Morgunblaðið - 13.01.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 13.01.2005, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í LEIÐANGRI Hafrannsókna- stofnunar úti fyrir austanverðu Norðurlandi 6.–10. janúar ásamt níu fiskiskipum mældust 1.272.000 tonn af kynþroska loðnu en leit- arskipin höfðu ekkert fundið ann- ars staðar. Að frátöldum 400.000 tonnum til hrygningar í lok vertíð- ar og náttúrulegum afföllum svar- ar mælingin til 895.000 tonna há- marksafla frá 9. janúar til ver- tíðarloka í mars 2005. Samanlagt svarar mælingin og landaður afli frá vertíðarbyrjun í júní 2004, 90.000 tonn, þar til mæl- ingu lauk til 985.000 tonna há- marksafla á allri vertíðinni 2004/ 2005. Í samræmi við þetta hefur Hafrannsóknastofnunin lagt til að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni verði ákveðinn 985.000 tonn. Búist er við að sjávarútvegsráð- herra gefi út reglugerð um aukn- ingu kvótans næstu daga, en upp- hafskvóti var 224.000 tonn. Gert er ráð fyrir að kvóti Íslendinga verði endurskoðaður með mögulega aukningu í huga um miðjan febr- úar þegar í ljós kemur hve mikið aðrar þjóðir hafa veitt. Kvóti Íslendinga 780.000 tonn Samkvæmt þessari tillögu verð- ur hlutur Íslendinga 780.000 tonn, þar sem við deilum loðnunni með öðrum þjóðum. Er hér um veru- lega aukningu á útgefnum bráða- birgðakvóta Íslendinga að ræða, en aukningin nemur 556 þúsund tonnum. Af 780 þúsund tonna hlut Íslendinga verður 32 þúsund tonn- um ráðstafað sérstaklega vegna loðnuleitar. Loðnukvót- inn endur- skoðaður í febrúar Morgunblaðið/Jón Sigurðarson DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur vísað bótaþætti dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Kjart- ans Ásmundssonar, fyrrverandi sjómanns, til yfir- deildar dómstólsins. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lensku máli er vísað til yfirdeildarinnar. Lögmanni Kjartans kemur áfrýjunin á óvart og telur ólíklegt að yfirdeildin fallist á að taka málið fyrir. Mannréttindadómstóllinn komst í haust að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu með því að svipta Kjartan bótalaust áunnum líf- eyrisréttindum frá Lífeyrissjóði sjómanna. Voru honum dæmdar 75 þúsund evrur vegna fjárhags- tjóns, 1.500 evrur og 20 þúsund evrur í málskostn- að. Á núverandi gengi samsvarar upphæðin um átta milljónum íslenskra króna. Ekki fjárhagstjón að mati ríkisins Málið snýst um breytingar á lögum sem gerðar voru árið 1992 og 1994 sem urðu til þess að Kjart- an missti allan rétt til bóta. Lagabreytingarnar höfðu áhrif á bótgreiðslur til alls 54 bótaþega. Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Ís- lands, umboðsmaður íslenska ríkisins hjá Mann- réttindadómstólnum, segir að dómsmálaráðherra, í samráði við ríkislögmann, hafi tekið ákvörðun um að vísa bótaþætti málsins til yfirdeildarinnar þar sem íslenska ríkið telji ekki að Kjartan hafi orðið fyrir fjárhagstjóni vegna lagabreytinganna. Í mál- inu komi fram að örorka hans vegna starfa í landi sé svo lítil að hún hefði ekki valdið bótarétti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensku máli er vís- að til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Yfir- deildin varð reyndar ekki til fyrr en árið 1998 þeg- ar reglum um dómstólinn var breytt en áður voru mál tekin fyrir í Mannréttindanefnd Evrópu og var síðan hægt að skjóta þeim til Mannréttinda- dómstólsins. Tveir dómar höfðu þá fallið ríkinu í óhag hjá dómstólnum og ein sátt verið gerð. Þar sem yfirdeildin fellst einungis á hluta þeirra beiðna sem berast henni er alls ekki sjálfgefið að dómstóllinn verði við ósk ríkisins um að taka málið til meðferðar. Skilyrði fyrir því að dómurinn taki mál til meðferðar er að það veki upp alvarlega spurningu varðandi túlkun eða framkvæmd á sátt- málanum eða varði alvarlegt deiluefni sem al- mennt sé mikilvægt. Björg segir að málið veki upp spurningu um túlkun sáttmálans þar sem málið snúist um hvernig dómstóllinn ákvarði bætur vegna fjárhagslegs tjóns. Viðurkenning á niðurstöðu Lilja Jónasdóttir hrl., lögmaður Kjartans, segir