Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING D rengjakórar eru að margra mati eitt fegursta hljóðfæri sem til er. Svo sann- arlega er það engu öðru líkt, því af ein- hverjum ástæðum hljóma drengjaraddir nokk- uð ólíkt stúlknaröddum, og hljómurinn sem frá þeim berst í raun ólíkur hljómi hefðbundinna blandaðra barnakóra. Einn slíkur er elstur og þekkastur íslenskra drengjakóra, Drengjakór Reykjavíkur eins og hann heitir nú. Í upphafi bar kórinn nafnið Drengjakór Laugarnes- kirkju, allt þar til fyrir þremur árum að kórinn flutti starfsemi sína yfir í Neskirkju og tók þá upp nafnið Drengjakór Neskirkju. Í fyrra tók kórinn upp hið nýja nafn og flutti sig um leið yfir í tónlistarkirkjuna Hallgrímskirkju, þar sem hann starfar nú. Þrátt fyrir flutningana og nafngiftirnar koma kórdrengirnir víða að, úr hinum ýmsu hverfum og nágrannabæjum Reykjavíkurborgar. Í kórnum eru um þessar mundir 22 drengir á aldrinum 8?13 ára, auk tíu eldri félaga sem hafa aftur gengið til liðs við kórinn, nú syngj- andi bassa og tenór í stað sóprans og alts. Þá starfar undirbúningsdeild við kórinn fyrir drengi á aldrinum 6?8 ára. Kórstjóri er Friðrik S. Kristinsson og hefur gegnt því starfi frá árinu 1994. Að sögn Friðriks taka drengirnir yfirleitt þátt í kórstarfinu um nokkurra ára skeið. ?En það er auðvitað misjafnt. Þeir sem koma inn átta ára þyrftu helst að vera til fjórtán eða fimmtán ára aldurs, þegar röddin byrjar að breytast. Persónulega finnst mér röddin falleg- ust rétt áður en strákarnir fara í mútur, þá er eins og blómið springi út og röddin er langflott- ust. Síðan er núna möguleiki fyrir strákana að koma aftur í kórinn eftir að röddin hefur dýpk- að.? Ensk hefð Raddskipan kórsins er SATB, sópran-alt- tenór-bassi, þegar eldri drengirnir eru með, en án þeirra er kórinn þríraddaður, SSA eða sópr- an-sópran-alt. ?Það gefur okkur auðvitað allt aðra möguleika til að gera góða efnisskrá að hafa dýpri raddirnar með, því það er miklu meira skrifað af kórtónlist fyrir þá radd- skipan,? segir Friðrik. SATB-raddskipanin fylgir enskri drengja- kórahefð, sem á sér afar langa sögu. Hins veg- ar er einn þekktasti drengjakór heims, Vín- ardrengjakórinn, einungis skipaður barnaröddum. ?Við höfum sjálf enga hefð hér á landi, fyrir utan þessa fimmtán ára sögu kórsins sem er eini starfandi drengja- kór landsins við kirkju. En hefðin er mjög sterk víða í Evrópu, til dæmis í Englandi, þar sem karlaraddir eru með.? Að sögn Friðriks tekst drengjakór- inn á við allskonar tónverk, bæði sem skrifuð eru fyrir blandaða kóra og fyrir barna- kóra. ?Við einbeitum okkur að kirkjulegum verkum, en þó eru ýmis veraldleg verk á efnis- skrá okkar líka. Við reynum að blanda þessu saman, sérstaklega fyrir tónleika. En eins og gefur að skilja beinast verkefni okkar fremur að kirkjulegri tónlist, þar sem við störfum í kirkju,? segir Friðrik, en meðal verkefna kórs- ins er messusöngur einu sinni í mánuði ? í Hall- grímskirkju síðan hann flutti aðsetur sitt þang- að ? þar sem slík verk eru sungin af kórnum. Öflugt foreldrafélag Foreldrafélag Drengjakórs Reykjavíkur er mjög öflugt og stýrir starfsemi kórsins auk þess að reka hann. Drengirnir borga gjald fyrir þátttöku í kórnum, svipað og gerist í öðrum barnakórum. Fyrir jólin selja kórdrengirnir einnig kerti til að fjármagna starfsemi sína og árleg ferðalög. ?Annað hvert ár förum við til útlanda, hitt árið förum við í ferðalag innanlands,? útskýrir Friðrik. ?Foreldrarnir taka mjög virkan þátt í þeim ferðalögum, eins og annarri starfsemi. Þau koma með, elda ofan í strákana, þvo og skipuleggja skemmtanir. Það er mjög glatt á hjalla í þessum ferðum.? Tónlistarkunnátta ekki skilyrði Meðal þeirra landa sem kórinn hefur heimsótt eru Tékkland í fyrra, Austurríki, öll Norð- urlöndin, England, og Bandaríkin, þar sem kórinn hefur