24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 35

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 35
24stundir LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 35 Bjórframleiðendur í Skotlandi vara við því að verðið á bjór- kollunni gæti hækkað upp í 500 krónur á næsta ári. Kenna þeir hækkandi heimsmark- aðsverði á byggi og humlum um. Kráareigendur óttast að hækkanir muni fá fleiri til að kneyfa ölið heima hjá sér af sparnaðarástæðum. Nú þegar finni þeir fyrir þrýstingi vegna lægra verðs hjá stórmörk- uðum, en þetta geti riðið margri kránni að fullu. aij Samkeppniseftirlitið ákvað á fimmtudag að aðhafast ekki frekar vegna samruna Innness og Select. Í niðurstöðu eftirlitsins kem- ur fram að engin atriði hafi komið í ljós sem bendi til þess að innlend samkeppni raskist. Við kaupin væri Innness að auka þjónustu sína og fara inn á markað sem fyrirtækið hefði að takmörkuðu leyti starfað á áður. Að mati Samkeppniseftirlits- ins fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna þar sem veltuskilyrði ákvæð- isins eru uppfyllt. mbl.is Icelandic Group hf. og Finn- bogi A. Baldvinsson hafa komist að samkomulagi um að afturkalla viljayfirlýsingu um sölu á 81% eignarhlut í Icelandic Holding Germany, til Pickenpack Gelmer SAS í Frakklandi. Í tilkynningu frá Icelandic segir, að ástæðuna fyrir afturkölluninni megi fyrst og fremst rekja til skil- yrða á alþjóðlegum fjármála- málamörkuðum, sem hafi ver- ið sérlega óhagstæð frá því að skrifað var undir viljayfirlýs- inguna. mbl.is Skotland Bjórsopinn verður dýrari Samkeppniseftirlitið Samruni sagð- ur vera í lagi Icelandic Group hf. Hætta við sölu á Icelandic Hluthafafundur FL Group samþykkti í gær- morgun að veita stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 3,6 milljarða að nafnverði. Þetta verður gert með útáfu nýrra hluta í félaginu á genginu 14,7. Tilefni hlutafjár- aukningarinnar er fjármögnun á samningi fé- lagsins við Baug Group og félög tengd Baugi um kaup FL Group á hlutum í fasteignarfélögum og -sjóðum. Hlutirnir verði afhentir Baugi Group sem greiðsla fyrir þá hluti. Tilgangur félagsins að ávaxta fé hluthafa Samþykktum félagsins var einnig breytt á fundinum. Nú er kveðið á um það að tilgangur félagsins sé sá að ávaxta fé sem hluthafar hafa bundið í starfsemi þess með fjárfestingum. Þær fjárfestingar geti verið ýmsar en meðal annars í dóttur- og hlutdeildarfélögum FL Group. Þá var kosið í stjórn félagsins og voru að- almenn kjörnir Gunnar S. Sigurðsson, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Ed- wald, Pálmi Haraldsson, Þórður Már Jóhann- esson og Þorsteinn M. Jónsson. Engin ný tíðindi á fundinum Að sögn Halldórs Kristmannssonar, fjöl- miðlafulltrúa FL Group, voru allar tillögur sem lágu fyrir fundinum samþykktar samhljóða. „Það var svo sem ekkert nýtt sem þarna kom fram, í raun og veru var bara verið að fara yfir það sem hafði verið kynnt áður. Hluthafafundur þarf auðvitað að samþykkja þær breytingar sem boðaðar höfðu verið. Það verða engar stórar breytingar á rekstri félagsins. Það stendur sterkt og við erum að skoða ýmis fjárfestingartækifæri á markaðinum.“ freyr@24stundir.is Samþykkt að auka hlutafé í FL Group um 3,6 milljarða á hluthafafundi í gærmorgun Aukningin fer í að borga Baugi Group 24stundir/Ómar Breytingar Baugur hefur þeg- ar sett mark sitt á FL Group.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.