Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku afi minn. Nú
ertu farinn frá mér og
orðinn fallegur engill.
Ekki bjóst ég við því
að koma heim úr vinnunni eitt
kvöldið og fá þær fréttir að þú vær-
ir farinn upp á spítala aftur og ekki
bjóst ég heldur við því að heyra það
daginn eftir að þú værir orðinn það
mikið veikur að þín biði ekkert
nema bara að sofna svefninum
langa. Þú stoppaðir ekki lengi upp
á spítala heldur í rétt rúma viku og
þú svafst bara en ég er alveg viss
um að þú hafi vitað hvað væri að
gerast í kringum þig því að þegar
ég kom að heimsækja þig og ömmu
og sagði við þig „hæ afi minn, þetta
er Björg“ þá tókstu stundum undir.
Já, afi minn, þú sem varst orðinn
svo hress og allur að koma til. Þú
varst orðinn það hress að þú varst
farinn að plana jólin og vildir gera
allt sem best fyrir ömmu sem er
inni á spítala. Ég er alltaf að bíða
eftir því að sjá þig koma staulandi
út úr herberginu mínu á hækjunum
sem þú fékkst þegar þú lærbeins-
braust þig en þú kemur ekki. Jólin
voru svo tóm í ár því það vantaði
svo afa minn með húmorinn sinn og
líka þinn skellandi hlátur og svo
varstu alltaf vanur að kroppa kjötið
af beinum hamborgarhryggsins
þegar allir voru búnir að borða og
þú sagðir alltaf að það væri besta
kjötið og í ár borðaði enginn besta
kjötið. Minningarnar sem streyma
á stundum sem þessum eru margar
og ég mun varðveita þær um alla
framtíð. Mannstu alla rúntana okk-
ar um Vestmannaeyjarnar sem
enduðu svo oft úti í ísbúð þar sem
þú gafst mér ís og stundum bland í
poka líka? Svo man ég þegar ég var
bara smástelpa þegar þú varst
stundum að lauma að mér pening
eða einhverju gotteríi og sagðir svo
„uss, ekki segja neinum“ og blikk-
aðir mig. Þú og amma voruð oft
með mig þegar ég og mamma flutt-
um út í eyjarnar og ég var þá eina
barnabarn ykkar og var svo dekruð
af ykkur tveim og oft þegar ég fór
með ykkur útí búð og þegar ég sá
eitthvað sem mig langaði í og
amma sagði „nei“ þá var nóg fyrir
mig að líta á þig og ég fékk hlutinn
sem ég vildi. Við brölluðum margt
saman, fórum í sund, rúnta og svo
bara hangs heima þar sem við
spjölluðum. Ég man þegar þú varst
að kenna mér að syngja Í bljúgri
bæn, ég söng það svo vitlaust eða
bjó bara til minn texta og þú varst
svo þolinmóður og sast með mér í
marga tíma að kenna mér að
syngja það rétt. Í sumar þegar ég
kom til þín og ömmu í eyjarnar með
fullan bíl af blómum sem amma bað
mig að kaupa fyrir sig svo að hún
gæti gert nýja garðinn fallegan en
þið voruð nýbúin að skipta um hús
og voruð búin að koma ykkur svo
vel fyrir og hvað þú varst duglegur,
þú fórst að vinna eldsnemma á
morgnana og komst svo heim og
fórst að vinna í garðinum. Ég leit
alltaf svo upp til þín vegna þess
hversu hress, jákvæður og dugleg-
ur þú varst og ég var svo stolt af að
vera barnabarn þitt. Ég er svo
þakklát fyrir þau ár sem ég fékk að
hafa þig hjá mér og svo þakklát
fyrir allar miningarnar sem ég mun
geyma í hjarta mér og huga alla
mína tíð bara svo að ég hafi þig allt-
af hjá mér. Ég hefði viljað hafa þig
lengur og ég er ekki að vilja sleppa
takinu en ég bara verð að gera það
því að þér líður betur þar sem þú
ert núna í guðsríki. Daginn sem þú
kvaddir var ég uppi á spítala ásamt
PÉTUR
VALDIMARSSON
✝ Stefán PéturValdimarsson frá
Varmadal í Vest-
mannaeyjum fæddist
20. júní 1942. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
19. desember síð-
astliðinn og var jarð-
sunginn frá Landa-
kirkju í Vestmanna-
eyjum 29. desember.
mömmu, Valdimari,
Önnu og Sigfúsi nema
að amma bað okkur
um að kíkja aðeins
fram því hana langaði
svo að fá sér smá kríu
og þá kvaddir þú sátt-
ur því að svo mikill
var friðurinn yfir þér.
