Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E ftir hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin 11. september 2001 spáðu bandarískir ráðamenn því að fleiri árásir myndu fylgja í kjölfarið. Enginn ræddi sérstök tímamörk í þessu sambandi en viðbúnaður hef- ur að mörgu leyti byggst á því, að hætta væri yfirvofandi þá og þegar. Nú eru hins vegar liðin meira en þrjú ár frá árásunum á New York og Washington og engar frekari árásir hafa verið gerðar á banda- rískri grundu. Hryðjuverk hafa verið framin víða annars staðar í veröldinni en líklegt má telja að bandarískur almenningur líti þau ekki sömu augum og árásir heima fyrir. Bandaríkjamenn væru þó án efa á villigötum ef þeir teldu, að ógnin heima fyrir væri fyrir bí. Það er að minnsta kosti mat Richards A. Clarke, fyrrverandi öryggisráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem ritar grein í nýjasta hefti tímaritsins The Atlantic Monthly. Telur Clarke hugsanlegt að ný alda hryðjuverka muni senn ríða yfir. Er rétt í þessu sambandi að vekja athygli á yfirlýsingu sem Ísl- amski herinn svokallaði í Írak setti á Netið 3. janúar sl. en þar er hryðjuverkaárásum hótað í Banda- ríkjunum á næstu mánuðum. Segir í yfirlýsingunni að á þessu ári ?muni ósköp dynja yfir Bandaríkin. Hinir heilögu bardagamenn [mújahed- ínar] hafa undirbúið óvæntar að- gerðir gegn sonum ykkar utan Bandaríkjanna og sömuleiðis gegn ykkur innan landamæra Bandaríkj- anna?. ?Við munum beina sjónum okkar að ykkur þegar þið hafið lokið við að fagna áramótum, í þeirri von að þið séuð ekki lengur kófdrukkin [?] Við munum leyfa bandarískum rík- isborgurum að finna til þess tevatns sem borgarar í okkar landi hafa þurft að súpa á,? sagði í yfirlýsing- unni, sem hafði yfirskriftina ?skila- boð til bandarísku þjóðarinnar?. Íslamski herinn í Írak bar ábyrgð á morðinu á ítalska blaða- manninum Enzo Baldoni á síðasta ári og lýsti ennfremur á hendur sér morðum á tveimur Pak- istönum. Útilokað er þó að leggja mat á það, hversu mikið sé að marka þessa yfirlýsingu; hvort þessi tilteknu samtök séu í stakk búin til að standa fyrir árásum í Bandaríkjunum eður ei. Yfirlýsing Íslamska hersins, sem fyrir áramót hét því að ráðast gegn hverjum þeim sem gerir sig líklegan til að taka þátt í kosn- ingum í Írak, sem halda á 30. jan- úar nk., er hins vegar athyglisverð í ljósi greinar Clarkes öryggis- ráðgjafa, sem áður var minnst á. Rétt er að rifja upp að Clarke þessi komst í fréttir snemma á síð- asta ári er hann sendi frá sér bók- ina ?Against All Enemies?. Bókin sú er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta en Clarke taldi Bush hafa staðið sig ?hörmu- lega? í baráttunni gegn hryðju- verkaógninni. Fullyrti hann m.a. að Bush hefði á fyrstu mánuðum sínum í embætti, árið 2001, ítrekað verið varaður við því að hryðju- verkamenn kynnu að gera árás á Bandaríkin. Þá gagnrýnir Clarke harkalega í bók sinni ákvörðunina um að ráðast á Írak. Segir Clarke í bókinni að viðbrögð Bush- stjórnarinnar við árásunum 11. september hafi ?