Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 21 DAGLEGT LÍF Svokölluð fótaóeirð, sem áensku nefnist „restless legssyndrome“, veldur truflun ásvefni hjá mörgum mann- inum með tilheyrandi svefnleysi og afleiðingum þess, þar með talið al- varlegum sjúkdómum, einbeiting- arskorti, dagsyfju og aukinni slysa- hættu. Þeir, sem finna fyrir einkennum, eru alls ekki einir á báti því talið er að allt að 5–10% manna eigi við fótaóeirð að stríða. „Það þýð- ir að fótaóeirð truflar líf milljóna manna, mismikið þó, þar sem ein- kennin geta verið allt frá mjög væg- um og upp í það að vera mikil með verulegum óþægindum, verkjum og skerðingu lífsgæða,“ segir dr. David Rye, prófessor í taugalæknisfræðum við Emory-háskólann í Atlanta í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Rye, sem hefur um áratuga skeið lagt stund á svefnrannsóknir af ýms- um toga, segir Ísland kjörlendi fyrir genarannsóknir og m.a. þess vegna hafi hann fengið Íslendinga í lið með sér, m.a. taugalæknana Al- bert Pál Sigurðs- son og Þórð Sig- mundsson. „Ég kynntist Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, úti í Chi- cago fyrir nokkrum árum, fékk hann í lið með mér ásamt Medcare-Flögu, sem einnig leggur stund á svefn- rannsóknir, en fólk með fótaóeirð sefur oft illa vegna þess að fæturnir eru að kippast til alla nóttina.“ Svefngreiningar-aðstaða var sett upp í fyrirtækinu, en flestir hafa ver- ið sendir heim með lítið svefn- mælitæki. Óeirðin mæld í svefni Rannsóknin hófst hér á landi árið 2002 með því að auglýst var í Morg- unblaðinu eftir fólki, sem fyndi fyrir einkennum og hugsanlega væri hald- ið fótaóeirð. Á sjötta hundrað Íslend- ingar gáfu sig fram við Þjónustu- miðstöð rannsóknarverkefna, sem annast hefur verkstjórnina, og hafa þeir flestir verið rannsakaðir auk þess sem samband hefur verið haft við ættingja. Að sögn Ingibjargar Eiríksdóttur, hjúkrunarfræðings og verkefnisstjóra, má segja að rann- sóknin sé rétt rúmlega hálfnuð þar sem ennþá vant- ar um 400 ein- staklinga til þátttöku. „Tekin er blóðprufa úr þátttakendum og þeir síðan sendir heim með lítið mælitæki, sem smeygt er upp á ökklann áður en far- ið er í háttinn. Tækið ber að nota í fimm nætur samfleytt og sýnir það að mælingu lokinni hversu algengir taugakippir í fótum eru á næturnar.“ Tíðir vöðvakippir Ófullkominn svefn er talinn geta leitt til verulega skertra lífsgæða. Trufl- aður svefn getur valdið langvarandi þreytu, sem aftur getur haft áhrif á ýmsa andlega og líkamlega þætti varðandi afköst, einbeitingu, frí- stundir, félagsstarf, skapsveiflur og samskipti við annað fólk. Útkoman getur sömuleiðis leitt af sér sjúk- dóma af ýmsu tagi. Allt að 80% ein- staklinga með fótaóeirð fá væga vöðvakippi í útlimi með 20–30 sek- úndna millibili alla nóttina sem vald- ið getur því að viðkomandi rumskar og vaknar. Fyrst var farið að veita fótaóeirð athygli um eða upp úr 1960, en rannsóknir á orsökum fóta- óeirðar eru enn í gangi og þekking því enn takmörkuð. Þó er álitið að fótaóeirð geti haft mismunandi or- sakir sem geta að einhverju leyti skarast og nú er talið að fótaóeirð gangi í erfðir. Íslenska rannsóknin gengur m.a. út á það að leita að geni eða genum, sem gætu verið orsakavaldar að þeim sjúkdómi, sem er ættlægur. Fótaóeirð getur líka verið fylgikvilli annarra sjúkdóma eða ástands sem annaðhvort veldur einkennum um fótaóeirð eða gerir undirliggjandi sjúkdóm verri. Járnskortur virðist t.a.m. oft valda einkennum svo og nýrnabilun og taugaskemmdir í útlimum. Auk þess hafa nýlegar rannsóknir fundið samband á milli fótaóeirðar og at- hyglisbrests og ofvirkni, að sögn Rye, sem er einkar athyglisvert þeg- ar