Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 sakleysi, 4 loð-
skinns, 7 kjálka, 8 pinni, 9
ræktað land, 11 einkenni,
13 vaxa, 14 gól, 15 varns-
fall, 17 jarðvöðul, 20 skar,
22 kvendýr, 23 kindar, 24
rödd, 25 vera óstöðugur.
Lóðrétt | 1 púði, 2 skrifa, 3
tómt, 4 snjór, 5 brennur, 6
þolna, 10 greftrun, 12
sníkjudýr, 13 tímgunar-
fruma, 15 í vondu skapi,
16 jarðvöðlum, 18 fáskipt-
inn, 19 skordýra, 20 ósoð-
inn, 21 eirðarlaus.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 hörundsár, 8 bælið, 9 lofar, 10 uxa, 11 tórir, 13
rúmum, 15 skæla, 18 afber, 21 fýl, 22 telur, 23 dunda, 24
griðungur.
Lóðrétt | 2 öslar, 3 Urður, 4 dílar, 5 álfum, 6 ábót, 7 gróm,
12 ill, 14 úlf, 15 sótt, 16 ætlar, 17 afræð, 18 aldin, 19 bungu,
20 róar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki reyna að þvinga yfirmann þinn í
dag, sama hvað hangir á spýtunni. Í raun
væri best að sneiða alveg hjá sam-
skiptum við yfirvald í dag. Þú verður
undir. Óskemmtilegt, en líður hjá.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ekki láta deigann síga þótt ferðaáætl-
anir eða verkefni tengt útgáfu fari
skyndilega í vaskinn. Þetta er tímabund-
in röskun á þínum högum. Andaðu ró-
lega, allt fer vel að lokum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Einhver veldur þér vonbrigðum með
skorti á rausnarskap í dag. Eða þá að þú
berð skarðan hlut frá borði í einhverju
tilliti. Til langs tíma litið mun ástandið
fara batnandi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Samræður við nána vini og maka valda
þér bara gremju í dag og ekkert miðar.
Einhverra hluta vegna heldur fólk aftur
af sér þessa dagana. Ekki búast við of
miklu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vinnan verður tómt strit í dag og yfir-
maðurinn einstaklega önugur í viðmóti.
Samstarfsvilji er af skornum skammti.
Svona er þetta bara stundum og við vit-
um það öll.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Skyldur vegna barna hvíla þungt á þér í
dag. Kannski finnur þér eldri manneskja
sig knúna til þess að gefa þér ráð. Sjálfs-
gagnrýni gæti gert vart við sig varðandi
eitthvað skapandi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Samræður við fjölskyldumeðlimi, eink-
um foreldra, ganga ekki sem skyldi í dag.
Veldu annan dag ef nauðsynlegt er að
ræða eitthvað mikilvægt. Tímasetning er
stór þáttur í velgengni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Eitthvað er að angra þig í dag og þar að
auki heyrast efasemdarraddir innra með
þér. Láttu staðar numið. Þú uppskerð
ekkert nema vansæld. Hingað og ekki
lengra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Reyndu að komast hjá fjármála-
viðskiptum í dag. Dagurinn í dag er ekki
góður til þess að versla heldur. Þú upp-
lifir auraleysi og hindranir. Slakaðu á og
bíddu betri tíma.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Samtöl við aðra fylla þig hugsanlega von-
leysi í dag. Annaðhvort ertu ónóg sjálfri
þér, eða þá að þú heldur að aðrir efist um
dómgreind þína. Þetta ástand er ekki
þér að kenna.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Einhver lætur hugsanlega orð falla í dag
sem þér þykja staðfesta þínar verstu
grunsemdir um sjálfan þig, vatnsberi.
Ekki taka þau inn á þig, senn birtir af
degi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Vinir þínir virðast einstaklega gagnrýnir
í dag. Ef svo er, skaltu bara forðast þá.
