Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT - UPPSELT
Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT - UPPSELT
Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT - UPPSELT
Lau 22/1 kl 20, - UPPSELT
Fim 27/1 kl 20, - AUKASÝNING
Lau 29/1 kl 20, - UPPSELT
Su 30/1 kl 20,
Fim 3/2 kl 20 - UPPSELT,
Lau 5/2 kl 20, Su 6/2 kl 20,
Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 16/1 kl 14, Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14,
Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14,
SÍÐUSTU SÝNINGAR
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20
AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR
eftir Ionesco - Í samstarfi við LA
Í kvöld kl 20, Lau 15/1 kl 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR Á STÓLUNUM
HÉRI HÉRASON
Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson,
Í samstarfi við TÓBÍAS
Frumsýning su 16/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20
ATH: Bönnuð yngri en 12 ára
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN:
FJÖLSKYLDUSÝNING
The Match, Æfing í Paradís, Bolti
Lau 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Fö 14/1 kl 20 - UPPSELT,
Su 16/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20,
Su 23/1 kl 20, Su 30/1 kl 20
SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
„Fjarskalega
leiftrandi og
skemmtileg
sýning.“
H.Ö.B. RÚV
Óliver! Eftir Lionel Bart
Fim. 13.1 kl 20 Örfá sæti
Lau. 15.1 kl 14 aukasýn. UPPSELT
Lau. 15.1 kl 20 UPPSELT
Fös. 21.1 kl 20 Örfá sæti
Lau. 22.01 kl 20 Örfá sæti
Fös. 28.01 kl 20 Örfá sæti
Sun. 30.01 kl 14 aukasýn.
Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega!
Munið VISA tilboð í janúar
Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir
NÆSTU SÝNINGAR
Í KVÖLD. 13. JAN. KL. 20
FÖSTUD. 21. JAN. KL. 20
LAUGARD. 29. JAN. KL. 20
Rauð tónleikaröð #3 HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30
György Ligeti ::: San Francisco Polyphony
Joseph Haydn ::: Sjö síðustu orð Krists
Hljómsveitarstjóri ::: Ilan Volkov
Upplestur ::: Pétur Gunnarsson
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Tvö ólík og afar
spennandi verk
„Volkov færði sig yfir í aðra vídd og tók hljómsveitina með
sér. Hann mótaði einhvern magnaðasta tónlistarviðburð sem ég
hef upplifað.“ (the herald í glasgow). Betri umsögn getur
stjórnandi vart óskað sér. Volkov heimsækir Íslendinga í annað
sinn, nú með tvö spennandi en ólík verk í farteskinu.
Pétur Gunnarsson rithöfundur les valda kafla úr
Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á milli þátta
Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
• Stóra sviðið kl. 20:00
ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson
5. sýn. í kvöld fim. 13/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fös. 21/1 örfá sæti laus,
7. sýn. fös. 28/1 örfá sæti laus, 8. sýn. lau. 5/2 nokkur sæti laus, 9. sýn. lau. 12/2.
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur
Fös. 14/1 örfá sæti laus, fim. 20/1 nokkur sæti laus, lau. 29/1 nokkur sæti laus.
Aðeins þessar þrjár sýningar eftir.
EDITH PIAF – Sigurður Pálsson
Lau. 15/1 uppselt, sun. 16/1 örfá sæti laus, lau. 22/1 uppselt,
sun. 23/1 örfá sæti laus, fös. 4/2 örfá sæti laus, sun. 13/2, lau. 19/2
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner
Sun. 16/1 kl.14:00 örfá sæti laus, sun. 23/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus,
sun. 30/1 kl. 14:00. Fáar sýningar eftir.
• Smíðaverkstæðið kl. 20:00
NÍTJÁNHUNDRUÐ - KAFFILEIKHÚS – Alessandro Baricco
Lau. 15/1 nokkur sæti laus, lau. 22/1.
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin.
• Litla sviðið kl. 20:00
BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson
Fös. 14/1 nokkur sæti laus, fim. 20/1 örfá sæti laus, fim. 27/1, lau. 29/1.
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin.
ÖXIN OG JÖRÐIN
ÖRFÁ SÆTI LAUS Í KVÖLD!
☎ 552 3000
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
• Laugardag 15. janúar kl 20
eftir LEE HALL
Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18
ÖRFÁ SÆTI LAUS!
í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR
www.loftkastalinn.is
Frumsýning 11. feb. kl.20.00 – UPPSELT – 2. sýning 13.feb. kl. 19.00
3. sýning 18.feb. kl 20.00 – 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – FÁAR SÝNINGAR
Námskeið um Toscu og Puccini hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Skráning í síma: 525 4444 – endurmenntun@hi.is
Miðasala á netinu: www. opera.is
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Banki allra landsmanna
HLYNUR Helgason hefur í list
sinni jafnan leitast við að skil-
greina myndlistina, umhverfi
hennar og veruleikann. Þetta gerir
hann einnig nú, með verkinu
Gengið niður Klapparstíg sem
hann sýnir í Nýlistasafninu út jan-
úarmánuð. Þema sýningarinnar er
ekki nýtt fyrir Hlyni, td. hlaut
hann fyrir nokkrum árum starfs-
styrk í Þýskalandi fyrir götu-
myndir frá Akureyri og í Lista-
safni ASÍ árið 2001 sýndi hann
kvikmyndir af ferðalögum í
Reykjavík og á landsbyggðinni.
