340.000 krónum til að
„hjálpa börnum í útlöndum“, eins
og þau segja svo gjarna þegar
þau koma til Rauða krossins að
skila fénu. Nú, fjórða árið í röð,
ætla Leikskólar Reykjavíkur að
láta 300.000 krónur sem annars
hefðu farið í jólakort renna til
sama málefnis.
Á sjöunda hundrað þúsund
króna verður því notað til að að-
stoða heyrnardauf börn í Palest-
ínu til kaupa á búnaði. Michael
Schultz, sendifulltrúi Rauða kross
Íslands á svæðum Palestínu-
manna, mun hafa umsjón með að-
stoðinni.
Til að þakka fyrir aðstoðina
hefur Laugarásbíó boðið tomb-
ólubörnum á höfuðborgarsvæðinu
í bíó, á Kaftein Skögultönn í dag
kl. 17.
Úthluta jóla-
styrkjum
JÓLAPOTTAR Hjálpræðishersins
eru nú komnir út og þá er að finna
fyrir utan Liverpool á Laugaveg-
inum, í Kringlunni, í Smáralindinni
og Kolaportinu.
Jólastyrknum verður úthlutað í
samkomusal Hjálpræðishersins
laugardaginn 18. desember.
Fulltrúar fjölskyldna mega koma
kl. 10–12 og einstaklingar kl. 13–
15, en þeir sem hafa sótt um geta
komið í samkomulagsill og fengið
styrk. Sama dag fæst fatnaður gef-
ins í fatabúð Hjálpræðishersins,
Garðastræti 6, en nauðsynlegt er að
vera með tilvísun sem má sækja
samdægurs í sal Hjálpræðishersins.
Á aðfangadag kl. 18 hefst jóla-
hald á Hjálpræðishernum og standa
Vernd og Hjálpræðisherinn saman
að þessu kvöldi. Þeir sem vilja
koma geta skráð sig í síma 561 3203
fyrir 20. desember. Boðið verður
upp á jólamat og allir fá gjafir, síð-
an verður dansað í kringum jóla-
tréð. Einnig verður kaffi og góð-
gæti á boðstólum fram eftir kvöldi.
Hin ýmsu fyrirtæki og einstak-
lingar styðja framtakið.