komið í tvígang. Það er innanlandsferðalag sem stendur fyrir dyrum í vor, en kórinn hefur þegar heimsótt Austfirði, Norðurlandið allt, Vestmannaeyjar, Snæfellsnes og svo mætti lengi telja. Margir drengjanna í kórnum eru einnig í öðru tónlistarnámi, þó að það sé ekki inntöku- skilyrði í kórinn að kunna undirstöðuatriði í tónlist, eins og nótnalestur. ?Margir eru mjög færir á sín hljóðfæri og síðan hafa auðvitað sprottið upp söngstjörnur í kórnum, sem hafa verið fengnar til að syngja með öðrum kórum, svo dæmi séu tekin,? segir Friðrik og bætir við að nokkrir fyrrum drengjanna séu núna orðnir karlar, það er að segja komnir í Karlakór Reykjavíkur sem hann stjórnar einnig. Stjórnandinn segir mikinn aga ríkja í kórn- um, og hefur hann sér einkunnarorðin: Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar, leika sér eins og strákar. ?Ég held að þetta sé gott uppeldi fyrir strákana, í að koma fram, sýna kurteisi og vera vinir. Þetta snýst ekki bara um að syngja, þó vissulega læri þeir það líka og fjöldann allan af textum og lögum. Þetta er heilmikið uppeldisstarf,? segir hann. ?Ég held að þetta væri ekki hægt án agans, og strák- arnir vilja líka gjarnan finna hann. Þeir vilja að það sé hægt að ganga að því vísu að enginn fari yfir strikið.? Friðrik segist telja að aginn skili sér einnig í öðrum verkefnum sem drengirnir taka sér fyr- ir hendur utan kórstarfsins sjálfs; skóla, íþrótt- um og ýmsum störfum. ?Ég hef tekið eftir því að drengirnir eru mjög vel hugsandi, og því lengur sem þeir eru í kórnum því betur gengur þeim annars staðar. Það er staðreynd að þeim sem eru í tónlistarnámi gengur oft betur í skóla en öðrum, þó ég kunni enga skýringu á henni,? segir hann. Leitað að nýjum félögum Um þessar mundir er kórinn að leita sér að nýjum félögum sem mega, þrátt fyrir nafngift- ina, vera hvaðan af landinu sem er. ?Öllum vel- komið að koma og prófa,? segir Friðrik. ?Þeir strákar sem eru orðnir átta ára mega koma beint inn í kórinn, þurfa með öðrum orðum ekki að fara í undirbúningsdeildina fyrst, ef þeir hafa getu til.? Aðsókn í kórinn hefur verið jöfn og góð, að mati Friðriks, og að jafnaði eru þar um 30 fé- lagar. ?En nú þyrfti ég að fá fleiri uppá jafn- vægið, sérstaklega vegna eldri félaganna sem nú eru komnir í kórinn og eru mjög öflugir.? En hvað er það að mati Friðriks sem gerir drengjakóra svo sérstaka sem raun ber vitni? ?Það sem mér finnst sjálfum er þessi sérstæði hljómur í drengjaröddum,? svarar hann. ?Raddirnar eru tærar og dálítið beittar, allt öðruvísi en hjá stúlkum. Síðan er auðvitað æð- islega gaman að vinna með þessum strákum, því þeir geta verið svo skemmtilegir.? Tónlist | Drengjakór Reykjavíkur fagnar fimmtán ára afmæli sínu á árinu Hinn tæri hljómur drengjaraddarinnar Drengjakór Reykjavíkur hefur einkunnarorðin: Syngja eins og englar, hegða sér eins og herr- ar, leika sér eins og strákar. ?Ég held að þetta sé gott uppeldi fyrir strákana, í að koma fram, sýna kurteisi og vera vinir. Þetta snýst ekki bara um að syngja, þó vissulega læri þeir það líka og fjöldann allan af textum og lögum. Þetta er heilmikið uppeldisstarf,? segir Friðrik. Friðrik S. Kristinsson ingamaria@mbl.is G ras umlykur salinn í mitt- ishæð í myndlistargall- eríinu i8 við Klapparstíg. Hægra megin er grasið ekki byrj- að að spretta, vinstra megin er það dautt. Þar á milli má sjá vöxt þess, og síðan dauða, sem mynd- listarmaðurinn Finnur Arnar hef- ur kallað fram með nákvæmri yf- irlegu, að sá, vökva og hætta að vökva. Sýning hans verður opnuð þar í dag. L50098L50098L50098 Þ rír kindahausar í formalíni eru uppi á vegg, og horfast í augu við skáldið Bjarna Bernharð sem birtist í þríriti á myndbandi, og er við það að fara að flytja ljóð. Áður en að sköpuninni sjálfri kemur, ljóðlestrinum, er þó klippt og byrj- að upp á nýtt. Utan um súluna sem stendur í sýn- ingarsalnum miðjum er að finna borð í mitt- ishæð, þar sem ferlið við að smíða helgrímu (til að slátra kindum með) er tekið fyrir. Tilbúin hel- gríma liggur á hægri enda borðs- ins. ?