Hversdagslegt umhverfi birtist
einnig á myndbandi á sýningu
hans og nafna hans Hallssonar í
Galleríi Sævars Karls 1999, en þá
sýndu þeir myndbrot úr eigin lífi,
eina mínútu á hverjum klukkutíma
í einn sólarhring, þá búsettir hvor
í sinni borginni og landinu. Þessi
myndbrot má líta á sem hugs-
anlega fyrirrennara nýjasta verks
Birgis Arnar Thoroddsen sem
hann sýnir nú í beinni á Netinu og
er hluti af sýningunni Ný íslensk
myndlist í Listasafni Íslands. Þar
sýnir Birgir eigið líf í íbúð sinni 24
tíma í beinni. Verk hans hefur þó
meiri tengsl við raunveruleika-
sjónvarp en verk þeirra nafna á
sínum tíma.
Í umfjöllun Halldórs Björns
Runólfssonar um sýningu Hlyn-
anna kom fram að ekki virtist
mikill munur á lífinu í þessum
borgum, Reykjavík og Hannover,
en báðir lifðu listamennirnir er-
ilsömu fjölskyldulífi. Uppvaskið er
alls staðar eins, tölvan líka.
Það er einmitt þetta sem Hlyn-
ur Helgason gerir að viðfangsefni
sínu í verkinu í Nýlistasafninu
núna, hið dæmigerða, það sem
ekki sker sig úr, það sem er alls
staðar eins. Hann skrifar flotta
grein með innsetningu sinni sem
hefði verið mun fátækari hefði
hennar ekki notið við. Þar fjallar
hann meðal annars um það hversu
tamt okkur er að túlka veru-
leikann í gegnum hið dæmigerða.
Hann gerir greinarmun á hálist og
hinu dæmigerða þar sem hálistin
er eitthvað einstakt en hið dæmi-
gerða – dæmigert! Enn fremur
segir hann að listin að baki hinu
dæmigerða byggi á því hversu
gott dæmið er um þann raunveru-
leika sem verið er að skoða. Hlyn-
ur lýkur grein sinni með því að
segja að fagurfræðin einbeiti sér
að hinu einstaka en menningar-
fræðin að hinu dæmigerða. Og
spyr sig með léttri íróníu að því
hvort innsetning hans falli frekar
undir menningarfræði en mynd-
list.
Spurningin er vissulega áleitin
því Hlyni tekst nefnilega svo vel
að höndla hið dæmigerða að fátt
er eftirminnilegt á sýningu hans,
engin mynd sker sig sérstaklega
úr, ekkert sjónarhorn er eft-
irminnilegt, fátt kveikir í ímynd-
unaraflinu. Helst að ljósið hjá
Gvendi dúllara sé eilítið æv-
intýralegt. Sama má segja um
myndbandið, en einsleitni þess er
þó rofin af einu og aðeins einu bíl-
hljóði og það er spurning hvort
Hlynur hafi hér látið freistast ein-
um of og gefið eftir fyrir tvíhyggj-
unni og skapað of dramatískt og
áreitið augnablik! En kannski er
einmitt þetta eina einmana bílhljóð
dæmigert fyrir sumarnóttina.
Vangaveltur Hlyns eru bráð-
skemmtilegar og sérstaklega þarft
innlegg í íslenskan listheim. Með
spurningunni um það hvort hér sé
um list að ræða fetar Hlynur í fót-
spor ýmissa listamanna sem að-
hlynntust hugmyndafræðilega list
og komu fram með spurningar um
stöðu og hlutverk listamannsins.
Þannig vildi Joseph Kosuth t.d.
líta á listamanninn sem mannfræð-
ing, Marcel Broodthaers sagði sig
félagsfræðing, Art&Language
sögðust vera listfræðingar o.s.frv.
þegar fyrir um fjórum áratugum.
En spurningin um hlutverk og eðli
listarinnar er eilíf og alltaf ný og
hver kynslóð þarf að spyrja sig að
henni upp á nýtt. Hlynur Helga-
son er virkur á þessu sviði og má
þar nefna m.a. nýstofnað félag
FUGL – Félag um gagnrýna list
sem brátt opnar nýtt sýningar-
húsnæði á Skólavörðustíg, framtak
sem lofar góðu.
„Vangaveltur Hlyns eru bráðskemmtilegar og sérstaklega þarft innlegg í íslenskan listheim.“
Mörk listarinnar
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Til 30. janúar. Nýlistasafnið er opið mið-
vikudaga til sunnudaga frá kl. 13–17.
Gengið niður Klapparstíg.
Ljósmyndir og myndband,
Hlynur Helgason
Ragna Sigurðardóttir
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111