Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 39
MINNINGAR
Kynni okkar Árna G.
Jónssonar hófust
haustið 1951 þegar ég
kom – nýsloppinn
gegnum stúdentspróf –
til að gerast kennari við Héraðsskól-
ann að Laugum í Reykjadal, Suður-
Þingeyjarsýslu. Efsti bekkur af
þremur sem þá voru þar nefndist
gagnfræðadeild. Hún hafði verið
stofnuð þremur árum fyrr vegna til-
komu landsprófsins, bættist við tvo
bekki, yngri og eldri deild, sem ver-
ið hafði hin hefðbundna bekkjaskip-
an héraðsskólanna frá upphafi. Í
deildinni voru tveir hópar, þeir sem
hugðust gangast undir landspróf og
aðrir sem tóku gagnfræðapróf.
Gengið var út frá því að þeir sem
lögðu til atlögu við landsprófið væru
frekar betri námsmenn og var Árni
einn í þeim hópi.
Ekki var einn árgangur í deildinni
eins og nú tíðkast heldur 5–6 ára
aldursmunur nemendanna, sá elsti
fæddur 1931, einu ári yngri en hinn
nýi kennari. Þau rúmlega 20 ár sem
ég starfaði við Laugaskóla voru
greinileg áraskipti í námsgetu
þeirra hópa sem skipuðu áður-
nefnda deild. Sú sem hér um ræðir
var meðal þeirra bestu og Árni
framarlega þar í flokki.
Þótt hann stæðist landspróf með
prýði lá leið hans ekki til frekara
náms. Hann og eldri bróðir stofnuðu
nýbýli á hluta heimajarðar sinnar,
Öndólfsstöðum. Faðir þeirra, Jón
Stefánsson, vann um langt árabil við
byggingar og svo sem í framhaldi af
því komu þeir feðgar upp smíða-
verkstæði og vann Árni þar sam-
hliða búskap sínum.
Verkstæðishúsið gegndi um ára-
bil einnig öðru hlutverki, þar komu
félagar í Karlakór Reykdæla saman
til æfinga á vetrarkvöldum.
Öndólfsstaðir voru þá um árabil
eins konar miðstöð söngs og tónlist-
ar í sveitinni þar sem Sigurður Stef-
ánsson, föðurbróðir Árna, kenndi
kórmönnum raddir þeirra auk þess
að vera einn af máttarstólpum kórs-
ins meðal söngmanna.
Í kórnum áttum við Árni stöðu
saman í 1. bassa flesta þá vetur sem
ég átti heima í Reykjadal. Var mér
og öðrum, sem ekki voru læsir á nót-
ur né sérlega tónvissir, góður styrk-
ÁRNI
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
✝ Árni GuðmundurJónsson fæddist
á Öndólfsstöðum í
Reykjadal 10. nóv.
1933. Hann lést á
heimili sínu á Húsa-
vík 18. desember síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Húsa-
víkurkirkju 29. des-
ember.
ur í að hafa hann við
hlið sér.
Á þeim árum sem ég
bjó í Reykjadal var
ekki sjálfgefið að hægt
væri á vetrum að kom-
ast á rakarastofu í
kaupstað. Einhvern
veginn gerðist það að
Árni varð hárskeri
minn. Þegar hárvöxtur
minn þótti úr hófi
keyra lá leið mín á
verkstæðið til hans.
Þar tók hann fram
klippur sínar og snyrti
höfuð mitt. Á meðan
notaði hann tækifærið að ræða við
mig þau málefni sem honum lágu
helst á hjarta hverju sinni.
Að því loknu varð oft raunin að
við fórum báðir í kaffi til Þorgerðar,
konu hans, þar sem umræðum var
fram haldið. Þannig tengdist ég
heimili þeirra meira en flestum öðr-
um þar í sveit.
Þau tengsl rofnuðu þegar ég flutti
úr dalnum á mölina, en engu að síð-
ur fannst mér, þegar ég frétti óvænt
andlát hans, við hæfi að minnast
hans með nokkrum orðum og votta
eftirlifandi eiginkonu og börnum
samúð mína.
Guðmundur Gunnarsson,
Akureyri.
Það er oft talað um að stutt sé á
milli gleði og sorgar. Hinn 18. des-
ember síðastliðinn stóðu stéttar-
félögin í Þingeyjarsýslum fyrir sínu
árlega jólaboði í sal stéttarfélaganna
á Húsavík. Tæplega 500 manns litu
inn og þáðu veitingar í boði félag-
anna. Létt var yfir fólki enda stutt
til jóla og menn því komnir í hátíð-
arskap. Söngur og gleði hljómaði
um salinn og börnin biðu eftir jóla-
sveininum. Eitt skyggði þó á gleðina
þegar fréttist að Árni G. Jónsson
hefði lagst til hvílu eftir hádegi eins
og hann var vanur að gera og ekki
vaknað aftur. Eðlilega var mörgum
brugðið, ekki síst fjölskyldu, vinum
og þeim sem starfað hafa með Árna
að margskonar félagsmálum á liðn-
um áratugum.
