Morgunblaðið - 21.12.2004, Side 41

Morgunblaðið - 21.12.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 41 MINNINGAR ✝ Hrefna Sigur-björg Hákonar- dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 13. september 1927. Hún lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 14. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hákon Einarsson verkamaður í Vík í Mýrdal, f. 9. júlí 1898, d. 1. desember 1987, og Karólína Magnús- dóttir húsmóðir, f. 9. nóvember 1906, d. 30. ágúst 1950. Bróðir Hrefnu var Magnús Hákonarson frá Selfossi, f. 30. desember 1931, d. 2. ágúst 1996. Hrefna kvæntist Kristmundi Gunnarssyni bifreiða- stjóra frá Borgafelli í Skaftár- tungu, f. 2. maí 1925, d. 27. október 1991. Hrefna og Kristmundur eignuðust fimm börn, þau eru: Karólína, f. 1950, bú- sett í Danmörku, gift Jan Jensen, Kristín f. 1955, búsett á Skaga- strönd, gift Vilhelm B. Harðarsyni, Edda, f. 1957, búsett á Blönduósi, gift Steina Kristjánssyni, Hákon Jón, f. 1959, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Hildi Guðmundsdóttur, og Björgvin Þórður, f. 1964, kvæntur Jó- hönnu Jónsdóttur. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin 5. Hrefna og Kristmundur voru alla tíð búsett í Vík í Mýrdal. Hin síðari ár, eftir að Kristmundur dó, bjó Hrefna á dvalarheimili aldr- aðra á Skagaströnd. Útför Hrefnu verður gerð frá Víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Lífið reynist mönnum misjafnlega létt. Ebba eins og hún var kölluð fékk að kynnast lífinu, gleði þess og sorg- um. Hún veiktist af berklum á unga aldri og var fötluð upp frá því. Þess vegna lá hún langtímum saman á sjúkrahúsi í Reykjavík fjarri foreldr- um og aðstandendum. Hún missti móður sína ung. Ung kynntist hún eiginmanni sínum, Kristmundi Gunn- arssyni bifreiðastjóra, ættuðum aust- an úr Skaftártungum, þau bjuggu all- an sinn búskap í Vík. Þau hjón áttu miklu barnaláni að fagna en vegna vinnu Munda var Ebba oft ein með börnin fimm. Eftir að hún missti móður sína bjó faðir hennar á heimili þeirra. Þau bjuggu í lítilli og þröngri 3ja her- bergja íbúð með fimm börn og gamla manninn að auki. Og á haustin dvöldu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma bændur úr Skaftártungu sem voru að vinna í sláturtíðinni í Vík. Það var því oft þétt setinn bekkurinn en það var ekki verið að kvarta þrátt fyrir þrengslin, erilinn, og fötlunina. Því var tekið sem að höndum bar. Það var skóli lífsins sem setti mark sitt á Ebbu og það var í þeim skóla sem hún öðlaðist þrek og viljastyrk. Síðustu ár hefur heilsuleysi hrjáð hana mjög en hún hefur í reynd neit- að að horfast í augu við það því hún var vön að gera alltaf allt það sem hún ætlaði sér að gera, sama hvernig heilsan var. Það var á þeim styrk og þroska sem lífið gaf henni sem hún keyrði síðustu daga, vikur og mánuði. Það kom mér á óvart í sumar þegar að ég hitti hana við útför föður míns í Vík að hún skyldi vera þangað komin, norðan frá Skagaströnd en síðustu ár hefur hún dvalið á elliheimilinu þar í nábýli við dætur sínar tvær, Stínu og Eddu. Þegar ég spurði hana að því hvort það væri nú ekki fullmikið á sig lagt að koma alla þessa leið til að fylgja gamla manninum til grafar, þá sagði hún: „Datt þér annað í hug, Finnur, en að ég kæmi til að fylgja gamla manninum“. Milli þeirra var einstaklega gott samband og náinn vinskapur alla tíð. Það sem styrkti vinskapinn hin síðari ár var sameig- inleg upplifun á því að missa þann sem þau elskuðu en bæði misstu þau maka sína með 5 mánaða millibili á árunum 1991 og 1992. Í þeirri sorg og þeim söknuði höfðu þau styrk og stuðning hvort af öðru. Ebba átti erf- itt með gang vegna fötlunar sinnar en faðir minn var á þeim tíma sérstak- lega léttur á fæti og sá því um inn- kaup