ótrúlegt en satt, orðið til þess að öryggi okkar er nú minna en það var fyrir árásirnar?. Clarke, sem starfaði um árabil sem sérfræðingur í Þjóðarörygg- isráði Bandaríkjanna og var þrem- ur ríkisstjórnum til ráðgjafar, hætti störfum 2003 sökum ágrein- ings við embættismenn Bush- stjórnarinnar (hann er því kannski ekki algerlega hlutlaus, sjónarmið hans eru athyglisverð engu að síð- ur í ljósi sérþekkingar hans). Grein hans í janúar/febrúar-hefti The Atlantic Monthly heitir ?Ten Years Later? og er einhvers konar ímynduð framtíðarsýn höfundar. Gefur Clarke sér að tíu ár séu liðin frá árásunum á Bandaríkin og er greinin í formi fyrirlesturs sem hann hefur verið beðinn um að flytja af því tilefni við Harvard- háskóla. Fer hann þar yfir við- brögð stjórnvalda við upphaflegri árás, 11. september 2001, en býr síðan til atburðarás fyrir næstu sex árin sem hann telur hugs- anlega; byggir hann m.a. á gögn- um um áform hryðjuverkamanna sem upp hefur komist um o.s.frv. Clarke gefur sér, sem fyrr segir, að ný alda árása ríði yfir. Þar verði einkum um að ræða Íraka, sem hefna vilji fyrir innrásina í Írak, en einnig Sádí-Araba og múslíma frá öðrum ríkjum en arabalöndunum. Fyrstu árásirnar eru í formi nokk- urra, samhæfðra sjálfsmorðsárása í spilasölum í Las Vegas og skemmtigörðum í Flórída, Kali- forníu, Texas og New Jersey (upp hefur komist að hryðjuverkahópar höfðu áform um slíkar aðgerðir). Menn vopnaðir skotvopnum (til- tölulega auðvelt er að komast yfir byssur í Bandaríkjunum) drepa hundruð manna í verslunarmið- stöðvum, flugskeytum er skotið að fjórum 767-farþegaflugvélum, sprengjum er komið fyrir í neð- anjarðarlestarkerfum nokkurra borga og svo framvegis og fram- vegis. Verður hver árás til þess að stjórnvöld bregðast æ harðar við, auka eftirlit með borgurum, draga úr borgaralegum réttindum. Auðvitað má alltaf setja spurn- ingamerki við spádóma sem þessa. Auðvitað er Richard Clarke ekki í stakk búinn til að segja til um hvað muni raunverulega gerast. Hann dregur aftur á móti ekki dul á þá skoðun sína að Bandaríkin hefðu hugsanlega getað verið búin að ráða niðurlögum al-Qaeda núna ef ekki hefði verið ráðist á Írak. Þá blasi við að ef ekki hefði verið ráð- ist á Írak væri liðsmönnum hryðju- verkahópa ekki að fjölga, eins og nú sé raunin. Ógnir og ótti Við munum beina sjónum okkar að ykk- ur þegar þið hafið lokið við að fagna áramótum, í þeirri von að þið séuð ekki lengur kófdrukkin [?] Við munum leyfa bandarískum ríkisborgurum að finna til þess tevatns sem borgarar í okkar landi hafa þurft að súpa á. ?Skilaboð til bandarísku þjóðarinnar? frá Íslamska hernum í Írak, 3. janúar 2005. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is FÓLKSFÆKKUN í norðvest- urkjördæmi hefur verið gífurleg á undanförnum áratugum. Árið 1980 bjuggu nærfellt 15% landsmanna á svæði kjördæmisins, en eru í dag rúmlega 10%. Á þessu tíma- bili fjölgaði Íslendingum um 27% en íbúum kjördæmisins fækkaði um 12%. Fólksfækkunin var hlut- fallslega mest á Vestfjörðum en minnst á Vesturlandi. Ástæður fólksfækk- unarinnar eru marg- ar, en mikilvægastar eru fækkun starfa í hefðbundnum at- vinnugreinum sjávar- útvegs og landbún- aðar og afurða- framleiðslugreinum tengdum þessum grundvallaratvinnu- greinum. Fækkun starfa í þessum greinum hefur ekki verið mætt með fjölg- un starfa í þjónustu og þekking- ariðnaði. Störfum í þessum síðast- töldu greinum hefur hins vegar fjölgað umtalsvert á höfuðborg- arsvæðinu. Í stjórnmálaályktun kjördæm- isþings Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi sem haldið var í nóvember sl. var lögð áhersla á nýsköpun hefðbundinna atvinnuvega og eflingu þekking- arhagkerfis kjördæmisins. Í fram- haldi af því var lagt til að stofn- aður verði háskóli á Ísafirði (sjá www.samvinna.com/stjorn- malaalyktun.pdf). Forsendur fyrir 400 stúdenta háskóla í norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi hefur orðið útundan í