24 stundir - 15.12.2007, Síða 2

24 stundir - 15.12.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir METSÖLUHÖFUNDUR MEÐ NÝJA BÓK Á meðan blóðugar fréttir berast yfir Erma- sundið af byltingunni í Frakklandi takast börnin Jem og Maggý á við breytingar í eigin lífi. Skáldið og róttæklingurinn William Blake er nágranni þeirra og börnin blása honum í brjóst söngva um sakleysi æsk- unnar. Einstæð mynd af horfnum heimi. J E N T A S www.jentas.com NEISTAFLUG - LUNDÚNIR 1792 Meistaraverkið um þjónustu stúlkuna Griet og hollenska málarann Johannes Vermeer nú fáanleg í kilju. STÚLKA MEÐ PERLUEYRNALOKK er bandarísk og bús ett í Lundúnum. Hún var gestur bókmenntahátíðar í september. „Þetta er bók sem ætti að lesast af öllum...“ Mbl. Tracy Chevalier Fæst í helstu skartgripaverslunum um land allt WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? VÍÐA UM HEIM Algarve 17 Amsterdam 5 Ankara 3 Barcelona 12 Berlín 3 Chicago -3 Dublin 9 Frankfurt 1 Glasgow 8 Halifax -4 Hamborg 3 Helsinki -3 Kaupmannahöfn 4 London 4 Madrid 10 Mílanó 7 Montreal -11 München 1 New York 2 Nuuk __ Orlando 19 Osló -8 Palma 22 París 0 Prag -1 Stokkhólmur -1 Þórshöfn 10 Sunnan 13-18 m/s og dálítil slydda eða snjó- koma við vesturströndina, en annars mun hægari og bjart. Kólnar og frystir sums staðar norðaustanlands. VEÐRIÐ Í DAG 5 4 3 4 3 Slydda eða snjókoma Suðaustan og síðar sunnan 15-20 m/s, en allt að 25 m/s vestast á landinu. Slydda eða rign- ing, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 7 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 6 4 4 4 4 Allt að 25 m/s vestast Jólalegasti jólaglugginn í mið- bænum verður verðlaunaður í dag en það er verslunin 38 þrep á Laugavegi sem hefur jólalegasta gluggann að mati dómnefndar. Oddný Sturludóttir, formaður Miðborgar Reykjavíkur, veitir við- urkenninguna klukkan þrjú í dag. Matthildur Leifsdóttir, eigandi í 38 þrepum, segir útstillinguna ekki hefðbundna gluggaútstillingu. „En henni var ætlað að vera skírskotun í gamla tímann og ylja manni um hjartarætur.“ Matthildur segir það ekki rétt sem oft sé haldið fram að allt sé eyðilagt í miðbænum. „Það sem er fallegt er látið í friði, ef það er gert af alúð.“ Það sé helst veðrið sem hefur áhrif á skreytingarnar auk þess að hafa svolítil áhrif á verslun. Aðrar búðir sem þóttu skara fram úr voru Blómálfurinn, Kisan, Max Mara, Sjáðu og Steinunn. aak Jólalegasti jólaglugginn í miðbænum er hjá 38 þrepum Það fallega er látið í friði Til skoðunar er hjá fangelsis- málayfirvöldum að taka upp raf- rænt eftirlit með föngum. Myndi slíkt eftirlit einkum nýtast í þeim tillfellum þar sem um stutta dóma væri að ræða eða í þeim tillfellum þegar föngum væri veitt reynslu- lausn. Í Danmörku og Svíþjóð er slíku eftirliti þegar beitt. Norð- menn stefna að því að taka upp sams konar kerfi og sömu sögu er að segja um Finna. Valtýr Sigurðsson fangelsismála- stjóri segir að eftirlit af þessu tagi gæti sparað á bilinu 10-20 fangels- ispláss. „Lengd dóma hefur aukist mikið á síðustu árum. Það vantar fangelsispláss nú þegar og svona eftirlit gæti verið einn hluti af lausninni. Það breytir ekki nauð- syn þess að byggja nýtt fangelsi.