Morgunblaðið - 21.12.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 21.12.2004, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sveinarnir hennar Tótu á morgun Þórunn Guðmundsdóttir er mikið jólabarn og semur jólavísur hver jól og sendir vinum og ættingjum. KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Vestfjarða verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn ungum konum. Annarri hrinti hann út úr bifreið á ferð og hina sló hann og hrinti. Með árásunum rauf hann skilorð eldri dóms sem hann hlaut fyrir þjófnað. Maðurinn neitaði því að hafa ráðist á konurnar. Varðandi þá sem féll út úr bifreiðinni sagði hann að hún hefði stigið út úr bíln- um sjálfviljug og hann hefði ýtt með flötum lófa á andlit hinnar konunnar þannig að hún féll. Dómurinn taldi hins vegar sann- að, m.a. með framburði vitna, að hann hefði ráðist að konunum. Hann var auk þess dæmdur til að greiða 40.000 krónur í sekt fyrir kaup á hassi og til að greiða ann- arri konunni 90.000 krónur í skaðabætur. Í dómnum, sem kveðinn var upp á fimmtudag, voru fjórir aðrir ungir menn dæmdir fyrir mis- mörg brot á fíkniefnalögum, eink- um með kaup á kannabisefnum. Hæsta sektin var 350.000 krónur og einn var dæmdur í 45 daga skil- orðsbundið fangelsi. Erlingur Sigtryggsson dóm- stjóri kvað upp dóminn. Hilmar Ingimundarson hrl. var verjandi þeirra þriggja sem komu fyrir dóminn. Sigríður Björk Guðjóns- dóttir sýslumaður flutti málið f.h. ákæruvaldsins. Dæmdur fyrir árásir á tvær konur ALLS útskrifuðust 103 nemendur frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla sl. föstudag. Ellefu útskrifuðust úr framhaldsnámi sjúkraliða, einn sjúkraliði, fjórir lyfjatæknar, tveir af nuddbraut, sjö hjúkrunar- og móttökuritarar, einn læknaritari og alls 77 stúdentar. Í haust hófu 1.016 nemendur nám í dagskóla og í fjarnám innrit- uðust 1.098 nemendur, en 127 þeirra eru jafnframt nemendur dagskólans. Hafa aldrei fyrr verið fleiri nemendur skráðir til náms við skólann. Skv. upplýsingum skrifstofu skól- ans eru 130 fjarnámsnemendur, grunnskólanemendur að taka áfanga á framhaldsskólastigi, og hefur þessi þáttur í starfsemi skól- ans vaxið gríðarlega. Kenndir voru 166 áfangar í dagskóla en 103 í fjarnámi. Alls gengu 1.016 nemendur í dagskóla og 971 nemandi sem ein- göngu voru í fjarnámi eða samtals 1.987 nemendur til prófs/námsmats í lok haustannar. Fjarnámspróf voru haldin á um 60 stöðum auk húsakynna skólans, víða um land, úti á sjó, á mörgum stöðum í Evrópu, og jafnvel í enn fjarlægari löndum svo sem Eþíópíu. Að sögn Sölva Sveinssonar, frá- farandi skólameistara, er gert ráð fyrir að á komandi ári verði hafist handa við að byggja við skólann, enda hafa umsvif hans aukist mjög að undanförnu. Að mati stjórnenda skólans er mjög brýnt að stækka skóla- húsnæðið. Öll aðstaða nemenda er ófullkomin eða engin. Þannig vanti m.a. mötuneyti og funda- og fé- lagsaðstöðu við skólann í dag. Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla eru 105, þar af eru 83 við kennslu. Morgunblaðið/Jim Smart Rúmlega 100 útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla Á annað þúsund skráð í fjarnám „ÞETTA var býsna sérstakt,“ segir Sölvi Sveins- son, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, um útskriftarathöfnina sl. föstudag. Sölvi var að útskrifa nemendur frá skólanum í síðasta sinn, en hann lætur nú af störfum við skólann þar sem hann tekur við starfi skólastjóra Verslunarskólans á næsta ári. Sölvi hóf störf við Fjölbrautaskólann við Ármúla árið 1979 sem íslenskukennari, tók við starfi að- stoðarskólameistara 1987 og hefur frá 1997 gegnt starfi skólameistara. Alls hafa tíu umsóknir borist um embætti skóla- meistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Allt eru það hæfir ein- staklingar að sögn Sölva. Skólanefnd er þessa dagana að fara yfir umsóknirnar og gengur væntanlega frá sínu áliti til mennta- málaráðherra í dag um hverjum hún mælir með í starfið. Síðasta útskrift Sölva frá FÁ Sölvi Sveinsson BREYTINGAR á efnasamsetningu vatns í aflögðu ostakari við borholu frá Húsavík geta gefið vísindamönn- um tækifæri til að spá fyrir um jarð- skjálfta. Frá þessu hefur verið greint í fjölmiðlum í Svíþjóð og af Reuters-fréttastofunni. Er þar byggt á rannsókn sænskra vísinda- manna, sem birtist í tímaritinu Geo- logy fyrr á þessu ári. Einn vísinda- mannanna starfar við Norræna eldfjallasetrið í Reykjavík, Lillemor Claessen, doktorsnemi í jarðvísind- um frá Stokkhólmsháskóla. Vatnið í karinu, sem komið var fyrir við borholuna fyrir nokkrum árum, hefur einnig verið vinsælt hjá heimamönnum og ferðamönnum til böðunar, ekki síst meðal psoriasis- sjúklinga. Sýnum úr vatninu hefur verið safnað reglulega saman. Í frétt Reuters er haft eftir Lille- mor Claessen að þéttni sumra efna í vatninu hafi snaraukist skömmu fyr- ir jarðskjálfta sem varð á Tjörnes- brotabeltinu, um 100 km norður af landinu í september árið 2002. Mældist skjálftinn 5,8 stig á Richter og fannst á nokkrum stöðum á Norð- urlandi. Claessen vill ekki fullyrða um mikilvægi þessara mælinga en þær geti þó gefið vísbendingar um að hægt sé að spá fyrir um jarðskjálfta með allt að viku til tíu daga fyrirvara. Undir þetta tekur Ragnar Stef- ánsson jarðskjálftafræðingur í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir mælingar sem þessar mikilvægar en vísindamenn hafi verið að rannsaka fjölmargar aðrar aðferðir til að spá fyrir um jarðskjálfta. Þekking í þeim efnum sé stöðugt að aukast, bæði hér á landi og annars staðar í heimi jarð- vísindanna. Eftir jarðskjálfta komi í ljós ýmsar breytingar á náttúrunni en fyrir jarðhræringar sé erfiðara að túlka hvað slíkar breytingar geti þýtt. Mælingar á borholuvatni í ostakari við Húsavík Breyting á vatninu getur spáð fyrir um jarðskjálfta BENEDIKT Jóhannsson, fram- leiðslustjóri Eskju hf., heldur hér á vænum þorski á bryggjunni á Eski- firði. Verið var að slátra á milli 40– 50 tonnum af eldisþorski á Eski- firði. „Við erum að slátra úr kvíum sem við eigum hérna úti í firði,“ segir Benedikt. Hann segir þorsk- inn sendan til Bretlands í dag. Hluti af honum fer ferskur beint á borð Englendinga nú um hátíðirnar. Þannig geta þeir gætt sér á íslensk- um jólaþorski. Morgunblaðið/Helgi Garðars Vænn jóla- þorskur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.