Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í LEIÐARA Morgunblaðsins 28. des. sl. er vikið að svonefndu „flug- öryggi“. Helst er að skilja á leið- aranum að þessu „flugöryggi“ verði best náð fram með því „að fylgja ör- yggisreglum útí yztu æsar“ sem snúa að við- haldi smáflugvéla . Það er gefið í skyn að hörmulegt flugslys hafi eingöngu tengst útbúnaði flugvélar eða tæknibilunar, sem styðji auknar kröfur til eftirlitsiðnaðarins. Smáflugvél er af- skaplega einföld mask- ína ef grannt er skoð- að. Mótor, skrúfa, vírar og blikk er allt sem þarf til að hún geti flogið. Rafmagn og græjur eru góð viðbót en ekki nauðsynlegar til þess að hún fljúgi. Hún er miklu einfaldari en nútíma bíll og fullt eins áreiðanleg enda úr færri íhlutum. Af hverju verða slys á þessum smávélum? Leiðarahöfundur virðist þeirrar skoðunar, að það sé af því að framantalið dót bilar. Þá myndu víst fáir þora yfirleitt að fljúga. Ég er búinn að dunda mér utaní smáflugi í ein 50 ár. Ég minnist aðeins örfárra tilvika þar sem vélarbilun er talin þáttur í slysi. Flugvél fer yfirleitt þangað sem henni er sagt þegar stýrunum er beitt. Svo einfalt er það. Og sorglegt um leið. Menn hafa flogið með farþega í framsæti flug- vélar, sem í ofboði þrífur í stýrin sín megin og gerir stjórn flugvél- arinnar óframkvæmanlega. Flug- maður, sem þyrfti að steypa vél sinni á nefið vegna aflmissis í beygju og afleiddu ofrisi, gæti lent í slíkum miskilningi á augabragði. Það eru til hryllingssögur um slík tilvik. Setji maður ekki eldsneyti á bílinn sinn drepur hann á sér. Al- gengur atburður í Reykjavík- urumferðinni. Farþegaþotum hefur oftar en einu sinni verið lent olíulausum í svifflugi. Íslenzkt smávélaflug er orðið bæði erfitt og dýrt með misskildum „flugöryggistengdum“ stjórnvalds- aðgerðum. Slysatryggingarskyldan, sem Alþingi setti á hvert sæti smá- véla, stórskaðaði einkaflugið. Skoð- anagjöld, eftirlitsgjöld, skírtein- isgjöld og önnur afskiptasemi yfirvalda þyngja svo klyfjarnar enn meira. Allt þetta leiðir til stöðugrar fækkunar einkaflugvéla og þar með flugstunda og flugslysa. Hið full- komna „flugöryggi“ verður auðvitað til staðar þegar enginn flýgur, eins og fá bíl- slys verða úti á rúmsjó. Margir telja einka- flug lúxus fáeinna rík- isbubba. Þetta fólk hefur ekki horft í stjörnufyllt augu ungmennanna, sem eru að berjast áfram í rándýru flugnámi úr eigin vasa. Af hverju á þetta unga fólk bara að borga fyrir öll þau „flugöryggismál“ sem skrif- ræðið finnur upp meðan önnur menntun á að vera ókeypis mann- réttindi í landinu? Af hverju leggj- um bara við steina í götu þess? Leiðarahöfundur mætti velta því fyrir sér, hvort dómgreind flug- mannsins sé minni áhættuþáttur flugsins en skrúfur og rær. Enginn flugmaður vill viðurkenna dóm- greindarbrest að fyrrabragði. En það bara hendir, að við gerum eitt- hvað sem við iðrumst. Gæfa hvers og eins ræður því hversu mikið, hversu lengi eða hvort. Og gæfunni er misskipt bæði hér og í SA-Asíu. Æfing og reynsla flugmanna skiptir máli. Slysum fer fækkandi við um 400 tíma flugreynslu einkaflug- manns, sem hafa hugsanlega kostað svona 3 milljónir króna úr hans eigin vasa. Slys hjá reyndum at- vinnumönnum eru fremur fátíð og þá líka oft erfiðust að útskýra. Það er samt mjög erfitt að fá flug- hrædda til þess að treysta því að smáflugvélar detti ekki niður úr loftinu af sjálfsdáðum. Ég er ekki trúaður á að dóm- greind okkar smáflugmanna muni batna mikið með ákalli Morg- unblaðsins um stjórnvaldsstutt „flugöryggi“ með reglugerðum útí æsar. Íslenzk flugmálayfirvöld hafa til dæmis