háskólavæðingu síðustu ára. Á höfuðborgarsvæðinu búa 63% þjóðarinnar, en þar eru 86% háskólanema. Í norðvestur- kjördæmi búa 11% íbúa landsins en þar eru aðeins 4% háskólanema á Íslandi. Miðað við þessar tölur er eðlilegt að leggja áherslu á fjölgun háskóla í kjördæminu og að byggður verði upp 400 stúdenta háskóli á Ísafirði enda fjölgar há- skólanemum stöðugt. Þannig myndi jafnvægi nást á þessu sviði samanborið við aðra landshluta. Háskóli á Ísafirði Í ljósi framsækinnar byggðastefnu er stofnun háskóla gífurlega mik- ilvægt verkefni. Ef stofnaður yrði háskóli fyrir 400 stúdenta á Ísa- firði og gert er ráð fyrir að 300 þeirra búi á svæðinu, gæti íbúum fjölgað um 900. Fjölgun íbúa af þessari stærðargráðu á svæðinu fylgir aukin atvinnustarfsemi og veltuaukning sem gæti numið 3 milljörðum króna. Auk þess gæti velta á svæðinu vegna út- gjalda skólans og margföldunaráhrifa tengd þeim aukist um 600 milljónir króna ef um er að ræða sjálfs- eignarstofnun sem innheimtir skólagjöld. Háskóli en ekki háskólasetur Þegar til lengri tíma er litið er mikilvægt að háskóli sé stofn- aður á Ísafirði fremur en há- skólasetur í tengslum við Háskóla Íslands. Háskólar leika mikilvægt hlutverk í byggðaþróun þar sem þeir stuðla að því að svæðisbundin þekking sé hagnýtt til hins ýtr- asta. Þeir stuðla einnig að því að sérfræðingar starfi og búi á við- komandi svæði og tryggja þannig varanleg samskipti við atvinnulíf svæðisins og nærsamfélag. Há- skólar stuðla því að því að stað- bundin þekking vaxi og dafni á svæðinu. Forsenda vaxtar stað- bundinnar þekkingar og nýsköp- unar- og frumkvöðlastarfsemi sem af henni sprettur er að traust til langs tíma skapist milli aðila. Há- skólasetur, sem eru hluti af ut- anaðkomandi háskólum eru ekki eins fær um að skapa slíkt traust og hámarka um leið vöxt svæð- isbundinnar þekkingar sem síðan skilar sér í öflugri svæðisbundinni nýsköpunar- og frumkvöðla- starfsemi. Staðbundnir háskólar leika því gjarnan mikilvægt hlut- verk, ásamt öðrum aðilum stoð- kerfis atvinnulífsins, í þróun fram- sækinna fyrirtækjaklasa í atvinulífinu. Þetta á ekki síst við um fámenna háskóla sem eru mun hreyfanlegri en fjölmennari skólar og eiga auðveldara með að aðlaga starfsemi sína þörfum og þróun atvinnulífs viðkomandi svæðis og nærsamfélags. Óbein áhrif háskóla Auk beinna efnahagslegra áhrifa eru óbein áhrif háskóla mikil. Há- skólar sporna gegn byggðaröskun. Nálægð háskólastofnunar auðveld- ar almenningi á landsbyggðinni að stunda háskólanám. Slíkt spornar gegn byggðaröskun ef marka má t.d. reynsluna af Háskólanum á Akureyri. Starfsemi háskóla renn- ir stoðum undir alþjóðleika at- vinnu- og mannlífs. Erlendir skiptinemar og kennarar koma ár- lega í byggðarlagið. Kennarar og sérfræðingar háskóla eru hluti af alþjóðlegu háskólastarfi með þátt- töku sinni í alþjóðlegum rannsókn- arverkefnum og geta miðlað nýj- ustu þekkingu og tækni á sínu sviði inn í fyrirtæki og mannlíf byggðarlagsins. Háskólar bæta ímynd byggðarlags og svæðis sem fjölbreytts vinnumarkaðar. Slíkt laðar gjarnan að einstaklinga með fjölbreytta þekkingu sem eru ann- aðhvort í atvinnuleit eða í leit að staðsetningu fyrir fyrirtæki sitt. Háskólum fylgir mannfjöldaaukn- ing vegna fjölda stúdenta, starfs- fólks og vegna margföldunar- áhrifa. Um leið eykst hagkvæmni í rekstri vegna stærðarhagkvæmni. Fólksfjölgun fylgir fjölgun fyr- irtækja sem leiðir til aukinnar samkeppni og lægra vöruverðs. Samantekið má segja að starfsemi háskóla stuðli