Þú hefur fengið góða
móttökur við hliðið og
hafa Margrét lang-
amma og Valdimar
langafi verið þar í far-
arbroddi.
Ég veit að Vest-
mannaeyjar verða
ekki þær sömu og áður því að alltaf
mun vanta knúsið og kossinn sem
ég fékk þegar ég kom til þín og
ömmu. Þú varst besti afi í heim-
inum og verður það alltaf og ég
mun sakna þín sárt, elsku afi minn.
Passaðu vel upp á ömmu því að hún
þarf svo á þér að halda og vertu yf-
ir okkur öllum. Ef ég hefði valdið
til að fá þig aftur og lækna þig
myndi ég gera það og ég vildi óska
að ég gæti gert það sama og var
alltaf gert við mig þegar ég var lítil
og kom grátandi til þín og ömmu
með sár og það sem þið gerðuð var
að kyssa á bágtið og skella plástri
og þá var bara allt búið en svona
einfalt er þetta ekki, afi minn.
Elsku afi minn, ég kveð þig með
sorg í hjarta og bið þig um að hvíla
í friði í himnaríki þar sem þér líður
vel sem fallegum engli. Vertu yfir
okkur öllum, afi minn, og megi guð
veita okkur styrk á þessum erfiðu
tímum. Ég elska þig að eilífu, elsku
afi minn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þitt barnabarn,
Björg Ólafsdóttir.
Kæri Pétur, nú ert þú farinn, allt
of snemma.
Það er undarleg tilfinning að sjá
þig ekki framar, eins og þú varst nú
skemmtilegur maður.
Það er leitun að öðru eins ljúf-
menni og þú varst, þú varst alltaf
tilbúinn að rétta hjálparhönd þó að
þú hefðir öðrum hnöppum að
hneppa, og ert búinn að aðstoða
foreldra mína mikið í gegnum tíð-
ina.
Ég man þegar ég var lítill og þú
komst í heimsókn í Birkihlíðina, að
þá fannst mér alltaf svo gaman að
fara fram í forstofu og máta skóna
þína, þeir voru eins og skíði á fót-
unum mínum. Já þú varst stór mað-
ur Pétur, og enn stærri í augum lít-
ils drengs.
Og svo loks þegar þið hjónin er-
uð komin á þann aldur að fara að
geta tekið því rólega þá breytist
sjólagið skyndilega og veikindi
herja á, fyrst Önnu, og svo öllum að
óvörum þig líka.
Þú, sem stóðst eins og klettur við
hlið Önnu, þurftir nú einnig að
berjast við sjúkdóm.
Þetta var stutt stríð og endirinn
óskiljanlegur, 19. desember og Pét-
ur allur.
Þótt ég hafi verið hjá þér eftir að
þú lagðir af stað í síðustu sigl-
inguna, og ég hafi séð þessa ró og
þennan frið sem nú var yfir þessum
stóra manni, þá er enn jafn erfitt að
skilja hvað Guði lá á að kalla þig
upp til sín.
Það hljóta að vera brýn verkefni
sem hann ætlar þér þar.
Það er þó huggun í harmi að þú
sést enn í börnunum þínum, þau
bera öll keim af þér, hvert í sínu
lagi, fjallmyndarleg og sterk.
Kæra Anna frænka, það hefur
verið tekið vel á móti Pétri, við vit-
um það, og þar bíður hann þín og
kallar þig til sín þegar allt verður
orðið tilbúið þar fyrir þig.
Blessuð sé minning þín Pétur og
takk fyrir samfylgdina.
Þorgeir og fjölskylda.