Einhver eldri og reyndari reynir kannski
að gera lítið úr þér. Láttu sem ekkert sé.
Stjörnuspá
Frances Drake
Steingeit
Afmælisbarn dagsins:
Þú kemst í álnir, til metorða og uppskerð
virðingu samferðamanna sama hver
bakgrunnur þinn er. Þú vilt eiga kost á
því að klifra upp metorðastigann og legg-
ur mikið upp úr öryggi. Eldmóður þinn
er óslökkvandi.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Tónlist
Café Rosenberg | Mike Pollock verður
með tónleika kl. 22.
Grand Rokk | Malneirophrenia, Matti/
Nonni og Doddi spila saman á Grand
Rokk kl. 21. Frítt inn.
Kaffi Sólon | Verða á 2 hæð Kaffi Sólon
í kvöld með partístemmningu.
Kringlukráin | Aron og Daddi flytja Bítl-
ana eins og þeim einum er lagið ásamt
gömlum íslenskum „útileguslögurum“ og
öðrum erlendum „stuðlögum“. Aron og
Daddi byrja að spila kl. 21. Frítt inn.
Söfn
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til
–menning og samfélag í 1200 ár. Opið
alla daga nema mánudaga frá kl 11–17.
Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar er op-
ið til kl 21.
Myndlist
Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn
Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu-
málverk.
Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnu-
mót lista og minja.
Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra
Píanó & Frú Haugur.
Gallerí Banananas | Baldur Björnsson –
Hefur þú upplifað geðveiki? Opið eftir
samkomulagi, s. 695-5489
Gallerí Dvergur | Sigga Björg Sigurð-
ardóttir – Lappir, línudans og fórnarlamb
í gulri peysu.
Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis
myndverk.
Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms-
dóttir – Hver er að banka á hurðina?
Kannski barnið í landslaginu?
Gallerí Tukt | Kristjana Rós Guðjohnsen
sýnir abstrakt olíumálverk.
Gerðuberg | Sýning Guðríðar B. Helga-
dóttur á listsaumsmyndum í Gerðubergi
er opin virka daga kl. 11–19 og um um
helgar kl. 13–17. Guðríður mun taka á
móti sýningargestum á laugardag og
sunnudag kl. 13–17 en sýningunni lýkur
16. janúar. Ókeypis aðgangur.
Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár – sýning
í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu al-
menningsrafveitunnar. Svart á hvítu, þrí-
víð verk, málverk, teikningar og grafík
eftir íslenska og erlenda listamenn í
Sverrissal og Apóteki. Sigrún Guð-
mundsdóttir er myndhöggvari febr-
úarmánaðar.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol-
íumálverk.
Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist-
insson myndlistamaður sýnir málverk og
tússmyndir í Menningarsal.
Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir –
skúlptúrar og myndir.
Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir –
Snjókorn.
Kling og Bang gallerí | Heimir Björgúlfs-
son – Alca torda vs. rest.
Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð-
ardóttir – Landslagsverk.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist:
um veruleikann, manninn og ímyndina.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á
verkum Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Erró – Víðáttur.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning.
Kjarval í Kjarvalssal.
Nýlistasafnið | Hlynur Helgason – Geng-
ið niður Klapparstíg. Ævintýralegir fem-
ínistar – Carnal Knowledge.
Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur |
Sören Solsker Starbird – Er sálin sýni-
leg? Ljósmyndasýning.
Fundir
Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í dag
heima hjá Valgerði Gísladóttur á Þórs-
götu 4. Fundurinn byrjar með kaffi kl. 16.
Allar konur velkomnar.
Oddi – Félagsvísindahús HÍ | Stofn-
fundur félags um þekkingarstjórnun
verður í Odda – Félagsvíndahúsi Háskóla
Íslands kl. kl. 14–16. Félaginu er ætlað að
vera almennt áhugamannafélag um
þekkingarstjórnun. Ingi Rúnar Eðvarðs-
son kynnir bók sína „Þekking-
arstjórnun“. Allir velkomnir en tilkynnið
þátttöku fyrst í 5644688 eða skipulag-
@vortex.is.
