Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Vestfirðir | „Þetta er tímabundið verkefni. Við vonumst til að eftir ár verði Þórsberg sterkara fyrirtæki með þjálfaða stjórn- endur,“ segir Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði, en hann mun jafnframt gegna starfi fram- kvæmdastjóra Þórsbergs ehf. á Tálknafirði út þetta ár. Ráðning Sigurðar til Þórsbergs er liður í samningi sjávarútvegsfyrirtækjanna tveggja um stjórnunarlegt samstarf. Guðjón Indriða- son sem var framkvæmdastjóri Þórsbergs er nú aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins. Einnig felst í samningnum að aðrir stjórn- endur Odda hf. munu koma að daglegri stjórn Þórsbergs. Sigurður Viggósson segir að stjórnendur Odda muni vinna að endurskipulagningu rekstrar hjá Þórsbergi en hann hafi ekki gengið of vel síðastliðin tvö ár. Markmiðið sé að koma fyrirtækinu út úr þeirri úlfakreppu sem það sé komið í. Þótt fyrirtækin séu svip- uð að uppbyggingu hefur tekist að reka Odda með hagnaði síðastliðin sex ár og Sigurður segir að enn sé hagnaður þótt rekstrar- umhverfi sjávarútvegsins hafi mjög versnað að undanförnu. Hann segir að byrjað sé að fara ofan í rekstur Þórsbergs. Ljóst sé að draga þurfi úr kostnaði og leita leiða til að auka tekjurnar. Eitt af því sem til greina kemur er að auka kvóta fyrirtækisins. Sameining ekki á dagskrá Fyrirtækin hafa unnið saman í nokkur ár og sömu menn skipa stjórnir þeirra. Engin eignatengsl eru þó milli fyrirtækjanna. Sig- urður segir að ekki standi til að sameina fyr- irtækin, menn telji ekki að það skili meiri ár- angri en að taka upp samvinnu. „Ég tel að það séu tækifæri í Þórsbergi til að vinna sig út úr vandanum og styrkja fyrirtækið,“ segir Sigurður. Þórsberg er eina fiskvinnslufyrirtækið á Tálknafirði eftir að tvö fiskvinnslufyrirtæki hættu þar rekstri á síðasta ári og segir Sig- urður að það sé mikilvægt fyrir báða staðina að öflugt fyrirtæki verði áfram á Tálknafirði. „Svæðið er tiltölulega fámennt og veikt byggðarlega og enginn hlekkur má bresta. Ef fyrirtækjum fækkar enn frekar hefur það áhrif á þjónustu við okkur sem eftir verðum,“ segir Sigurður. Sami framkvæmdastjóri yfir Odda og Þórsbergi Tækifæri til að vinna sig út úr vandanum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stjórnandi Sigurður Viggósson stjórnar tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum þetta árið. Skagafjörður | „Sigurður hringdi fyrir jól til að tilkynna mér þetta. Það var nú aldeilis jóla- gjöfin,“ segir Gísli Jónsson, bóndi á Ytri- Húsabakka, í Skagafirði. Ær frá honum greindist með riðusmit í sláturhúsi og Sig- urður Sigurðarson dýralæknir hringdi til að segja honum frá þessu. Var þetta annað riðu- tilfellið í Skagafirði á árinu. Gísli segist hafa dregið úr ásetningi á und- anförnum árum enda orðinn gamall sjálfur og nýtt gömlu ærnar. Í haust hefði hann þó hreinsað svolítið út af gömlu ánum og látið fjörutíu í sláturhúsið og sett lömb á í staðinn. Eitt sýni reyndist riðusmitað. Sami fjárstofninn hefur verið á Ytri-Húsa- bakka frá 1949 en gamli stofninn var þá skor- inn niður vegna mæðiveiki. „Það hefur aldrei komið upp sjúkdómur í þessu fé á öllum þess- um árum. Það var því mikið áfall að fá þessar fréttir. Það gæti verið að þessi ær hafi ein- hvern tímann lent á bæ þar sem riða hafi verið og sjúkdómurinn ekki unnið á henni,“ segir Gísli sem segir jafnframt að sér hafi liðið illa frá því tilkynningin barst og tekur fram að hann trúi því ekki enn að féð sé riðusmitað. Riðan að færast í aukana Einar Otti Guðmundsson, eftirlitsdýra- læknir á Sauðárkróki, segir að svo virðist sem riðan sé að færast í aukana á nýjan leik í Skagafirði. Riða kom upp í fé í Árgerði í Sæ- mundarhlíð í vor og var öllu fé þaðan slátrað og fyrir fáeinum árum kom riða upp á tveimur bæjum í héraðinu eftir margra ára hlé. Riðusmitið á Ytri-Húsabakka kom fram við reglubundna rannsókn í sláturhúsinu á Sauð- árkróki. Einar Otti segir útilokað að segja til um hvernig riðan hafi borist í kindina. Féð frá Ytri-Húsabakka er á sama upprekstrarlandi og féð frá Árgerði og Auðnum þar sem riða kom upp fyrir fáeinum árum en Einar Otti tekur fram að menn telji ekki miklar líkur á að smit berist á milli í sumarhögum. Þá getur hann þess að skorið hafi verið niður vegna riðu á nágrannabæ Ytri-Húsabakka fyrir mörgum árum en þar hafi raunar verið fjár- laust síðan. Einar Otti segir að það sé stefna stjórn- valda að vinna gegn riðunni með niðurskurði. Því verði leitað samninga við bóndann á Ytri- Húsabakka um niðurskurð fjárins. Riðan færist í aukana í Skagafirði á nýjan leik „Það var nú