Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í greinargerð ASÍ um atvinnuleyfi ogkjaramál við Kárahnjúkavirkjunkoma fram alvarlegar ávirðingar ígarð Impregilo. Er því m.a. haldið
fram að nokkrum fjölda Íslendinga, sem
sótt hafi um störf hjá fyrirtækinu að und-
anförnu og á fyrri stigum fram-
kvæmdanna, hafi ekki verið í neinu sinnt
eða verið hafnað án málefnalegra sjónar-
miða. Enginn áhugi hafi verið á að ráða
Norðurlandabúa til verksins og fyrirtækið
frekar reitt sig á starfsmenn frá löndum
Evrópu þar sem vinnumarkaðurinn sé
vanþróaðastur og réttindi launafólks
byggja á lítilli hefð.
Telur ASÍ að í nokkrum atriðum hafi
gildandi lögum og reglum ekki verið fylgt
við meðferð á umsóknum Impregilo um at-
vinnuleyfi fyrir erlenda verkamenn. Verði
atvinnuleyfi fyrir kínverska og aðra er-
lenda verkamenn veitt verði með alvarleg-
um hætti brotið í bága við fjölmörg ákvæði
EES-samningsins og yfirlýsingar ís-
lenskra stjórnvalda í tengslum við stækkun
EES. Er gerð krafa um að samtök atvinnu-
rekenda og stjórnvöld axli ábyrgð í málinu
líkt og verkalýðshreyfingin telur sig hafa
gert.
Impregilo hefur sem kunnugt er sóst eft-
ir að ráða verkamenn frá Kína og fleiri
löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Gerð fremsta hluta stíflunnar við Kára-
hnjúka er fjóra mánuði á eftir áætlun og
hefur Impregilo áform um að fjölga starfs-
mönnum sérstaklega af þeim sökum. Upp-
haflega var sótt um atvinnuleyfi fyrir 150
erlenda verkamenn og síðan voru settar í
forgang umsóknir fyrir 54 starfsmenn, þar
af 44 frá Kína og níu frá Pakistan.
Sátt á vinnumarkaði ógnað
með alvarlegum hætti
ASÍ hefur bent á að þessi mikli fjöldi um-
sókna veki margar spurningar og álitaefni
sem nauðsynlegt sé að fjalla um og fá skýr
svör við. Áður en leyfin verði veitt verði
með ótvíræðum hætti að liggja fyrir að um-
sóknir og meðferð þeirra uppfylli gildandi
lög og reglur. Málefni Impregilo og um-
sóknir fyrir verkafólk frá Kína og fleiri
ríkjum Asíu séu með þeim hætti að þau
varði íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn
í heild, kjör og réttindi launafólks og þær
reglur og venjur sem mótast hafi hér á
landi í samskiptum og samstarfi aðila
vinnumarkaðarins og stjórnvalda á undan-
gengum árum og áratugum. „Að mati ASÍ
er nú tekist á um þetta og þá sátt sem verið
hefur og henni ógnað með alvarlegum
hætti,“ segir m.a. í greinargerðinni.
Rakin eru ákvæði laga um atvinnurétt-
indi útlendinga og dregið í efa að þeim hafi
öllum verið fylgt, þó að fullnægjandi upp-
lýsingar liggi ekki fyrir um öll atriði. Bent
er á að hátt í fimm þúsund manns séu
skráðir atvinnulausir hjá svæðisvinnumiðl-
unum vítt og breitt um landið og ekki liggi
fyrir hvort störfin hjá Impregilo hafi verið
boðin öllum þeim sem skráðir séu umsækj-
endur um atvinnu hjá Vinnumálastofnun.
Óvenjuleg skilyrði hafi verið sett í auglýs-
ingu sem Impregilo birti í dagblöðum milli
jóla og nýárs og sendi á evrópskan vinnu-
miðlunarvef, EURES, skammur umsókn-
arfrestur verið gefinn og orðalag til þess
fallið að draga úr áhuga atvinnuleitenda.
Þá segist ASÍ hafa þær upplýsingar að í
umsóknum um atvinnuleyfin séu ekki upp-
fyllt skilyrði um að lögð hafi verið fram full-
nægjandi heilbrigðisvottorð fyrir viðkom-
andi starfsmenn. Alþýðusambandið hafi
lengi gagnrýnt hve illa ákvæðum laga um
atvinnuréttindi útlendinga hafi verið fylgt
eftir. Krafa um heilbrigðisvottorð eigi sér-
staklega við um mögulegan innflutning á
fjölda verkafó
nýlega hafi ko
og smitsjúkdó
Í greinarge
kröfu til Vinn
valda að þau t
irlýsinga um a
aður og meðf
næðu einnig
Komið hafi f
manna sem Im
leyfi fyrir sé
manna af Evr
ekki fái þá fre
inu. Slíkt fari m
hætti“ í bága
stjórnvalda ve
Alvarlegar ávirðingar á hendur verktakafy
„Vilja ekk
virða íslen
Á miðstjórnarfundi ASÍ í
gær var fjallað um þá grein-
argerð sem afhent var fé-
lagsmálaráðherra í byrjun
vikunnar um málefni
Impregilo við Kárahnjúka-
virkjun. Þar segir m.a. að
fyrirtækið hafi ekki sinnt
eða neitað umsóknum frá
Íslendingum um störf við
virkjunina. Björn Jóhann
Björnsson kynnti sér grein-
argerðina, ræddi við tals-
mann Impregilo og rifjaði
upp ágreining sem kom
fljótt upp við Kárahnjúka.