nánast gert óframkvæm- anlegt fyrir venjulega einka- flugmenn að taka skriflegt blindflugspróf hérlendis. Blind- flugskunnátta er samt líklega besta „flugöryggis“-ráðstöfunin í flugi á Íslandi. Í Ameríku geta menn keypt sér bók frá FAA úti í búð með 4932 spurningum með 4 mögulegum svörum við hverri. Maður getur svo farið í próf í þessum spurningum fyrir framan skólatölvu sem er í sambandi við FAA. Hvað geturðu gert hér? Starfsmaður Flugmálastjórnar svaraði mér því til aðspurður, að þetta væri nú alltof billegt, menn gætu bara lært svörin! Ég gat það nú ekki þegar ég tók þetta banda- ríska próf. Og þurfti að reyna veru- lega á mig við það. Hvervegna skyldi Kaninn geta lært fyrir bók- legt blindflug með þessari aðferð en við ekki? Vanbúnir einkaflugmenn okkar munu því halda áfram að rek- ast á grjót þegar þeir fljúga til móts við minnkandi skyggni í skjóli upp- lýsts áhugaleysis Flugmálastjórnar Íslands. Hér veit enginn um hvað verður spurt og því getur enginn kennt. Leiðari Morgunblaðsins er fyrir mér nokkuð dæmigerður um það hvernig umræðan um svokallað „flugöryggi“ í landinu þróast í skrif- ræðisátt. Það er einblínt á auka- atriðin meðan aðalatriðin gleymast. Einkaflugið er á undanhaldi. Frá því komu atvinnuflugmenn gærdagsins. Hvaðan skyldu flug- menn framtíðarinnar eiga að koma sem fljúga okkur á sólarstrend- urnar? „Flugöryggi“, er það að fljúga ekki á smávélum? „Flugöryggi“ – hvað er það? Halldór Jónsson fjallar um öryggismál í flugi ’Íslenzkt smávélafluger orðið bæði erfitt og dýrt með misskildum „flugöryggistengdum“ stjórnvaldsaðgerðum.‘ Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur. Í ÁRAMÓTAÁVARPI sínu tal- aði forseti Íslands um börnin okk- ar sem „dýrasta djásnið“ og for- sætisráðherrann boðaði að gerð yrði könnun á stöðu fjölskyldunnar í íslensku samfélagi. Í nýársræðu sinni ræddi síðan biskupinn um að foreldrahlutverkið væri vanmetið. Í ljósi orða þessara æðstu embættis- manna þjóðarinnar finnst mér viðeigandi að rifja upp fréttir frá síðasta ári um aukna notkun geð- deyfðarlyfja hjá ís- lenskum börnum og unglingum. Miðað við Danmörku var notkunin hér sexföld árið 2003, sé tekið tillit til fólksfjölda. Sem sálfræðingur hef ég líka orðið var við aukna notkun annarra geðlyfja hjá börnum. Á miðju árinu 2004 gaf land- læknir út viðvörun til lækna um að tiltekin tegund geðdeyfðarlyfja gæti aukið tíðni sjálfsvígshugsana og sjálfskaðandi atferlis hjá ung- lingum. Í lok ársins bárust samt tölur um að notkun þessara lyfja hefði aukist frá árinu áður hjá börnum og unglingum, jafnvel þó að ávinningur af notkun þeirra sé minni hjá börnum og unglingum en fullorðnum og í sumum tilvikum lítill. Ávallt þarf að meta ávinning af lyfjagjöf með tilliti til þeirra aukaverkana sem lyfin kunna að valda. Reyndar eigum við Norð- urlandamet í notkun geðdeyfðar- lyfja hvort sem um fullorðna eða börn er að ræða og eru lyfin gefin allt niður á forskólaaldur. Mest er þó notkunin meðal fólks á barn- eignaaldri, kannski foreldrum þessa lands sem keppast í svita síns andlits við að láta allt ganga upp, vinn- una, húsnæðis- og bíla- kaupin, utanlandsferð- irnar og barnauppeldið. Flestir virðast sam- mála um að mikill upp- gangur sé í íslensku efnahagslífi um þessar mundir og almennt séð búi fólk hér við efna- hagslega velmegun, þó að sumir eigi vissulega erfitt uppdráttar. En er ekki kominn tími til að huga að andlegri velferð landans og þá einkum okk- ar smæstu þegna, barnanna? Get- ur verið að þau séu að einhverju leyti að borga brúsann, eða séu jafnvel í einhverju tilliti „afrækt“ eins og biskupinn hefur orðað það? Ýmsir bundu vonir við að aukinn kaupmáttur yrði til þess foreldrar ungra barna sæju sér fært að skiptast á um að koma fyrr heim úr vinnu til barna sinna. Sú virðist þó ekki vera raunin. Þvert á móti hefur verið vakin athygli á sífellt lengri dvöl barna á leikskólum. Það gefur augaleið að góð and- leg líðan er háð góðum sam- skiptum við annað fólk. Þetta hef- ur meðal annars verið staðfest í könnunum á líðan barna og ung- linga á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, þar sem kemur fram að börnum og unglingum líður að jafnaði betur ef þau eiga góð sam- skipti víð foreldra sína, jafnaldra og kennara og gengur þokkalega vel í námi og tómstundastarfi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að sálfræðileg aðstoð getur einnig skilað góðum árangri ef um geð- deyfð er að ræða, bæði hjá ungum og öldnum. Nú er einnig verið að reynsluprófa forvarnarverkefni gegn þunglyndi hjá unglingum í nokkrum íslenskum grunnskólum og lofa fyrstu niðurstöður mjög góðu. Full ástæða er til að efla starfsemi af þessu tagi. Um leið og ég fagna áformum forsætisráðherra um að láta meta hagi íslenskra fjölskyldna, vil ég að lokum leggja til að í tengslum við það mat verði einnig efnt til faglegrar skoðunar á aukinni geð- lyfjanotkun íslenskra barna og unglinga, hverju hún tengist og hvað er til ráða til að efla andlega velferð og heilsu „dýrustu djásn- anna“ okkar. Vafasamt met Benedikt Jóhannsson fjallar um börn og geðlyf ’En er ekki kominn tímitil að huga að andlegri velferð landans og þá einkum okkar smæstu þegna, barnanna?‘ Benedikt Jóhannsson Höfundur er sálfræðingur. SEÐLABANKAR veraldarinnar geta með hastarlegum vaxtabreyt- ingum í kjölfar samdráttar í at- vinnulífi eða verðfalls á hlutabréf- um valdið því að ofmat tekur að myndast á fast- eignamarkaði og má líkja því við að „sápu- kúlur“ séu blásnar. Bankar eiga það svo til að kynda enn frek- ar undir. Verðþróun fasteigna er víða á leiðandi mörkuðum umfram almennt verðlag um þessar mundir. Viss hætta er á að næsta samdrátt- arskeið í heimsbú- skapnum geti orðið erfitt ef til verðfalls á fasteignamarkaði kemur, því það hefur jafnan mun alvarlegri áhrif á efnahagslíf og bankakerfi en verðfall á hlutabréfamarkaði, eins og japanska dæmið á síðasta ára- tug sýnir. Fleiri lönd en Japan kunna í kjöl- farið að lenda í tíma- bili verðhjöðnunar, sem er miklu alvar- legra vandamál en verðbólga, því þá borgar sig einlægt að fresta fram- kvæmdum. Í slíku ástandi felst víta- hringur sem erfitt er að komast út úr. Ís- lendingar þurfa að vera meðvitaðir um að svona sápukúlur geta bæði verið heimatilbúinn vandi og innfluttur, og jafn- vel í senn. Opið hag- kerfi okkar og náin tengsl þess við stóru hagkerfin valda því. Þörf er á tveggja til fjögurra ára fram- sýni, en framsýni í þessum efnum hefur því miður ekki reynst sterkasta hlið okkar banka- manna í gegnum tíðina. Hverjir fara verst út úr verðfalli? Þeir sem fara verst út úr „sápukúl- um“ sem springa eru almennir fjár- festar, þ.e. þeir sem ekki eru sér- fróðir. Þeir koma seint inn og kaupa á háu verði, og fara svo líka of seint út, eftir að verð hefur fallið, og selja því á lágu verði. Dálítið dæmi um þetta var „deCODE-ævintýrið“ á ís- lenska hlutabréfamarkaðnum fyrir nokkrum misserum. Áhugi og trú almennings var mikil. Fólk gat varla farið í leigubíl eða klippingu án þess að ókeypis verðbréfaráð- gjöf fylgdi með. Ráðgjafar fjár- málafélaga voru „bláeygir“. Margir eiga enn um sárt að binda. Verðhækkun á tilteknum flokki eigna, t.d. hlutabréfum eða