24 stundir


24 stundir - 15.12.2007, Qupperneq 76

24 stundir - 15.12.2007, Qupperneq 76
76 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Ef maður hugsar til baka þá hefur bara gengið vel, annars væri ég löngu hættur þessu. Ég lék fyrst jólasvein árið 1956 en fór fyrst í búning árið 1947 sem mér fannst mikil upplifun. Það hefur svo sem ýmislegt komið fyrir en það hefur þá verið undirbúið eins og að jólasveinninn missti nærri niður um sig buxurnar en gat bjargað sér fyrir horn. Fyrst var ég dálítið klaufsk- ur í því hvenær jólasveinninn kæmi inn en það skiptir miklu máli að krakkarnir séu tilbúnir og séu ekki í miðjum drekkutíma þegar jólasveinninn mætir. Þetta er nú yfirleitt vel skipulagt þannig að allt fari eftir áætlun. Jólasveinninn þarf að vera kátur, glaður og góður og kunna að gæta hófs, því það er eins með þetta og annað sem maður gerir í lífinu að hægt er að fara yfir markið. Síðan er að velja skemmtileg lög sem börnin kunna og þeim finnst gaman að heyra hvernig jólasveinarnir búa og hvernig er útlits inni hjá þeim. Þau fá heilmikið að vita um þetta þegar þau hringja í Askasleiki, foringja jólasveinanna, sem situr fyrir svörum barnanna í helli uppi í Útvarpshúsi fyrir jólin. Þá á jólasveinninn sérstakan galdralurk sem er mjög merkilegt tæki, en hann er hægt að nota sem síma eða kíki auk þess sem hægt er að sitja á honum og fljúga um loftin blá eða nota hann til að temja norðurljósin. Ketill Larsen, jólasveinn Jólasveinninn á galdralurk 24 Stundir/Kristinn Ingvarsson Það er nóg að gera hjá okkur í desemer enda jólaböllin alltaf jafn vinsæl. Bráðnauðsynlegt er að fá jólasveina í heimsókn á jólaball en það er ekkert jólaball án þeirra svo og undir- leikara og forsöngvara til að stjórna ballinu. Það er mikilvægt að hafa einhvern til að leiða sönginn þar sem fólk syngur jólalögin bara einu sinni á ári og man ég þau því mis- vel. Einnig sjáum við um að skipuleggja alls konar skemmtiatriði, á stærri jólaböllum fáum við t.d. dýrin í Hálsaskógi og Stíg og Snæfríði úr Stundinni okkar í heimsókn. Ég er jólabarn út í gegn og gæti varla verið í mínu starfi öðruvísi þar sem maður þarf að lifa og hrærast í jólunum svo miklu lengur en bara jólamánuðinn. Það er líka eins gott að hafa gaman af þessu til að þetta sé al- mennilega gert. Nú erum við einnig að sýna jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið í Skemmtihúsinu og höfum við haldið nokk- ur jólaböll þar sem fyrst er komið saman á jólaballi með öllu tilheyrandi og síðan farið á leiksýningu. Þá koma jólasveinarnir í heim- sókn, veitingar eru í boði og svo fá krakk- arnir að hitta leikarana eftir sýningua. Allar frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess. Anna Bergljót Thorarensen, eigandi Kraðaks ehf. Jólasveinarnir eru ómissandi Við félagarnir Tómas Grétar Ólason, Haukur Heiðar Ingólfsson og Magnús Ingimarsson bjuggum til sérstakan söngleik til að flytja á jólaböllum og fluttum hann í ein 20 ár. Ég byrjaði að skemmta á jólaböllum árið 1961 og var alltaf mikill fjöldi barna þar sam- ankominn. Við bjuggum til tvær jólalaga- syrpur auk fjölmargra nýrra jólalaga sem við sömdum og ég fór síðan niður á gólf og söng og gekk í kringum jólatréð með börnunum. Við vorum líka með leikþætti þar sem við spjölluðum saman og við börnin og má heyra brot af því á jólaplötunum mínum sem urðu til upp úr þessum jólaböllum. Tal- andi um þær má ekki gleyma að geta Hjálm- ars Gíslasonar, en við sömdum saman fyrstu plötuna. Allt var gefið í botn á þessum böll- um og reyndi mjög á röddina, en undir lok- in vorum við yfirleitt búnir að færa sönginn niður í svokallaðar jólasveinatóntegundir. Ein