og aðra snúninga fyrir þau bæði. Hann varð síðan daglegur kost- gangari hjá Ebbu alveg þar til hún flutti frá Vík norður á Skagaströnd. Ég tengdist Ebbu og Munda mjög fljótt og áður en ég man eftir mér því ég fæddist í húsinu þeirra. Skömmu áður en ég fæddist brann hús foreldra minna og á meðan það var í endur- byggingu dvöldum við hjá Ebbu og Munda. Alla tíð var náið, traust og gott samband milli fjölskyldnanna. Eftir að ég fluttist að heiman og sett- ist að í Reykjavík hélt ég ágætu sam- bandi við þau því það var jafnsjálfsagt að heimsækja þau og foreldra mína þegar ég kom til Víkur. Yfir heimili þeirra Ebbu og Munda ríkti alla tíð kærleikskyrrð og alúð góðrar gest- risni mætti þeim mörgu sem þangað áttu leið, frændfólki, ættingjum og vinum. Nú þegar komið er að kveðjustund er samleið góð, vörðuð mörgum minningum og góðum þökkuð. Við bræður og fjölskyldur okkar sendum börnum Ebbu, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur og þökkum kær og dýrmæt kynni. Finnur Ingólfsson. Hrefna Hákonardóttir er nú sofn- uð svefninum langa. Ég kynntist Ebbu eins og hún var alltaf kölluð þegar hún varð tengdamóðir Vil- helms sonar míns. Við fyrstu sýn datt mér ekki annað í hug en að þessi kona hefði alla tíð verið borin á gullstól og ekki dýft hendi í kalt vatn. Hún hafði framkomu og reisn heimsborgara- konu. Sjálfstæð, reist og ákveðin með hlýtt viðmót en fljótt brá fyrir glettni og kátínu. Þrátt fyrir að hafa frá unga aldri gengið í gegnum þann erfiða lífsins skóla sem langtíma sjúkrahús- vistun langt frá fjölskyldu sinni og vinum er, þá var glaðværð hennar einkenni. Koma síðan út og læra að lifa lífinu á nýjum forsendum, það er ekki á hvers manns færi. Ég sem verðandi tengdamóðir dóttur hennar fór varlega í að kynnast henni. Fljót- lega sá ég að gullstólinn hafði hún aldrei yljað en kalda vatnið hefur hún sjálfsagt oft þurft að notast við með sína stóru fjölskyldu á þeim tíma er þægindin voru af skornum skammti og allt þurfti að vinna á fjölskylduna en Ebba var sérstaklega lagin við sauma og fína vinnu. Dugnaður henn- ar við sitt heimili hefur verið með ein- dæmum. Stórt heimili og alltaf opið gestum og gangandi. Alltaf bar hún höfuðið hátt. Að vera tengdasonur hennar tel ég forréttindi. Þótt ekki væri nema fyrir geislandi brosið sem hún sendi hon- um er hún talaði við hann eða um hann. Um leið og ég kveð og þakka þess- ari stórbrotnu konu sendi ég öllu fólk- inu hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir. Okkur langar að minnast hennar Ebbu hans Munda nokkrum orðum. Ebba var gift Munda frænda en hann lést árið 1991. Við vitum að Ebba hef- ur oft verið einmana eftir að Mundi dó, þau voru svo samhent hjón að manni fannst ómögulegt að þau gætu hvort án annars verið. Heimili þeirra í Vík í Mýrdal er samofið æskuminningum okkar og hafa minningabrotin hrannast upp hjá okkur hverju um sig síðustu daga. Við heyrum hláturinn, heyrum söng- inn og gleðina. Ebba var mjög tilfinn- ingarík manneskja en bar tilfinningar sínar ekki á torg. Oft sást þó tár á hvarmi sem bæði gat verið tengt sorg og gleði. Eftir að við fullorðnuðumst gerð- um við okkur grein fyrir því, að Ebba var mikið líkamlega fötluð en ein- hvern veginn tókum við aldrei eftir því sem börn. Hún var í mikið upp- hækkuðum skó á öðrum fæti og var það bara stóri skórinn hennar Ebbu. Fyrst eftir að Mundi dó, bjó Ebba áfram í Víkinni en flutti svo norður á Skagaströnd. Ein af minningum okkar um Ebbu er, þegar hún dvaldi fyrir rúmum tveimur árum hjá foreldrum okkar og kom með þeim í afmælisboð til Möggu. Þegar líða tók á kvöldið fékk fólk sér tár í glas og byrjaði að syngja. Það var sungið af mikilli innlifun við gítarundirleik. Litlu krakkarnir sungu fyrir Ebbu „Frost er úti, fugl- inn