Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SAMKVÆMT dómi sem felldur
var í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær, þarf álver Alcoa í Reyðarfirði
að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Dómurinn féllst á þá kröfu Hjör-
leifs Guttormssonar, fyrrverandi
alþingismanns, að ómerkja úr-
skurð umhverfisráðherra frá 15.
apríl 2003, þar sem staðfest var
ákvörðun Skipulagsstofnunar frá
20. desember 2002, að álver fyrir
allt að 322 þúsund tonna álfram-
leiðslu þyrfti ekki að sæta um-
hverfismati, en áður hafði farið
fram umhverfismat á 420 þúsund
tonna álveri sem Norsk Hydro
ætlaði að reisa í tveimur áföngum
ásamt rafskautaverksmiðju. Eru
helstu rök dómsins þau að aðferðir
við hreinsun útblásturs frá álveri
Alcoa séu í meginatriðum ólíkar
því sem gert var ráð fyrir í um-
hverfismati Norsk Hydro álvers-
ins og þar af leiðandi stóraukist
losun mengandi efna frá því.
Hjörleifur höfðaði málið í fjór-
um ákæruliðum gegn alls sex að-
ilum; íslenska ríkinu, fjármálaráð-
herra, umhverfisráðherra, Reyð-
aráli ehf., Alcoa á Íslandi ehf. og
Fjarðaáls sf. Kröfum hans gegn
fjármálaráðherra, íslenska ríkinu
og Reyðaráli ehf. (áður Alcoa á Ís-
landi ehf.) var vísað frá dómi
vegna vanreifunar. Þá var einnig
vísað frá dómi
kröfu hans um ómerkingu úr-
skurðar umhverfisráðherra 14.
mars 2002, þar sem staðfestur var
úrskurður Skipulagsstofnunar um
mat á umhverfisáhrifum 420 þús-
und tonna álvers og rafskauta-
verksmiðju í Reyðarfirði þar sem
stefnanda skorti lögvarða hags-
muni til að hafa uppi kröfuna. Í
þriðja lagi var vísað frá dómi
kröfu hans um ómerkingu ákvörð-
unar Umhverfisstofnunar 14. mars
2003 um útgáfu starfsleyfis fyrir
álver Reyðaráls ehf., nú Alcoa á
Íslandi ehf., í Reyðarfirði þar sem
Umhverfisstofnun var ekki stefnt
til varnar í málinu og ekki lá fyrir
að umhverfisráðherra hefði með
nokkrum hætti staðfest efnislega
ákvörðunina.
Nýr aðili kemur til leiks
en stuðst við sama matið
Í mars árið 2002 var ljóst að
Norsk Hydro væri ekki í aðstöðu
til að taka endanlega ákvörðun um
framhald Noral-verkefnisins um
byggingu álvers í Reyðarfirði fyrir
1. september 2002 eins og samið
hafði verið um. Fljótlega tilkynnti
iðnaðarráðuneytið að náðst hefði
samkomulag við bandaríska fyr-
irtækið Alcoa um bygginguna.
20. desember 2002 komst Skipu-
lagsstofnun að þeirri niðurstöðu
að breytingar á áformum um
byggingu fyrirhugaðs álvers í
Reyðarfirði væru ekki líklegar til
að hafa í för með sér umtalsverð
umhverfisáhrif og skyldu ekki
háðar umhverfismati samkvæmt
lögum um mat á umhverfisáhrif-
um. Þessa ákvörðun stofnunarinn-
ar staðfesti umhverfisráðherra 15.
apríl 2003. Í úrskurði umhverf-
isráðherra, sem reifaður er í dómi
héraðsdóms, segir að gert sé ráð
fyrir að staðsetning fyrirhugaðrar
framkvæmdar verði sú sama og
áður, eðli framkvæmdarinnar væri
það sama og um væri að ræða út-
blástur sömu mengunarefna.
Mengunarvarnarbúnaður væri þó
annar þar sem ekki var lengur
gert ráð fyrir vothreinsun en í
stað hennar væri loftdreifing bætt
með hærri skorsteinum á þurr-
hreinsivirki eða tveimur 78 metra
háum skorsteinum og rafskautum
með lægra innihaldi brennisteins.
Gert væri ráð fyrir að ársfram-
leiðsla áls yrði 100 þúsund tonnum
minni en í álveri Norsk Hydro og
umhverfismatið byggði á. Það var
því niðurstaða ráðuneytisins að
fyrirhuguð framkvæmd væri
breyting á áður fyrirhugaðri fram-
kvæmd í skilningi laga um mat á
umhverfisáhrifum. Í dómnum
kemur fram að stefndu telja að úr-
skurðurinn uppfylli allar form- og
efniskröfur stjórnsýslulaga nr. 37/
1993 og laga nr. 106/2000 um mat
á umhverfisáhrifum og væru því
engin lagaskilyrði fyrir hendi til
að ógilda úrskurðinn.