Það er ákveðin tímapæling í þessu hérna líka, eins og grasinu, nema að hérna er einhver útkoma. En hún endar samt sem áður með dauða, líkt og annað hér,? segir Finnur Arnar þegar við skoðum sýninguna. Hann lyftir upp hel- grímunni sem er sakleysisleg og óhugnanleg í senn. En endar ekki allt í dauða, alveg eins og grasið og kindurnar? ?Jú, í raun, og þar á meðal við. Það er einmitt svolítið fyndið með þetta gras, að þegar það er að drepast, þá drepast ekki öll stráin í einu. Þannig að sum lifa lengur en önn- ur ? sem er dálítið ?human?. Sum stráin gefast líka mjög fljótlega upp, þó að þau fái allt sem þau þurfa til að vaxa og gróa,? svarar Finnur Arnar. Hann leggur þó á það áherslu að með sýningunni sé hann ekki að lýsa yfir neinni vanþóknun á lambakjötsáti eða slátrun dýra yf- irleitt. ?Mér finnst þetta vera meira eins og ljóð, um lífið,? segir hann. ?Þetta er tilvistarpæling, tengd náttúrunni, tímanum og ljósinu.? L50098L50098L50098 E n hvernig kemur skáldið Bjarni Bernharður inn í þessa lífshringrás sem dregin er upp á sýningunni? ?Ég las bók eft- ir hann, Í sveigðu rými, sem er eins konar ævisaga í prósaformi og hafði mjög sterk áhrif á mig. Í framhaldi af því talaði ég við hann og bað hann að sitja fyrir á mynd- bandi hjá mér og fara með þrjú ljóð. Hérna á sýningunni er hann í hlutverki manneskjunnar sem skapar, og það sem hann skapar lifir. Það er prentað í bók, sem kannski verður til að eilífu. Og þarf ekki að vökva til að lifa,? seg- ir Finnur Arnar. Ertu þá að gefa eitthvað í skyn varðandi list- sköpun með þessu? ?Jájá, alveg eins. En svo má auðvitað flækja það líka ? auðvitað þarf að vökva skáldið. Það lifir ekki alveg á loft- inu.? En af hverju þetta gras, og allt sem leggja má út af því? ?Mér þykir bara vænt um landið. Fyrir mér er gras svo mikill hluti af sál- inni, það þýðir sumar og vor. Það er líka þjóðlegt að vera með gras, þess vegna vildi ég ekki vera með aðrar jurtir heldur heiðarlegt, ís- lenskt gras. Sem við eigum auðvit- að svo margt að þakka.? L50098L50098L50098 L itla rýmið undir stiganum hef- ur Finnur Arnar einnig söls- að undir sig, en þar er engin nátt- úra á ferðinni þó að þjóðlegheitin vanti ekki: Þar eru allir íslensku peningarnir sem nú eru í notkun, frá krónu upp í fimmþúsundkall. Þeir snúast ofurhægt á sjónvarps- skjá. ?Þetta á að vera svolítið ró- andi,? segir Finnur Arnar, en er fljótur að bæta við að hann geri sér grein fyrir að peningar séu yfirleitt ekki hlutur sem fólki þyk- ir róandi. ?Allavega í mínu lífi eru þeir ekki róandi element, frekar stressandi. En eins og grasið eru þeir þjóðlegir, og mér þykir vænt um þessa íslensku peninga. Þeir eru hversdagslegir, en um leið hluti af okkur og okkar kúltúr. Vonandi getur fólk farið þarna inn og róað sig niður.? L50098L50098L50098 F yrir fólk eins og mig, sem skil- ur ekki alltaf hvað er í gangi þegar samtímamyndlist á í hlut, mæli ég hiklaust með sýningu Finns Arnars í i8. Þó að verkin virðist kannski torræð af lýsingum að dæma eða jafnvel við fyrstu sýn líður ekki á löngu þangað til mað- ur sér ýmislegt í þeim. Það ætti að vera aðgengilegt fyrir hvern sem er, sama hvaðan hann kemur, að lesa í þessa sýningu og skynja eitt- hvað nýtt. Allir með áhuga á myndlist í i8 frá og með deginum á morgun! Skapað og eytt ? Fyrir fólk eins og mig, sem skilur ekki alltaf hvað er í gangi þegar samtímamyndlist á í hlut, mæli ég hiklaust með sýningu Finns Arnars í i8. ? AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Gras og kindahausar í formalíni koma við sögu á sýningu Finns Arnars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.