Morgunblaðið - 21.12.2004, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.12.2004, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 51 MENNING Félagsstarf Aflagrandi 40 | Jóga kl. 10, línudans kl. 11, postulínsmálun kl. 13, baðþjón- usta þriðju-, fimmtu- og föstudaga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45, smíði/útskurður kl. 13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, böðun, vefnaður, leikfimi, boccia, fótaaðgerð. Línudans fellur niður í dag vegna jólatrés- skemmtunar. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 sam- verustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik- félagið Snúður og Snælda, æfing kl. 13. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasal- ur opinn, allar upplýsingar á staðnum, s. 575 7720 og www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, glerskurður, myndlist, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 12.15 Bónusferð, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Allir leiðbeinendur komnir í jólafrí og þar af leiðandi liggur öll föst starfsemi niðri þar til í jan. Áramóta- dansleikur verður fimmtudaginn 30. des. kl. 20.30. Gleðilega hátíð öll söm- ul. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–13, boccia kl. 9.30–10.30, helgi- stund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jó- hannssonar. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir – hársnyrting. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf, betri stofan og vinnustofan opin alla daga, á mánudögum framsögn og framkoma, kennari Soffía Jakobs- dóttir leikari, leikfimi kl. 10, bókabíll 14.15, Bónusferð kl. 12.40, hárgreiðslu- stofa s. 568 –3139, fótaaðgerðarstofa s. 897–9801. Allir velkomnir, upplýs- ingar í síma 568–3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Þorvald- ur Halldórsson kemur í morgunstund með Þórdísi Ásgeirsdóttur kl. 10.30, allir velkomnir. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, kl. 9 smíði, kl. 9–16.30 opinvinnustofa, kl. 13–16.30 postulínsmálning, kl. 14 leik- fimi, kl. 9 opin hárgreiðslustofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9.15–15.30 handa- vinna kl. 9.15–16 postulínsmálun kl. 10.15–11.45 enska, kl 13–16 bútasaum- ur, kl 13–16 frjáls spil, kl 13–14.30 les- hringur. Aðventuferð verður þriðju- daginn 21. desember kl. 14.30 aðventukaffi á Vesturgötu 7, kl. 15.15, ekið til Hafnarfjarðar, Kópavogs, Ár- túnshveri, Grafarvog og miðbæ Reykjavíkur. Komið við í Garðheimum. Skráning í síma 535–2740. Allir vel- komnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt kl. 9–16 hárgreiðsla kl. 9, fótsnyrting kl. 9.30, félagsvist kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20.30. Allir eru hjartanlega velkomnir. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli verður næst þriðjudaginn 11. janúar 2005. Gleðileg jól. Grafarvogskirkja | „Morgunstund gef- ur gull í mund.“ Morgunstundir alla virka daga aðventunnar kl. 7. Hver stund samanstendur af ritningarlestri, hugleiðingu og bæn og tekur um 10–15 mín. Gefur fólki tækifæri til að eiga friðar- og kyrrðarstund í erli aðvent- unnar. Morgunverður í safnaðarsal að helgihaldi loknu. Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Fyrir- bænaguðsþjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrð- arstund í kirkjunni þriðjudaginn 21. desember kl. 12.10. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Við óskum öllu starfsfólki deild- arinnar innilegra gleðilegra jóla og áframhaldandi farsæls starfs á kom- andi ári. Anna Pálsdóttir, Helga Árnadóttir, Hjördís Hilmarsdóttir, Sigrún Klara Hannesdóttir. Tinni er týndur TINNI er búinn að vera týndur í 2 mánuði. Hann er kolsvartur 3 ára fress með lítið bitfar á hægra eyr- anu. Hann er eyrnamerktur, en er ekki með ól. Tinni er mjög blíður og mannelskur, á það til að elta fólk. Ef ein- hver hefur séð til hans eða veit eitthvað um hann, þá er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 698 4942. Hans er sárt saknað, fundarlaun. (Hann er þrekn- ari í dag, en hann er á myndinni.) Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Dýrlegir dagar í Hafnarfirði VIÐ erum fjórar konur á besta aldri, sem hittumst fyrsta sinni í byrjun desember í einni af sjúkrastofum handlæknisdeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Erindi okkar allra var að fara í aldurstengda klössun eins og gengur. Það er ekki tilhlökkunar- efni að þurfa að láta krukka í sig en við vorum allar ákveðnar í því að allt gengi vel og lögðum okkar traust á starfsfólkið og auðvitað okkur sjálf- ar. Það er skemmst frá því að segja að hvergi hefur okkur liðið eins vel á heilbrigðisstofnun. Í fyrsta lagi kom okkur stöllunum ákaflega vel saman, auk þess sem hver einasti starfs- maður, sem við áttum samskipti við, var til fyrirmyndar í alla staði. Góð framkoma og alúð í starfi er það sem einna mestu máli skiptir í stofnunum sem þessari og sjálfsagt er það í fyrsta skipti, sem við yfirgáfum sjúkrahús með hálfgerðum söknuði. 1. d4 Rf6 2. Rf3 c5 3. c3 g6 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. 0-0 Bg7 7. Rbd2 0-0 8. He1 d5 9. Re5 Rc6 10. Rdf3 Hc8 11. Rxc6 Bxc6 12. Bh3 Bd7 13. Bf1 Bc6 14. Re5 Bb7 15. a4 Re4 16. f3 Rd6 17. e3 Dc7 18. a5 f6 19. axb6 axb6 20. Rd3 e5 21. Rf2 e4 22. f4 Ha8 23. Bd2 Hxa1 24. Dxa1 Ha8 25. Db1 Dc6 26. b3 Ba6 27. Db2 Bxf1 28. Hxf1 c4 29. b4 Da4 30. Hb1 Bf8 31. Kf1 Rb5 32. Ke2 f5 33. Rd1 Kf7 34. Rf2 Da2 35. Rd1 Ke6 36. Dxa2 Hxa2 37. Hb2 Ha1 38. Be1 Kd7 39. Bd2 Kc6 40. Be1 Ra3 41. Kd2 Kb5 42. Bf2 Ka4 43. Be1 Be7 44. Bf2 Rb5 45. Kc2 Ka3 46. Hb1 Ha2+ 47. Hb2 Í tilefni þess að prýðilegar líkur eru á því að heimsmeistarinn fyrrver- andi, Bobby Fischer, verði leystur úr haldi í Japan og komist til sögueyj- unnar góðu í norðri verða næstu daga birtar nokkrar fléttur af hendi banda- ríska snillingsins á síðasta Ólympíu- skákmótinu sem hann tók þátt í en það var í Siegen árið 1970. Hér hafði hann svart gegn Armando Acevedo frá Mexíkó. 47. ... Rxc3! 48. Kxc3 Ha1 og hvítur gafst upp enda taflið tapað þar eð eftir 49. Kc2 Hxd1! vinnur svartur. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. JÓLATÓNLEIKAR voru haldnir í Langholtskirkju klukkan 11 á föstu- dagskvöldið. Mun það vera árlegur viðburður; þegar Jón Stefánsson kórstjóri ávarpaði áheyrendur þakkaði hann sumum þeirra fyrir að hafa komið reglulega á þessa tón- leika í aldarfjórðung. Að þessu sinni voru einsöngv- ararnir tveir, Ágúst Ólafsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir, en einn- ig sungu kór og gradualekór kirkj- unnar. Nokkrir hljóðfæraleikarar komu auk þess við sögu, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Kjartan Valdimarsson djasspíanisti, Pétur Grétarsson slagverksleikari, Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari og fleiri. Efnisskráin var hefðbundin, flest vinsælustu jólalögin voru sungin; Hátíð fer að höndum ein, María fer um fjallaveg, Klukkna- hljóð og fleiri. Flutn- ingurinn var dálítið misjafn; Kór Lang- holtskirkju var ekki alveg nógu góður í byrjun, innkomur voru ögn ónákvæmar, inntónun var ekki fyllilega rétt og sér- staklega áberandi var fremur óhreinn söng- ur tenóranna. Sópr- aninn var líka á köfl- um óþægilega hvass. Þetta lagaðist þó er á leið, smám saman varð söngurinn heildstæðari og tærari, og undir lokin var allt eins og það átti að vera. Gradualekórinn var betri strax í upphafi, söngur hans var öruggur miðað við að þetta eru börn; túlk- unin var í það heila sannfærandi og kom prýðilega út. Eins og fyrr segir voru tveir ein- söngvarar á tónleikunum, þau Ágúst og Ólöf Kolbrún. Eftir dálítið daufa byrjun náði Ágúst sér fljótt á strik og hljómaði rödd hans þá ákaflega vel; hún var í senn fókuseruð, breið og tilfinningaþrungin. Síðri var frammistaða Ólafar Kolbrúnar, túlk- un hennar virtist að vísu einlæg en víbratóið var of mikið fyrir ein- föld jólalög. Samt hljómaði hún betur núna en í Sálumessu Mozarts fyrr á árinu. Ekki var hægt að finna neitt að hljóðfæra- leiknum; djasspíanó- leikur Kjartans var glæsilegur, org- elleikur Láru Bryndísar var markviss, flautusóló Hallfríðar voru ljóðræn, annað var sömuleiðis gott. Í heild voru þetta ágætir tón- leikar; söngurinn stóðst reyndar ekki alltaf væntingar en rétta stemningin var alltént í kirkjunni – kannski er ekki hægt að biðja um meira svona seint á kvöldin. Klukknahljóð um nótt TÓNLIST Langholtskirkja Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju ásamt ýmsum hljóðfæra- leikurum undir stjórn Jóns