FRÉTTIR
IMG Gallup hefur sent frá sér yfir-
lýsingu vegna umræðu um könnun á
stuðningi við hernaðaraðgerðir í
Írak sem gerð var um miðjan desem-
ber. Spurt var: Á Ísland að vera á
lista með þeim þjóðum sem styðja
hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna
og Breta í Írak eða á Ísland ekki að
vera með á listanum? Í fréttabréfi
Gallup, Þjóðarpúlsi, segir orðrétt að
84% þjóðarinnar vilji ekki vera með
á lista hinna staðföstu þjóða.
Fram hefur komið gagnrýni á
könnunina, t.d. af hálfu Halldrórs
Ásgrímsonar forsætisréðherra, Dav-
íðs Oddssonar utanríkisráðherra og
Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra. Björn segir á heimasíðu sinni
að umrædd könnun hafi verið
„makalaus“. Þar spyr hann hvaða
lista Gallup eigi við og hvort Gallup
sé að spyrja um hinn svonefnda lista
frá því snemma árs 2003. Spyr hann
hvort einhverjar þjóðir séu lengur á
þeim lista?
Að frumkvæði Gallup
Í yfirlýsingu IMG Gallup segir:
„Könnunin var gerð að frumkvæði
IMG Gallup og birtist í janúarhefti
Þjóðarpúlsins, mánaðarlegs frétta-
bréfs fyrirtækisins. IMG Gallup
stendur að öllu leyti við það sem þar
birtist.
Af gefnu tilefni skal tekið fram að
óheimilt er að birta niðurstöður
kannana úr Þjóðarpúlsi Gallup í aug-
lýsingum án sérstakrar heimildar,
eins og þar er skýrt tekið fram.“
Umrætt tilefni mun vera fyrirætl-
un Þjóðarhreyfingarinnar þess efnis
að nota niðurstöðu Gallup í yfirlýs-
ingu sinni í New York Times undir
yfirskriftinni „Innrásin í Írak – ekki í
okkar nafni“.
Gallup stendur við niður-
stöður sínar um Írak
STARFSMENN Bakkavör Group hafa á undanförnum
dögum staðið fyrir fjáröflun innan fyrirtækisins til
styrktar hjálparstarfi því sem nú er unnið í þágu
fórnarlamba hamfaranna í Suðaustur-Asíu. Hafa
2.500 starfsmenn félagsins safnað sem nemur 2,4
milljónum króna sín á meðal. Stjórn Bakkavör Group
ákvað í framhaldinu að leggja til mótframlag til jafns
við það sem starfsmenn hafa safnað. Jafnframt hefur
verið ákveðið að aflýsa árshátíð starfsmanna sem
hefur verið í boði félagsins og verður áætlaður kostn-
aður látinn renna til fjáröflunarinnar. Samtals
styrkja því starfsmenn félagsins og félagið sjálft
hjálparstarfið um 9 milljónir króna. Styrkurinn er
veittur til hjálparstofnana sem valdar eru af starfs-
mönnum Bakkavör Group.
Að sögn Ágústar Guðmundssonar stjórnarformanns
eiga margir starfsmenn félagsins í London ættir að
rekja til hamfarasvæðanna og misstu ættingja eða
eiga ættingja sem eru fórnarlömb hamfaranna með
einum eða öðrum hætti.
Bakkavör Group og starfsmenn styrkja hjálparstarf í Asíu
Leggja fram 9 milljónir króna
NEMENDAFÉLAG Tækniháskóla ís-
lands hefur styrkt Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna um 100.000 kr. Technis,
nemendafélag THÍ, færði UNICEF á Ís-
landi gjöfina 7. janúar sl. og er gjöfin
ætluð til hjálpar börnum á flóðasvæðum
í Asíu eftir þær hörmungar sem þar
hafa gengið yfir.
Stjórn Technis vill með gjöf þessari
sýna gott fordæmi og skorar á önnur
nemendafélög að sýna skjót viðbrögð og
gera slíkt hið sama, segir í fréttatilkynn-
ingu. Á myndinni má sjá Ólöfu Magnús-
dóttur, starfsmann UNICEF, taka við
ávísuninni úr höndum Kolbrúnar Magn-
úsdóttur, gjaldkera Technis.
Nemendafélag THÍ
styrkir Barnahjálp SÞ
Rangt
staðarnafn
Ranglega var farið með
staðarnafn í frétt um vinnu-
slys við stöðvarhús Kára-
hnjúkavirkjunar í gær. Sagt
var að slysið hefði átt sér
stað á Hvammsmelum. Það
örnefni er ekki til á svæðinu.