Námskeið
Mímir – símenntun ehf | Jóhanna Krist-
jónsdóttir heldur námskeið um Menning-
arheim araba hjá Mími símennt. Þetta er
fimm kvölda námskeið sem hefst 20.
janúar. Rætt er um islam, sögð saga Mú-
hammeðs spámanns, fjallað um stöðu,
menntun og klæðnað kvenna. Rætt um
menningartengd efni o.fl. Þá er einnig
boðið upp á arabískan mat.
Skipulag og skjöl ehf. | Námskeiðið
„Inngangur að skjalastjórnun“ verður
haldið mið. 19. og fim. 20. janúar kl. 13–
16.30. Í námskeiðinu, sem er öllum opið,
er farið í grunnhugtök skjalastjórnunar;
lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl,
skjalaáætlun og skjalalykil. Uppl í síma
564-4688 og 695-6706 eða skipulag-
@vortex.is.
Kynning
Maður lifandi | Í vetur er viðskiptavinum
boðin ókeypis ráðgjöf um notkun
hómópatíu á fimmtudögum kl. 13–15.
Kristín Kristjánsdóttir hómópati að-
stoðar og svarar spurningum.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Útivist blótar
þorrann á Leirubakka í Landssveit 28.–
30. janúar. Á laugardeginum verður farið
í gönguferð og einnig verða jeppaferðir.
Þátttakendur slá saman í þorrahlað-
borðið á laugardagskvöldið.
Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin
fer kl. 18 frá bílastæðinu þar sem Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur var í Fossvogi
og gengið vestur með Öskjuhlíð, Naut-
hólsvík og út með Skerjafirði að norðan
út undir Ægisíðu. Ferðin tekur rúma
klukkustund. Allir velkomnir ekkert þátt-
tökugjald.
Ferðafélagið Útivist | Útivist verður
með skíðaferð sunnudaginn 16. janúar, á
Reykjanesskaga. Brottför kl. 10.30 frá
BSÍ. Fararstjóri er Sylvía Kristjánsdóttir.
Verð 2.100/2.500 kr.
Laugardalurinn | Stafganga í Laug-
ardalnum kl. 17.30. Gengið er frá Laug-
ardalslauginni. Nánari upplýsingar á
www.stafganga.is og gsm: 6168595 og
6943571, Guðný Aradóttir og Jóna Hild-
ur Bjarnadóttir.
Fyrirlestrar
Karuna Búddamiðstöð | Búddanunnan
Ani-La Nyingpo kennir um hin fjögur
göfugu sannindi sem nýtast í hugleiðslu
út frá efninu. Námskeiðið sem er öllum
opið er kl. 20–21.15, í Háskóla Íslands,
Lögbergi, stofu 204. Nánari uppl. á
www.karuna.is.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
MARGAR þekktustu perlur tónskáldsins
Sigvalda Kaldalóns verða fluttar í Salnum
í kvöld í tilefni útkomu hljómplötunnar
„Svanasöngur á heiði“ þar sem einnig má
finna lög sem sjaldan eða aldrei hafa verið
flutt. Það er menningarmiðstöðin Gerðu-
berg sem heldur tónleikana í samvinnu
við Salinn, en Smekkleysa gefur plötuna
út.
Hugmyndin að útgáfunni, sem er upp-
hafið að heildarútgáfu verka tónskálds-
ins, kemur frá afkomendum Sigvalda, sem
fólu Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara
að hafa umsjón með útgáfunni og velja
flytjendur og lög.
Á tónleikunum koma fram þau Sigrún
Hjálmtýsdóttir sópran, Sesselja Krist-
jánsdóttir mezzósópran, Sigríður Aðal-
steinsdóttir mezzósópran, Jóhann Frið-
geir Valdimarsson tenór, Snorri Wium
tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson bari-
ton ásamt Jónasi Ingimundarsyni.
