Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 33 MINNINGAR og gætir mín. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Elsku afi. Góðar minningar skal varðveita. Allir ættu að eiga sérstaka mann- eskju sem þeir virða og dá, einhverja sem þeir læra af, einhverja sem þeir elska. Þess vegna ættu allir að eiga afa eins og þig. Guð geymi þig, afi minn. Karen Sif. Nú hefur það miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður, hvað hann var mér kær, afi minn góði, sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er sár. (Rut.) Elsku afi, mig langaði að segja við þig nokkur orð: Guð geymi þig, afi minn. Elva Dröfn. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Óla Jóhannesar Ragn- arssonar sem lést að morgni 6. jan- úar á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Það var fyrir rétt tæpum 10 árum að ég kynntist honum Óla er ég fór að vera með Óla Hjörvari elsta barnabarni hans, við vorum að koma suður í helgarferð þegar Óli Hjörvar vildi endilega kynna mig fyrir afa sínum og fara þangað í heimsókn. Ég kveið aðeins fyrir að hitta hann en sá kvíði var algjörlega að ástæðulausu því hann tók þétt í hönd mína og bauð mig velkomna í fjölskylduna. Ég sá strax að þarna var á ferðinni kall sem var mjög hress og skemmti- legur, það kom mér líka á óvart hversu snöggur og fimur hann var í hreyfingum, síminn hringdi til að mynda þegar við vorum hjá honum og hann spratt á fætur og hljóp af stað ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið eða hvað var að gerast horfði á alveg hissa. Seinna meir sá ég að svona voru hreyfingar hans og svona lét hann alla tíð, allt sem hann tók sér fyrir hendur var drifið af í einum grænum þó svo að hann væri lafmóð- ur á eftir, ég brosti nú stundum þeg- ar kallinn stökk af stað ef dyrabjall- an hringdi og þá var eins gott að vera ekki fyrir. Alltaf var gott að koma til Óla og meðan við bjuggum fyrir norðan fengum við stundum næturgistingu hjá honum, haustið 1998 þegar við fluttum suður varð sambandið meira á milli okkar, hann bauð okkur oft í mat og við buðum honum með okkur í bíltúra niður í bæ og kíktum við í Kolaportinu, en honum fannst mjög gaman að labba þar um. Óli var mik- ið jólabarn í sér og það var þvílík un- un að fara með hann í búðir á þessum árstíma, hann gjörsamlega ljómaði þegar hann sá allt jólaskrautið og jólaljósin. Hann skreytti mikið hjá sér og það var orðinn siður hjá hon- um að taka ljósin ekki úr glugganum fyrr en í lok febrúar, þennan sið fór ég svo að taka upp eftir honum og finnst hann alveg stórsniðugur, þetta lífgar svo upp á skammdegið eins og hann sagði. Hjálpsemin sem hann sýndi okkur Óla Hjörvari var einstök, þegar við keyptum íbúðina okkar í Breiðholtinu 1999 þurfti Óli Hjörvar að fara norður að vinna, ég skrapp til Óla afa til að fá lánaða tröppu, hann spurði mig hvað ég ætl- aði að fara að gera einsömul með tröppuna og ég sagði honum að ég ætlaði að fara að byrja á því að mála íbúðina. Nei hann sagði að ég fengi ekki tröppuna þar sem ég væri ófrísk en hann skyldi koma og mála fyrir mig og fara sjálfur upp í tröppuna en í tröppuna færi ég ekki og við það stóð því honum varð ekki haggað ef hann tók eitthvað í sig, hann kom svo til mín og málaði en ég fékk aldrei að fara í tröppuna. Eftir að Daníel Týr fæddist þá passaði Óli alltaf fyrir okkur á kvöldin og var mjög gott að leita til hans í barnapíustörfin, en báðir höfðu þeir mjög gaman af hvor öðrum. Spennan var mikil þegar Daníel Týr vissi að afi ætti að koma og passa sig, en þá fékk hann leik- félaga og að vaka lengur því Óli bað okkur alltaf að vera ekkert að svæfa strákinn, hann skyldi sjá um það, hann mundi svo aldrei hvenær Dan- íel Týr sofnaði þegar við vorum að spyrja hann að því eða kannski vildi ekki segja okkur frá því, því oft svaf strákurinn vel út morguninn