Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 35
MINNINGAR
Nú er komið að
kveðjustund.
Þórður og Bagga
voru samhent hjón og
söknuður Þórðar því
mikill er Bagga féll frá fyrir tæpum
níu árum.
Sem barni fannst mér ævintýri
líkast að heimsækja þau í Bólstað-
arhlíðina og síðar í Mávahlíðina og
Hraunbæinn. Ætíð var gestkvæmt á
heimili þeirra af vinum og ættingj-
um. Á afmælisdegi Böggu, 6. desem-
ber, mátti ég fara í jólakjólnum mín-
um í veisluna og eflaust hefur mér
þótt það tilheyra því mér var treyst
fyrir að nota fína sparistellið og veit-
ingarnar voru eftir því. Og yfirleitt
var lagt á borð í borðstofunni frekar
en eldhúsinu hvort sem haldin var
veisla eða drukkið hversdagskaffi.
Þórður hafði alltaf áhyggjur af að
gestirnir væru sársvangir og ef þeir
röðuðu ekki krásunum í sig að hans
ósk spurði hann hvort þetta væri
svona vont?! Mælti hann þá með að
bæta smá „smér“klípu við af ís-
lensku smjöri hvort sem var á jóla-
kökurnar eða á fiskinn, já „smér“ var
hægt að nota með öllu.
Ófáir voru bíltúrarnir farnir í
leigubílnum hans og síðar er þau
hjón keyptu hjólhýsi opnaðist algjör
draumaveröld hjá mér sem barni og
meira að segja uppvaskið varð bráð-
skemmtilegt í litla vaskinum.
Mér er einstaklega minnisstæð
jólabjalla sem Þórður átti og sagði að
í byggi jólasveinn, þegar togað var í
spottann hraut hann en síðan spilaði
hann þetta fallega jólalag! Og síðan
skellihló Þórður því ég var agndofa
yfir þessari skemmtilegu galdra-
bjöllu.
Ég vil þakka allar góðar og
skemmtilegar stundir og er sann-
færð um að nú hafa þau hjón hist aft-
ur og tekið upp þráðinn sem frá var
horfið.
Blessuð sé minning hans.
Kristín Guðjónsdóttir.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast föðurbróður míns Þórðar
Elíassonar. Hann var einn af systk-
inunum frá Saurbæ í Holtum og eru
þau nú öll látin.
Minningarnar leita á hugann við
fráfall Þórðar. Hann var heilsteypt-
ur persónuleiki og ákaflega hlýr og
greiðvikinn við okkur bræðurna,
eins og öll systkini hans. Hann var
ættfróður og minnugur á menn og
málefni.
Ég minnist Þórðar og Böggu konu
hans þegar þau komu austur að
ÞÓRÐUR
ELÍASSON
✝ Þórður Elíassonfæddist í Saurbæ
í Holtum í Rangár-
vallasýslu 21. apríl
1917. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir aðfaranótt 29.
desember síðastlið-
ins og fór útför hans
fram frá Árbæjar-
kirkju 7. janúar.
Saurbæ á sumrin með
hjólhýsið sitt og voru í
nokkra daga hjá okkur
og þá var gaman að
spjalla saman um gam-
alt og nýtt.
Það var ákaflega
gott að koma til þeirra
hjóna í Bólstaðarhlíð-
ina, Mávahlíðina eða í
Hraunbæinn og alltaf
var borið fram það
besta, sem var til
hverju sinni, og enginn
fór frá þeim fyrr en
hann var mettur. Eftir
að þau fluttu í
Hraunbæinn fór heilsu Böggu að
hraka og þá hugsaði Þórður um hana
af mikilli umhyggju og einnig eftir að
hún fór á Eir.
Hann heimsótti hana eins oft og
hann gat og tók hana einnig heim um
helgar þegar heilsan leyfði það, og
gerði allt til þess að gera henni lífið
léttara.