Árni var alla tíð mikill hugsjóna-
og félagsmálamaður og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum enda
ákaflega traustur og góður maður.
Til dæmis má nefna, þá var Árni um
árabil í hreppsnefnd Reykdæla-
hrepps, formaður Ungmennafélags-
ins Eflingar, Fjárræktarfélags
Reykdælinga, Framsóknarfélags
Reykdæla og Veiðifélags Reykja-
dalsár. Í dag má líkja mönnum eins
og Árna við fjársjóð þar sem sífellt
verður erfiðara að fá menn til að
taka þátt í félagsstörfum.
Leiðir okkar Árna lágu saman
fyrir nokkrum árum þegar hann fór
að mæta á fundi í Verkalýðsfélagi
Húsavíkur. Strax í upphafi mátti
greina að Árni hafði skoðanir á flest-
um hlutum og lá hann ekki á þeim.
Hann hafði skoðanir á stjórnmála-
mönnum, verkalýðsforingjum, at-
vinnurekendum og ekki síst á kjör-
um verkafólks enda vann hann
verkamannastörf eftir að hann flutti
til Húsavíkur frá Öndólfsstöðum í
Reykjadal árið 1992. Á Öndólfsstöð-
um stundaði hann búskap auk þess
sem hann rak ásamt föður sínum
trésmíðaverkstæðið Kögur enda var
Árni góður smiður.
Fljótlega eftir að hann kom til
Húsavíkur gaf hann kost á sér til
starfa í trúnaðarmannaráði Verka-
lýðsfélags Húsavíkur sem hann sat í
til ársins 2004. Í trúnaðarmannaráði
sitja 28 einstaklingar frá mismun-
andi vinnustöðum sem veita félaginu
forystu á hverjum tíma. Einnig kusu
starfsmenn Norðlenska á Húsavík
hann trúnaðarmann starfsmanna og
gegndi hann þeim störfum um ára-
bil. Árni tók hlutverk trúnaðar-
mannsins mjög alvarlega og lagði
mikið á sig til að tryggja rétt starfs-
manna og uppfræða þá um rétt sinn
og skyldur. Þá lagði hann áherslu á
að verkalýðsfélagið væri sýnilegt og
formaður þess kæmi reglulega á
vinnustaðinn.
Það var bæði ánægjulegt og fræð-
andi að starfa með Árna. Fundirnir í
trúnaðarmannaráði voru alltaf tölu-
vert lengri ef Árni mætti enda var
hann duglegur að taka til máls og
tjá mönnum skoðanir sínar á fyr-
irliggjandi málefnum. Hann átti það
líka til að mæta á skrifstofu stétt-
arfélaganna á Húsavík og gagnrýna
forystu verkalýðshreyfingarinnar
fyrir linkind í kjarasamningum bæði
gagnvart atvinnurekendum og ekki
síður stjórnvöldum.
Árni var ekki bara gagnrýninn,
hann kom ekki síður til að þakka fé-
laginu fyrir ýmislegt sem það beitti
sér fyrir enda var hann meðvitaður
um mikilvægi stéttarfélaga í þágu
verkafólks. Það er list að tjá skoð-
anir sínar svo tekið sé mark á þeim.
Það á bæði við, þegar menn gagn-
rýna og ekki síður þegar menn
þakka það sem vel er gert. Þetta
kunni Árni G. Jónsson enda var
hann listamaður af guðsnáð. Hann
gat ort, málað, smíðað, sungið og
miðlað málum ef svo bar undir.
Þessa hæfileika láta flestir sig
dreyma um, þessir hæfileikar voru
meðfæddir Árna G. Jónssyni.
Með Árna er genginn góður mað-
ur sem skilur eftir sig djúp för í frjó-
um jarðvegi sem hann plægði og
sáði í á lífsleiðinni. Það verður okkar
að uppskera og sá á ný í minningu
Árna G. Jónssonar frá Öndólfsstöð-
um. Að lokum vil ég votta Þorgerði
og fjölskyldu alla samúð mína um
leið og ég þakka Árna fyrir hönd
Verkalýðsfélags Húsavíkur fyrir
framlag hans í þágu félagsins og
þess fólks sem myndar félagið á
hverjum tíma.
Aðalsteinn Á. Baldursson.
Elsku mamma mín.
Mig langar að kveðja
þig með þessum örfáu
orðum og þakka þér
fyrir allt. Það er skrýt-
ið til þess að hugsa, nú þegar nýja ár-
ið er rétt gengið í garð, að þú ert ekki
lengur meðal okkar.
