Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
andJULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
Sýnd kl. 5.45 og 8.Sýnd kl. 10.15.
✯
S.V. Mbl.
Kvikmyndir.com
„Hressir ræningjar“
Fréttablaðið
Sýnd kl. 5.30 ísl tal.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30 og 6. Ísl.tal.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Enskt tal.
TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF
HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR.
I I
J .
Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd
ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ
BRJÓTA ALLAR REGLUR.
Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd
ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins
sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
H.L. Mbl.
Kvikmyndir.comi ir.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„PIRATES OF THE CARIBBEAN“
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“
YFIR 27.000 ÁHORFENDUR
INCREDIBLES ER VINSÆLASTA
JÓLAMYNDIN, YFIR 27.000 ÁHORFENDUR
FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG
I
J I , I
I J I I Í
Hvað er málið með Alfie?
Pottþétt rómantísk gamanmynd með JudeLaw sem nýlega
var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
OCEAN´S TWELVE
YFIR 27.000 ÁHORFENDUR
H.L. Mbl..L. bl.
Kvikmyndir.is
H.J. Mbl.
M.M.J. Kvikmyndir.com
DV
Kvikmyndir.is
DV
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8.
MASTERCARD FORSÝNING
LEONARDO DICAPRIO I I
ÁST – eða Love – er nafnið á fyrsta
hluta nýs þríleiks eftir pólska höf-
undinn Krzysztof Piesewicz sem
skrifaði hinn rómaða þríleik Blár,
Hvítur og Rauður, ásamt Krzyszsto
Kieslowski heitnum.
Sigurjón Sighvatsson er aðalfram-
leiðandi myndarinnar og mun hugs-
anlega framleiða hinar tvær mynd-
irnar í þríleiknum sem heita Faith
og Hope. Þá munu hjónin Karl Júl-
íusson og Áslaug Konráðsdóttir
vinna við myndina; Karl hannar leik-
mynd og Áslaug búninga.
Norskur leikstjóri
Leikstjóri þessa fyrsta hluta þrí-
leiksins verður norska kvikmynda-
gerðarkonan Unni Straume og er
um alþjóðlega framleiðslu að ræða.
Meðframleiðandi Sigurjóns að
myndinni verður Norðmaðurinn
Tom Remlov og er framleiðslukostn-
aður áætlaður um 350 milljónir
króna en fjármagnið kemur frá
Bandaríkjunum, Noregi, Póllandi,
Kanada og Þýskalandi.
Piesewicz var náinn samstarfs-
maður Kieslowski og skrifaði með
honum flestar hans myndir, þ.m.t.
Boðorðin tíu, Tvöfalt líf Veróníku og
þriggjalitaþríleikinn. Piesewicz klár-
aði einnig að skrifa tvö handrit sem
þeir félagar höfði verið með í smíð-
um er Kieslowski féll frá 1996,
Heaven og L’Enfer, sem nú er í
smíðum.
Straume á m.a. að baki myndina
Musikk for bryllup og begravelser
sem tilnefnd var til Norrænu kvik-
myndaverðlaunanna 2002.
Paalgard stjórnar tökum
Þá má geta þess að kvikmyndatöku-
stjóri verður Harald Gunnar Paal-
gard en hann stjórnaði m.a. tökum á
myndum Friðriks Þórs Friðriks-
sonar, Englum alheimsins og Fálk-
um.
Sigurjón segist í samtali við
Morgunblaðið hafia komist í sam-
band við leikstjórann Straume í
gegnum Karl Júlíusson. „Hún er
frábær leikstjóri sem gert hefur list-
rænar og góðar myndir. Drauma-
dansinn, sem hún gerði eftir verki
Strindbergs, er t.a.m. ein af bestu
myndum síðustu tíu ára.“
Sigurjón segist hafa haft áhuga á
að vinna með henni, en þó ekki að
mynd á norsku. En þegar inn í
myndina kom þetta handrit eftir
Piesewicz, sem er á ensku, þá segist
Sigurjón þá þegar hafa fengið áhuga
á að gerast framleiðandi. Hann segir
handritið að myndinni líka verulega
sterkt. „Þetta er einhver þekktasti
og besti handritshöfundur í heimi
enda átti hann stóran þátt í að skrifa
helstu myndir Kieslowski sem ætti
nú að gefa einhverja hugmynd um
hæfileika hans.“
Ástin í New York
Úr því að myndin verður á ensku þá
segir Sigurjón að leikararnir verði
breskir og bandarískir. „Það er ekki
búið að ráða í hlutverk en ég hef
fengið hina sömu [Liora Reich]
og sá um hlutverkaskipun fyrir A
Little Trip To Heaven [væntanleg
mynd Baltasars Kormáks, sem Sig-
urjón framleiðir] til að stýra hlut-
verkaskipun í myndina,“ segir Sig-
urjón um verkefnið sem hann telur
mjög spennandi.
Í myndinni verða dregnar upp
ólíkar hliðar ástarinnar í sögu sem á
sér stað í New York samtímans.
