Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Að loknum hátíðahöldumog miklum matar-veislum sem þeimfylgja, kökuáti og gos-
drykkjaþambi, er ekki úr vegi að
taka mataræðið svolítið til endur-
skoðunar. Elías Níelsson, íþrótta-
fræðingur og lífeðlisfræðingur,
starfar meðal annars sem einka-
þjálfari í Hreyfingu og gaf fúslega
nokkur ráð til þeirra sem vilja
draga úr kaloríumagni fæðunnar
og jafnvel losa sig við einhver
aukakíló. Hann brá sér í Hagkaup í
Kringlunni og lét móðan mása.
Ávextir og vatn milli mála
„Regla númer eitt er að láta ekki
líða of langt á milli máltíða, því það
eru miklu meiri líkur á að fólk
„missi sig“ ef það er glorhungrað.
Sætu bitunum á milli mála sem
fólk á til að narta í á hlaupum, þeim
þarf að skipta út fyrir eitthvað
hollt og gott. Margir hafa vanið sig
á að renna í kexpakka eða eitthvað
annað sætt á milli mála. Í staðinn
er alveg kjörið að vera alltaf með
ávexti og vatn við höndina, í bíln-
um, vinnunni eða heima, til að
grípa til þegar sykurþörfin segir til
sín. Vínber og epli eru frábært
snakk og mörgum karlmönnum
hentar vel að grípa banana, þeir
eru fljótir að skella þeim í sig.“
Ferskur fiskur ákjósanlegur
Elli segir gott fyrir kroppinn að
hvíla sig á kjötátinu eftir hátíðirnar
og kaupa fisk í staðinn. „Ég er
mikill talsmaður fiskáts og mæli þá
með því að fólk kaupi ferskan fisk
sem það matreiðir og kryddar
sjálft, frekar en að kaupa tilbúna
fiskrétti, þeir eru oft löðrandi í
sósu sem engin veit hvað inniheld-
ur.“ Þegar kemur að kjötáleggi
segir Elli best að sleppa því en ef
fólk geti alls ekki án þess verið þá
sé skást að kaupa kjúklingaálegg
og kalkúnaálegg. „Unnar kjötvör-
ur eru oft hlaðnar kaloríum og
aukaefnum og auðvitað er best að
nota eitthvað annað álegg í staðinn,
eins og til dæmis papriku, tómata
og gúrku. Annars er ég ekkert
mjög strangur þegar ég ráðlegg
fólki með mataræði, þetta þarf að
vera viðráðanlegt og ég fer ekki
fram á meinlætalifnað, fólk má fá
sér hvað sem er á nammidögum.
Ég banna fólki til dæmis ekki að
borða brauð, þótt það innihaldi
vissulega oftast sykur.
En ég ráðlegg fólki að taka
grófu kornbrauðin fram yfir hin,
því þau eru trefjaríkari. Sykur- og
gerlausu brauðin frá Grímsbæ eru
vissulega mjög góður kostur þegar
kemur að hollustu í brauðum.“
Forðist dísætar mjólkurvörur
Elli gengur ákveðnum skrefum
framhjá gos og snakkhillunum og
beint inn í kæli. „Í mjólkurvörum
er allt of mikið af dísætum vörum
og ég ráðlegg fólki eindregið að
lesa vel á innihaldslýsingarnar.
Þetta lítur allt voða vel út, en syk-
urmagnið er ótrúlega mikið í
mörgu af þessu og líka fita. Í stað
þess að nota smjör á brauð þá ráð-
legg ég fólki að nota Létt og lag-
gott með ólífuolíu og í stað feita
rjómans er gott að nota mat-
reiðslurjóma eða léttmjólk. Eins er
um að gera að velja léttu vörurnar,
hvort sem það er kotasæla, sýrður
rjómi, mjólk eða eitthvað annað.
Drykkjarskyrið Skyr.is er til dæm-
is góður kostur í morgunverð, það
er án viðbætts sykurs og mjög
gott, en ég set samt hafragrautinn
efst á listann þegar kemur að
morgunverði og fyrir þá sem finnst
hann ekki nógu góður á bragðið þá
er gott að setja svolítinn kanil út á
hann og þá er ég ekki að tala um
kanilsykur.
