Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 sakleysi, 4 loð- skinns, 7 kjálka, 8 pinni, 9 ræktað land, 11 einkenni, 13 vaxa, 14 gól, 15 varns- fall, 17 jarðvöðul, 20 skar, 22 kvendýr, 23 kindar, 24 rödd, 25 vera óstöðugur. Lóðrétt | 1 púði, 2 skrifa, 3 tómt, 4 snjór, 5 brennur, 6 þolna, 10 greftrun, 12 sníkjudýr, 13 tímgunar- fruma, 15 í vondu skapi, 16 jarðvöðlum, 18 fáskipt- inn, 19 skordýra, 20 ósoð- inn, 21 eirðarlaus. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hörundsár, 8 bælið, 9 lofar, 10 uxa, 11 tórir, 13 rúmum, 15 skæla, 18 afber, 21 fýl, 22 telur, 23 dunda, 24 griðungur. Lóðrétt | 2 öslar, 3 Urður, 4 dílar, 5 álfum, 6 ábót, 7 gróm, 12 ill, 14 úlf, 15 sótt, 16 ætlar, 17 afræð, 18 aldin, 19 bungu, 20 róar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki reyna að þvinga yfirmann þinn í dag, sama hvað hangir á spýtunni. Í raun væri best að sneiða alveg hjá sam- skiptum við yfirvald í dag. Þú verður undir. Óskemmtilegt, en líður hjá. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ekki láta deigann síga þótt ferðaáætl- anir eða verkefni tengt útgáfu fari skyndilega í vaskinn. Þetta er tímabund- in röskun á þínum högum. Andaðu ró- lega, allt fer vel að lokum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver veldur þér vonbrigðum með skorti á rausnarskap í dag. Eða þá að þú berð skarðan hlut frá borði í einhverju tilliti. Til langs tíma litið mun ástandið fara batnandi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samræður við nána vini og maka valda þér bara gremju í dag og ekkert miðar. Einhverra hluta vegna heldur fólk aftur af sér þessa dagana. Ekki búast við of miklu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vinnan verður tómt strit í dag og yfir- maðurinn einstaklega önugur í viðmóti. Samstarfsvilji er af skornum skammti. Svona er þetta bara stundum og við vit- um það öll. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Skyldur vegna barna hvíla þungt á þér í dag. Kannski finnur þér eldri manneskja sig knúna til þess að gefa þér ráð. Sjálfs- gagnrýni gæti gert vart við sig varðandi eitthvað skapandi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Samræður við fjölskyldumeðlimi, eink- um foreldra, ganga ekki sem skyldi í dag. Veldu annan dag ef nauðsynlegt er að ræða eitthvað mikilvægt. Tímasetning er stór þáttur í velgengni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Eitthvað er að angra þig í dag og þar að auki heyrast efasemdarraddir innra með þér. Láttu staðar numið. Þú uppskerð ekkert nema vansæld. Hingað og ekki lengra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að komast hjá fjármála- viðskiptum í dag. Dagurinn í dag er ekki góður til þess að versla heldur. Þú upp- lifir auraleysi og hindranir. Slakaðu á og bíddu betri tíma. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samtöl við aðra fylla þig hugsanlega von- leysi í dag. Annaðhvort ertu ónóg sjálfri þér, eða þá að þú heldur að aðrir efist um dómgreind þína. Þetta ástand er ekki þér að kenna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver lætur hugsanlega orð falla í dag sem þér þykja staðfesta þínar verstu grunsemdir um sjálfan þig, vatnsberi. Ekki taka þau inn á þig, senn birtir af degi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vinir þínir virðast einstaklega gagnrýnir í dag. Ef svo er, skaltu bara forðast þá. Einhver eldri og reyndari reynir kannski að gera lítið úr þér. Láttu sem ekkert sé. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú kemst í álnir, til metorða og uppskerð virðingu samferðamanna sama hver bakgrunnur þinn er. Þú vilt eiga kost á því að klifra upp metorðastigann og legg- ur mikið upp úr öryggi. Eldmóður þinn er óslökkvandi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Tónlist Café Rosenberg | Mike Pollock verður með tónleika kl. 22. Grand Rokk | Malneirophrenia, Matti/ Nonni og Doddi spila saman á Grand Rokk kl. 21. Frítt inn. Kaffi Sólon | Verða á 2 hæð Kaffi Sólon í kvöld með partístemmningu. Kringlukráin | Aron og Daddi flytja Bítl- ana eins og þeim einum er lagið ásamt gömlum íslenskum „útileguslögurum“ og öðrum erlendum „stuðlögum“. Aron og Daddi byrja að spila kl. 21. Frítt inn. Söfn Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til –menning og samfélag í 1200 ár. Opið alla daga nema mánudaga frá kl 11–17. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar er op- ið til kl 21. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnu- mót lista og minja. Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra Píanó & Frú Haugur. Gallerí Banananas | Baldur Björnsson – Hefur þú upplifað geðveiki? Opið eftir samkomulagi, s. 695-5489 Gallerí Dvergur | Sigga Björg Sigurð- ardóttir – Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis myndverk. Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms- dóttir – Hver er að banka á hurðina? Kannski barnið í landslaginu? Gallerí Tukt | Kristjana Rós Guðjohnsen sýnir abstrakt olíumálverk. Gerðuberg | Sýning Guðríðar B. Helga- dóttur á listsaumsmyndum í Gerðubergi er opin virka daga kl. 11–19 og um um helgar kl. 13–17. Guðríður mun taka á móti sýningargestum á laugardag og sunnudag kl. 13–17 en sýningunni lýkur 16. janúar. Ókeypis aðgangur. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár – sýning í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu al- menningsrafveitunnar. Svart á hvítu, þrí- víð verk, málverk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apóteki. Sigrún Guð- mundsdóttir er myndhöggvari febr- úarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol- íumálverk. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistamaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kling og Bang gallerí | Heimir Björgúlfs- son – Alca torda vs. rest. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir – Landslagsverk. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Kjarval í Kjarvalssal. Nýlistasafnið | Hlynur Helgason – Geng- ið niður Klapparstíg. Ævintýralegir fem- ínistar – Carnal Knowledge. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sören Solsker Starbird – Er sálin sýni- leg? Ljósmyndasýning. Fundir Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í dag heima hjá Valgerði Gísladóttur á Þórs- götu 4. Fundurinn byrjar með kaffi kl. 16. Allar konur velkomnar. Oddi – Félagsvísindahús HÍ | Stofn- fundur félags um þekkingarstjórnun verður í Odda – Félagsvíndahúsi Háskóla Íslands kl. kl. 14–16. Félaginu er ætlað að vera almennt áhugamannafélag um þekkingarstjórnun. Ingi Rúnar Eðvarðs- son kynnir bók sína „Þekking- arstjórnun“. Allir velkomnir en tilkynnið þátttöku fyrst í 5644688 eða skipulag- @vortex.is. Námskeið Mímir – símenntun ehf | Jóhanna Krist- jónsdóttir heldur námskeið um Menning- arheim araba hjá Mími símennt. Þetta er fimm kvölda námskeið sem hefst 20. janúar. Rætt er um islam, sögð saga Mú- hammeðs spámanns, fjallað um stöðu, menntun og klæðnað kvenna. Rætt um menningartengd efni o.fl. Þá er einnig boðið upp á arabískan mat. Skipulag og skjöl ehf. | Námskeiðið „Inngangur að skjalastjórnun“ verður haldið mið. 19. og fim. 20. janúar kl. 13– 16.30. Í námskeiðinu, sem er öllum opið, er farið í grunnhugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Uppl í síma 564-4688 og 695-6706 eða skipulag- @vortex.is. Kynning Maður lifandi | Í vetur er viðskiptavinum boðin ókeypis ráðgjöf um notkun hómópatíu á fimmtudögum kl. 13–15. Kristín Kristjánsdóttir hómópati að- stoðar og svarar spurningum. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivist blótar þorrann á Leirubakka í Landssveit 28.– 30. janúar. Á laugardeginum verður farið í gönguferð og einnig verða jeppaferðir. Þátttakendur slá saman í þorrahlað- borðið á laugardagskvöldið. Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer kl. 18 frá bílastæðinu þar sem Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur var í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, Naut- hólsvík og út með Skerjafirði að norðan út undir Ægisíðu. Ferðin tekur rúma klukkustund. Allir velkomnir ekkert þátt- tökugjald. Ferðafélagið Útivist | Útivist verður með skíðaferð sunnudaginn 16. janúar, á Reykjanesskaga. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Fararstjóri er Sylvía Kristjánsdóttir. Verð 2.100/2.500 kr. Laugardalurinn | Stafganga í Laug- ardalnum kl. 17.30. Gengið er frá Laug- ardalslauginni. Nánari upplýsingar á www.stafganga.is og gsm: 6168595 og 6943571, Guðný Aradóttir og Jóna Hild- ur Bjarnadóttir. Fyrirlestrar Karuna Búddamiðstöð | Búddanunnan Ani-La Nyingpo kennir um hin fjögur göfugu sannindi sem nýtast í hugleiðslu út frá efninu. Námskeiðið sem er öllum opið er kl. 20–21.15, í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 204. Nánari uppl. á www.karuna.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos MARGAR þekktustu perlur tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns verða fluttar í Salnum í kvöld í tilefni útkomu hljómplötunnar „Svanasöngur á heiði“ þar sem einnig má finna lög sem sjaldan eða aldrei hafa verið flutt. Það er menningarmiðstöðin Gerðu- berg sem heldur tónleikana í samvinnu við Salinn, en Smekkleysa gefur plötuna út. Hugmyndin að útgáfunni, sem er upp- hafið að heildarútgáfu verka tónskálds- ins, kemur frá afkomendum Sigvalda, sem fólu Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara að hafa umsjón með útgáfunni og velja flytjendur og lög. Á tónleikunum koma fram þau Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sesselja Krist- jánsdóttir mezzósópran, Sigríður Aðal- steinsdóttir mezzósópran, Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór, Snorri Wium tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson bari- ton ásamt Jónasi Ingimundarsyni. Með hljómdiskunum fylgir vegleg efnis- skrá með öllum söngtextunum, á íslensku og í enskri þýðingu, þá prýðir hana fjöldi ljósmynda úr fjölskyldualbúmi Sigvalda Kaldalóns. Þá skrifa Jón Ásgeirsson tón- skáld og Trausti Jónsson veðurfræðingur um Sigvalda og verk hans. „Ég vona að menn eigi hér von á nota- legri kvöldstund með Kaldalóns og fái yl í hjartað í þessu svarta skammdegi og kulda,“ segir Jónas Ingimundarson. „Það eru þarna ljóð um vorið, ástina og lífið og margt fleira fallegt. Ég held að það megi segja að á síðustu öld að heillegasti og fyrirferðarmesti strengurinn í íslenskri tónlistarsögu séu einsöngslögin og þar er Sigvaldi mjög Sigvalda Kaldalóns, afhenti í gær Vigdísi Esradóttur, forstöðumanni Salarins, nokkur af handritum skáldsins til láns, en handritin verða til sýnis í kvöld. „Þetta er í fyrsta skipti sem Gerðuberg og Salurinn leggjast á eitt um að halda saman ljóða- tónleika,“ segir Vigdís, sem fagnar þess- ari nýju samvinnu sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kópavogs. áberandi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann gerði á annað hundrað sönglög og fólk syngur mörg þeirra án þess að vita af því. Sigvaldi var læknir að atvinnu og bjó við Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. Hann var ekki alveg inni í hringiðunni. Svo var hann einnig í Grindavík og Flatey á Breiðafirði. Lögin hans hafa línu og einhverja tónlist- aræð sem gerir það að söngvarar sækja í að syngja þau. Þau ganga vel upp. Það skiptir líka höfuðmáli að þau ná til hlust- andans.“ Eva Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars Ás- geirssonar, æskuvinar og trúnaðarvinar Morgunblaðið/Árni Torfason Svanasöngur í Salnum Tónleikarnir hefjast í Salnum í kvöld kl. 20 og kostar 1.500 kr. inn. ATVINNA mbl.is Nákvæmni. Norður ♠G ♥Á42 ♦ÁK74 ♣ÁKD98 Suður ♠K753 ♥KG65 ♦DG83 ♣3 Suður spilar sex tígla og er heppinn í byrjun, því vestur kemur út með spaða- ás og meiri spaða. En þessu er ekki lok- ið. Hvernig er nákvæmast að spila? Það er einkum tvennt sem þarf að taka tillit til: Að trompið liggi 4-1 eða laufið 5-2. Besta leiðin er þessi: Hjarta er hent úr borði og slagur tvö tekinn heima á spaðakóng. Þá er laufi strax spilað á ás og lauf trompað með áttu. Síðan er tíguldrottning tekin og tígli spilað á kóng. Norður ♠G ♥Á42 ♦ÁK74 ♣ÁKD98 Vestur Austur ♠ÁD98 ♠10642 ♥D10983 ♥7 ♦65 ♦1092 ♣104 ♣G7652 Suður ♠K753 ♥KG65 ♦DG83 ♣3 Ef trompið reynist nú vera 3-2 (eins og að ofan), er laufnían stungin með gosa, farið inn í borð á hjartaás og tíg- ulás tekinn. Liggi trompið hins vegar 4-1, spilar sagnhafi trompi á gosann, hjarta á ás- inn og tekur tígulás. Nú verður laufið að koma 4-3 eða hjartagosinn að skila slag, hvort heldur með svíningu eða þvingun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.