Þórður var leigubílstjóri á Hreyfli
í mörg ár og var mikils metinn í því
starfi og var valinn til trúnaðarstarfa
hjá því félagi. Hann var þar við störf
þar til heilsa og aldur fóru að segja
til sín.
Þegar ég var á Bændaskólanum á
Hvanneyri árið 1970 kom taflfélag
Hreyfils til að tefla við nemendur og
var Þórður einn af þeim sem komu til
okkar. Hann var þá stjórnarformað-
ur Samvinnufl. Hreyfils og hélt ræðu
í skólanum og sagðist hafa komið
með af því að frændi hans væri í
skólanum. Þá var ég ákaflega stoltur
af Þórði frænda mínum og sá hve
mikils metinn hann var á Hreyfli og
hvað hann lagði á sig til þess að
rækta frændsemina.
Þórður hugsaði mikið til átthag-
anna og vildi fylgjast með öllu sem
þar gerðist og ef einhverjar fram-
kvæmdir voru fyrirhugaðar eða eitt-
hvað var verið að byggja í Saurbæ
kom Þórður austur og lét álit sitt í
ljós á framkvæmdunum fullur
áhuga. Einnig á sínum tíma, þegar
faðir minn lét ræsa fram mýrarnar
með finnskum lokræsaplóg, sem var
þá nýjung í framræslu mýrlendis, þá
kom Þórður austur og fylgdist með
framkvæmdinni og spurði svo oft
hvernig rynni úr ræsunum. Þannig
var hann alla tíð með hugann við
hvað væri verið að gera í sveitinni
sinni.
Þórður var mikill áhugamaður um
uppbyggingu Hagakirkju og gaf m.a.
til þeirrar uppbyggingar. Hann vildi
koma þar við þegar hann kom austur
og tók þá aðeins í orgelið, til að heyra
orgeltónana hljóma í kirkjunni.
Þórður vildi velferð sinna nánustu
sem mesta, og sveitarinnar sinnar
þar sem hann var fæddur og uppal-
inn. Með þessum fátæklegu orðum
vil ég minnast frænda míns Þórðar,
með hlýhug, þökk og virðingu.
Guð blessi minningu hans.
Elías Pálsson.
Nú er Þórður Elíasson fallinn frá
8 árum eftir að elskuleg eiginkona
hans Guðbjörg Jónsdóttir lést.Er ég
hugsa til baka koma upp í huga minn
skemmtilegar minningar um þau
hjónin Böggu og Þórð. Ferðir í hjól-
hýsið þeirra í Þjórsárdalnum, góðar
stundir í Heimalandi hjá Ingu
ömmu, ótal heimsóknir í Mávahlíð-
ina. Fallega heimilið þeirra var engu
líkt fyrir litla glysgjarna dömu eins
og mig. Þau áttu svo marga fallega
hluti sem ég fékk að skoða og koma
við eins og mig lysti. Þær eru margar
myndirnar sem ég á til af mér í kjól-
um og með skartið hennar Böggu
frænku! Ég var svo heppin að vera
skyld þeim báðum, þar sem Bagga
var systir Guðmundar afa míns og
Þórður var bróðir Ingu ömmu. Ég
leit þó alltaf á Böggu og Þórð sem
einskonar ömmu mína og afa enda
voru þau alltaf svo góð við mig. Í
hvert sinn sem við komum í heim-
sókn var lagt á borð með borðbúnaði
sem myndi sæma kóngafólki og
kappkostað að bera fram dýrindis
kræsingar og troða í okkur. Það
þýddi sko ekki að fara saddur til
Böggu og Þórðar, því ef við borð-
uðum ekki nógu mikið eða vorum
eitthvað að halda í við okkur þá var
spurt: Hva, er þetta svona vont hjá
mér? Og það voru kræsingarnar svo
sannarlega ekki, þannig að það var
ekki annað hægt en að halda áfram
að raða í sig.
Ég man að frá fæðingu hafa þau
gefið mér svo fallega muni. Ég var
nú oft hissa á fullorðinsgjöfunum frá
þeim eins og kristalsmunum, bókum,
spiladós, jólakirkju, glerbjöllu o.fl.
sem hæfðu kannski ekki litlum og
klaufalegum fingrum, en í dag eru
þessar gjafir ómetanlegar fyrir mig.