Fólk varar sig ekki heldur á því
að morgunkorn og múslí er oft
mjög sætt og því er um að gera að
lesa vel utan á pakkningarnar.“
Þegar kemur að ostunum segir
Elli ekki skipta öllu máli hvort ost-
urinn sé 11% feitur eða 26% feitur
ef fólk borðar kannski ekki nema
tvær sneiðar á dag. „En þeir sem
nota ost mikið ættu auðvitað að
kaupa fitulítinn ost.“
Að lokum komum við að sæl-
kerahillum þar sem framandi sós-
ur og bragðbætandi efni í dósum
eru í metravís. Elli ráðleggur fólki
eindregið að lesa utan á slíkar
vörur og krydda frekar sjálft sinn
mat með fersku kryddi.
HVAÐ ER Í MATINN? | Elías Níelsson einkaþjálfari kaupir hollan mat
Gott að taka
mataræðið í
gegn eftir jólin
Morgunblaðið/Golli
Kaloríufátækar vörur í matarkörfu Elíasar: Haframjöl, létt og lag-
gott, hreinn appelsínusafi, ferskir ávextir o.fl.
„Ég er mikill talsmaður fiskáts og mæli þá með
því að fólk kaupi ferskan fisk sem það matreiðir
og kryddar sjálft,“ segir Elías Níelsson einka-
þjálfari, íþróttafræðingur og lífeðlisfræðingur.
Ég set hafragrautinn
efst á listann þegar
kemur að morgunverði
og fyrir þá sem finnst
hann ekki nógu góður á
bragðið þá er gott að
setja svolítinn kanil út
á hann.
Snakkbitar frá Myllunni
Myllan hf. hefur hafið sölu á nýjum
snakkbitum undir vörumerkinu
Minna mál Ágústu Johnson. Um er
að ræða þrjár tegundir af mismun-
andi kexbitum sem framleiddir eru
af fyrirtækinu Dr. Karg í Schwa-
bach í Þýskalandi. Fæðið er sér-
hannað fyrir þá sem vilja sneiða hjá
fituríku skyndifæði. Enginn við-
bættur sykur er í snakkbitunum né
hert viðbætt feiti. Minna mál
Ágústu Johnson fæst með ristuðum
lauk, osti og graskersfræjum og
þriggja korna.
Útsala á Græna torginu
Dagana 14.–16. janúar verður út-
sala á Græna torginu í Blómavali
við Sigtún og er þetta í fyrsta
skiptið sem slík útsala er haldin í
grænmetis- og heilsudeildinni. Af-
slátturinn verður frá 10% til 30%.
Afsláttur verður veittur af öllum
vörum í deildinni; grænmeti og
ávöxtum með sérstakri áherslu á
lífrænt ræktaðar vörur, vítamín,
bætiefni, snyrtivörur, heilsufæði,
sojavörur, safa, brauð, sælkeravör-
ur og olíur. Þá verða um helgina
vörukynningar á torginu.
NÝTT
Morgunblaðið/Jim Smart
Nú færist í vöxt að matvörur séumerktar eftir hollustu í mat-vörubúðum. Sainsbury’s í Bretlandi
hefur tekið upp nokkurs konar umferð-
arljósakerfi í verslununum þar sem vörur
eru merktar með rauðu, gulu eða grænu,
allt eftir hollustu. Rautt ljós táknar óhollan
mat, grænt hollustuvörur og gult allt þar á
milli, að því er m.a. kemur fram í Hand-
elsbladet.
En það er flóknara en kannski virðist við
fyrstu sýn að merkja matvörur með þessum
hætti. Eru kartöflur hollar? Er ólífuolía
holl? Eru egg holl? Svörin velta annars veg-
ar á því hver er spurður og hins vegar á
þörfum neytandans. Sumir þurfa að neyta
minni fitu, aðra vantar ákveðin vítamín
o.s.frv.
Einnig er hægt að setja spurningarmerki
við óhollustu matvæla. Rauða ljósið svarar
t.d. ekki af hverju viðkomandi matvörur eru
óhollar. Innihalda þær of mikinn sykur eða
of mikla fitu? Og eru þessar matvörur jafn-
óhollar öllum?