Þú fórst svo fljótt og bara tíu dög-
um eftir 70 ára afmælið þitt. Ég hef
varla náð þessum tíðindum enn. Og
það vantar svo mikið nú þegar þú ert
farin … brosið þitt, gáskann og
gleðina. Mikið sakna ég þess að sjá
þig ekki í stólnum við eldhúsborðið
eða í sófanum inni í sjónvarpsher-
bergi. Mikið sakna ég þess að heyra
ekki lengur hvella rödd þína þegar
einhver kemur í heimsókn í Goða-
brautina.
Mikið sakna ég þess að finna ekki
lengur hlýjuna frá þér eða þakklætið
yfir litlu verkunum.
En minningarnar á ég og þær eru
ótalmargar.
AÐALBJÖRG GUÐ-
RÚN ÁRNADÓTTIR
✝ Aðalbjörg Guð-rún Árnadóttir
fæddist í Ólafsfirði 4.
desember 1934. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 14. desember
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Dal-
víkurkirkju 21. des-
ember.
Ég man öll skemmti-
legu símtölin sem við
áttum á kvöldin, yfir-
leitt rétt upp úr mið-
nætti. „Tilkynningar-
skyldan“ lét aldrei á
sér standa.
Ég man allar „dek-
urstundirnar“ við
kertaljós og notalega
tónlist. Það sem þú
naust þeirra. Ég man
allar spilastundirnar
okkar saman langt
fram eftir nóttu þar
sem við spjölluðum og
spáðum í lífið og til-
veruna.
Þú varst mér svo góð mamma.
Enga betri hefði ég getað fengið. Og
þú varst líka minn besti vinur.
Með þér gat ég hlegið, með þér
átti ég leyndarmál, við þig var svo
gott að tala. Ég bið algóðan Guð að
gæta þín þar sem þú ert núna og
innst inni veit ég að þér líður vel.
Við systkinin hugsum vel um
pabba fyrir þig.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þín elskandi dóttir
Inga Júl.
MAGNÚS BLÖNDAL
JÓHANNSSON
✝ Magnús BlöndalJóhannsson
fæddist á Skálum á
Langanesi 8. septem-
ber 1925. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi að kvöldi 1.
janúar síðastliðins
og var útför hans
gerð frá Dómkirkj-
unni 6. janúar.
alls konar lög. Á þess-
um árum var oft mann-
margt í Dalsmynni. Á
kvöldin spilaði Dengi
fyrir dansi á orgelið og
fólkið söng nýjustu
dægurflugurnar.
Þessi sumardvöl var
upphaf ævilangrar vin-
áttu hans og Dals-
mynnisfólksins. Hann
kom oft í suttar heim-
sóknir, veiddi silung
um ís og reiðhjólið var
óspart notað. Á þessum
árum og lengi síðar var
ljósmyndun eitt af
brennandi áhugamálum hans og
margar myndir voru teknar af bæn-
um og heimilisfólkinu sem eru
ómetanlegar heimildir um liðinn
tíma. Hann kom ásamt unnustu
sinni áður en þau fóru til Bandaríkj-
anna og þaðan komu þau síðan með
Hann Dengi kom
með ferska vinda.
Fjórtán ára kom hann
fyrst til sumardvalar í
Dalsmynni. Borgar-
barnið aðlagaðist fjótt nýju um-
hverfi. Hann var í heyskap með
öðrum ungmennum, veiddi silung
og kynntist sveitalífinu. Eitt kunni
hann sem aðrir á bænum kunnu
ekki. Hann gat spilað á orgel skól-
ans sem var geymt í símastofunni,
frumburðinn í heimsókn sem siglt
par. Allir fengu eitthvað nýtt, hús-
freyjan sparikjól, einhver eyrna-
lokka, barnið útlent nammi … allt
nýtt, framandi, glansandi og fínt.
En skemmtilegast var að hlusta á
sögurnar frá New York af tónlist,
bílum, háum húsum, maurum og
marglitu fólki. Eftir heimkomuna
ferðaðist fjölskyldan mikið innan-
lands. Alltaf komu þau við og lífg-
uðu upp á bæjarbraginn. Dengi var
forfallinn græjukarl. Hann átti
stjörnukíki og sagði frá stjörnum
himinhvolfsins og allir fengu að líta
á dýrðina, hann lærði svifflug og
lýsti hvernig hægt er að svífa hljóð-
laust í loftinu og njóta umhverf-
isins, næstum eins og fugl. Í síðustu
heimsókn var rætt um hvernig
hægt er að nota tölvu við að semja
tónlist. Heimsóknunum fækkaði
með árunum en símtölum fjölgaði
þar til heilsan þvarr. Magnús Blön-
dal setti lit á tilveruna. Minningin
um góðan dreng lifir.