Varð slysið á verkstæði á
stöðvarhússvæðinu við Val-
þjófsstaðarfjall. Búðir
Landsvirkjunar í Fljótsdal
eru hins vegar kallaðar
Hvammsmelur og búðir
Fosskraft á sama svæði
Hvammseyri.
Heimildir gleymdust
Andrés Pétursson formað-
ur Evrópusamtakanna hefur
beðið Morgunblaðið að birta
eftirfarandi leiðréttingu.
„Tölur sem undirritaður not-
aði í grein í gær í blaðinu eru
byggðar á samantekts Eiríks
Bergmann Einarsson að-
júnkt í stjórnmálafræði við
HÍ en það gleymdist að geta
þess í greininni. Beðið er for-
láts á þessum mistökum.“
LEIÐRÉTT
Bridsfélag Reykjavíkur
Þátttaka var með dræmara móti
föstudaginn 7. janúar, aðeins 14 pör
mættu til leiks. Ástæðan gæti verið
sú að jólahátíðin var nýlega yfirstað-
in og margir hyggja á keppni í
Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni
sem ræður ríkjum í janúar. Ingólfur
Hlynsson og Hermann Friðriksson
unnu næsta öruggan sigur, voru með
15 stiga forystu á næsta par þegar
upp var staðið:
Ingólfur Hlynss. – Hermann Friðrikss. 36
Árni Hannesson – Oddur Hannesson 21
Jón Stefánsson – Magnús Sverrisson 18
Gróa Guðnad. – Unnar Atli Guðmss. 18
Andrés Þorsteinsson – Halldór Þórólfsson 9
Örlygur Örlygsson – Guðmundur Skúlason 9
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á 14 borðum mánu-
daginn 10. janúar. Beztum árangri
náðu í NS:
Steindór Árnason - Tómas Sigurðsson 302
Þórður Jörundsson - Einar Markússon 294
Þorgerður Sigurgeirsd. - Stefán Friðbjs.
291
Sigurpáll Árnas. - Sigurður Gunnlaugsson
290
AV
Haukur Bjarnason - Hinrik Lárusson 305
Kristinn Guðmundss. - Guðm.Magnúss. 295
Karl Gunnarsson - Ernst Backmann 292
Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 290
Spilað alla mánu- og fimmtudaga.
Mæting kl. 12.45 á hádegi.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Spilamenska hófst á nýja árinu
föstudaginn 7. janúar.
Spilað var á átta borðum og úrslit
urðu þessi í N/S:
Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 193
Stígur Herlufsen – Guðm. Guðmundss 189
A/V
Ingimundur Jónsson – Helgi Einarsson 204
Jón Sævaldsson – Kristján Þorláksson 187
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Starfsemi félagsins eftir áramót
hófst með eins kvölds tvímenningi
þar sem veitt voru verðlaun fyrir
efsta sætið. Þátttakan var heldur
dræm og mættu aðeins 12 pör og
spiluðu Howell-tvímenning, allir við
alla. Að þessu sinni voru konurnar
sterkastar og skiptu með sér báð-
um efstu sætunum og munaði þar
aðeins tveimur stigum. Lokastaða
efstu para varð þannig:
Inga Lára Guðmundsd. – Unnur Sveinsd.
186
Sigurrós Sigurðard. – Anna Jónsdóttir 184
Guðmundur Aldan – Guðbjörn Þórðars. 179
Ágúst Atlason – Alfreð Kristjánsson 177
Unnar Atli Guðmss. – Eggert Bergsson174
Næsta keppni félagsins verður
aftur eins kvölds tvímenningur og
verður þá spilaður Mitchell með
verðlaunum í báðar áttir ef þátt-
taka verður nægjanleg. Aðalsveita-
keppni félagsins hefst síðan 24. jan-
úar en þá verða spilaðir tveir 16
spila leikir á kvöldi.
Þriðjudaginn 11 janúar var spilað
á 11 borðum. Úrsit urðu þessi.
N/S
Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 247
Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 245
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 239
A/V
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 282
Ingimundur Jónsson – Helgi Einarsson 257
Sæmundur Björnss. – Árni Guðmss. 235