Morgunblaðið - 21.12.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 21.12.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 33 UMRÆÐAN Strandgata 32 • S. 555 2615 opið Laugardag 10 - 16 & Sunnudag 13 - 17 JÓLATILBOÐ Tilboð 1: kr. 20.000,- Göngu-, tölvu-, sjónvarps- eða lesgleraugu. Fjölskipt gleraugu, þ.e. fjær- + lesgleraugu. Tilboð 2: kr. 40.000,- Úrsmíðaverkst. Halldórs Akureyri • Afreksmaðurinn Georg V. Hannah í Keflavík • Útilíf • Markið • Hreysti • Töff hlaup.is • Guðmundur B. Hannah Akranes • Töff • Örninn Sími: 565 1533 • www.polafsson.is púlsmælar hjálpar þér að ná settu marki SÍÐUSTU mánuði hefur borið á heitri umræðu um íslenska þjóðbún- inga, gildi þeirra, tilgang og hvernig á að klæðast þeim. Þessi umræða sprettur upp öðru hverju. Ástæðan að þessu sinni er sú að af og til hefur notkun þjóðbúning- anna á opinberum vett- vangi orkað tvímælis að sumra mati. Alltaf verða skiptar skoðanir um þjóðbúninga al- mennt og gildi þeirra en áður en lengra er haldið skulum við staldra við síðari hluta þessa samsetta orðs, þ.e. orðið búningur. Hvaða merkingu leggjum við í þetta orð á síðari árum? Notum við það um almennan og daglegan klæðnað okkar eða not- um við það um eitthvað afmarkað? Við þekkjum öll hugtök eins og íþróttabúningur og lögreglubún- ingur. Þessi og önnur orð sem enda á búningur eru höfð um fatnað sem notaður er við ákveðin tilefni og hafa sérstaka merkingu. Búningurinn er þá einkennistákn sem sendir skila- boð um að sá sem ber hann hafi fylkt sér í sérstakan flokk vegna atvinnu eða tómstundaiðju. Enginn sem tilheyrir liðinu klæð- ist öðruvísi en reglur segja til um því annars missir búningurinn merkingu sína. Kæmi leikmaður í KR til leiks í KR bol og grænum buxum fengi hann ekki að taka þátt í leiknum. Hann hefði ekki tekið á sig merki síns félags eða gengist við hlutverki sínu. Sum- ir telja eflaust að hann hefði sýnt félagi og fé- lögum sínum vanvirð- ingu. Þjóðbúningar eru nú á tímum einkennistákn þó svo að í eina tíð hafi þeir aðeins þjónað því hlutverki að hylja nekt eigenda sinna og halda á þeim hita. Þessa hlöðnu merkingu öðl- uðust búningarnir á seinni hluta 19. aldar, þegar vitund Íslendinga fyrir sjálfum sér sem sérstakri þjóð var að mótast og var það ekki síst fyrir tilstuðlan Sigurðar Guðmundssonar málara. Hann hélt uppi áróðri fyrir varð- veislu og notkun íslenskra kvenbún- inga og teiknaði m.a. um 1860 skaut- búninginn sem andsvar við erlendum og að hans mati óþjóðlegum áhrifum frá evrópskri fatatísku á búningana. Búningarnir hafi vitanlega tekið nokkrum breytingum á þeim u.þ.b. 150 árum sem þeir hafa verið í notk- un þó að þær hafi ekki náð til meg- ingerðar þeirra. Allir upprunalegu búningahlutarnir tilheyra þeim enn í dag. Snið eru eins nema hvað þau hafa aðlagast breyttu vaxtarlagi kvenna. Helstu breytingar voru í efn- isnotkun og hefur margt komið til; aðflutningsbönn, ný vefjarefni og áhrif heimstískunnar. Um 1970 varð til hreyfing meðal hóps kvenna að reisa búningana til fyrri vegs og virðingar. Það fólst meðal annars í að endurvinna snið búninganna út frá gömlum sniðum og að nota náttúruefni, s.s. ull, bóm- ull og silki eins og áður var gert, í stað rayonsatíns, terelyns, tjull- blúndu og gullbrokade. Fremstar í þessum flokki voru félagar í Heim- ilisiðnaðarfélaginu og Þjóðdansa- félagi Reykjavíkur, sem unnu þetta endurreisnarstarf m.a. með dyggum stuðningi Elsu E. Guðjónsson, textíl- fræðings á Þjóðminjasafninu. Umræða sumarsins skilur okkur eftir með tvær spurningar: Hvað eru þjóðbúningar og hver og hvernig á að nota þá? Ég svaraði fyrri spurningunni hér að framan en svar mitt við þeirri síð- ari er að íslensku búningarnir eru ,,alþjóðlegir“ í þeirri merkingu sem Sigurður málari lagði í það orð, þ.e. að þeir tilheyra allri íslensku þjóð- inni. Þar af leiðandi eiga allar ís- lenskar konur, hver sem uppruni þeirra er eða litarháttur, að geta not- að íslenska þjóðbúninga að vild og borið þá með stolti, kjósi þær að vera með yfirlýsingar um að þær tilheyri íslensku samfélagi. Það leggur um leið á þær þá ábyrgð að virða og varðveita þjóðararfinn og þar með fylgja þeim hefðum og reglum sem gilda um notkun búninganna. Það leggur einnig á þær og aðra sem að málinu koma þær skyldur að leita sér upplýsinga um hvaða fataplögg til- heyra búningunum og hvernig á að bera þá. Í okkar tæknivædda þjóð- félagi er það ekki ýkja erfitt. Hald- góðar upplýsingar má t.d. fá á vefsíð- unum, www.buningurinn.is og www.islandia.is/̃heimilisidnadur. Eitt er að vera á búningi og annað að nota búningshluta í bland við aðr- ar flíkur. Að vera á búningi án þess að vera í viðeigandi skóm eru mistök sem ekki þarf að endurtaka og breyt- ir því ekki að viðkomandi bar búning- inn með reisn og stolti. Að blanda búningahlutum saman við annan fatnað þýðir varla að viðkomandi beri íslenskan búning. Við getum tæpast ákveðið upp á eigin spýtur hvernig fara á með þjóðararfinn. Búningarnir eru hluti af íslenskri menningar- arfleifð og okkur ber að standa vörð um þá eins og allt annað af þeim meiði. Gleymum ekki að konur sem bera búninginn við opinberar at- hafnir eru fyrirmyndir annarra kvenna. Ég bendi þeim sem ekki vilja klæðast búningnum öllum, en vilja samt klæðast þjóðlega, að fara þá leið sem hönnuður Margrétar Hall- grímsdóttur þjóðminjavarðar fór. Í tilefni opnunar Þjóðminjasafnsins hannaði hann fallegan svartan jakka út frá sniði peysufatatreyjunnar. Þar var komin ný hönnun sem byggðist á gömlum grunni og var báðum til mik- ils sóma. Um leið og ég hvet konur til að nota íslensku þjóðbúningana við sem flest tækifæri bendi ég þeim sem ekki eru vissar í sinni sök á að leita sér upplýsinga um hefðbundna notk- un þeirra. Þjóðbúningur á „fusion“-öld Elínbjört Jónsdóttir fjallar um íslenska þjóðbúninginn ’Þjóðbúningar eru nú á tímum einkennis- tákn þó svo að í eina tíð hafi þeir aðeins þjónað því hlutverki að hylja nekt eigenda sinna og halda á þeim hita.‘ Elínbjört Jónsdóttir Höfundur er nemi í sagnfræði við HÍ og fulltrúi Heimilisiðnaðarfélagsins í þjóðbúningaráði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.