Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Íslensk hjálparsamtökhafa, líkt og systur-samtök þeirra erlend- is, brugðist hratt við hjálp- arbeiðninni um aðstoð til handa þeim mikla fjölda sem varð illa úti í hamför- unum í Suðaustur-Asíu á annan í jólum. Þegar hafa safnast um 250 milljónir kr. hérlendis til hjálpar- starfsins úti og fyrr í vik- unni fór Neyðarhjálp úr norðri, ein stærsta lands- söfnun til handa hjálpar- starfi erlendis, af stað. Verður söfnunarfénu var- ið til neyðaraðstoðar og uppbyggingar á næstu árum á vegum Barnaheilla – Save the Children, Hjálparstarfs kirkjunn- ar, Rauða kross Íslands, SOS barnaþorpa og UNICEF – Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Að sögn Konráðs Kristjánsson- ar, hjá Rauða krossi Íslands, eru fimm sendifulltrúar samtakanna að störfum á flóðasvæðunum um þessar mundir. „Þrír sendifulltrú- ar fóru á fyrstu dögunum, þ.e. Hlér Guðjónsson, sem starfar að almennum hjálparstörfum á Sri Lanka, Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur sem kannar þörfina fyrir áfallahjálp í Indónesíu, og Ómar Valdimarsson sem er við störf í Jakarta við upp- byggingu indónesíska Rauða krossins. Í byrjun árs bættust síð- an við tveir fulltrúar, þ.e. Birna Halldórsdóttir og Robin Bovey sem fóru til Aceh-héraðsins í Indónesíu þar sem þau vinna að dreifingu hjálpargagna. Auk þess er Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins, staddur í Colombo á Sri Lanka, ásamt fréttamanni frá Stöð 2 þar sem þeir fylgjast með dreifingu á hjálpargögnum sem Atlanta-flaug með frá Dubai.“ Konráð segir mismunandi eftir svæðum hversu langt á veg neyð- araðstoðin er komin. „Á sumum stöðum er komið töluvert af gögn- um á staðinn, en í öðrum héruðum, sérstaklega í Aceh-héraði, hefur gengið seinlegar að koma hjálpar- gögnum á staðinn sökum þess hve samgöngukerfið er lélegt.“ Spurð- ur hverju þurfi helst að huga að í uppbyggingu til framtíðar á ham- farasvæðunum segir Konráð mik- ilvægt að reyna að koma lífi fólks á stöðunum í svipað horf áður en hamfarirnar gengu yfir. „Sem dæmi má nefna að útvega þarf fiskimönnum nýja báta og net þannig að fólkið geti aflað sér lífs- viðurværis. Í raun hafa allir inn- viðir þessara samfélaga hrunið og því þarf að fara að huga að upp- byggingu þeirra,“ segir Konráð, en Alþjóða Rauði krossinn er að vinna að áætlun til tíu ára um langtímaaðstoð á svæðinu. Umfangið gríðarlegt Aðspurður segir Konráð áhrifa- ríkast að senda fjármagn á neyð- arsvæðin. „En hins vegar þarf líka að flytja ákveðinn búnað á þá staði þar sem neyðaraðstoðin hefur ekki borist, eins og Atlantsflug tók að sér að gera. Það þýðir ekki endilega að flytja þurfi búnaðinn frá Íslandi. Bæði fæst miklu meira fyrir peninginn úti auk þess sem með því að versla úti þá stuðlum við að því að hjól atvinnulífsins þar fari að snúa,“ segir Konráð. Að sögn Önnu M.