Við vottum Huldu og sonum hans
innilega samúð.
Geir Dalman Jónsson og
Málfríður Kristjánsdóttir.
Annan dag jóla barst
okkur sú harmafregn
að hún Óla frænka væri
dáin allt of fljótt og fyr-
irvaralaust. Báðar átt-
um við heima í Hafnarfirði á yngri
árum og vorum álíka gamlar. Eins
og svo oft gliðnaði sambandið þegar
árin liðu og við hittumst orðið aðeins
á fjölskyldusamkomum sem reynt
var að halda einu sinni til tvisvar á
ári.
Ég minnist Ólafar alltaf sem glað-
legrar ljúfrar stúlku sem gott var að
vera nálægt, sú minning mun lifa
áfram.
Lífið er hverfult, við vitum aldrei
hvað morgundagurinn ber í skauti
sér.
Guð blessi Ólu frænku, eftirlifandi
eiginmann hennar, börnin hennar
tvö, móður og systkin.
Helena Óskarsdóttir.
Annan dag jóla fékk ég hringingu
snemma morguns og var það móðir
mín sem sagði mér að hún systir mín
væri látin. Hvernig gat þetta gerst,
af hverju? spurði ég sjálfa mig,
hvernig gat vanlíðan þín farið
framhjá mér, eins nánar og við vor-
um? Desembermánuður er oft erf-
iður vegna anna og hefur maður ekki
eins mikinn tíma til að skreppa í
heimsókn og spjalla yfir kaffibolla
eins og við gerðum oft. Ég vissi að þú
áttir erfitt með svefn en það er al-
gengt þegar fólk vinnur vaktavinnu.
En við verðum að sætta okkur við að
þú sért farin frá okkur og vil ég
minnast margra góðra stunda sem
við áttum saman. Ég man þegar þú
eignaðist börnin þín, hvað þú varst
stolt móðir, enda börnin líka mynd-
arleg. Þú og Bóbó byggðuð ykkur lít-
inn sumarbústað í Svínadal og þar
áttu þið ykkar góðu stundir saman
því þið voruð mjög samrýmd hjón,
ÓLÖF
SVAVARSDÓTTIR
✝ Ólöf Svavars-dóttir fæddist 2.
júní 1955. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi sunnudag-
inn 26. desember síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 5. jan-
úar.
nutuð þess að vinna í
garðinum og hlúa að
litlu trjásprotunum
sem þið höfðuð sett nið-
ur. Þú hafðir gott auga
fyrir fallegum hlutum
og eru margir hlutir
sem þú gerðir sem við
eigum eftir þig. Þegar
þið keyptuð einbýlis-
húsið fannstu þig strax
í að hlúa að gróðrinum í
lóðinni. Sem sjúkraliði
sýndir þú sjúklingum
mikla alúð og varst
mjög vel liðin í starfi.
Elsku Bóbó, Mar-
grét Ýr, Hilmar Darri, Hóffý og
mamma, sorg ykkar er mikil, minn-
ing um yndislega konu mun lifa í
hjörtum okkar.
Sigríður Inga.
Elsku Ólöf frænka.
Með logandi kertaljós og tárin í
augunum sit ég í stofunni heima og
hugsa til þín. Minningarnar sem ég á
um þig eru svo ljóslifandi og ég á
mjög erfitt með að sætta mig við það
að þú varst tekin burtu frá okkur.
Ein af mínum elstu æskuminning-
um er í fyrstu íbúðinni ykkar Bóbó á
Suðurbrautinni, ég var þá um fimm
ára gömul og við mamma komum í
heimsókn til þín. Þú varst nýbúin að
baka marengstertu og ég man hvað
mér þótti hún rosalega góð. Þessi
heimsókn er lýsandi fyrir allar aðrar
heimsóknir mínar til þín, þú áttir
alltaf eitthvað heimabakað með
kaffinu. Svona varstu, alltaf svo
myndarleg. Það lék allt í höndunum
á þér hvort sem það var bakstur,
saumaskapur, föndur eða garðyrkja.
Umhyggjan var þér einnig gefin í
vöggugjöf, af henni áttir þú nóg, ekki
bara fyrir þína nánustu heldur einn-
ig fyrir það fólk sem þú annaðist í
starfi þínu sem sjúkraliði.
Elsku Ólöf, að leiðarlokum kveð
ég þig með virðingu og þakka Guði
fyrir að hafa átt þig að. Hvíl í friði,
kæra frænka.
Elsku Bóbó, Margrét Ýr, Hilmar
Darri, Hoffý og amma, missir ykkar
er mikill. Megi Guð vera hjá ykkur
og gefa ykkur styrk. Kveikjum á
kertaljósum fyrir Ólöfu og varðveit-
um minningarnar um hana.
Kristín Lind Steingrímsdóttir.