Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vestfirðingur ársins | Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaðurinn Mugison, var kjörinn Vestfirðingur ársins 2004 af lesendum ísfirska fréttavefjarins bb.is. Í fréttatilkynningu er vak- in athygli á góðri frammi- stöðu hans á tónlistar- sviðinu á nýliðnu ári. Plata hans, „Mugimama (Is This Monkeymusic?)“ var ein af bestu hljómplötum ársins. Hann samdi tónlist við kvikmyndina Næsland og fékk fimm tilnefningar til Íslensku tónlist- arverðlaunanna. Þá stóð Örn Elías, í sam- vinnu við föður sinn og fleiri aðila, fyrir tón- listarhátíðinni „Aldrei fór ég suður“ sem haldin var á Ísafirði um páskana. Loks er þess getið að Örn Elías hafi verið duglegur að kynna heimaslóðirnar. Alls fengu 72 einstaklingar atkvæði í kosn- ingunni sem stóð frá miðjum desember og fram til áramóta. Faðir Arnar Elíasar, Guð- mundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, tók við viðurkenningu son- arins, en það eru eignar- og farandgripir sem smíðaðir eru af Dýrfinnu Torfadóttur gull- smið í Gullauga á Ísafirði. Í öðru sæti að mati lesenda bb.is var Jón Fanndal Þórðarson, verslunarmaður og for- maður Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ, en hann var einn af forsvarsmönnum Heima- stjórnarhátíðar alþýðunnar sem haldin var á Ísafirði. Í þriðja sæti varð Kristinn H. Gunn- arsson, alþingismaður, og Sigmundur F. Þórðarson, húsasmíðameistari á Þingeyri og formaður Íþróttafélagsins Höfrungs, varð í fjórða sæti.    Úr bæjarlífinu Mugison, Örn Elías Guðmundsson. HÉÐAN OG ÞAÐAN Varðveita Kópsnes | Félag áhugamanna um varðveislu á Kópsnesi á Hólmavík mun í sumar hefja lagfæringar á gamla kotbýlinu. Hefur félagið fengið 200 þúsund króna styrk frá Húsafriðunarsjóði til að hefja verkið. Árið 1916 byggðu Jón Árnason og Helga Tómasdóttir íbúðarhús og fjárhús á Kóps- nesi. Undanfarin ár hafa áhugamenn rætt um mikilvægi þess að varðveita þessi hús og endurbyggja þau sem minnisvarða um hús- næði og kotbúskap á fyrrihluta síðustu aldar. Vilja þeir forða því að húsin hverfi úr bæj- armynd Hólmavíkur. Stofnuðu þeir félag um þetta áhugamál fyrir rúmu ári og hafa unnið að fjáröflun fyrir verkefnið. Félagið heldur fund í Björgunarsveit- arhúsinu á Hólmavík næstkomandi föstu- dag, klukkan 20, til að gera grein fyrir áformum sínum. ByggingarnefndHúsavíkurbæjarhefur ákveðið að endurúthluta lóðinni að Hafnarstétt 11 við Húsa- víkurhöfn til Norðursigl- ingar. Hyggst fyrirtækið reisa þar í byrjun sumars um 120 fermetra stein- steypta byggingu á einni hæð. Þar verða snyrtingar fyrir ferðamenn, eldhús- aðstaða, geymsla og starfsmannaaðstaða fyr- irtækisins. Annað hvalaskoð- unarfyrirtæki, Gentle- Giants-Hvalaferðir ehf., sóttist einnig eftir lóðinni. Byggingarnefnd taldi hug- myndir Norðursiglingar skýrar og augljós væri þörf fyrirtækisins fyrir aukið athafnarými á hafn- arsvæðinu. Hafnarstétt Tekið var á mótiáhöfn ÞorvarðsLárussonar SH með marsipantertu er skipið lagðist að bryggju í Grundarfirði um mið- nættið sl. þriðjudags- kvöld. Ástæðan var sú að lestar skipsins voru nú í fyrsta sinn fullar frá því skipið kom nýtt til Grund- arfjarðar í lok september. Sigurður Ólafur Þorvarð- arson skipstjóri kvaðst ekki hafa átt von á slíkum móttökum. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Í fyrsta sinn með fulla lest Þegar fyrsta fata-verslunin varstofnuð á Akranesi 1873 gætti svartsýni hjá sumum vegna nálægðar við Reykjavík. Þá var ort vísa sem kennd hefur ver- ið Pétri Péturssyni bisk- upi: Þá verslun kemur á Skipaskaga skötnum verður það til baga. Eftir sér það dilk mun draga drykkjurúta og letimaga. Séra Hjálmar Jónsson tók að sér að verja „blessaðan biskupinn“ með kerskn- isvísu: Leti, hyskni, þjark og þjór er þekkt af hverjum Skaga- manni. Pétur biskup forðum fór furðulega nærri sanni. Davíð Hjálmar Haraldsson orti: Ýmsu getur bænin breytt, breyska má hún laga, Dómkirkjan því opni eitt útibú á Skaga. Á Skipaskaga pebl@mbl.is Grafarholt | Veiði er stunduð í Reynisvatni meginhluta ársins. Í vatnið er sleppt silungi sem veiddur er á hefðbundinn hátt á sumrin. Á veturna er síðan hægt að dorga í gegn um vakir á ísn- um. Fyrstu vakirnar á nýju ári voru boraðar um helgina en ekki tók fiskurinn vel daginn þann. Hægt er að veiða í hvaða veðri sem er en menn verða bara að vera vel búnir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Dorgað á ís Veiði Bíldudalur | Guð mundur Valgeir Magn- ússon hefur verið ráðinn verksmiðju- stjóri væntanlegrar kalkþörungavinnslu á Bíldudal. Var hann ráðinn úr hópi tíu umsækjenda, að því er fram kemur á vefsíðunni arnfirdingur.is. Guðmundur Valgeir er búsettur í Grundarfirði og hefur starfað þar sem vélstjóri á togaranum Klakki. Fram kemur á vefnum að ráðgert er að hann dvelji í um vikutíma á Írlandi til að kynna sér starfsemi kalkþörungavinnslu sem hinir írsku aðaleigendur kalkþör- ungavinnslunar á Bíldudal reka. Guð- mundur er væntanlegur til Bíldudals í apríl til að fylgjast með uppbyggingu verksmiðjunnar. Ráðinn verk- smiðjustjóri kalk- þörungavinnslu Austur-Skaftafellssýsla | Búnaðar- samband Suðurlands (BSSL) hefur tekið að sér leiðbeiningaþjónustu í Austur-Skaftafellssýslu ásamt þeim skyldum sem felast í búnaðarlaga- samningi, samkvæmt samningi við Búnaðarsamband Austur-Skaftfell- inga. Kemur þetta fram á vef Bún- aðarsambands Suðurlands. Þar segir að ekki sé stefnt að nein- um stórvægilegum breytingum með samningnum. Áfram verður starf- rækt skrifstofa með starfsmanni á Höfn í Hornafirði og mun hún einkum sinna úttektum, bókhaldi og forða- gæslu. Mestallri faglegri ráðgjöf verður sinnt frá starfsstöðvum BSSL á Selfossi, Hvolsvelli og Kirkjubæj- arklaustri og verður leitast við að veita sömu þjónustu á svæðinu öllu. Leiðbeiningaþjónustu sinnt frá Suðurlandi ♦♦♦ Rúmar 90 milljónir til framkvæmda Eyjafjarðarsveit | Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir nýhafið ár hefur verið samþykkt. Áætlunin gerir ráð fyrir að álagningarprósenta útsvars og fast- eignagjalda svo og álagning sorpgjalds og rotþróargjalds verði óbreytt frá árinu 2004. Gjaldskrá leikskóla og skólavist- unar hækkar um 4,5% frá 1. janúar síð- astliðnum. Tekjur eru áætlaðar um 400 milljónir króna, gjöld án fjármagnsliða tæplega 350 milljónir, fjármagnsgjöld um 11 milljónir og er niðurstaðar rekstr- arins upp á 10,3 milljónir króna. Eins og fyrr eru fræðslumálin fyrir- ferðarmest í rekstri sveitarfélagsins en til þeirra er áætlað að verja kr. 254,5 milljónum eða u.þ.b. 68% heildartekn- anna. Til fjárfestinga er áætlað að verja kr. 91,3 milljónum sem að stærstum hluta er varið til endurnýjunar á sundlaug við Hrafnagilsskóla, áætlaður kostnaður við það verkefni er kr. 85 milljónir króna. Aðrar fjárfestingar felast að mestu í ný- byggingu gatna í Reykárhverfi. Þá var einnig samþykkt að verja 12 milljónum króna til viðhalds fasteigna og búnaðar. Stærstu einstöku verkefnin þar eru til viðhalds og endurnýjunar á búnaði Tón- listarhússins Laugarborgar, 3 milljónir, og 5 milljónir til viðhalds heimavist- arhúss. „Í heild má segja að áætlunin end- urspegli sterka fjárhagsstöðu Eyjafjarð- arsveitar,“ segir um áætlunina á vef sveitarfélagsins. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 áður kr. 86.900 nú kr. 73.800 MIRALE er eini umboðsaðili Cassina á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.