Rök Hjörleifs voru m.a. þau að
álver Alcoa væri óskyld fram-
kvæmd sem byggi á allt annarri
tækni við framleiðslu og meng-
unarvarnir. Um sjálfstæða fram-
kvæmd væri að ræða sem krefjist
sjálfstæðs mats á umhverfisáhrif-
um. Því ætti að ómerkja úrskurð
umhverfisráðherra.
Annar mengunarbúnaður
breytir öllu að mati dómara
Í dómnum segir að ágreinings-
laust sé að bygging álvers falli
undir lög um mat á umhverfis-
áhrifum. Segir að óhætt sé að
ganga út frá því að meginástæða
þess að málmbræðslur, þar á með-
al álver, þurfi fortakslaust að sæta
umhverfismati samkvæmt lögun-
um, sé fyrst og fremst losun ým-
issa skaðlegra efna í umhverfið,
sbr. meðal annars brennisteins-
díoxíð og loftkennt flúoríð (HF)
þegar um er að ræða álver. Sam-
kvæmt þessu er búnaður álvers til
að lágmarka og hreinsa útblástur
mengandi efna meðal þeirra atriða
sem úrslitaþýðingu hefur fyrir
áhrif álvers á umhverfið. Það leið-
ir því af hlutarins eðli, segir í
dómnum, að í skýrslu um mat á
umhverfisáhrifum álvers verður
ekki undir neinum kringumstæð-
um litið fram hjá búnaði álversins
til að lágmarka og hreinsa útblást-
ur mengandi efna.
Í dómnum segir að af tillögum
framkvæmdaraðilans, Reyðaráls
ehf. (nú stefnda Alcoa á Íslandi
ehf.), um hreinsun útblásturs frá
álverinu sem settar voru fram 17.
desember 2002, aðeins þremur
dögum áður en Skipulagsstofnun
tók ákvörðun sína um matsskyldu,
sé ljóst að þær aðferðir, sem þá
hafði verið ákveðið að beita við
hreinsun útblásturs, voru í meg-
inatriðum ólíkar því sem áður
hafði verið gert ráð fyrir í álveri
Norsk Hydro, meðal annars með
þeim afleiðingum að útblástur í
andrúmsloft á flúoríði jókst veru-
lega og útblástur á brennisteins-
díoxíði margfaldaðist. Jafnvel þótt
miðað væri við heildarlosun meng-
andi efna en ekki losun á hvert
framleitt tonn verði þannig ráðið
af gögnum málsins að losun hins
breytta álvers á brennisteinsdíox-
íði í andrúmsloftið hafi að lokum
verið áætluð 3.864 árstonn í stað
828 árstonna áður og losun flúor-
íðs áætluð 78,8 árstonn í stað 54,6
árstonna áður.
Ekki fullnægt skilyrðum laga
um mat á umhverfisáhrifum
Með hliðsjón af því að álver eru
fortakslaust matsskyld samkvæmt
lögum um mat á umhverfisáhrif-
um, einkum vegna útblásturs
skaðlegra efna sem þeim fylgir,
hlaut veruleg breyting á aðferðum
og búnaði álversins til hreinsunar
útblásturs að geta haft umtalsverð
áhrif á umhverfið í skilningi lag-
anna. Verður þetta einnig ráðið af
því að sú niðurstaða Skipulags-
stofnunar, að láta umrædda breyt-
ingu á hinu fyrirhugaða álveri
ekki sæta umhverfismati, fól í sér
að fyrirhugaðar aðferðir álversins
við hreinsun útblásturs voru ekki
látnar sæta umhverfismati, en slík
niðurstaða er í berlegu ósamræmi
við tilgang laga um mat á um-
hverfisáhrifum.
Í dómsorðum segir að sam-
kvæmt framangreindu sé það álit
dómara að ekki hafi verið fullnægt
skilyrðum laga um mat á umhverf-
isáhrifum er ákveðið var að sú
breyting á framkvæmd álversins
varðandi mengunarbúnað þyrfti
ekki að sæta sérstöku mati á um-
hverfisáhrifum. Er úrskurður um-
hverfisráðherra 15. apríl 2003,
sem felur í sér staðfestingu á
ákvörðun Skipulagsstofnunar 20.
desember 2002 um þetta atriði,
því andstæður lögum. Þá segir að
verður og að telja umræddan efn-
isannmarka á stjórnvaldsákvörðun
ráðherra verulegan. Fallist er á
kröfu stefnanda, Hjörleifs Gutt-
ormssonar, um ómerkingu úr-
skurðarins.