“ fr Eftirlit með föngum utan fangelsa mögulegt Fangelsismálastjóri vill rafrænt eftirlit Fjögur félög deildu með sér sjö milljóna króna styrk frá Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga, sem veittur var í gær. Lagt var upp með að styrkja fólk til sjálfshjálpar. Stykhafarnir eru Átak, Systkinasmiðjan, Félag einstæðra foreldra vegna starfs- menntasjóðs og Bandalag kvenna vegna starfsmenntasjóðs. gag 7 milljónir frá Góða hirðinum Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Fólk spyr mig oft hvers vegna ég hafi valið Ísland og ég segi því að það sé aðallega vegna þess að hér er gott veður og ódýr bjór,“ segir Lu- ciano Domingues Dutra frá Brasilíu en hann er einn þeirra tíu sem fengu íslenskan íslenskan ríkisborg- ararétt með lögum frá Alþingi í gær. Alþingi veitir tvisvar á ári undan- þágu frá reglum um ríkisborgara- rétt. „Svona án gríns þá er mjög gott að búa á Íslandi og mjög skemmti- legt fólk,“ segir Luciano. „Ég er al- veg hættur að hugsa um að flytja til baka.“ Að hans sögn voru það tungu- málið og bókmenntirnar sem drógu hann til Íslands. Luciano lærði ís- lensku fyrir útlendinga í Háskóla Ís- lands en hann vinnur núna í Al- þjóðahúsi auk þess að vera sjálfstætt starfandi túlkur og þýðandi. Hann segist ekki hafa orðið fyrir fordómum. „Ég verð að segja að ef ég hef lent í fordómum þá er það bara á jákvæðan hátt því þegar ég segi fólki að ég sé frá Brasilíu þá er það mjög jákvætt. Ég vil bara þakka fyrir tækifærið að fá að vera hérna.“ Áfram sama manneskjan Liliam Yisel Gutierrez Ortega flutti til Íslands frá Kólumbíu árið 1999 en frænka hennar bjó hér á landi. „Ég ætlaði fyrst bara að vera í ár eftir menntaskóla en svo ákvað ég bara að vera áfram,“ segir hún en játar að hún sakni heimalandsins svolítið. Henni líður þó vel á Íslandi og er himinlifandi með að vera komin með ríkisborgararétt. „Það breytir samt ekki mjög miklu fyrir mig, ég verð áfram sama manneskj- an,“ segir Liliam en bætir við að mun auðveldara verði fyrir sig að ferðast nú en áður. Hún stefnir að því að klára listnámsbraut í Iðn- skólanum í vetur og langar í fram- tíðinni að læra innanhúsarkitektúr. „Það er eitt sem ég vil að sé alveg á hreinu og það er að Ísland er stað- ur þar sem maður fær mjög mikil tækifæri sem útlendingur,“ segir Liliam og bætir við: „Eins og Íslend- ingar segja stundum, Ísland best í heimi.“ Mörg tækifæri fyrir útlendinga  Tíu nýir ríkisborgarar í gær  Kom frá Kólumbíu til að læra ís- lensku  Gott veður og ódýr bjór heillaði Luciano frá Brasilíu Luciano Kom til Íslands út af góðu veðri og ódýrum bjór. ➤ Samkvæmt 6. grein laga umíslenskan ríkisborgararétt getur Alþingi veitt ríkisborg- ararétt með lögum. ➤ Börn fá íslenskan ríkisborg-ararétt við fæðingu eigi þau íslenska móður eða föður sem býr með móðurinni. ➤ Um veitingu ríkisborg-araréttar með stjórnvalds- aðgerð gilda strangar reglur. RÍKISBORGARARÉTTUR STUTT ● Fíkniefni Lögreglan fann 200 grömm af hassi og lítilræði af amfetamíni í húsleit í miðborg- inni í fyrrakvöld. Karl og tvær konur á miðjum aldri voru handtekin. ● Handteknir Lögreglan handtók þrjá 17-19 ára pilta og grunaði um fíkniefnamis- ferli. Til þeirra náðist á hafn- arsvæði borgarinnar. ● Byssa Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Bankastræti með fíkniefni og riffil í bíl sínum. Dómur Héraðsdómur Suður- lands dæmdi karlmann í mán- aðar fangelsi fyrir innbrot í sumarbústaði og fleiri afbrot. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.