eftirminnilegasta minningin frá þessum tíma er þegar við þurftum að komast frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og allir bílstjór- arnir viku fyrir jólasveinunum og hjálpuðu okkur að ýta bílnum mínum þó að þeir sætu sjálfir pikkfastir í snjónum. Ómar Ragnarsson, fréttamaður. Sérstakar jóla- sveinatóntegundir Ég spilaði í nokkur ár á jólaböllum með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar á Hótel Sögu og á frá þeim tíma skemmtilegar minningar. Það er ofsalega gaman að vera innan um börn í sparifötum þar sem maður sér tilhlökkunina skína úr augum þeirra og upplifa stemninguna með þeim. Jólaböllin voru ósköp hefðbundin hjá okkur. Byrjað var á því að ganga í kringum jólatréð, síðan kom jólasveinninn og veitingar í boði eftir það. Við sungum gömlu góðu jólalögin á meðan gengið var í kringum jólatréð en síð- an höfðum við það fyrir sið að leyfa börn- unum að syngja nýrri dægurlög með hljóm- sveitinni og þá fór ég gjarnan út á gólfið og veiddi þau upp eitt af öðru til að syngja í hljóðnemann. Á þessum tíma var ljósasúla í loftinu á salnum sem mældi hjóðstyrkinn og átti að sjá til þess að hljómsveitin ærði ekki almenna hótelgesti úr hávaða. Þegar súlan sló upp í rautt þurftum við að lækka í okkur. Krökkunum þótti mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu, sérstaklega til að sjá hvað þau gátu sungið sterkt eða kallað hátt á jóla- sveininn. Kerfinu sló einfaldlega út ef þau fóru upp í ákveðin desibil og skapaðist oft mikil stemning í kringum þetta. Þuríður Sigurðardóttir, myndlistar- og söngkona. Kerfinu sló út við of mikinn hávaða Fyrir 50 árum var ég í hljómsveit Svavars Gests í Sjálfstæðishúsinu þar sem þá voru haldin jólaböll í bunum en ég hef spilað mikið á jólaböllum í gegnum árin. Enn í dag er ómissandi að halda jólaböll en það hefur kannski einna helst breyst að hér áður fyrr var verið lengur að þramma í kringum jóla- tréð. Síðastiðin ár hef ég aðallega spilað einn. Ég byrjaði að spila á Bessastaðaballinu hjá Vigdísi fyrir einum 25 árum og spila þar enn í dag. Fyrst ganga börnin í kringum jólatréð sem tekur svona 20 mínútur með þessum hefðbundnu látum, síðan koma skemmtiatriði en eftir það fá börnin hress- ingu og svo er byrjað aftur að dansa og jóla- sveinarnir koma. Það er eiginlega mikið mál að þeir komi ekki fyrr en í restina því að eftir heimsóknina er úr börnunum allur vindur. Ég er þegar búinn að spila á nokkrum böll- um og á Bessastöðum þegar jólaljósin voru tendruð á jólatrénu þar fyrir utan. Síðan mun ég spila á jólaballi í Álftamýrarskóla þar sem ég var tónmenntakennari í gamla daga í byrjun jólafrísins. Mér finnst börn vera svo falleg og skemmtileg og mjög gaman að spila á jólaböllum. Reynir Jónasson, org- anisti og harmonikkuleikari. Ómissandi að halda jólaböll Hvað finnst þér vera ómissandi á jólaballinu? Nú fer í hönd sá tími þegar flestir vinnustaðir og félagasamtök halda jólaball þar sem kynslóðirnar mætast, ganga í kringum jólatréð, hitta jólasveinana og fá eitthvað gott í gogginn. Jóla- böllin eru alltaf jafn vinsæl og órjúfanlegur þáttur af aðventunni hjá sumum. Börnin gegna auðvitað aðalhlutverki á jólaböllunum og eflaust margir sem eiga skemmtilegar minningar frá slíkum stundum og eru nú ef til vill farnir að fara á jólaböll með börn- unum eða barnabörnunum. LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ bladid@24stundir.is a Á þessum tíma var ljósasúla í loftinu á salnum sem mældi hljóðstyrkinn og átti að sjá til þess að hljóm- sveitin ærði ekki almenna hótelgesti úr hávaða, þegar súl- an sló upp í rautt þurftum við að lækka í okkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.