Morgunblaðið - 21.12.2004, Side 25

Morgunblaðið - 21.12.2004, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 25 MINNSTAÐUR Jólagjöfin hennar: Jakkar og kápur með skinni dragtir og bolir samkvæmisfatnaður verið velkomin Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376.  í Miðbæ Akureyrar Einnig í Hlíðargötu/Þór- unnarstræti Upplýsingar í síma 461 1600 Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn ALLS voru 67 brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri um liðna helgi, 42 stúdentar, 7 sjúkraliðar, 1 úr starfsdeild, 9 raf- virkjar, 4 húsasmiðir og 4 iðn- meistarar. Ólöf Birna Ólafsdóttir hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi, 8,99, sem hún lauk á þremur og hálfu ári. Fékk hún viðurkenningu frá skólanum fyrir vikið og einnig hlaut hún verðlaun fyrir framúr- skarandi árangur í raungreinum, íslensku, dönsku og þýsku. Kristín Líf Valtýsdóttir lauk einnig námi á þremur og hálfu ári, með ein- kunnina 8,97 og hlaut viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Þá hlaut Ester Ósk Hilmarsdóttir verðlaun fyrir fram- úrskarandi árangur í ensku og frá- bæran árangur af málabraut skól- ans sem nú útskrifaði stúdenta í fyrsta sinn. Tinna Björk Gunnars- dóttir fékk verðlaun fyrir fram- úrskarandi árangur í myndlistar- greinum og Þórarinn Þórarinsson hlaut verðlaun fyrir frábæran ár- angur í faggreinum á rafiðnabraut auk þess sem hann fékk viður- kenningu frá skólanum fyrir góðan námsárangur, brautskráðist sem rafvirki og sem 2. stig vélstjóri með 130 einingar og 8,90 í með- aleinkunn. Aldrei jafnmargir nemendur og nú á liðinni haustönn Nemendur við Verkmenntaskól- ann á Akureyri voru 1.180 á liðinni haustönn og 650 í fjarnámi og hef- ur skólinn aldrei haft jafnmarga nemendur innan sinna vébanda. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari sagði að nemendum við skólann hefði verið að fjölga undanfarnar annir, eftir talsverð afföll sem urðu í kjölfar kennaraverkfalls eft- ir áramót 2001. Þar kæmi einkum þrennt til, mikill fjöldi nemenda sækir nú um skólavist eftir að hafa gert hlé á námi sínu um lengri eða skemmri tíma, aukinn fjöldi nem- enda annars staðar að af landinu sækir um skólavist og þá nefndi hann að árgangur nýnema á liðnu hausti, þeir sem fæddir eru 1988 væri aðeins stærri en árgangar undanfarinna ára. Fram kom í máli Hjalta Jóns að af þessum sökum hefði þurft að forgangsraða nemendum þar sem ljóst var að ekki var hægt að tryggja öllum skólavist. „Út af fyr- ir sig hefðum við getað hýst alla – en nú er málum þannig háttað að framhaldsskólar landsins fá rekstrarfé samkvæmt fyrirfram ákveðnum fjölda svokallaðra árs- nemenda. Fari þeir yfir þá tölu geta skólarnir ekki vænst þess að fá greiddan kostnaðinn við um- fram fjöldann – en áður fyrr var sá mismunur gerður upp eftir á,“ sagði Hjalti Jón en gat þess að menntamálaráðherra og ráðuneyt- ið kappkostuðu að tryggja nýnem- um skólavist á haustin, þeim sem væru að koma beint úr grunn- skóla, „en hinum síaukna fjölda eldri nemenda sem sækja nú um eftir mislangt hlé verður í mörgum tilvikum að úthýsa.“ Ekki bara neikvæð áhrif af forgangsröðun Gat skólameistari þess að for- gangsröðunin hefði ekki aðeins neikvæð áhrif, hún gæti verið já- kvæð fyrir skólasamfélagið, nem- endur hafi fengið þau skilaboð að þeir eigi ekki vísa skólavist á næstu önn hafi þeir ekki stundað skólann sem skyldi. Brautskráning nemenda frá Verkmenntaskólanum á Akureyri Forgangsraða þarf nemendum inn í skólann Útskrift Alls útskrifuðust 67 nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akur- eyri sl. laugardag, þar af 42 stúdentar. Hér er hluti hópsins ásamt skóla- meistaranum Hjalta Jóni Sveinssyni. Glæsilegur árangur Ólöf Birna Ólafsdóttir hlaut fjölmörg verðlaun fyrir árangur sinn í VMA. Hún hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum og íslensku og einnig fyrir góðan árangur í dönsku og þýsku. AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.