Tökur fara hinsvegar fram í Kanada
og segir Sigurjón að þær hefjist nú í
sumar. Gert er ráð fyrir að hún verði
tilbúin fyrir Berlínarhátíð 2006.
Kvikmyndir | Nýr þríleikur eftir meðhöfund Kieslowskis
Sigurjón Sighvatsson
framleiðir Ást
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurjón er með mörg járn í eldinum um þessar mundir, en auk þess að
framleiða Love og mynd Baltasars Kormáks A Little Trip To Heaven
keypti hann einnig á dögunum ráðandi hlut í 66°norður.
Höfundur Love, Krzysztof Piesiewicz, er meðhöfundur að þriggja lita þrí-
leik Krysztofs Kieslowskis. Juliette Binoche í Trois couleurs: Bleu frá 1993.
Karl Júlíusson og
Áslaug Konráðs-
dóttir hanna leik-
mynd og búninga
skarpi@mbl.is
ÁLFRÚN Örnólfsdóttir hefur verið
valin sem fulltrúi Íslands í hóp rís-
andi stjarna í Evrópu á Kvik-
myndahátíðinni í Berlín. Taka alls 21
af mest spennandi ungleikurum um
alla Evrópu þátt í dagskránni, sem
ber enska heitið Shooting Stars.
Þetta er áttunda árið í röð sem fram-
tíðarstjörnur eru kynntar með þess-
um hætti.
Hátíðin fer fram 10.–20. febrúar
en upprennandi stjörnurnar verða
kynntar sérstaklega með mikilli
dagskrá dagana 12. og 13. febrúar.
Út á það fá þær heilmikla athygli
eins og alþjóðlegan blaðamannafund
og veislu þeim til heiðurs er Eur-
opean Film Promotion stendur fyrir
en veisluna sækja ýmsir kvikmynda-
framleiðendur og frægir gestir há-
tíðarinnar.
„Þetta leggst vel í mig, ég held að
þetta sé ekkert nema jákvætt og
skemmtilegt. Þetta er gott tækifæri
til að sýna sig og sjá aðra og hitta
fólk sem lifir og hrærist í kvik-
myndaheiminum. Ég ætla að fara til
Berlínar með opnum huga,“ segir
Álfrún ánægð.
Hún útskrifaðist úr hinum þekkta
leiklistarskóla í London, Webber
Douglas, árið 2003 og hefur verið
nóg að gera hjá henni síðan þá. Í
fyrra fór hún með aðalhlutverkið í
Dís, mynd Silju Hauksdóttur. Þegar
Morgunblaðið ræddi við Álfrúnu var
hún að koma af æfingu í Borgarleik-
húsinu.
„Ég er að æfa nýtt íslenskt verk
eftir Kristínu Ómarsdóttur, sem
heitir Segðu mér allt og verður
frumsýnt 18. febrúar,“ segir Álfrún
en hún er í aðalhlutverkinu og leikur
12 ára stelpuna Guðrúnu. Hún hefur
verið lömuð frá fæðingu en verkið
sýnir hennar heimsmynd. „Hún býr
sér til fyrirmyndarforeldra í ímynd-
uðum heimi. Verkið fjallar líka um
hennar leið til að finna sitt sjálf-
stæði.“
Álfrún hefur ekki leikið í Borg-
arleikhúsinu áður. „Ég lék þónokkuð
í Þjóðleikhúsinu sem barn og ung-
lingur en það er voða gaman að
koma inn í Borgarleikhúsið.“
Álfrún hefur hug á frekari kvik-
myndaleik þó hann sé ekki í bígerð í
bili. „Ég hef mikinn áhuga á að leika
meira í bíó. Mér finnst þetta
skemmtilegt form en ég fékk mikla
reynslu í gegnum Dís og þætti gam-
an að fá tækifæri til að notfæra mér
það sem ég uppgötvaði og lærði af
því,“ segir hún og aldrei að vita
nema Berlínarferðin hjálpi til í þeim
efnum.
Á síðasta ári var það Tómas Le-
marquis úr Nóa albínóa, mynd Dags
Kára Péturssonar, sem var rísandi
stjarna Íslendinga. Rísandi stjarna
Dana er að þessu sinni Jakob Ceder-
gren, sem leikur í væntanlegri mynd
Dags Kára, Voksne mennesker.
Aðrir Íslendingar sem hafa tekið
þátt í dagskránni eru Ingvar E. Sig-
urðsson, Hilmir Snær Guðnason,
Baltasar Kormákur, Margrét Vil-
hjálmsdóttir og Nína Dögg Filipp-
usdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álfrún Örnólfsdóttir, sem fór með aðalhlutverkið í Dís, verður kynnt sér-
staklega á Kvikmyndahátíðinni í Berlín í dagskránni Shooting Stars.
Kvikmyndir | Efnilegustu leikarar
Evrópu verða kynntir í Berlín
Álfrún rísandi stjarna
ingarun@mbl.is
www.berlinale.de