eftir að afi hafði verið að passa. Margar góðar minningar rifjast upp í huga um Óla, sérstaklega þeg- ar hann ákvað að kaupa sér sjálf- skiptan bíl árið 1999 þá orðin 69 ára gamall og hafði aldrei keyrt sjálf- skiptan bíl, þeir nafnar fóru því af stað að leita að bíl og fundu þennan fína Lancer svo kom að því að sá gamli átti að prufukeyra hann, og sagði Óli Hjörvar honum að hann ætti bara að nota vinstri fótinn. Ein- hverjar vöflur komu á karlinn en hann sagði ekki orð heldur fór að reyna að basla við að keyra þannig en illa gekk, áttaði þá Óli Hjörvar sig á því að hann hafði sagt honum rangt til og hann ætti að nota hægri löpp- ina, þeir hlógu nú báðir mikið er þeir áttuðu sig á þessum mistökum og gekk allt mun betur er hann fór að nota hægri löppina. Óli var duglegur að koma í heimsókn til okkar og með- an ég var að vinna í bakaríinu kom hann oft til mín að kaupa brauð eða bara til að spjalla og fannst mér mjög vænt um það. Ég vil að endingu þakka Óla fyrir góð kynni og alla þá umhyggju og hjálpsemi sem hann sýndi mér, Óla Hjörvari og ekki síst Daníel Tý. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Tóta, systkini og fjölskyld- ur ég bið Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Megi Guð geyma þig, elsku Óli minn. Hvíl í friði. Auður Sandra. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Hvíldu í friði, elsku afi minn. Friðvin Ingi. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir, bróðir og mágur, JÓHANN ÁSMUNDSSON safnstjóri Minjasafns Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn, sem andaðist á líknardeild LSH í Kópavogi föstudaginn 31. desember sl., verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á safnreikning Minjasafns Egils Ólafssonar, Hnjóti, í Sparisjóði Vestfirðinga nr. 1118-05-402255, kt. 560184 0269. Magnea Einarsdóttir, Árni Klemensson, Einar Dagfinnur Klemensson, Hildur Sonja Guðmundsdóttir, Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Hildur Hanna Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Benedikt Grétar Ásmundsson, Kristín Jóhannesdóttir. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓHANN ODDSSON, Hríseyjargötu 15, Akureyri, andaðist miðvikudaginn 5. janúar. Útför hans fer fram frá Höfðakapellu mánudaginn 17. janúar kl. 13:30. Margrét Jóhannsdóttir, Gunnar Guðbrandsson, Álfhildur Gunnarsdóttir, Gauti Gunnarsson, Haukur Gunnarsson. Ástkær vinur okkar, RAGNAR ÖRN, Fellsmúla 11, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 11. janúar. Aðstandendur. Elskulegur faðir minn, SVEINN CECIL JÓNSSON, andaðist á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, þriðjudaginn 11. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Héðinn Sveinsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir mín, dóttir, systir og mágkona, KRISTRÚN SIGURVINSDÓTTIR GEORGES, Mentor, Ohio, USA, Vesturbraut 11, Keflavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 9. janúar. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 14. janúar kl. 11.00. Leo Georges, Christopher Georges, Jóhanna Karlsdóttir, systkini og makar. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓLAFUR TRYGGVASON fyrrv. bóndi og organisti á Ytra-Hvarfi, sem lést á heimili sínu Dalbæ fimmtudaginn 6. janúar sl., verður jarðsunginn frá Dalvíkur- kirkju laugardaginn 15. janúar kl 13.30. Jarðsett verður að Völlum. Ævarr Hjartarson, Freydís Laxdal, Kristín Ólafsdóttir, Jóhann Ólafsson, Herdís Geirsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar og systir, JÓRUNN KARLSDÓTTIR, til heimilis á Brúarási 7, Reykjavík, lést á Landspítala, Fossvogi, að kvöldi þriðju- dagsins 11. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Inger Steinsson, Helga M. Steinsson, Jóhann T. Steinsson, Unnur Steinsson, Ásdís Sigurðardóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.