Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 27 UMRÆÐAN ÞAÐ hefur sjaldan þótt árangurs- ríkt í samræðu að líma fyrir munninn á þeim sem rætt er við. Sömuleiðis telst það ekki góð leið til úrbóta að líma fyrir augun á fólki. Ritskoðun á að vera síðasta úrræði þegar leitað er leiða til að bæta samfélag okkar, ekki upphafsaðgerð. Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) fagnar þeirri umræðu sem hafin er um mat- aræði barna og ung- linga og umræðunni um leiðir til úrbóta. Það frumkvæði sem Sam- fylkingin sýnir með hvatningu til hlutaðeig- andi aðila um að vinna gegn vaxandi offitu- vanda meðal barna er lofsverð. Það er hins vegar almennt álit fólks sem starfar við auglýs- ingagerð að upphafið að þeirri vinnu eigi ekki að vera ritskoðun; að banna birtingu auglýsinga. Slíkt getur aldr- ei orðið rétta leiðin til lausnar vand- anum. Þriðjudaginn 28. desember síðast- liðinn var fjallað um þetta málefni hér í Morgunblaðinu. Meðal annars var rætt við Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um nýlega þingsályktunartillögu hennar og nokkurra annarra þingmanna Samfylkingarinnar um „takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru“. Þar segir meðal annars að kannaður skuli grundvöllur fyrir „takmörkun aug- lýsinga á matvöru sem inniheldur mikla fitu, sykur eða salt með það að markmiði að sporna við offitu, eink- um meðal barna og ungmenna“. Ennfremur segir þar að „…þessar vörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin“. Nokkrar staðreyndir og spurn- ingar um offitu og auglýsingar Offita meðal barna og unglinga er al- varlegt vandamál í vestrænu samfélagi og fer vaxandi. Um það eru allir sammála. En við þurfum að skoða heildarmyndina:  Rannsóknir sýna að offita er mikið til komin vegna aukins hreyfingarleysis ekki síður en auk- innar inntöku á kal- oríum. Því er ljóst að mikil þörf er á að hvetja til aukinnar hreyfingar meðal barna og unglinga, eins og ítrekað hefur verið bent á, m.a. af Mann- eldisráði.  Auglýsingar eru víðast hvar taldar í 5. til 10. sæti þegar raktir eru áhrifavaldar þess hvernig barn velur sér fæðu til neyslu. Það sem f.f. skiptir máli hér eru áhrif for- eldra og fjölskyldu.  Auglýsingar geta verið áhrifaríkar en það finnast engar sannanir fyr- ir því að þær séu mikilvægur or- sakavaldur að offituvandamálum barna.  Hversu miklar eru auglýsingar um matvæli á þeim tíma sem börn horfa hvað mest á sjónvarp, hvar og hvernig birtast þær? Það sem skiptir máli hér á landi er að fullvinna rannsóknir sem geta orðið grundvöllur fyrir ákvarðanatöku um hvernig draga megi úr offitu barna. Að hefja starfið á réttum enda. Rétt er að benda hér á mjög gott starf sem unnið er á vegum Manneldisráðs, rannsóknir og ráðleggingar í fram- haldi af þeim. Þessum ráðleggingum þarf að fylgja eftir með fræðslu og ráðgjöf til barna, unglinga og al- mennings almennt; foreldra og þeirra sem hafa hvað mest mótandi áhrif á börn og unglinga. Í siðareglum Sam- bands íslenskra auglýsingastofa segir m.a. að ekki megi misnota trúgirni barna né reynsluskort yngri kynslóð- arinnar og að gæta skuli þess að aug- lýsingar raski ekki einingu fjölskyld- unnar. Starfsfólk auglýsingastofa innan SÍA lítur á þennan þátt sem eitt af meginatriðunum í sínu starfi. Forvarnastarf tryggingafélaganna og Umferðarráðs í umferðarörygg- ismálum sýnir greinilega hve mik- ilvægur þáttur auglýsingastofa getur verið í fræðslu- og forvarnamálum. Á síðasta áratug kom í ljós að ungir karlkyns ökumenn voru hættuleg- ustu ökumennirnir í umferðinni. Í framhaldi af þessum niðurstöðum fóru tryggingafélög í upplýsinga- og áróðursherferðir í samstarfi við aug- lýsingastofur sem enn eru unnar á hverju ári. Eftir um það bil 10 ára for- varnastarf; fundi og námskeið með foreldrum og ungum ökumönnum auk auglýsingaherferða, hefur tekist að breyta viðhorfi ungra ökumanna til aksturs. Í ár hefur orðið sýnilegur árangur, umferðarslysum hefur fækkað, um það eru öll trygginga- félög sammála. Nýleg könnun Um- ferðarstofu sýnir ennfremur að aug- lýsingar og almennur áróður hefur mikil áhrif á hvernig fólk, sérstaklega ungt fólk, hagar sér í umferðinni. Opin upplýsingaveita, ekki plástrar og ritskoðun Þetta er sú leið sem þarf að fara þeg- ar tekist er á við vandann sem stafar af offitu barna og ungmenna. Fræðsla og áróður í framhaldi af öfl- ugri upplýsingasöfnun og rannsókna- vinnu, ekki plástravinna. Í fyrr- nefndri umfjöllun Morgunblaðsins sagði Bjarney Harðardóttir, formað- ur Samtaka auglýsenda, að tillagan væri í raun óframkvæmanleg. Þetta er rétt hjá Bjarneyju, skilgreining- arvinnan t.d. á því hvað teljist óholl matvara verður alltaf í skötulíki og mun ekki skila tilætluðum árangri. Í þingsályktunartillögu Samfylk- ingarinnar er farið fram á samstarf við hlutaðeigandi aðila. Starfsfólk á auglýsingastofum er meira en reiðubúið til samstarfs um fræðslu og upplýsingagjöf, síður um höft, rit- skoðun og bönn. Fólk í auglýs- ingafaginu gerir sér grein fyrir því að lausnin á offituvandanum fæst ekki á nokkrum mánuðum, heldur verða all- ir að búa sig undir markvisst starf til margra ára til að ná varanlegum ár- angri. Lausnin á offituvanda barna felst ekki í ritskoðun Ingólfur Hjörleifsson fjallar um ritskoðun ’Það sem skiptir málihér á landi er að full- vinna rannsóknir sem geta orðið grundvöllur fyrir ákvarðanatöku um hvernig draga megi úr offitu barna.‘ Ingólfur Hjörleifsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra auglýsingastofa. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okk- ur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunn- laugssonar í stöðu hæstarétt- ardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Pró- fessorsmálinu“.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfis- vina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.