Handgerða dúkkukarfan sem Bagga
bjó til fyrir mig er enn í notkun. Mér
þykir einnig mjög vænt um að hafa
fengið nokkra muni frá búskap
þeirra hjóna sem núna prýða heimili
mitt og minna mig á þau. Nú kýs ég
að trúa því að þau séu sameinuð á ný
hjá Drottni og eru væntanlega að
leggja á borð fyrir kóngafólk, systk-
ini sín og foreldra þeirra beggja, ást-
vini sem farin eru yfir móðuna miklu.
Hvíl í friði elskulegu hjón. Með
þökk fyrir gamlar, hlýjar og ógleym-
anlegar stundir.
Hildur Guðjónsdóttir,
Hólmavík.
Erfidrykkjur
Salur og veitingar
Félagsheimili KFUM & KFUK
Holtavegi 28, 104 Reykjavík.
Upplýsingar í síma 588 8899.
www.kfum.is
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
VILHJÁLMUR ÓSKARSSON
frá Reiðholti,
Lýtingsstaðahreppi,
andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki
laugardaginn 8. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Mælifellskirkju laugar-
daginn 15. janúar kl. 11.00.
Ingimar Vilhjálmsson, Guðrún Kristmundsdóttir,
Laufey Þ. Vilhjálmsdóttir, Árni P. Björgvinsson,
Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Sveinn Árnason,
Óskar S. Vilhjálmsson,
Elísabet B. Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar góða móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR
fyrrum húsmóðir
á Grund,
sem andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blöndu-
ósi miðvikudaginn 5. janúar, verður jarðsungin
frá Blönduóskirkju laugardaginn 15. janúar
kl. 13.00.
Jarðsett verður í Auðkúlukirkjugarði.
Lárus Þórðarson,
Valdís Þórðardóttir, Brjánn Á. Ólason,
Ragnhildur Þórðardóttir, Sigurður H. Pétursson,
Þorsteinn Tr. Þórðarson,
ömmu- og langömmubörnin.
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÞURÍÐUR AXELSDÓTTIR
sjúkraliði,
Marklandi 2,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 8. janúar, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn
14. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Þorbjörg Bjarnadóttir,
Herborg Þuríðardóttir, Gunnar B. Þorsteinsson,
Matthildur Þuríðardóttir, Hólmgrímur Sigvaldason
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Görðum,
Ægisíðu 52,
Reykjavík,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut fimmtudaginn 6. janúar, verður
jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 17. janúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd fjölskyldna okkar,
Ólafur Rúnar Jónsson, Steinunn María Valdimarsdóttir,
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Sigurþór Heimisson.
Ástkær bróðir okkar, mágur, frændi og vinur,
JÓN INGVARSSON,
Silfurtúni,
Búðardal,
lést sunnudaginn 9. janúar.
Jarðsett verður frá Hvammi í Dölum laugardaginn 15. janúar kl. 14.00.
Sigurbjörg Kristjana Ingvarsdóttir,
Árni Ingvarsson,
Grétar Bæring Ingvarsson, Mundhildur Birna Guðmundsdóttir
og fjölskylda,
Júlíus Baldursson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR HALLGRÍMSSON,
Hrafnistu,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi föstu-
daginn 7. janúar, verður jarðsunginn frá Árbæj-
arkirkju í dag, fimmtudaginn 13. janúar, kl. 15.
Hallgrímur Pétursson, Áslaug Haraldsdóttir,
Jörgen Pétursson,
Jóhanna Pétursdóttir, Rafn Guðmundsson,
Sólborg Pétursdóttir, Sturla Jóhannsson,
Kristín Pétursdóttir, Þóroddur Gunnarsson,
Soffía Pétursdóttir, Arne Jónsson,
Pétur Guðni Pétursson, Anna Soffía Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningar-
greinar