Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES Sýnd kl. 5.45 og 8.Sýnd kl. 10.15. ✯  S.V. Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið Sýnd kl. 5.30 ísl tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.30 og 6. Ísl.tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Enskt tal. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. I I J . Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!  H.L. Mbl.  Kvikmyndir.comi ir. FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ YFIR 27.000 ÁHORFENDUR INCREDIBLES ER VINSÆLASTA JÓLAMYNDIN, YFIR 27.000 ÁHORFENDUR FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG I J I , I I J I I Í Hvað er málið með Alfie? Pottþétt rómantísk gamanmynd með JudeLaw sem nýlega var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. OCEAN´S TWELVE YFIR 27.000 ÁHORFENDUR  H.L. Mbl..L. bl. Kvikmyndir.is H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com   DV Kvikmyndir.is  DV Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8. MASTERCARD FORSÝNING LEONARDO DICAPRIO I I ÁST – eða Love – er nafnið á fyrsta hluta nýs þríleiks eftir pólska höf- undinn Krzysztof Piesewicz sem skrifaði hinn rómaða þríleik Blár, Hvítur og Rauður, ásamt Krzyszsto Kieslowski heitnum. Sigurjón Sighvatsson er aðalfram- leiðandi myndarinnar og mun hugs- anlega framleiða hinar tvær mynd- irnar í þríleiknum sem heita Faith og Hope. Þá munu hjónin Karl Júl- íusson og Áslaug Konráðsdóttir vinna við myndina; Karl hannar leik- mynd og Áslaug búninga. Norskur leikstjóri Leikstjóri þessa fyrsta hluta þrí- leiksins verður norska kvikmynda- gerðarkonan Unni Straume og er um alþjóðlega framleiðslu að ræða. Meðframleiðandi Sigurjóns að myndinni verður Norðmaðurinn Tom Remlov og er framleiðslukostn- aður áætlaður um 350 milljónir króna en fjármagnið kemur frá Bandaríkjunum, Noregi, Póllandi, Kanada og Þýskalandi. Piesewicz var náinn samstarfs- maður Kieslowski og skrifaði með honum flestar hans myndir, þ.m.t. Boðorðin tíu, Tvöfalt líf Veróníku og þriggjalitaþríleikinn. Piesewicz klár- aði einnig að skrifa tvö handrit sem þeir félagar höfði verið með í smíð- um er Kieslowski féll frá 1996, Heaven og L’Enfer, sem nú er í smíðum. Straume á m.a. að baki myndina Musikk for bryllup og begravelser sem tilnefnd var til Norrænu kvik- myndaverðlaunanna 2002. Paalgard stjórnar tökum Þá má geta þess að kvikmyndatöku- stjóri verður Harald Gunnar Paal- gard en hann stjórnaði m.a. tökum á myndum Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Englum alheimsins og Fálk- um. Sigurjón segist í samtali við Morgunblaðið hafia komist í sam- band við leikstjórann Straume í gegnum Karl Júlíusson. „Hún er frábær leikstjóri sem gert hefur list- rænar og góðar myndir. Drauma- dansinn, sem hún gerði eftir verki Strindbergs, er t.a.m. ein af bestu myndum síðustu tíu ára.“ Sigurjón segist hafa haft áhuga á að vinna með henni, en þó ekki að mynd á norsku. En þegar inn í myndina kom þetta handrit eftir Piesewicz, sem er á ensku, þá segist Sigurjón þá þegar hafa fengið áhuga á að gerast framleiðandi. Hann segir handritið að myndinni líka verulega sterkt. „Þetta er einhver þekktasti og besti handritshöfundur í heimi enda átti hann stóran þátt í að skrifa helstu myndir Kieslowski sem ætti nú að gefa einhverja hugmynd um hæfileika hans.“ Ástin í New York Úr því að myndin verður á ensku þá segir Sigurjón að leikararnir verði breskir og bandarískir. „Það er ekki búið að ráða í hlutverk en ég hef fengið hina sömu [Liora Reich] og sá um hlutverkaskipun fyrir A Little Trip To Heaven [væntanleg mynd Baltasars Kormáks, sem Sig- urjón framleiðir] til að stýra hlut- verkaskipun í myndina,“ segir Sig- urjón um verkefnið sem hann telur mjög spennandi. Í myndinni verða dregnar upp ólíkar hliðar ástarinnar í sögu sem á sér stað í New York samtímans. Tökur fara hinsvegar fram í Kanada og segir Sigurjón að þær hefjist nú í sumar. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin fyrir Berlínarhátíð 2006. Kvikmyndir | Nýr þríleikur eftir meðhöfund Kieslowskis Sigurjón Sighvatsson framleiðir Ást Morgunblaðið/Þorkell Sigurjón er með mörg járn í eldinum um þessar mundir, en auk þess að framleiða Love og mynd Baltasars Kormáks A Little Trip To Heaven keypti hann einnig á dögunum ráðandi hlut í 66°norður. Höfundur Love, Krzysztof Piesiewicz, er meðhöfundur að þriggja lita þrí- leik Krysztofs Kieslowskis. Juliette Binoche í Trois couleurs: Bleu frá 1993. Karl Júlíusson og Áslaug Konráðs- dóttir hanna leik- mynd og búninga skarpi@mbl.is ÁLFRÚN Örnólfsdóttir hefur verið valin sem fulltrúi Íslands í hóp rís- andi stjarna í Evrópu á Kvik- myndahátíðinni í Berlín. Taka alls 21 af mest spennandi ungleikurum um alla Evrópu þátt í dagskránni, sem ber enska heitið Shooting Stars. Þetta er áttunda árið í röð sem fram- tíðarstjörnur eru kynntar með þess- um hætti. Hátíðin fer fram 10.–20. febrúar en upprennandi stjörnurnar verða kynntar sérstaklega með mikilli dagskrá dagana 12. og 13. febrúar. Út á það fá þær heilmikla athygli eins og alþjóðlegan blaðamannafund og veislu þeim til heiðurs er Eur- opean Film Promotion stendur fyrir en veisluna sækja ýmsir kvikmynda- framleiðendur og frægir gestir há- tíðarinnar. „Þetta leggst vel í mig, ég held að þetta sé ekkert nema jákvætt og skemmtilegt. Þetta er gott tækifæri til að sýna sig og sjá aðra og hitta fólk sem lifir og hrærist í kvik- myndaheiminum. Ég ætla að fara til Berlínar með opnum huga,“ segir Álfrún ánægð. Hún útskrifaðist úr hinum þekkta leiklistarskóla í London, Webber Douglas, árið 2003 og hefur verið nóg að gera hjá henni síðan þá. Í fyrra fór hún með aðalhlutverkið í Dís, mynd Silju Hauksdóttur. Þegar Morgunblaðið ræddi við Álfrúnu var hún að koma af æfingu í Borgarleik- húsinu. „Ég er að æfa nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Ómarsdóttur, sem heitir Segðu mér allt og verður frumsýnt 18. febrúar,“ segir Álfrún en hún er í aðalhlutverkinu og leikur 12 ára stelpuna Guðrúnu. Hún hefur verið lömuð frá fæðingu en verkið sýnir hennar heimsmynd. „Hún býr sér til fyrirmyndarforeldra í ímynd- uðum heimi. Verkið fjallar líka um hennar leið til að finna sitt sjálf- stæði.“ Álfrún hefur ekki leikið í Borg- arleikhúsinu áður. „Ég lék þónokkuð í Þjóðleikhúsinu sem barn og ung- lingur en það er voða gaman að koma inn í Borgarleikhúsið.“ Álfrún hefur hug á frekari kvik- myndaleik þó hann sé ekki í bígerð í bili. „Ég hef mikinn áhuga á að leika meira í bíó. Mér finnst þetta skemmtilegt form en ég fékk mikla reynslu í gegnum Dís og þætti gam- an að fá tækifæri til að notfæra mér það sem ég uppgötvaði og lærði af því,“ segir hún og aldrei að vita nema Berlínarferðin hjálpi til í þeim efnum. Á síðasta ári var það Tómas Le- marquis úr Nóa albínóa, mynd Dags Kára Péturssonar, sem var rísandi stjarna Íslendinga. Rísandi stjarna Dana er að þessu sinni Jakob Ceder- gren, sem leikur í væntanlegri mynd Dags Kára, Voksne mennesker. Aðrir Íslendingar sem hafa tekið þátt í dagskránni eru Ingvar E. Sig- urðsson, Hilmir Snær Guðnason, Baltasar Kormákur, Margrét Vil- hjálmsdóttir og Nína Dögg Filipp- usdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Álfrún Örnólfsdóttir, sem fór með aðalhlutverkið í Dís, verður kynnt sér- staklega á Kvikmyndahátíðinni í Berlín í dagskránni Shooting Stars. Kvikmyndir | Efnilegustu leikarar Evrópu verða kynntir í Berlín Álfrún rísandi stjarna ingarun@mbl.is www.berlinale.de
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.