Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 47
DAGBÓK
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
BIC Atlantis penni
Verð 90 kr/stk
BIC M10 penni
Verð 1.680 kr/pk
með 50 stk
PILOT SUPER GRIP
Verð 75 kt/stk
Geisladiskar í 10-25-50 og 100 stk einingum
Gatapokar
100 stk í pakka 486 kr/pk
Vasar fyrir geisladiska.
Passar í möppur. 10 stk. í pakka.
Verð 890 kr/pakkningin
sem tekur 40 diska.
NOVUS B 80
Tengdamamma
Verð 75 kr
NOVUS B 10FC
Heftar 15 blöð
Verð 470 kr
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM -VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2005
STABILO BOSS
Verð 78 kr/stk
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
UM ER AÐ RÆÐA EINBÝLISHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM, ALLS 223,7
FM, ÞAR AF ER TVÖFALDUR BÍLSKÚR 40 FM. EINNIG ER CA 60 FM
ÓSKRÁÐ RÝMI Í KJALLARA SEM EKKI ER INNÍ FM-FJÖLDA. Fjögur
svefnherbergi og tvær stofur. Rúmgóðar svalir út frá borðstofu. Flísar og
parket á gólfum. Fallegar innréttingar. Eitt rúmgott baðherbergi, flísalagt
hólf í gólf og gestasnyrting á 1. hæð. Verð 38 milljónir. Nýlegt hús í
botnlanga í grónu hverfi sem þarfnast viðgerða á þaki.
Verð: Tilboð - Ákveðin sala!
SVEIGHÚS - GRAFARVOGI
- EINSTAKT TÆKIFÆRI
Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, Fax 512 12 13,
Netfang foss@foss.is
GUNNLAUGUR Þór Briem leikur á píanó á hádegistónleikum í sal Tónlistarskóla Garða-
bæjar að Kirkjulundi í dag kl. 12.15. Tónleikarnir eru hluti af hádegistónleikaröð sem verð-
ur haldin í janúar og febrúar í tilefni af 40 ára starfsafmæli Tónlistarskóla Garðabæjar á
þessu skólaári.
Síðasta haust var einnig haldin tónleikaröð í skólanum og bæjarbúar kunnu vel að
meta það framtak, að sögn Huldu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa Garðabæjar. Hádeg-
istónleikarnir verða haldnir alla fimmtudaga í janúar og fyrstu tvær vikurnar í febrúar í
sal skólans. Það eru fyrrverandi nemendur og kennarar við skólann sem koma fram á há-
degistónleikunum.
Gunnlaugur Þór Briem nam píanóleik við Tónlistarskóla Garðabæjar. Hann kom fyrst
fimm ára gamall til Katrínar Sæmundsdóttur, síðar til Sigrúnar Ragnarsdóttur og Guð-
mundar Magnússonar, en lærði þó lengst af hjá Gísla heitnum Magnússyni og útskrif-
aðist undir leiðsögn hans með tónleikum í sal Kirkjuhvols vorið 1995.
Gunnlaugur Þór Briem í Tónlistarskóla Garðabæjar
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e5 4. Rc3 d6 5. e4
Be7 6. g3 a6 7. a4 Rbd7 8. Bg2 Rf8 9. a5
Rg6 10. Bd2 b5 11. axb6 Dxb6 12. b3
Hb8 13. Ha3 Bd8 14. Rge2 O-O 15. O-O
Re8 16. Kh1 Db7 17. Rc1 f5 18. exf5
Bxf5 19. Re4 Dc8 20. Rd3 Bxe4 21. Bxe4
Rf6 22. Bg2 Df5 23. Bc1 e4 24. Rf4 Re5
25. Hxa6 Be7 26. Bh3 Rfg4 27. Bb2 Rf3
28. Ha7 Hf7 29. Bxg4 Dxg4 30. h3 Dg5
31. Re6 Dg6 32. Dc2 He8 33. Hfa1 h6 34.
Ha8 Hxa8 35. Hxa8+ Kh7 36. Ha7 Re1
37. De2 e3
Staðan kom upp á lokuðu móti sem
lauk fyrir skömmu í Reggio Emilia á
Ítalíu. Calogero Di Caro (2317) hafði
hvítt gegn Igor Miladinovic (2611). 38.
Hxe7! De4+ drottningin hefði fallið eftir
38... Hxe7 39. Rf8+. 39. f3 Df5 40. g4
Db1 41. Hxf7 og svartur gafst upp enda
hefur þráskák með riddaranum ekkert
upp á sig. Lokastaða mótsins varð þessi:
1. Aleksander Delchev (2601) 6½ vinn-
ing af 9 mögulegum. 2.–5. Igor Milad-
inovic (2611), Dimitry Komarov (2555),
Miso Cebalo (2520) og Denis Rombald-
oni (2251) 5 v. 6. Massimo Sciortino
(2222) 4½ v. 7. Igor Naumkin (2479) 4 v.
8.–9. Calogero Di Caro (2317) og Boris
Chatalbashev (2554) 3½ v. 10. Maurizio
Tirabassi (2330) 3 v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
NÝR, en þó ekki alveg nýr, djass-
kvartett stígur á stokk í kvöld og
heldur tónleika á Hótel Borg kl. 21.
Kvartettinn skipa þeir Jóel Pálsson
saxófónleikari, Agnar Már Magn-
ússon píanóleikari, Gunnlaugur
Guðmundsson kontrabassaleikari
og Einar Scheving trommuleikari.