Einn risaboranna sem bora aðrennslisgöng Kárahnjúkavir
Ómar R. Valdimarsson, talsmaðurImpregilo, segir að ávirðingarASÍ í greinargerðinni séu flestar
gamalkunnar og eigi ekki við rök að
styðjast. Hins vegar sé að vissu leyti
skiljanleg og réttmæt sú gagnrýni sem
sett hafi verið fram við upphaf fram-
kvæmdanna, þegar reisa þurfti þúsund
manna starfsmannaþorp með fullri þjón-
ustu á mettíma. Þá hafi sökum skamms
undirbúningstíma ýmsu verið ábótavant
en tekist hafi að ráða bót á því. Hlutirnir
séu komnir í samt lag og það muni
fulltrúar alþjóðlegrar verkalýðshreyf-
ingar sannreyna sem væntanlegir eru að
Kárahnjúkum í næstu viku.
Ómar segir að það sé af og frá að
Impregilo fari ekki að lögum á virkj-
unarsvæðinu. Fyrirtækið hafi frá upp-
hafi farið að lögum og haldi því áfram.
Hann lætur því hins vegar ósvarað hvort
Impregilo fari eftir þeim hefðum sem
myndast hafi á íslenska vinnumark-
aðnum.
Ómar segir það t.d. ekki á rökum reist
hjá ASÍ að fyrirtækið auglýsi laus störf
til málamynda. Impregilo hafi svo sann-
arlega áhuga á að ráða til sín Íslendinga
og fólk af EES
ekki síst í ljós
kostnaðar sem
leigja flugvéla
starfsmenn se
um megin á h
Reynsla Im
hins vegar sú
Íslendingar n
menn af EES-
einkum Portú
Ítalir, tolli mj
starfi. Dregið
þeim sökum ú
leiðni á svæði
fram haldi sem
muni það hafa
áhrif á framk
lengri tíma lit
fullreynt sé m
aðinn og nær
atvinnuleysis
virkjunarstör
aðarmaður ís
Ómar segir
hins vegar au
kröftum í þjón
og við ræsting
Talsmaður I
vísar ásökun
„Gagnrýnin í upphafi að vissu
NEYÐARHJÁLP ÚR NORÐRI
Hamfarirnar í Asíu hafa vakiðsamúð og sterk viðbrögðfólks um heim allan. Sú
staðreynd að flóðin riðu m.a. yfir á
vinsælum ferðamannastöðum og
fjölmargar þjóðir utan sjálfra ham-
farasvæðanna stóðu einnig frammi
fyrir mannfalli, hefur vafalaust orð-
ið til þess að fólk átti auðveldara
með að samsama sig örlögum og
sorg heimamanna. Óhætt er að full-
yrða að nútímatækni á sviði upplýs-
ingamiðlunar hafi einnig átt stóran
þátt í viðbrögðum fólks í öðrum
heimshlutum – vegna hennar er auð-
veldara að þjappa heimsbyggðinni
saman á neyðarstundu. Ákall um að-
stoð umheimsins hefur því ekki
mætt daufum eyrum fram að þessu.
Hér á landi hafa þegar safnast um
250 milljónir króna til hjálparstarfs-
ins, en þar af lagði ríkisstjórnin til
150 milljónir. Í gær hófst svo lands-
söfnunin Neyðarhjálp úr norðri sem
ná mun hámarki á laugardag með
sameiginlegri beinni útsendingu
Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás
eins. Auk sjónvarpsstöðvanna
standa einnig að söfnuninni mörg
önnur fyrirtæki, mannúðarsamtök,
verslunarmiðstöðvar og listamenn,
en haft var eftir Elínu Þorsteins-
dóttur, verkefnisstjóra landssöfn-
unarinnar, í Morgunblaðinu í gær að
aldrei hafi svo margir aðilar tekið
höndum saman um neyðarhjálp til
útlanda. Fénu sem safnast verður
varið til neyðaraðstoðar nú og fram-
tíðaruppbyggingar á næstu árum á
vegum fimm mannúðarsamtaka;
Barnaheilla – Save the Children,
Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða
kross Íslands, SOS barnaþorpa og
UNICEF – Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna.