aldeilis jólagjöfin“ Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Bóndinn Gísla Jónssyni brá mikið þegar hon- um var tilkynnt um að kind frá honum hefði greinst með riðusmit. Garðabær | Ágreiningi milli sókn- arprests Garðasóknar annars veg- ar og sóknarnefndar og starfsliðs sóknarinnar hins vegar hefur verið vísað til úrskurðarnefndar kirkj- unnar. Prófastur Kjalarnespró- fastsdæmis og biskup Íslands hafa reynt að miðla málum en sókn- arpresturinn óskaði eftir að ágrein- ingnum yrði vísað til umræddrar úrskurðarnefndar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kemur ágreiningurinn til af samskiptaörðugleikum milli aðila og gerjast hefur allt frá byrj- un síðasta árs. Er ágreiningurinn annars vegar milli séra Hans Markúsar Hafsteinssonar sóknar- prests og hins vegar þeirra Frið- riks J. Hjartar prests, Nönnu Guð- rúnar Zoëga djákna, Matthíasar G. Péturssonar, formanns sóknar- nefndar og Arthurs Farestveit varaformanns. Matthías tjáði Morgunblaðinu að málið hafi risið í janúar í fyrra og verið til umfjöll- unar síðan án þess að lausn fynd- ist. Málinu var vísað til séra Gunn- ars Kristjánssonar, prófasts Kjalarnesprófastsdæmis, sem Garðasókn fellur undir, og sömu- leiðis kom til kasta Karls Sigur- björnssonar, biskups Íslands. Sóknarpresturinn, séra Hans Markús Hafsteinsson, óskaði eftir að málinu yrði vísað til úrskurð- arnefndarinnar. Séra Hans Markús vildi ekki tjá sig um málið í Morg- unblaðinu þegar leitað var til hans. Tafir á vinnu úrskurðarnefndar Samkvæmt lögum um stjórn, stöðu og starfshætti þjóðkirkjunn- ar, beitir biskup sér fyrir lausn ágreiningsefna sem rísa kunna á kirkjulegum vettvangi. Í 12. grein laganna segir m.a. um úrskurðar- nefnd að rísi ágreiningur á kirkju- legum vettvangi geti hver sá sem hagsmuna eigi að gæta borið málið undir úrskurðarnefnd sem biskup skipar til fjögurra ára í senn. Dögg Pálsdóttir, formaður nefndarinnar, segir málið hafa bor- ist nefndinni í október síðastliðnum en nokkrar tafir hafa orðið á vinnu nefndarinnar, m.a. vegna þess að skipunartími nefndarmanna rann út. Dögg segir að greinargerð sóknarprestsins sé væntanleg fljót- lega og eftir það fái gagnaðilar frest til andsvara og síðan sé málið tekið til afgreiðslu. Kvaðst hún naumast gera ráð fyrir að meðferð málsins hjá nefndinni lyki fyrr en í mars. Ágreiningur í Garðasókn milli sóknarprests og sóknarnefndar Úrskurðarnefnd taki málið fyrir Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugardalur | Kostnaður við byggingu yfirbyggðar sundlaugar í Laugardal, sem var tekin í notkun í byrjun mánaðarins, reyndist vera 7,3% undir kostnaðaráætlun, og var kostnaður við laugina 1.130 milljónir króna, samanborið við áætlun sem hljóðaði upp á 1.219 milljónir, á uppreiknuðu verði í desember 2004. „Þessi góði árangur byggist mikið á því að við erum með svo- kallaða kostnaðarstýrða hönnun, við gerum fyrstu áætlun þegar um 10–20% af hönnun er lokið. Þá biðjum við um mjög sundurliðaða kostnaðaráætlun sem byggist á verkþáttum og einingarverðum verkþátta. Þannig náum við meiri nákvæmni í kostnaðaráætlunar- gerðinni,“ segir Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður Fast- eignastofu. „Við sjáum þegar um 20% er lokið af hönnun hvert stefnir, og þá gerum við ráðstafanir í hönn- uninni og reynum að endurskoða hana þannig að hún haldi þennan ramma,“ segir Guðmundur. Sem dæmi um ráðstafanir til að lækka kostnað nefnir hann að upphaflega hafi byggingin átt að standa hærra, en þegar til kom hafi verið ákveðið að lækka bygginguna og kjallarann, og spara þannig tals- vert fé. Einnig hafi hluti kjallarans verið notaður undir lagnakerfi, í stað þess að hafa þau í sér rýmum á jarðhæð. „Svo hjálpar að sjálfsögðu líka að í þessu verki voru góðir hönn- uðir og góður verkefnastjóri, og svo erum við með mjög öflugan verktaka þarna. Þetta stuðlar allt að því að við getum verið svona undir áætlun.“ Guðmundur segir þó að ekki hafi verið fórnað neinum gæðum til að spara við gerð sundlaugarbygging- arinnar, eflaust hefði verið hægt að spara enn meira með því að fórna einhverjum af þeim gæðum sem lagt hafi verið upp með. Við hönnunina hafi þó verið haft í huga umsögn dómnefndar um verð- launatillöguna sem unnið var eftir, en þar segir m.a. að hönnunin sé manneskjuleg, lífræn og lifandi lausn, þar sem frumleiki er í há- vegum hafður. Ný yfirbyggð sundlaug í Laugardal Morgunblaðið/Árni Torfason Gæðum ekki fórnað Tekist hefur að halda kostnaði við sundlaugina í skefjum án þess að fórna gæðum. Kostnaður rúmlega 7% undir áætlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.