minn“. Hún sat og horfði á litlu börnin og grét. Þau stoppuðu sönginn en þá brosti Ebba og bað þau að syngja áfram, því henni þætti söngur þeirra svo fallegur. Söngur var henn- ar líf og yndi. Elsku Lína, Stína, Edda, Konni og Björgvin, við vottum ykkur og fjöl- skyldum ykkar dýpstu samúð okkar. Megi minningin um yndislega móður, tengdamóður, ömmu og langömmu ylja ykkur um ókomna tíð. Frost er úti, fuglinn minn, ég finn hvað þér er kalt. Nærðu engu í nefið þitt, því nú er frosið allt? En ef þú bíður augnablik ég ætla að flýta mér, að biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér. Við kveðjum Ebbu hans Munda með söknuði og biðjum henni guðs blessunar. Gunnar, Margrét, Kristín og María Katrín. HREFNA SIGURBJÖRG HÁKONARDÓTTIR Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands Elskuleg systir mín, mágkona og frænka, MARÍA ÞURÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Reyðarfirði, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, sem andaðist þriðjudaginn 14. desember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 22. desember kl. 13.00. Vigfús Ólafsson, Sigrún Guðnadóttir, Ólafur Vigfússon, María Anna Clausen, Vigfús Már Vigfússon, Ingunn J. Sigurðardóttir, Þórhallur Vigfússon, Þuríður Guðjónsdóttir, Valgerður Vigfúsardóttir og börnin hennar Maju ömmu. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR VALDIMARSSON frá Varmadal, Vestmannaeyjum, lést á deild 11E Landspítala við Hringbraut sunnudaginn 19. desember. Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu miðvikudaginn 22. desember kl. 11. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 29. desember kl. 14. Anna Aðalbjörg Sigfúsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Ingibergur Óskarsson, Sigfús Pétur Pétursson, Salome Ýr Rúnarsdóttir, Valdimar Helgi Pétursson, Anna Valsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Óskar Pétur Ingibergsson, Stefán Örn Ingibergsson, Susanna Sif Sigfúsdóttir. Bestu þakkir til ykkar, sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar sonar okkar, bróður, frænda og barnabarns, ELVARS FANNARS ÞORVALDSSONAR, Bárustíg 14, Sauðárkróki. Megi guð gefa ykkur gleðilega jólahátíð. Ólöf Harðardóttir, Þorvaldur Steingrímsson, Þráinn Þorvaldsson, Sunna Ósk Þorvaldsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR EINARSSON frá Iðu í Biskupstungum, Heiðarbrún 88, Hveragerði, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands föstu- daginn 17. desember. Hann verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 28. desem- ber kl. 14.00. Sigríð Valdimarsdóttir, Ásdís Birna Stefánsdóttir, Sigurður Hjalti Magnússon, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Kristján Línberg Runólfsson, Einar Guðmundsson, Inga Línberg Runólfsdóttir, Valdimar Ingi Guðmundsson, María Björnsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Hjalti Ben Ágústsson, Ásta María Guðmundsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, LILJA ÓLAFSDÓTTIR, Sörlaskjóli 78, Reykjavík, sem lést laugardaginn 11. desember, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 23. des- ember kl. 13.00. Björn Þ. Þórðarson, Þórunn B. Björnsdóttir, Pálmi V. Jónsson, Sigurður H. Björnsson, Þórunn Ólafsdóttir, Bryndís Anna Björnsdóttir, Edda Björnsdóttir, Jakob Pétursson, Páll Björnsson, Lilja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar, SIGURÐAR E. PÁLSSONAR, Leifsgötu 32. Kærar þakkir til þessa ágæta hjúkrunarfólks, Sigurðar Böðvarssonar læknis, starfsfólks deildar 11G Landspítala Hringbraut og líknar- deildar Landspítalans, Kópavogi. Guðríður Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Páll Ólafur Pálsson, Hreinn Pálsson, Guðmundur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.