Enginn vafi leikur á að þörfin fyr-
ir aðstoð er meiri en orð fá lýst. Það
þarf ekki einungis að sinna brýnustu
nauðþurftum tugþúsunda manna
um skemmri tíma, heldur þarf einn-
ig að útvega fjármagn til langtíma-
uppbyggingar á innviðum þeirra
samfélaga sem verst urðu úti.
Byggja þarf brýr, vegi og önnur
samgöngumannvirki, húsaskjól fyr-
ir almenning, skóla o.s.frv. – en án
aðstoðar til þess munu efnahagsleg-
ar og félagslegar afleiðingar þessa
gífurlega áfalls setja mark sitt á
þennan heimshluta til langframa.
Ferðamannaþjónustuna og aðra at-
vinnuvegi þarf að byggja upp á nýj-
an leik svo hjól atvinnulífsins fari að
snúast. Þá þarf að tryggja einstak-
lingum áfallahjálp; sálfræðiaðstoð
og félagslegan stuðning. Fjöldinn
allur af börnum stendur uppi mun-
aðarlaus og þeim þarf að veita
öruggt skjól, uppeldi og menntun.
Án umönnunar eru þau m.a. ber-
skjölduð fyrir óprúttnum aðilum
sem reyna að hagnast á óförum
þeirra, því jafnvel er óttast að þau
verði seld, ættleidd með óleyfilegum
hætti eða misnotuð á einn eða annan
veg.
Starfinn er því ærinn. Íslendingar
hafa tækifæri til að leggja sitt af
mörkum á næstu dögum og sýna hug
sinn í verki gagnvart þeim sem urðu
verst úti í þessum náttúruhamför-
um. Hér á landi þekkja landsmenn
af eigin reynslu hversu mikils virði
utanaðkomandi hlýhugur og hvers
konar aðstoð er í kjölfar náttúru-
hamfara. Slíkt gleymist seint. Það
er því full ástæða til að hvetja lands-
menn til að sýna vilja sinn í verki og
láta það sem þeim er unnt af hendi
rakna til að endurreisa þau sam-
félög sem orðið hafa fyrir svo alvar-
legum skakkaföllum.
SAMSTARF AUSTFIRÐINGA
Í athyglisverðu samtali, sembirtist hér í Morgunblaðinu í
gær segir Soffía Lárusdóttir, for-
seti bæjarstjórnar á Fljótsdals-
héraði og formaður Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi m.a.:
„Austurland er sérstakt fyrir
það, hversu samhent við höfum
verið. Við höfum unnið sameigin-
lega að þessu stóra verkefni, sem
er virkjunin og álverið, menning-
armálum, fræðslumálum og ferða-
og markaðsmálum, svo eitthvað sé
nefnt og náð góðum árangri. Hins
vegar má segja, að eftir að málefni
virkjunar og stóriðju hófu fyrir al-
vöru innreið sína í fjórðunginn
höfum við svolítið farið sitt í
hverja áttina.
Við þurfum því að skerpa okkur
á þessu sviði. Það er ekki óeðli-
legt, það eru allir á kafi og ekki
hægt að líka því við venjulegt
ástand, sem sveitarstjórnarmenn
og aðrir íbúar eru að takast á við á
Austurlandi um þessar mundir.
Mér finnst ekkert skrítið, þó ekki
hafi gefizt tími í samráð eða sam-
starf, en við þurfum þó að gefa
okkur meiri tíma í þeim efnum.“
Þetta eru áreiðanlega orð í tíma
töluð hjá Soffíu Lárusdóttur. Það
skiptir miklu máli fyrir Austfirð-
inga að sýna áfram þá samstöðu,
sem einkenndi baráttu þeirra, sem
á annað borð vildu fá álver í Reyð-
arfjörð.
En í því felst líka, að gamaldags
íslenzkur hrepparígur, sem við
þekkjum öll fari ekki að skjóta
upp kollinum. Út í hinar miklu
framkvæmdir á Austurlandi er
lagt til að byggja upp Austfirði
alla og raunar í þágu þjóðarinnar
allrar en ekki sérstaklega fyrir
eitt sveitarfélag á Austurlandi.
Þess vegna er ekki við hæfi að
gera athugasemdir við hvar á
Austfjörðum einstakir starfsmenn
væntanlegs álvers kjósa að búa
eins og gerzt hefur. Það er mál
þeirra og þeirra fjölskyldna. At-
hugasemdir um þetta efni geta
leitt til þess, að væntanlegir
starfsmenn hiki við að taka sér
fasta búsetu á Austurlandi. Slíkt
mundi skaða hagsmuni Austfirð-
inga allra.