Þ. Ólafsdótt- ur, fræðslu- og upplýsingafulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar, er starf samtakanna á hamfarasvæðunum fólgið í tvíhliða samstarfi við tvenn samtök á Indlandi, bæði í Andhra Pradesh og Tamil Nadu, sem eru þau tvö héruð sem verst urðu úti í hamförunum á Indlandi, auk þess sem Hjálparstarfið er aðili að Al- þjóðaneyðarhjálp kirkna (ACT). Aðspurð segir Anna hjálparstarf- ið þegar búið að senda út þrjár milljónir til samtakanna á Ind- landi, en þau hafa verið að veita neyðaraðstoð niðri við sjávar- ströndina þar sem sópuðust burt þorp stéttlausra Indverja og fá- tækra. „Í gegnum ACT erum við að störfum í öllum þeim löndum sem urðu fyrir hamförunum, en ACT er með kirkjur og kirkju- tengdar stofnanir á öllum þessum stöðum sem hafa brugðist hratt við aðstæðum og farið að veita hjálp í sínu nánasta umhverfi.“ Anna bendir á að umfang hjálp- arstarfsins er gríðarmikið og margir ACT-aðilar sem koma að starfinu. „Þeir gæta þess að hafa góða samvinnu bæði við önnur samtök og við stjórnvöld á hverj- um stað til þess að koma í veg fyrir tvíverknað. Oft sameinast hjálp- arsamtök í starfi sínu, enda mikill sveigjanleiki hjá frjálsu félaga- samtökunum til að beina aðstoð- inni þangað sem hennar er mest þörf.“ Að sögn Önnu gerir ACT ráð fyrir að fyrsti fasinn í hjálp- arstarfinu nái yfir þrjá mánuði þar sem verið er að vinna neyðarstarf og halda fólki á lífi sem lifði ham- farirnar af. „Smám saman fer að- stoðin síðan að þróast yfir í lang- tímaaðstoð. Það þarf að útvega fólki báta og net til þess að það geti stundað einhverja atvinnu og haft tekjur. Sem dæmi má nefna að kirkjan mun hjálpa til við að setja af stað samvinnufélög um fiskveiðar, þar sem fólki er útveg- að bát, net og búnað sem margir geta sameinast um, en hvert slíkt félag kostar um 165 þúsund í upp- setningu.“ Fréttaskýring | Hjálparstarf Íslendinga í Suðaustur-Asíu Hratt brugðist við neyðinni Fimm sendifulltrúar Rauða kross Íslands að störfum á hamfarasvæðum Flytja þarf allmikið af búnaði á flóðasvæðin. Góð samvinna hjálpar- samtaka lykilatriði  Hjálparstarfið sem unnið er í Suðaustur-Asíu í kjölfar hamfar- anna í Indlandshafi á annan í jól- um er gríðarlega umfangsmikið. Á þeim svæðum sem verst urðu úti hafa í raun allir innviðir sam- félaganna hrunið. Fyrsti hluti hjálparstarfsins snýr að því að vinna neyðarstarf, en ljóst þykir að smám saman mun hjálpin þróast yfir í langtímaaðstoð og sem dæmi má nefna að Alþjóða Rauði krossinn vinnur að áætlun til tíu ára um langtímaaðstoð á svæðinu. silja@mbl.is Emile Henry leirvörur 25% afsláttur 10-20% 15-40% Tilboðsverð! Tilboðsverð! Gerðu góð kaup! AEG Kaffivél KF 1000 3.990.- 2.690.- AEG Kaffivél CC 101 5.990.- 4.490.- AEG Brauðrist AT 260 6.290.- 4.990.- AEG Brauðrist AT 230 4.290.- 3.490.- AEG Straujárn DB 4050 3.890.- 2.990.- AEG Handþeytari Hm 310 3.490.- 2.690.- AEG Blandari M 2500 5.990.- 4.490.- AEG Blandari Gler M 2600 8.990.- 6.790.- AEG Matvinnsluvél Km 850 13.900.- 9.990.- AEG Hárblásari Figaro 2.790.- 1.990.- AEG Expresso EA 100 13.579.- 9.990.- AEG Ryksuga Megapower 9.990.- Dagana 6.–20 . janúar A u g lý si n g as to fa G u ð rú n ar Ö n n u Heimabíó DCS 222 Kr. 49.900.- Vaxtalausar greiðslur í allt að 12 mánuði 29”Sjónvarp 50 Hz Kr. 49.900.- 100 Hz Kr. 69.900.- Þvottavél Lavamat 74639 Með íslensku stjórnborði 1400 snúningar - 24 þvottakerfi TILBOÐ: Kr. 74.900.- Þrig gja ára áby rgð er á öllu m AEG þvo ttav élu m “Gríðarlega góð kaup!” Ryksuga 1800 W Kr. 9.990.- Matvinnsluvél KM 850 (Kr. 13.900.-) Kr. 9.990.- Pottar og pönnur 25% afsláttur Verkfærin fást aðeins í Lágmúla ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.