Þessara spurninga og fleiri spyr Hand-
elsbladet sem er málgagn hinna norsku
Samtaka verslunarinnar. Og blaðið hvetur
lesendur til að reyna að flokka matvörur
með þessum hætti, en letur verslunareig-
endur til þess að koma kerfi af þessu tagi á í
norskri matvöruverslun.
Morgunblaðið/Golli
Kartöflur: Hollar eða óhollar?
Hollustu-
merkingar
á matvælum
HEILSA
Margfaldur verðmunurer oft á því að kaupaannars vegar erlendtímarit á sölustöðum
hérlendis eða að panta tímaritin í
áskrift á Netinu. Verðmunurinn er
auðvitað misjafn eftir því hvaðan
tímaritin eru og í hvaða mynt er
greitt, en mestu munar í verði á
bandarískum tímaritum þar sem
gengi dollarans hefur farið hríð-
lækkandi.
Mikill verðmunur
Sem dæmi má nefna að unglinga-
tímaritið Seventeen í bókabúðum
Máls og menningar hefur undan-
farið kostað 620 krónur eintakið í
lausasölu á meðan netáskrifendum
hefur staðið til boða að kaupa blað-
ið á 20 dollara eða á um 1.260
krónur í ársáskrift með póstburð-
argjöldum hingað komið. Svipaða
sögu er að segja af öðrum banda-
rískum tímaritum, en þau kosta
allt frá 415 krónum og upp í 2.000
krónur á blaðsölustöðum hérlendis.
Flest bandarísku tímaritanna eða
um tveir þriðju hlutar þeirra, sem
hér eru á markaði, kosta þó undir
1.000 krónum.
Að sögn Kjartans Kjartanssonar,
framkvæmdastjóra vörusviðs hjá
Máli og menningu, er ljóst að
lausablaðasala bókabúðanna keppir
ekki við netáskriftina í verði vegna
ýmissa ástæðna. „Það er oft ótrú-
legt hvað sum áskriftatilboð eru
hagstæð í Bandaríkjunum. Verið er
að bjóða allt að 70% afslátt frá
búðarverði í bandarískum versl-
unum og er verðið lægra en það
sem útgefendur gefa dreifingarað-
ilum.
Fyrir það fyrsta er áskrift alltaf
miklu ódýari en blöð í lausasölu
þar sem áskrifandinn er þá orðinn
bundinn að því að kaupa hvert ein-
asta tölublað á meðan lausasölu-
viðskiptavinurinn getur valið úr í
bókabúðum og blaðsölustöðum. Í
öðru lagi er virðisaukaskatturinn
14% á blöð og tímarit á Íslandi á
meðan hann er undir 5% í Banda-
ríkjunum, en vonandi eru íslenskir
áskrifendur tímarita það löghlýðnir
að þeir fari með erlendu tímaritin
sín til tollstjóra þegar þau detta
inn um bréfalúgurnar og heimta að
borga af þeim virðisaukaskatt, eins
og lög kveða á um, strangt til tek-
ið, að skuli gert.“
Á hinum Norðurlöndunum eru
bresk og bandarísk blöð mjög sam-
keppnishæf við íslenskt útsöluverð
þessarra tímarita. Þó gæti verðlag-
ið þar verið 5–10% ódýrara sem
ætti einna helst rætur að rekja til
fraktkostnaðar, að sögn Kjartans.
7–15% verðlækkun
Kjartan segir að von sé á 7–15%
lækkun á bandarískum tímaritum á
næstu dögum vegna lækkun doll-
arans og sé það þriðja verðlækk-
unin á tæpum tveimur árum. Síð-
ast var verð á bandarískum
tímaritum lækkað í janúar í fyrra,
en á því ári sem nú sé liðið frá síð-
ustu lækkun, hafi gengi dollarans
lækkað um 9%. Því sé nú kominn
tími til að lækka verð á bandarísk-
um tímaritum á ný. Áhugasömum
um netáskrift tímarita er t.d. bent
á slóðina www.magazinecity.com
eða www.amazon.com.
Morgunblaðið/Árni Torfason
ÁSKRIFT | Tímarit í netáskrift oft miklu ódýrari en á blaðsölustöðum
Mestur verðmunur á
bandarískum tímaritum
join@mbl.is