fast- eignum, veldur því að fjármunir streyma fljótt í þá átt. Mikil bjart- sýni ríkir þá um skeið, tækifærin virðast blasa alls staðar við og bankarnir kynda undir með lánveit- ingum. Á einhverju stigi verður bjartsýnin óhófleg og hefðbundnum viðmiðunum um verðmæti er ýtt til hliðar. Einhvern tíman hægir þó á æð- inu. Fáeinir sérfróðir ná að selja í tíma og hirða mikinn gróða, en fjöldinn, einmitt þeir sem komu seint inn og keyptu á háu verði, sitja áfram með sínar fjárfestingar og mega þola verðfall. Bakslag kemur í markaðinn. Um leið og verð fellur læðist óttinn að þeim sem hafa fjármagnað kaup sín að mestu með lánsfé. Svefnlausum nóttum, nauðungaruppboðum, gjaldþrotum og hjónaskilnuðum fjölgar. Bankar draga snögglega úr lánveitingum og auka þar með enn á vandann. Jafnvel góðum lánsumsóknum er hafnað af bönkum. Neytendur draga úr neyslu og stærri inn- kaupum í ljósi óvissu um atvinnu sína og eignastöðu. Allir vilja nú „bíða og sjá til“. Í versta falli getur óttinn orðið að skelf- ingu. Verð eigna fellur þá snögglega þegar umtalsverður fjöldi fjárfesta reynir að losa um eignir til að greiða skuldir, en þá finnast fáir kaupendur. Svart- nætti og bölsýni hefur komið í kjölfar hinnar óhóflegu bjartsýni. Í ljós kemur að systkinin Græðgi og Ótti hafa einu sinni enn leiðst hönd í hönd. Fram- angreint gildir um öll hagkerfi, einnig okkar örsmáa. Hver eru hættumerkin? En hvernig má þá bera tímanlega kennsl á svona sápukúlu-áhrif í efnahagslífinu? Hér eru nokkur einkenni, hættumerki, sem ekki eru á nokkurn hátt sér- íslensk heldur þvert á móti alþekkt úr stærri hagkerfum:  Ör verðhækkun hlutabréfa eða fasteigna umfram verðlag  Væntingar um áframhaldandi hækkanir umfram verðlag  Hátt verð í sögu- legu samhengi  Langvarandi tímabil verðhækk- ana að baki  Sérstakar ástæð- ur sem auka eft- irspurn (t.d. nýtt fjármagn)  Sérstakar ástæð- ur sem takmarka framboð (t.d. lóðaskortur)  Mikil útlánaaukning banka- stofnana  Aukin skuldsetning almenn- ings í sögulegu samhengi  Nýtt framboð lána, nýir lán- veitendur eða nýjar lána- reglur  Lítið aðhald í peningamálum og / eða ríkisfjármálum  Lítil hækkun vísitölu neyslu- vöruverðs, svo stjórnvöld sofna á verðinum  Minnkandi sparnaður almenn- ings, t.d vegna tilfinningar um sterka eignastöðu  Óvenju sterkt gengi gjaldmið- ilsins og mikill kaupmáttur  Sterkt fjölmiðlaljós  Mikill áhugi alls almennings á fjárfestingum, eins konar gull- æði Þegar litið er yfir þennan lista er það vissulega óþægilegt hve mörg þessara atriða gætu átt við okkar íslensku aðstæður nú. Þess vegna er tímabært að huga strax að hættumerkjunum, læra að lesa þau og nýta sér einmitt það að horfur eru á áframhaldandi velgengni um sinn. Hugleiða hvernig okkar smáa hagkerfi geti náð mjúkri lendingu undir lok stórframkvæmda, í stað þess að ofrísa og missa af þeim sök- um flugið einhvern tíman á næstu misserum þar á eftir. Við þurfum að líta tvö til fjögur ár fram á við. Nei- kvæð áhrif samdráttar erlendis frá eru nógu erfið án þess að við sé bætt innlendum sjálfskaparvítum. Enn er nægur tími til stefnu. Sápukúlur springa að lokum Ragnar Önundarson fjallar um verðbólgu og verðfall íbúðahúsnæðis Ragnar Önundarson ’Viss hætta er áað næsta sam- dráttarskeið í heimsbúskapn- um geti orðið erfitt ef til verð- falls á fast- eignamarkaði kemur, því það hefur jafnan mun alvarlegri áhrif á efna- hagslíf og bankakerfi en verðfall á hluta- bréfamarkaði, eins og jap- anska dæmið á síðasta áratug sýnir.‘ Höfundur er viðskiptafræðingur og bankamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.