Með hljómdiskunum fylgir vegleg efnis-
skrá með öllum söngtextunum, á íslensku
og í enskri þýðingu, þá prýðir hana fjöldi
ljósmynda úr fjölskyldualbúmi Sigvalda
Kaldalóns. Þá skrifa Jón Ásgeirsson tón-
skáld og Trausti Jónsson veðurfræðingur
um Sigvalda og verk hans.
„Ég vona að menn eigi hér von á nota-
legri kvöldstund með Kaldalóns og fái yl í
hjartað í þessu svarta skammdegi og
kulda,“ segir Jónas Ingimundarson. „Það
eru þarna ljóð um vorið, ástina og lífið og
margt fleira fallegt.
Ég held að það megi segja að á síðustu
öld að heillegasti og fyrirferðarmesti
strengurinn í íslenskri tónlistarsögu séu
einsöngslögin og þar er Sigvaldi mjög
Sigvalda Kaldalóns, afhenti í gær Vigdísi
Esradóttur, forstöðumanni Salarins,
nokkur af handritum skáldsins til láns, en
handritin verða til sýnis í kvöld. „Þetta er
í fyrsta skipti sem Gerðuberg og Salurinn
leggjast á eitt um að halda saman ljóða-
tónleika,“ segir Vigdís, sem fagnar þess-
ari nýju samvinnu sveitarfélaganna
Reykjavíkur og Kópavogs.
áberandi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann
gerði á annað hundrað sönglög og fólk
syngur mörg þeirra án þess að vita af því.
Sigvaldi var læknir að atvinnu og bjó við
Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. Hann var ekki
alveg inni í hringiðunni. Svo var hann
einnig í Grindavík og Flatey á Breiðafirði.
Lögin hans hafa línu og einhverja tónlist-
aræð sem gerir það að söngvarar sækja í
að syngja þau. Þau ganga vel upp. Það
skiptir líka höfuðmáli að þau ná til hlust-
andans.“
Eva Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars Ás-
geirssonar, æskuvinar og trúnaðarvinar
Morgunblaðið/Árni Torfason
Svanasöngur í Salnum
Tónleikarnir hefjast í Salnum í
kvöld kl. 20 og kostar 1.500 kr. inn.
ATVINNA
mbl.is
Nákvæmni.
Norður
♠G
♥Á42
♦ÁK74
♣ÁKD98
Suður
♠K753
♥KG65
♦DG83
♣3
Suður spilar sex tígla og er heppinn í
byrjun, því vestur kemur út með spaða-
ás og meiri spaða. En þessu er ekki lok-
ið. Hvernig er nákvæmast að spila?
Það er einkum tvennt sem þarf að
taka tillit til: Að trompið liggi 4-1 eða
laufið 5-2. Besta leiðin er þessi: Hjarta
er hent úr borði og slagur tvö tekinn
heima á spaðakóng. Þá er laufi strax
spilað á ás og lauf trompað með áttu.
Síðan er tíguldrottning tekin og tígli
spilað á kóng.
Norður
♠G
♥Á42
♦ÁK74
♣ÁKD98
Vestur Austur
♠ÁD98 ♠10642
♥D10983 ♥7
♦65 ♦1092
♣104 ♣G7652
Suður
♠K753
♥KG65
♦DG83
♣3
Ef trompið reynist nú vera 3-2 (eins
og að ofan), er laufnían stungin með
gosa, farið inn í borð á hjartaás og tíg-
ulás tekinn.
Liggi trompið hins vegar 4-1, spilar
sagnhafi trompi á gosann, hjarta á ás-
inn og tekur tígulás. Nú verður laufið
að koma 4-3 eða hjartagosinn að skila
slag, hvort heldur með svíningu eða
þvingun.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is