litið er til skólakrakka, sem fást ekki til að sitja kyrrir í skólastof- unni, en algengust er þó fótaóeirð meðal fólks á miðjum aldri. Sum lyf hjálpa Fótaóeirð er vel meðhöndlanleg, að sögn Rye, þó engin lyf hafi enn sem komið er verið viðurkennd sem með- ferðarúrræði, en aðallega er notast við lyf, sem notuð hafa verið til að meðhöndla aðra sjúkdóma. Hins vegar mun nú vera unnið að lyfjaþróunum hjá lyfjafyrirtækinu Sepracor í Massachusetts. Nú eru helst notuð lyf til að auka magn dópamíns í miðtaugakerfinu sem notuð hafa verið við meðferð á Park- insonveiki. Einnig hafa verið notuð róandi lyf, sterk verkjalyf og floga- veikilyf. Rétt er að taka fram að hver lyfjaflokkur hefur bæði kosti og galla hvað varðar árangur og auka- verkanir, en val á lyfjameðferð fer gjarnan eftir því á hvaða tíma dags einkenni koma fram og hve slæm þau eru. Við val á meðferðarúrræðum þarf auk þess að meta hvort ákveðnir lífs- hættir eða neysluvenjur auka á eða draga úr sjúkdómseinkennum. Heilsusamlegt og fjölbreytt fæði er mikilvægt til þess að draga úr fóta- óeirðareinkennum og best er að forðast koffeinneyslu með öllu svo og neyslu áfengis eins og kostur er. Þá finnst mörgum gagnlegt til að halda aftur af einkennum að ganga, gera teygju- og slökunaræfingar, fara í heit eða köld böð og nudda útlimi. Og á ferðalögum, sem krefjast kyrrsetu í bílum eða flugvélum, reynist mörg- um gagnlegt að halda huganum við hluti sem krefjast einbeitingar.  HEILSA | Reglulegir vöðvakippir í fótum geta valdið svefntruflunum á næturnar Fótaóeirð er mjög líklega erfðakvilli Doktor David Rye, prófessor í taugalæknisfræð- um við Emory-háskólann í Atlanta, hefur um ára- tuga skeið stundað svefnrannsóknir. Hann sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að hann hefði lengi haft þá kenningu að erfðir réðu mestu um hverjir fengju fótaóeirð og nú er hann í samvinnu við Íslendinga að gera erfðarannsókn á Íslendingum. Fyrstu niðurstöður benda til að Rye hafi rétt fyrir sér. Morgunblaðið/Þorkell Dr. David Rye, prófessor í taugalæknisfræðum við Emory-háskólann í Atlanta í Bandaríkjunum, og Ingibjörg Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. Morgunblaðið/Þorkell Fótaóeirð truflar líf milljóna manna, mismikið þó, þar sem einkennin geta verið allt frá mjög vægum og upp í það að vera mikil. Morgunblaðið/Kristinn Um 400 þátttakendur vantar enn í rannsóknina, en þeir eru m.a. send- ir heim með lítið mælitæki, sem mælir vöðvakippi og haft er um ökklann fimm nætur í röð. join@mbl.is Íslenska rannsóknin geng- ur m.a. út á það að leita að geni eða genum, sem gætu verið orsakavaldar að þeim sjúkdómi, sem er ættlægur. TENGLAR .............................................. www.rls.org  Þú færð ómótstæðilega þörf fyrir að hreyfa fæturna þegar þú situr eða liggur út af.  Þessari hreyfiþörf fylgja óþægi- legar tilfinningar, pirringur, kippir eða viprur djúpt í fótunum.  Þessar óþægilegu tilfinningar og hreyfiþörf eru meira áberandi í hvíld en á hreyfingu.  Einkennin minnka eða hverfa við að hreyfa fæturna.  Einkennin eru meira áberandi á kvöldin og nóttunni þegar legið er en á daginn.  Þú átt oft í erfiðleikum með að festa svefn og sofa samfelldum svefni.  Vakandi hefur þú stundum ósjálf- ráða kippi í fótum og rekkjunaut- urinn kann að verða var við fóta- kippi hjá þér sofandi.  Þreyta og einbeitingarskortur hrjáir þig oft á daginn.  Ættingjar kunna að hafa svipuð einkenni, þ.e. óþægilegar tilfinn- ingar í fótum og þörf fyrir að hreyfa sig.  Rannsóknir lækna þurfa ekki að hafa leitt í ljós ákveðna orsök fyr- ir þessum einkennum. Einkenni fótaóeirðar Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.