Af hálfu stefnanda flutti málið
Atli Gíslason hrl. Af hálfu stefndu
fjármálaráðherra, umhverfisráð-
herra og íslenska ríkisins flutti
málið Skarphéðinn Þórisson hrl.
Af hálfu annarra stefndu flutti
málið Hörður Felix Harðarson hrl.
Skúli Magnússon héraðsdómari
kvað upp dóminn.
Álver Alcoa þarf að
fara í umhverfismat
Ljósmynd/Kristín Ágústsdóttir
Framkvæmdir við álver Alcoa: Héraðsdómur komst að því að úrskurður umhverfisráðherra um að staðfesta
ákvörðun Skipulagsstofnunar um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat væri andstæður lögum.
Héraðsdómur Reykjavíkur ómerkti í gær úrskurð umhverfisráðherra um
undanþágu álvers Alcoa á Reyðarfirði frá því að fara í umhverfismat
Hjörleifur Guttormsson
Vandaður
dómur,
skýr og
ótvíræður
„ÞETTA er mjög merkileg nið-
urstaða og stórtíðindi sem í henni
felast, ég sé ekki betur en að ál-
verið á Reyðarfirði sé þar með
komið á byrj-
unarreit,“ segir
Hjörleifur Gutt-
ormsson, fyrr-
verandi iðn-
aðarráðherra,
um dóm Héraðs-
dóms Reykjavík-
ur sem kveðinn
var upp í gær
um álver á Reyð-
arfirði. Það var
Hjörleifur sem höfðaði málið fyrir
dómnum.
„Þetta er mikill áfellisdómur yfir
niðurstöðu Skipulagsstofnunar 20.
desember og staðfestingu um-
hverfisráðherra 15. apríl 2003.
Þetta er vandaður dómur, skýr og
ótvíræður sem setur málið í nýja
stöðu. Nú er eftir að sjá hvernig
gagnaðilinn bregst við,“ segir
Hjörleifur.
Hefur einkennst af óðagoti
og hæpnum aðgerðum
„Lögmaður minn, Atli Gíslason,
hefur unnið þarna gott starf og
þarna er kominn endapunktur á
löngu ferli þar sem ég hef reynt að
fá efnislega eðlileg vinnubrögð inn
í þetta stóra mál, sem hefur því
miður einkennst af ótrúlegu óða-
goti og mjög hæpnum aðgerðum af
hálfu stjórnvalda, einhver myndi
kannski vilja kalla það valdníðslu,“
segir Hjörleifur Guttormsson.
Hjörleifur
Guttormsson
♦♦♦
Siv Friðleifsdóttir
Dómurinn
kemur
verulega
á óvart
„ÞESSI dómur kemur mér veru-
lega á óvart. Það var búið að fara
fram mjög umfangsmikið umhverf-
ismat á 420.000 tonna álveri og raf-
skautaverk-
smiðju og komin
niðurstaða úr því
mati. Álver Al-
coa er mun
minna og án raf-
skautaverk-
smiðju og um-
hverfisáhrif mun
minni þó að út-
blástur aukist á
tveimur efnum,“ sagði Siv Frið-
leifsdóttir, þingmaður Framsókn-
arflokks, og fyrrum umhverfis-
ráðherra.
Sem ráðherra staðfesti hún úr-
skurð Skipulagsstofnunar en með
dómi í gær var sú ákvörðun hennar
ógilt.
„Mér finnst aðalatriðið í þessu
máli að stofnanir umhverfisráðu-
neytisins, bæði Skipulagsstofnun
og Umhverfisstofnun, töldu að ál-
verið þyrfti ekki að fara í umhverf-
ismat og ég staðfesti þá niðurstöðu
og var sammála þeim,“ sagði hún.
Bíð eftir því að tæmist
allir kærufletir í málinu
Siv sagði að framkvæmdir við
Kárahnjúkavirkjun og álverið í
Reyðarfirði hefðu verið kærðar
margoft en hingað til hafi þeim
kærum verið hrundið.
„Maður bíður bara eftir því að
það tæmist allir kærufletir. En við
erum auðvitað ekki búin að sjá
hvernig þetta mál endar því þetta
fer fyrir Hæstarétt.“
Siv Friðleifsdóttir