Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DÆMT Í MAT Með dómi Héraðsdóms Reykja- víkur í gær var ógilt ákvörðun þá- verandi umhverfisráðherra frá árinu 2002 um að staðfesta úrskurð Skipu- lagsstofnunar um að álver Alcoa á Reyðarfirði þyrfti ekki að sæta um- hverfismati. Umhverfisráðherra hyggst áfrýja málinu til Hæsta- réttar en staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu þarf álverið að sæta umhverfismati. Slíkt getur tek- ið hálft ár. Yfirmenn Impregilo mættir Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru háttsettir yfirmenn ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo frá höfuðstöðvunum í Míl- anó komnir til landsins til funda Vinnumálastofnunar, félagsmálaráð- herra og fleiri aðila vegna starfs- mannamála fyrirtækisins. Formaður ASÍ segir þolinmæði sambandsins gagnvart fyrirtækinu á þrotum. Heim frá Írak Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær í út- varpsviðtali, að fyrstu bandarísku hermennirnir yrðu fluttir heim frá Írak á þessu ári. Kvaðst hann ekki geta tímasett það en Írakar sjálfir myndu axla aukna ábyrgð á örygg- isgæslunni. Bandaríkjastjórn til- kynnti einnig í gær, að leit að ger- eyðingarvopnum, meginástæðu innrásarinnar í landið, hefði verið hætt. Hefur ekkert fundist. Meiri loðna Hafrannsóknastofnun lagði í gær til að loðnukvótinn yrði aukinn um 556.000 tonn. Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður stjórnar LÍÚ, telur að við- bótin við kvótann þýði að útflutn- ingstekjur aukist um 6–7 milljarða. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 14/15 Bréf 31 Heima 16 Minningar 32/40 Suðurnes 17 Brids 40 Akureyri 18/19 Dagbók 44/47 Austurland 18/19 Myndasögur 44 Höfuðborgin 20 Víkverji 44 Landið 20 Menning 48/53 Daglegt líf 21 Leikhús 48 Neytendur 22/23 Bíó 50/53 Listir 24 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 25/31 Veður 55 Forystugrein 28 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #            $         %&' ( )***                           ÍSLENSKA útvarpsfélagið lokaði í gærkvöldi þremur útvarpsstöðv- um, X-inu, Skonrokki og Stjörn- unni. Jafnframt hefur verið ákveð- ið að draga úr dagskrárgerð á útvarpsstöðinni Létt 96,7. Tæp- lega tug starfsmanna var sagt upp en um 16 manns unnu á þessum út- varpsstöðum, að sögn Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmda- stjóra Íslenska útvarpsfélagsins og Fréttar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar Smári að ástæðan fyrir því að ákveðið hefði verið að loka X-inu, Skonrokki og Stjörn- unni væri langvarandi taprekstur á þessum stöðvum. Sömuleiðis hefði verið tap á rekstri Létt 96,7. „Það er ekki ástæða til að halda úti slíkum rekstrareiningum og full- reynt með þær flestar,“ sagði Gunnar. „Við ákváðum að leggja niður þær einingar sem skiluðu tapi enda væri ekki mikið vit í að leggja niður þær einingar sem skila hagnaði. Ég held að það segi sig sjálft.“ Eftir þessar breytingar reka Norðurljós fjórar útvarpsstöðvar, Bylgjuna, FM 95,7, Létt 96,7 og Latabæ. Þá hefur verið tilkynnt að ný útvarpsstöð hefji göngu sína í byrjun febrúar. „Síðan ráðgerum við að endurvarpa erlendri frétta- rás en það er ekki alveg frágengið mál. Og hugsanlega breytum við eitthvað meira til,“ sagði Gunnar. Aðspurður sagði hann að ekki stæði til að breyta tónlistarstefnu þeirra útvarpsstöðva sem enn eru í rekstri. „Bylgjan stendur sig ákaf- lega vel og er sú útvarpsstöð sem hefur mesta hlustun á Íslandi í dag. Þannig að við breytum henni ekki heldur eflum hana frekar. FM er sú stöð fyrir ungt fólk sem hefur staðið sig best þannig að við munum efla hana,“ sagði Gunnar Smári. Hann minnti á að rekstur útvarpsstöðvanna væri borinn uppi af auglýsingum en ekki af- notagjöldum eins og Ríkisútvarp- ið, og við það yrði að miða rekst- urinn. Á slaginu klukkan 21 í gær- kvöldi hurfu X-ið, Skonrokk og Stjarnan af öldum ljósvakans. Síð- asta lagið á Skonrokki var Heil- ræðavísur eftir Megas. Það síðasta sem heyrðist frá X-inu var auglýs- ingastef um nýtt efni á stöðinni. Íslenska útvarpsfélagið segir upp tug starfsmanna Skrúfað fyrir X-ið, Skonrokk og Stjörnuna ÞÝSKA lögreglan og tollgæslan leitar nú sam- verkamanna íslensku sjómannanna tveggja af skuttogaranum Hauki ÍS-847, sem hafa verið úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald vegna smygls á 3,5 kílóum af hassi og 3,5 kílóum af kókaíni. Hún gengur út frá því að samverka- mennirnir sem útveguðu sjómönnunum tveimur efnin séu í Þýskalandi en enn sem komið er hafa ekki fleiri verið handteknir vegna málsins, hvorki í Þýskalandi né hér á landi. Að sögn Hoberts Dutch hjá tollgæslunni í Hamborg telst málið vera meðalstórt á þeirra mælikvarða, smygl á 3,5 kílóum af hassi teljist að vísu ekki ýkja mikið en magnið af kókaíni sé aftur á móti býsna mikið. Reikna megi með að sexfalt hærra verð fáist fyrir fíkniefnin á Ís- landi en í Þýskalandi. Dutch segist að öðru leyti ekki getað tjáð sig um hversu langt á veg rannsóknin sé komin. „Íslendingarnir tveir hafa verið handteknir og nú leitum við þeirra sem útveguðu þeim fíkni- efnin hér í Þýskalandi, m.a. á grundvelli fingra- fara,“ segir Dutch. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir að ekki hafi verið hafin rannsókn í tengslum við málið hér á landi og að engin slík beiðni hafi borist frá þýsku lögreglunni. Enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins hér- lendis. Ef kókaínið sem fannst í Hauki er sterkt hefði mátt drýgja það þre- til fjórfalt og selja það til neytenda fyrir allt að 150 milljónir króna. Kókaínið sem fannst í Hauki ÍS hefði mátt selja fyrir allt að 150 milljónir Leitað að samverkamönn- um á grundvelli fingrafara TRILLUKARLAR á Austfjörðum moka upp þorski þessa dagana inni í fjörðunum, og mega raunar hafa fyrir því að veiða ekki yfir sig, svo gráðugur er fiskurinn. Ekki er óal- gengt að um 300 kg veiðist á hverja línu, en venjulega þykir ágætt að ná 150 kg á línu. Sveinbjörn Þórarinsson á Dögg SU landaði um þremur tonnum af stórum og fallegum þorski á Eski- firði á þriðjudag. Hann segir fisk- inn sækja í æti sem kemur frá frystiskipum þegar þau fara inn á firðina til að frysta. „Nú hefur hann ekki aðgang að því lengur, og þá tekur hann línuna. Þetta er mjög góður fiskur, 4–5 kg mikið til. Þeir eru nú yfirleitt í kringum 2 kg, en þessi var alveg í stærri kantinum,“ segir Sveinbjörn. Trillukarlarnir verða þó að passa sig að veiða ekki of mikið, kvótinn er lítill og dýrt að leigja aukakvóta. „Ég er bara með 50–60 tonn, maður er alltaf búinn með þetta löngu áð- ur en kvótaárið er búið. Það hefur engan tilgang að veiða of mikið í einu, það er svo hátt þetta leigu- verð, maður hefur ekkert út úr því. Maður myndi beita sér ef maður mætti veiða meira.“ Vignir Garðarsson er skipverji á Tandri SU, og segir hann að í þau þrjú skipti sem hafi verið farið út eftir áramót hafi verið mjög góð veiði, um 250–300 kg á hverja línu. „Það besta við þetta er að þetta er góður fiskur, betri fiskur en við fáum fyrir utan fjörðinn. Það virð- ist vera svo mikill smáfiskur úti á grunninu. Ætli fiskurinn sé ekki að elta æti inn á firðina, það er alltaf mikið grams í kringum frystiskipin þegar þau eru inni á fjörðum, bæði síldarskipin í haust og svo núna loðnuskipin. Það sem ekki nýtist í frystingu fer beint í hafið, held ég, og þorskurinn sækir í það.“ Mokveiði inni á fjörðum við Austurland Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Sveinbjörn Þórarinsson hefur veitt vel inni á fjörðunum og segir fiskinn sækja í afganga frá frystiskipunum. GLÓKOLLAR hafa átt erfiðan vetur, en þessir nýlegu landnemar hér á landi hafa ekki upplifað svo harðan vetur áður. Gló- kollar komu hingað í talsverðum hóp í djúpri lægð síðla árs 1995, og hafa síðan fjölgað sér mikið og finnast nú í barr- skógum víða um land. Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fugla- verndarfélags Íslands, segir að fugla- áhugamenn hafi það á tilfinningunni að talsverð fækkun sé í stofninum, hvort sem það sé vegna óvenju harðs veturs beint, eða vegna sveiflna í stofni sitkalúsar, sem er uppistöðufæðutegund glókolla. Það sé þó ekki á hreinu hversu mikil fækkun hafi orð- ið, og verði væntanlega ekki ljóst fyrr en fer að vora. Ekki er þó ástæða til að örvænta um þessa litskrúðugu viðbót við íslenskt fugla- líf. Jóhann segir því að ekki séu líkur á því að glókollar hætti að verpa hér á landi í kjölfar þessa kalda vetrar, þó að þeim eigi trúlega eftir að fækka eitthvað. Morgunblaðið/Ómar Harður vetur hjá landnemunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.