Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 56
NÝ íslensk vef- lausn, dohop, auðveldar skipulagningu flugferðalaga og er fyrst slíkra áætlana- kerfa á Netinu til að geta sett saman flug- áætlanir milli staða með tengiflugi. Gagnagrunnur dohop, www.- dohop.com, inniheldur flugáætlan- ir Icelandair, Iceland Express og margra lágfargjaldaflugfélaga í Evrópu. Áfangastaðir eru nú þeg- ar hátt í 200 og mun fjölga á næst- unni. Frosti Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri dohop ehf., segir að í kerfinu verði bæði lágfargjalda- flugfélög sem og hefðbundin flug- félög. Notkun þjónustunnar er ókeypis en tekjur sínar hefur fyr- irtækið af auglýsingum og þókn- unum frá fyrirtækjum í ferðaþjón- ustu. Hann segir að dohop leysi á fljótlegan og einfaldan hátt það sem hingað til hafi verið flókið og tímafrekt. Frosti segir að kerfið verði þró- að áfram af miklum krafti og nýj- ar útgáfur kynntar á næstu vikum og mánuðum. Meðal annars verði bætt við hótelum, bílaleigum, lest- um, ferjum og öðru sem ferðafólk vill taka með í reikninginn áður en lagt er af stað. Ferðalagið skipulagt á einum stað  Ný íslensk/Viðskiptablað Frosti Sigurjónsson MEIRIHLUTA ungs fólks á aldrinum 18– 20 ára hafa verið boðin fíkniefni, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir ríkislögreglustjóra. Um 62% þeirra sem þátt tóku í könnuninni hafa verið boðin fíkniefni, 72% karla en 52% kvenna. „Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Jóhanna Rósa Arnardóttir, hjá rannsókn- arfyrirtækinu Hugheimum, en hún er einn höfunda rannsóknarinnar. Hún segir sig ekki hafa órað fyrir því hve háu hlutfalli ungmenna hefðu verið boðin fíkniefni, en tölurnar samsvari því að 7.500 manns á aldrinum 18–20 ára hafi verið boðin fíkni- efni. Flest boð virðast koma í partíum, á skemmtistöðum og í miðbænum, og virðist fólki sem ekki er í skóla frekar vera boðin fíkniefni. Um 9% aðspurðra sögðu að sér hefðu verið boðin fíkniefni í grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. /6 Meirihluta boðin fíkniefni BIFREIÐAAFNOT í stað launagreiðslu eru launþegum í meginatriðum hagstæð, og í sumum tilvikum launagreiðandanum einnig. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein eftir sérfræðing endur- skoðunarfyrirtækisins Deloitte í skatta- málum í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Í Viðskiptablaðinu eru greinar eftir sex sérfræðinga hjá Deloitte. Er þar fjallað um þær breytingar sem gerðar voru á skattalögum hér á landi á síðasta ári auk þess sem teknir eru fyrir ýmsir aðrir af- markaðir þættir þessa málaflokks. Þar kemur m.a. fram að áhrifamestu breyt- ingarnar sem gerðar voru á skattalög- unum séu lækkun tekjuskatts, afnám eignarskatts auk hækkunar á barnabót- um, vaxtabótum og persónuafslætti. Aðr- ar breytingar eru hins vegar sagðar munu hafa minni áhrif á almenning. /B4 Bifreiðaafnot hagstæðari en laun SIGURJÓN Sighvatsson er aðalframleiðandi fyrsta hluta nýs þríleiks eftir náinn samstarfs- mann og meðhöfund Krzyszsto heitins Kiesl- owskis. Krzysztof Piesewicz, sem var meðhöfundur Kieslowskis að flestum hans myndum, þ.m.t. Boðorðunum tíu, Tvö- földu lífi Veróníku og þriggja lita þríleiks- ins: Blás, Hvíts og Rauðs, hefur nú samið þríleikinn Ást, Von og Trú og mun Sig- urjón framleiða Ást. Myndin verður tekin í Kanada á ensku og er áætlað að hún muni kosta 350 millj- ónir króna. Leikstjóri hennar verður norska kvikmyndagerðarkonan Unni Straume. „Hún er frábær leikstjóri sem gert hefur listrænar og góðar myndir. Draumadans- inn, sem hún gerði eftir verki Strindbergs, er t.a.m. ein af bestu myndum síðustu tíu ára,“ segir Sigurjón í samtali við Morgun- blaðið um leikstjóra myndarinnar. Hjónin Karl Júlíusson og Áslaug Kon- ráðsdóttir munu hanna leikmynd og bún- inga og stjórn kvikmyndatöku verður í höndum Harald Gunnar Paalgards, töku- stjóra Engla alheimsins og Fálka Friðriks Þórs Friðrikssonar. /52 Kvikmynd eftir meðhöfund Kieslowskis Sigurjón aðal- framleiðandi Sigurjón Sighvatsson HERSKARAR af snjótittlingum sjást nú víða í byggð og skiptir góðmennska mannfólksins miklu fyrir fuglana, enda gott að geta kropp- að í korn og annað góðgæti þegar vetur er harður. Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands, segir að vetur- inn sé erfiður fyrir alla fugla, en snjótitt- lingar séu harðgerðari en margur haldi. Þó sé sjálfsagt að létta þeim veturinn með því að gefa þeim eitthvað í gogginn, og skemmti- legt að hæna fuglana að sér með þess konar matargjöfum. Morgunblaðið/ÞÖK Munum eftir smáfuglunum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Næring ekki refsing ♦♦♦ ♦♦♦ „ÞETTA er mikill gleðidagur. Mér sýnist að viðbótin við kvót- ann, 556.000 tonn, þýði 6 til 7 milljarða í útflutningstekjur miðað við að aflinn fari allur í bræðslu. Fyrir Síldarvinnsluna þýðir við- bótin 1,8 til 1,9 milljarða í veltu- aukningu á árinu,“ segir Björg- ólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður stjórnar LÍÚ. Hafrannsóknastofn- un leggur til að leyfilegur heildar- afli á loðnuvertíðinni 2004–2005 verði ákveðinn 985 þúsund tonn. Björgólfur segir að aukningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir þær útgerðir og fyrirtæki sem byggi afkomu sína á loðnuveiðum. Von- andi náist þessi kvóti allur, þótt ekki sé kominn mikill kraftur í veiðarnar enn. Árið 2002 hafi veiðzt 880.000 tonn á vetrarvertíð- inni, en þá hafi líka allir þættir verið eins hagstæðir og hugsast gat. Þá skipti einnig máli að af- urðaverð haldi, en það sé gott í erlendri mynt en skili sorglega fáum krónum í kassann. Mikill léttir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir það mikinn létti að mælingu loðnu- stofnsins sé lokið og svona mikið hafi fundizt. Mikil óvissa hafi ver- ið um framvinduna enda hafi gengið mjög illa að mæla loðnu- stofninn fyrir áramótin. Í þessu öllu hafi samvinnan við útgerðina skipt miklu máli, en níu loðnuskip tóku þátt í loðnuleiðangri í árs- byrjun. Hún hafi flýtt fyrir leitinni og gefið betri yfirsýn yfir ástandið en ella. Aðspurður hvort lægra hitastig sjávar hafi leitt til þess að loðnan hafi nú komið á sínar gömlu slóð- ir, segist Jóhann ekki geta stað- fest það. „Það er vissulega já- kvætt að loðnan sé komin á eðlilegar slóðir miðað við fyrri ár. Það sýnir að það er meira æti fyr- ir fiskinn og að stofninn er svo sannarlega ekki hruninn,“ segir Jóhann. Hafró leggur til 556.000 tonna aukningu á loðnukvótanum Útflutningstekjur auk- ast um yfir 6 milljarða                                       !  Kvótinn endurskoðaður/4 „ÉG er mjög ánægður með þessa aukn- ingu. Það er mikill munur á því að vera í óvissu og sjá svo allt í einu fram á mikla og góða vinnu,“ segir Sveinn Ís- aksson, skipstjóri á Víkingi AK. Sveinn segir að HB Grandi verði nú með um 100.000 tonna loðnu kvóta á fimm skip, svo það verði fullt verkefni að ná kvót- anum. „Hann næst þó ef tíðarfar verður gott svo við vonum bara það bezta,“ segir Sveinn. Hann veltir því hins vegar fyrir sér hvers vegna loðnan hafi ekki fundizt í haust. Menn botni lítið í þessari breyttu hegðan og kannski þurfi að breyta um að- ferðir við að fylgjast með henni. Sveinn var ánægður með kvóta- aukninguna en ekki veðrið. „Það brældi á þriðjudagskvöldið og er enn bræla nú á miðvikudagskvöld, en svo á þetta að fara að skána. Við getum ekkert athafnað okkur á nótaskipunum, en trollararnir hafa eitthvað verið að vinna.“ Sé fram á góða vinnu Sveinn Ísaksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.