óbeint að lægra vöruverði og hærra þjónustustigi á svæðinu. Áhrif háskóla eru auk þess bæði menningarleg og stjórn- málaleg. Háskólastúdentar eru gjarnan mjög virkir í íþrótta- og menningarlífi. Þeir taka virkan þátt í stjórnmálum og eru oft upp- spretta röksemda og þekkingar sem nýtist í hugmyndafræðilegri baráttu byggðarlaga og svæða fyr- ir tilveru sinni. Háskóli á Ísafirði Ívar Jónsson fjallar um háskóla ? Samantekið má segja að starfsemi háskóla stuðli óbeint að lægra vöruverði og hærra þjónustustigi á svæðinu. ? Ívar Jónsson Höfundur er prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. NÚ HEFUR Bobby Fischer set- ið 6 mánuði í fangelsi í Japan vegna ógilds vegabréfs. Hann fær að fara út 45 mínútur á dag fimm daga vikunnar. Hann þjáist af síversnandi höfuðverk og svima. Vafasamur heiður hlýt- ur að vera fyrir jap- anska réttargæslukerf- ið ef það verður til þess að valda skák- snillingnum varanlegu heilsutjóni. Þegar lög- fræðingur Fischers leitaði til embættis- manna um svör við því hversu lengi þeir hygð- ust halda honum, svar- aði hinn japanski emb- ættismaður. ?Við getum haldið honum eins lengi og okkur sýnist. Við getum étið hann ef við viljum.? Í tólf ár hefur þessi einmana snillingur verið útlægur frá heima- landi sínu vina- og ættingjalaus. Í sex mánuði hefur hann nú setið í fangelsi vegna ógilds vegabréfs, sennilega dæmalaust. Afbrotið er að tefla skák í Júgó- slavíu í trássi við viðskiptabann. Nú er upplýst að eini maðurinn í heim- inum sem hefur verið ákærður fyr- ir brot á þessari reglugerð, sem löngu er fallin úr gildi, er Bobby Fischer. Brot í landi sem ekki er lengur til. Clinton segir frá því í nýútkom- inni ævisögu sinni að þeir hafi sett þessa reglugerð en vitað að margir voru að selja vopn til land- anna þarna. Þeir hafi hins vegar ekki verið ákærðir vegna þess að mikill skortur hafi verið á vopnum á þessu landsvæði. Listamenn voru ekki ákærðir sem þarna störfuðu. Hins vegar tefldi heimsmeistarinn fyrr- verandi þarna skák og á hann hefur verið gefin út hand- tökubeiðni hjá öllum lögreglu- stjóraembættum í Bandaríkjunum. Málið er það alvarlegt að mati Bandaríkjamanna að það fyrnist aldrei. 10 ára fangelsi liggur við brotinu. Fischer fékk vegabréf sitt end- urnýjað 1997 og það var því ekki útrunnið. Bandaríkin tilkynntu mörgum löndum með tölvupósti að vegabréfið væri gert ógilt en láðist að láta Fischer vita. Í guðs eigin landi, landi einstaklingsréttarins, gleymdist þetta. Þar með mun að- gerðin ógild að bandarískum lögum því að Fischer átti mótmælarétt. Skákheimurinn hlýtur að átelja Japani og gagnrýna þá harðlega ekki síður en Bandaríkjamenn. Hér er um gróft mannréttindabrot að ræða. Framganga Davíðs Oddssonar í máli Fischers hefur orðið honum mjög til álitsauka víða um heim. Væri nú ekki rétt að afhenda Fischer íslenskt vegabréf, það sem erlendir ríkisborgarar geta fengið? Þá er varla unnt að halda honum í fangelsi vegna ógilds vegabréfs. Fischer hefur lýst áhuga á að tefla hér við íslenska unglinga og ?Fischerskák? við íslenska stór- meistara. Vilja menn reyna að giska á hvernig sagan muni fjalla um fram- komu Bandaríkjamanna og Japana í þessu máli þegar tímar líða fram? Sex mánuði í japönsku fang- elsi vegna vegabréfsins Guðmundur G. Þórarinsson fjallar um mál Bobby Fischers ? Skákheimurinn hlýtur að átelja Japani og gagnrýna þá harðlega ekki síður en Banda- ríkjamenn. ? Guðmundur G. Þórarinsson Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.