Stefánssonar fluttu jólatónlist. Einsöngvarar: Ólöf Kol- brún Harðardóttir og Ágúst Ólafsson. Kórtónleikar Jónas Sen Jón Stefánsson ER TIL huldufólk? Dreymir mann fyrir daglátum? Getur sjúkur læknast á yfirnáttúrlegan hátt? Spurningum af þessu taginu mundi margur svara hiklaust, játandi eða neitandi. Sumir trúa. Aðrir ekki. Margsannað, segja sumir. Hjátrú og hindurvitni, segja aðrir. Áhuginn að skyggnast á bak við tjaldið hlýtur þó að vera talsvert almennur. Ella mundu bækur um dulræn efni ekki seljast svo mjög sem raun ber vitni. Alltént er þetta hluti af okkar marg- slungnu og mótsagnakenndu þjóðtrú og – þjóðfræðum! Vafalaust er til fólk sem gerir sér upp dulrænar gáfur. Fleiri mundu hinir þó vera sem segja satt og rétt frá reynslu sinni, allt eins þótt hún kunni að vera óvenjuleg eða jafnvel – með leyfi að segja – dulræns eðlis. Þeir, sem krefjast raunhæfra skýringa, skyldu þá leita þeirra með sínum ráðum. Allir hlutir eru í raun dularfullir þar til grafist hefur verið fyrir orsakir þeirra. Þar með taldir draumar, svipir framliðinna, reim- leikar í húsum, að ógleymdri tilvist álagabletta sem sumir telja sig nú geta útskýrt. Steinunn Eyjólfsdóttir, sem tekið hefur saman og skráð þessar dul- rænu sögur, »flestar ættaðar af Vest- fjörðum,« eins og stendur á titilsíðu, er ljóslega í hópi þeirra sem trúa að til sé fleira en það sem allir sjá og heyra. Jafnframt gerir hún sér ljóst að sumir munu trúa varlega; kemur þá til móts við slíka með því að ljúka sögu með orðum eins og: »Mörg vitni voru að þessari furðu.« Enn- fremur heldur hún því fram að allir menn séu dulargáfu gæddir, en ræki hana misjafnlega og fari árangurinn eftir því. Fyrst segir frá draumum. Það er hvergi ófyrirsynju því alla dreymir. Og í draumi getur maður umskapað veruleikann, talað við látna eins og þeir séu lífs og ferðast óhindrað fram og aftur í tíma og rúmi. Ljóst er að fólk hefur löngum trúað á drauma. Frægasta dæmið er auðvitað draumar Guð- rúnar Ósvífursdóttur sem Gestur Oddleifsson réð. Draumtákn eru mörg og margvísleg eins og fram kemur hjá Steinunni, t.d. mannanöfn, sum hörð og þá fyrir illu, önnur þekkileg og þá fyrir góðu. Enn- fremur getur manni vitrast í draumi það sem útilokað er að sjá fyrir sér í vöku. Dæmi má taka af Gerði í Vest- mannaeyjum. Hún átti kött sem í upphafi leitaði á náðir hennar af göt- unni, illa til reika, en varð með tím- anum »virtur heimilisköttur« eins og segir í sögunni. Dag einn er kisi horf- inn og finnst ekki þrátt fyrir mikla leit. Þá er það nótt eina að Gerði dreymir kisa sinn sem segir við hana: »Þú þarft ekki að leita að mér. Ég er dauður.« Alkunna er að trúin á dulmögn og drauma tengist oft eilífðartrú og farsældarhyggju. Mað- ur leitar á vit hins hug- læga og dulda vegna þess að lífið hefur ekki leikið við hann í raun- veruleikanum. Fyrir því má finna margan stað í þessari bók Steinunnar. Þá hefur löngum verið talið að dýr, einkum hundar, að ekki sé talað um hesta, sæju og heyrðu það sem mönnum væri hulið og segir Stein- unn minnisstæðar sögur af því. Bókin endar svo á ritgerð um ís- lenskar spákonur. Er sú samantekt að nokkru leyti byggð á viðtölum við þekktar konur úr þeirra hópi. Þær koma þó fram undir dulnefni. Sumar þeirra eru einnig sagðar stunda hug- lækningar. Þess er einneginn getið, svo sem til frekari áréttingar, að kon- ur fremur en karlar láti til leiðast að spá fyrir fólki. Ástæðan getur verið augljós. Konur eru meiri félagsverur. Karlmenn spekúlera í hlutum. Konur í öðru fólki. Því kemur vart á óvart að meðal sögumanna höfundar skuli konur vera í meirihluta samkvæmt heimildatali. Draumar og duldir BÆKUR Dulrænar sagnir Höf. Steinunn Eyjólfsdóttir. 136 bls. Vestfirska forlagið. Hrafnseyri, 2004. Yfir ljósmúrinn Erlendur Jónsson Steinunn Eyjólfsdóttir DAGBÓK Pantanir í síma: 562 0200 Aðeins 3.590 kr. H rin gb ro t Ein magnaðasta bygging Reykjavíkur á daginn. Eitt besta veitingahúsið á kvöldin. Þorláksmessa - 23. desember Frá hádegi á Þorláksmessu og fram eftir degi bjóða matreiðslumeistarar Perlunnar upp á sannkallaða skötuveislu sem enginn skötuunnandi má láta framhjá sér fara. Á meðan er einnig hægt að gæða sér á vinsælasta jólahlaðborði landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.