að það komi sér á óvart að íslenska ríkið hafi ákveðið að vísa bótaþættinum til yfirdeildarinnar og telur ólíklegt að málið uppfylli skilyrði um með- ferð hjá yfirdeildinni. Málið veki hvorki upp alvar- lega spurningu um túlkun eða framkvæmd á sátt- málanum né hafi spurningin um bótaþátt almennt gildi. Með því að bera eingöngu bótaþáttinn undir yfirdeildina felist á hinn bóginn viðurkenning á þeirri niðurstöðu dómstólsins að lögin sem sviptu Kjartan rétti til lífeyrisgreiðslna hafi stangast á við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Því beri að fagna. Úrlausnir Mannréttindadómstólsins eru bind- andi fyrir íslenska ríkið að þjóðarrétti og er ís- lenska ríkinu því skylt að greiða bæturnar nema yfirdeildin ákveði annað. Mál sjómanns sem missti bætur vegna lagabreytingar um lífeyrisréttindi Dómi vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að taka tilboði fjögurra heilbrigðisstofnana um kaup á tæplega 650 aðgerðum sérstak- lega. Um er að ræða hjartaþræð- ingar, liðskipta- og augnaðgerðir en stofnanirnar sem í hlut eiga eru Landspítali – háskólasjúkra- hús (LSH) sem tekur að sér 150 augnaðgerðir, 70 hjartaþræðing- ar og 20 liðskiptaaðgerðir, Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri sem tekur að sér að gera 40 liðskipta- aðgerðir, Sjúkrahúsið á Akranesi en þar verða gerðar 16 liðskipta- aðgerðir aukalega og St. Jósef- spítalann í Hafnarfirði þar sem gerðar verða 350 augnaðgerðir, að því er kemur fram í tilkynn- ingu heilbrigðisráðuneytisins. Ákvörðun ráðherra er liður í að draga enn frekar úr bið eftir þessum aðgerðum en heildar- kostnaðurinn við aðgerðirnar er tæpar 87 milljónir króna. Biðlistar víðast litlir sem engir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga LSH, segir það vera mjög jákvætt skref hjá ráðuneyt- inu að leggja fram fé til þess að ná niður biðlistum eftir aðgerðum þar sem biðin sé mjög löng. Hún segir að miðað við tímabil- ið janúar-október hafi biðlistar eftir liðskiptaaðgerðum styst og hafi verið 5 til 8 mánuðir að jafn- aði en biðlistar eftir hjartaþræð- ingum örlítið lengst en séu þó ekki nema einhverjar vikur. Bið eftir augnaðgerð hafi aftur á móti verið um eitt ár. Þar hafi aðgerð- um fjölgað heilmikið en eftir- spurnin einnig aukist mjög enda sé öldruðum stöðugt að fjölga. Anna segir þetta þriðja árið sem veittir séu sérstakir fjár- munir til þess að stytta biðlista. Þá hafi, eftir að sameiningu sér- greina og sérstaklega á skurð- sviðum lauk, náðst að auka fram- leiðslu talsvert mikið án þess að kostnaður hafi aukist hlutfalls- lega jafnmikið. Almennt hafi bið- listar styst og í flestöllum sér- greinum séu litlir eða alls engir biðlistar. Það séu einkum augn- aðgerðir þar sem biðin sé og þá sé enn fulllöng bið eftir liðskipta- aðgerðum en þar hafi þó áunnist heilmikið, fyrir 1–2 árum hafi biðin verið á annað ár. Þá sé bið- in eftir hjartaþræðingu orðin mjög stutt. Fleiri aðgerðir til að stytta biðtíma Tilboði tekið í 650 aðgerðir VEGAGERÐIN hefur boðið út 5 km kafla á hringveginum í Svínahrauni, breikkun og ný- byggingu ásamt mislægum vegamótum við Þrengslaveg, og á að vinna verkið í sumar. Verklok eru áskilin 30. september. Tilboðum á að skila þriðjudaginn 1. febrúar og verða þau opnuð samdægurs. Verkið nær til veg- arkafla milli Litlu kaffistofunnar og róta Hveradalabrekku. Breikka á þriggja km kafla vegarins frá Litlu kaffistofunni til austurs og síðan á að leggja nýjan tveggja km veg norðar í Svínahrauni sem stytta myndi hringveginn örlítið. Jafnframt á að smíða mislæg vegamót við Þrengslaveg sem yrðu nokkru vestar en núverandi vegamót. Þá verða einnig lagfærð vegamótin við nýj- an Hamragilsveg og lagfærð aðkoman að Litlu kaffistofunni. Vegagerð í Svínahrauni boðin út                                                                   !    !          Mynd/Arkitekta- og verkfræðistofan AVH ehf. Mislæg vegamót verða á mótum Þrengslavegar og Suðurlandsvegar. Horft er til suðvesturs þar sem Þrengslavegur liggur undir Suðurlandsvegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.