Sveitin starfar undir vinnuheit-
inu Atlantshafsbandalagið, en með-
limir búa nokkuð dreift kringum
Atlantshafið. Þannig er Gunn-
laugur búsettur í Haag í Hollandi
þar sem hann leikur reglulega með
fremstu djassleikurum Hollend-
inga, en Einar er búsettur í Miami
þar sem hann kennir við djassdeild
Miami háskóla auk þess sem hann
leikur jafnan með frægum djass-
tónlistarmönnum þar ytra. Jóel og
Agnar sem búsettir eru á Íslandi
eru einnig vel þekktir í íslensku
tónlistarlífi. Kvartettinn hefur einu
sinni áður komið fram hér á landi
og fékk þá afar jákvæða umsögn
gagnrýnanda Morgunblaðsins.
Á efnisskránni er frumsamin
tónlist eftir þá félaga en kvart-
ettinn er nú saman kominn á Ís-
landi vegna upptöku á hljómdiski
sem væntanlegur er á árinu.
Jóel Pálsson saxófónleikari sveit-
arinnar segir mega rekja sam-
starfið aftur til vináttu þeirra í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
„Þá vorum við að byrja að spila
djasstónlist,“ segir Jóel. „Við höf-
um allir haldið áfram í tónlistinni
og viljum halda þessum tengslum.
Við komum saman og spiluðum í
fyrsta skipti á djasshátíðinni síð-
asta haust og þeir eru að koma
núna til að hljóðrita plötu. Það er
alltaf gaman að hittast, menn eru
hver í sínum heimshlutanum að
sýsla í sínu í tengslum við sínar
kreðsur á sínum slóðum, svo það
kemur alltaf fullt af nýjum hug-
myndum þegar við hittumst og við
fáum nasasjón af því hvað er að
gerast annars staðar í gegnum
þetta samstarf.“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Atlantshafsbandalagið æfði af kappi fyrir tónleikana á Borginni í húsnæði FÍH í gær.
Nýr djass á Borginni
UNGA kynslóðin lætur sig svo sannarlega
ekki vanta þegar kemur að því að styðja
við bakið á þeim sem starfa að hjálp-
arstarfi í kjölfar náttúruhamfaranna í SA-
Asíu. Í dag kl. 18.20 verða haldnir tónleikar
í Miðbergi, þar sem hljómsveitirnar Yan
Mayen, Bob, Big Kahuna, Isidor, Benny
Crespos gang og Gay Parad koma fram.
„Við ætlum að fara með allt sem safnast
til aðila sem eru í þessu hjálparstarfi,“
segir tónleikahaldarinn ungi, Gísli Matth-
ías Auðunsson, en hann er nemandi í 10.
bekk Fellaskóla. „Það verður rokk-
stemning þarna, kostar aðeins 500 krónur
inn og tónleikarnir eru fyrir alla aldurs-
hópa.“
Allar hljómsveitirnar sem koma fram
eru virkar í íslenskri rokksenu og er hægt
að nálgast lög með öllum nema Big
Kahuna á Rokk.is, en Hermann Albert
Jónsson, gítarleikari í Gay Parad, sem
kemur að skipulagningu tónleikanna segir
þó eigi langt að bíða þess að Big Kahuna
skelli lagi inn á síðuna. „Við vorum að tala
saman um að halda tónleika, en Gísli hélt
aðra tónleika í fyrra. Þegar þessar
hamfarir urðu, fannst okkur það viðeigandi
að halda tónleika saman til að hjálpa þessu
fólki og láta gott af okkur leiða,“ segir Her-
mann. „Við viljum bara hvetja alla til að
mæta sem hafa gaman af góðu rokki og
vilja styrkja gott málefni.“
Tónleikarnir hefjast sem áður sagði kl.
18.20 og kostar 500 krónur inn. Allir eru
velkomnir.
Ungir rokkarar styrkja
hjálparstarf með tón-
leikum í Miðbergi
Morgunblaðið/Þorkell
Gísli og Hermann fara fyrir hópi ungra
rokkara sem vilja láta gott af sér leiða.
Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar
héldu tombólu og söfnuðu 2.856 kr. til
styrktar Rauða krossi Íslands. Þau
eru Aron Freyr Marelsson, Elín Ósk
Traustadóttir og Magni Marelsson.
Morgunblaðið/Ómar
MYNDLISTARKONAN Sigríður Valdimarsdóttir
opnaði á dögunum sýninguna „Snjókorn“ á Sólon.
Þar er að finna myndir sem unnar eru með
blandaðri tækni, en Sigríður útskrifaðist frá
Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1992.
Viðfangsefni Sigríðar eru snjókorn. „Hvert
snjókorn er einstakt og varir aðeins andartak,“
segir Sigríður. „Það er líkt og með okkur mann-
eskjurnar, við erum öll einstök og hvert andartak
sem við eigum er einstakt og þess vegna eigum
við að njóta þess meðan það varir. Það er í raun
og veru meginþema sýningarinnar, þessi sam-
svörun. Það er svo ótrúlegt að það séu til allar
þessar tegundir snjókorna, rétt eins og við mann-
eskjunnar. Við eigum öll falleg augnablik. Menn
gleyma svo oft að lifa í núinu. Við erum oft svo
upptekin af því sem hefði getað gerst eða á að
gerast og missum því af svo mörgu sem er að
gerast.“
Sýning Sigríðar stendur til 5. febrúar. Morgunblaðið/Jim Smart
Snjókorn á Sólon